Tíminn - 08.12.1976, Qupperneq 11

Tíminn - 08.12.1976, Qupperneq 11
Miðvikudagur 8. desember 1976 11 10 Hiiilífí Miðvikudagur 8. desember 1976 Skyggnzt undir hversdagshjúpinn Guðmundur Halldórsson: HAUSTHEIMTUR, smásögur. 128 bls. Almenna bdkafélagið 1976 Þær átta smásögur, sem eru samferöa i þessari bók, fjalla allar um lif og örlög islenzks sveitafólks. Sögusviðið er hinis- lenska sveit tuttugustu aldar- innar, þegar holskefla nýrra lifshátta er að steypast yfir þjöðina með margvislegum af- leiðingum og breytingum, illum og góðum. Fólksfæöin á sveita- bæjum er böl, og véltæknin, meö öllum sinum tilkostnaði, borgar sig kannski ekki alltaf. Fyrsta sagan heitir Haust- heimtur. Þar segir frá einum réttardegi og þeirri spennu, sem honum er tengd, en þar liggur að visu fleira i loftinu en hin gamalkunna eftirvænting manna, sem fá nú að sjá fer- fætta vini sina eftir sumarlang- an aðskilnað. Gangnastjórinn, sem er einbúi á jörð sinni, von- ast eftir kaupakonunni, sem hafði verið hjá honum um sum- arið, hún haföi að visu brugöið sér suður fyrir skömmu, en hennar er von i réttirnar. Og að visu kemur hún og fer ekki erindisleysu á vit sveitarinnar, — en ekki meira um þaö hér. Næsta saga heitir Eins og verða vill.Aftur er þaö einyrki i sveit og samskipti hans við kvenkyniö, sem eru uppistaða sögunnar. Einsetumaðurinn Hjörleifur Jónsson, sem er kannski ekki alveg gallalaus, sem einstaklingur og bóndi, en hún Svalborg, sem hafði riðiö með honum i kringum stóö og hjálpað honum aö taka saman hey, er ekki dyggðin holdi klædd heldur, svo það er varla von á öðru en þvi, sem kemur á dag- inn, að hún verður honum til lit- illa heilla. Hylurinner saga, sem leynir á sér. Hylurinn i ánni getur vel táknaö hyldýpi mannlegra til- finninga og örlaga. Allir menn þrá hamingju, en það er ekki sama hvar og hvernig hennar er leitað — og hverful mun sú ham- ingja reynast, sem fundin veröur i koniaki og lauslátu kvenfólki. — En áin með hyl sinum og straumi, og maðurinn sem situr á bakkanum, verða okkur minnisstæð, löngu eftir lestur sögunnar. Sagan Raksturkemur lesand- anum skemmtilega á óvart. Þaö er komið fram undir göngur, óþurrkar hafa gengiö lengi, viö erum leidd á sveitabæ, þar sem útlitið er siður en svo gott af' þessum sökum, og nú teljum við vist, að bráðum komi þurrkur með tilheyrandi annriki, rakstri og samantekt heys. En það er þá reyndar allt annar og annars konar rakstur, sem átt er við, — og er nú bezt að segja ekki gerr af tiðindum, en lofa lesendum sjálfum að komast i gott skap við að lesa þessa þræl- hittnu og skörpu ádeilusögu. Hallæriskorn er góð saga, sem hittirbeintí mark. Hún ætti að geta orðið stjórnmála- mönnum holl lesning, og hún á brýnt erindi til þeirrar uppvax- andi kynslóðar, sem á að erfa þetta land og gæta þess. Afhjúpun segir frá sérkenni- legum veizluspjöllum á hátiðar- stundu. Ekki dylst, að hátiöin, sem skáldið hefur i huga, er af- hjúpun minnisvarða Stephans G. á Vatnsskarði, en ekki er höf- undi þessara lina kunnugt um neitt hneyksli hafi orðið i sam- bandi við þann atburð, enda þarf sagan siður en svo á sliku tilefni að halda. Hún getur vel verið diktur frá upphafi til enda. En óneitanlega er samtal „ráðsmannsins” og forsætis- ráðherrans i meira lagi bros- legt. Kal er stutt saga, en eftir- minnileg. Liklega verða margir bændur tregir til þess að fylgja ráðinu, sem Pétur gefur Jóni sambýlismanni sinum i sögulok, en hvað sem þvi liður, er eftir- minnileg myndin af þeim bændunum, þarsem þeir standa á túni sinu, kölnu til stór- skemmda. Það eru hriðaráleið- ingar i fjöllum, hafisinn lónar fyrir landi, og komið fram i júni. Siðasta sagan i bókinni heitir Heimför . Þetta er ekki löng saga, þótt hún sé i fjörum köflum.Þar er sögð gömulog ný saga um dyggð og trúmennsku annars vegar, en leti og vinnu- svik hins vegar. Vitaskuld lætur Guðmundur gamla og slitna bóndann vera fulltrúa vinnu- seminnar og eljunnar. Hann stendur i sifelldu striði við strákana, sem eru með honum i vegavinnunni, þótt höfundur segi reyndar, að þeir hafi gllir verið beztu strákar inn við bein- iö, og að þeir hafi oftast unnið mjög vel. En kynslóðabilið lætur ekki að sér hæða. Þetta er vel sögð saga, sem verðskuldar að vera lesin oftar en einu sinni. Þar er vikið að ýmsu, sem okkur er hollt að hugleiða i erli og annriki daganna. Smásagan er heillandi bók- menntaform en að sama skapi vandasamt. Saga, sem kemst fyrir á tiu til tuttugu blaðsiðum, getur rúmað stærri heim en mörghundruö blaðsiðna verk. Sögurnar i Haustheimtum lýsa hvorki stórbrotnum né mikilfenglegum atburöum, fólk þeirra er óbrotið islenzkt al- þýðufólk, — oftast sveitafólk. En á bakvið orð og athafnir, sem kunna að viröast hvers- dagsleg við fyrstu sýn, leynast stórir heimar mannlegra ör- laga, gleöi og harmar, sigrar og ósigrar. Still þessarar bókar minnti mig víða á Indriða G. Þorsteins- son, einkum samtöl persón- anna. Þetta er ekki sagt til hnjóðs, ég er ekki að bera Guð- mundi á brýn að stæla Indriða. Verið getur lika, að sögusviðið og andblær sagnanna ráði hér einhverju um. Um málið á Haustheimtum er það skemmst að segja, að sá maður, sem ætlaði að smala þar málvillum eöa ambögum til réttar gæti með góðri samvizku sparaö sér réttardaginn og riðið heim að sofa, —hann fyndi ekki eina einustu kind. Málfarið á þessari bók er með öðrum orðum svo hreint og tært, að ýmsir sem telja sig þess um- komna að dæma ritverk ann- arra manna, mættu öfunda Guðmund Halldórsson af þeirri islenzku sem hann hefur ræktað með sér. Sm'ásögurnar, sem Guðmundur Hallddrsson sendir nú frá sér, eru liklegar til þess að hljóta vinsældir þeirra, sem hafa yndi af þessu formi skáld- skapar. En menn ættu ekki að gleypa þær i sig eins og bein- lausa bita, heldur lesa þær vandlega. —VS. Heyrt, séð og lesið, Fríða Björnsdóttir skrifar fró Kanada bókmenntir Islenzkar úrvalsgreinar. Bjarni Vilhjápmsson og Finn- bogi Guðmundsson völdu. Bókaútgáfa Memiingarsj óös og Þjóðvinafélagsins. Hér eru 19 ritgerðir eftir 19 menn. Allir eru höfundarnir látnir og allar eru greinarnar birtar eftir aldamót. Og vist má segja, að hér sé valinn maður i hverju rúmi. Auövitað er það smekksatriöi, hvort okkur finnst, að jafnan séu valdar beztu greinar hvers höfundar. Þar finnst mér t.d. að bresti nokkuð á með Guðmund Finnbogason, og er þó ritgerð hans um þorskhausana og þjóðina skemmtileg og snjöll og meö glöggum einkennum sins höfundar. Hver hefði skrifaö þetta annar? En geysi- legt bil er frá þessari grein aö ritgerð hans um aktaskriftina. Enhér erá þaö aö lita, að I fyrra var gefiö út ritgeröasafn eftir Guömund, ágæt bók. Þvi heföi kannske mátt finna nokkur rök til að sleppa honum hér, og þarf þó enginn að halda, aþ hann dragi þessa bók niður. Þegar komnar eru saman greinar eins og Rúna í Baröi eftir-Sigurö skólameistara, — Eitt sá tómt helstríð — eftir Vil- mund landlækni, Vatnadagur- inn mikli eftir Þórberg, Þyrni Valinn maður í hverju rúmi runnurinn brennandi eftir Þor- kel Jóhannesson og Matthias viö Dettifoss eftir Sigurð Nordal, verða ritgerðir Bjarna Benediktssonar og Þorsteins Gislasonar um Hannes Hafstein og Pál ölafsson heldur svip- daufar, og eru þó mætar rit- gerðir um merka menn. En allt fer þetta mat eftir smekk manna. Ekki skal lasta hvernig menn eru valdir I þessa bók. Safnarar vita það vei, að enn er af ærnu að taka og láta enda að þvi liggja, að svo kunni að fara, að önnur bók samkynja fylgi á eftir. En til gamans skal þess getið, aö mér komu i hug nöfn annarra 19 manna, sem á sama tima hafa lagt til efni I aðra bók sambærilega. Það er svo gaman að hugsa til afreksmanna að ég læt eftir mér að nefna fólkið. Benedikt Sveinsson, Bjarni frá Vogi, Gísli Guðmundsson, Grétar Fells, Guðmundur Björnsson, sr. Guðmundur frá Gufudal, Haraldur Nielsson, Jakob Kristinsson, Jón Eyþórs- son, Þorgils gjallandi, Krist- leifur á Kroppi, Magnús Helga son, Ólina Andrésdóttir, Ragnar Kvaran, Siguröur Einarsson, Siguröur Kristófer, Theodóra Thoroddsen, Hulda, Þórhallur biskup. Þá eru þó ótaldir ýmsir sem vel þola samjöfnuð, svo sem Arni Pálsson og Sverrir Kristjánsson, en nú skal staðar numiö. Ég er ekki viss um, að á þessari vertfð berist margt bóka, sem betur eru fallnar til að vera jólagjöf fyrir greinda, hugsandi og bókhneigöa ungl- inga. Svona bækur eru til þess fallnar að vernda tryggðina viö það, sem aö baki er, — vernda tengslin við upprunann. Þær eiga sinn þátt I þvi, aö þjóðin haldi áfram að vera Islenzk. H.Kr. Fyrir utan þetta hús hefur veriö reist skilti, sem gefur til kynna, að þaö er tii sölu, og þarna er hægt að sjá nafn fasteignasölunnar, sem er með það i sölu. (Timamynd FB) á pappaspjöld, og gjarnan hefur þeim verið tyllt við ljósastaur, eða einhvern umferðarmerkis- staurinn, og fyrir neðan stendur svo götunafn og númer. Hvorugu þessara skilta eigum við að venjast i Reykjavlk, eöa á Islandi yfirleitt, en kannski væri ekki svo vitlaust aö taka upp þessa auglýsingaaöferð. Fasteignasölur hér nota nefnilega þessa aðferð til þess að auglýsp hús til sölu. Ekki er svo aö skilja, að þær auglýsi ekki i blöðunum lika, svo dag- blöðin ættu ekki að þurfa að sjá af miklum auglýsingum, þótt þessi nýbreytni væri tekin upp til þess að lifga upp á umhverf- ið. Auglýsingaskiltinu er komið fyrir utan við húsið, sem til sölu er, og svo er nafn fasteignasöl- unnar, og simanúmer. Ef ein- hver er svo að hugsa um að kaupa sér hús, getur hann byrj- að á þvi að aka um þau hverfi, sem hann hefur helzt augastað á, og sjái hann þar hús, sem hann gæti hugsað sér að eiga, og auglýsingaskilti við húsiö, auð- veldar það honum mjög leitina. Dagblöðin eru lika full af fast- eignaauglýsingum. Þar eru mjög gjarnan myndir af húsun- um, sem til sölu eru, og sama er reyndar aö segja um auglýsing- arnar frá bilasölunum. Þær Hvernig væri, að fasteignasal- amir brygðu á það ráð, að setja upp auglýsingaskilti fyrir utan þau hús, sem þeir eru með i sölu? Hver veit, nema húsin færu að seljast. Annars er ekki óliklegt, að hugsunarháttur Is- lendingsins leyfi ekki auglýs- ingastarfsemi sem þessa. Margir vilja helzt ekki láta náungann vita, aö þeir séu að hugsa um að selja húsið sitt, eða ibdöina, og enn eimir eftir af þeim hugsunarhætti, aö það sé óttaleg forvitni, að spyrja fólk, hvað það hafi fengið fyrir bilinn, eða ibúðina, sem það var að selja, eða hvað það hafi borgað fyrir slika hluti. Bila- og húsa- verð er þó venjulega i svo föst- um skorðum, að það getur ekki verið mikið leyndarmál, hvað fengizt hefur fyrir þessar eignir manna. Það hefði svo að segja hver sem er fengið nákvæmlega það sama fyrir bil sinn og ibúð, efum sambærilegar eignirheföi verið að ræða. Annars gæti svo farið, aö sölu- skilti við hús myndu skapa ó- þarfa umferð forvitinna öku- manna, og liklega þyrfti að fá leyfi lögregluyfirvalda til þess að setja þau upp. En nú skulum við snúa okkur að hinum söluskiltunum. Þau visa fólki leiðina að bilskúrs- himins og jarðar, sem það þarf að losna viö, húsgögn, glugga- tjöld, hjólbarða, lampa, gamlar hljómplötur, svefnpoka, barna- vagna, já allt, sem hægt er að hugsa sér. Þessar bilskúrssölur eru venjulega haldnar á laugar- dögum, eöa sunnudögum, og hefur aðeins þurft leyfi lögregl- unnar til þess að hafa slika sölu. Hefurþað leyfiverið auðfengið. Nú fyrir skömmu var þó sagt frá þvi i sjónvarpsfréttum, að yfirvöld þyrftu að fara að hafa betra eftirlit meö þessum söl- um, þvi að nú væri svo komið, að raunverulegir atvinnuforn- salar væru farnir að selja dót sitt undir merki bllskúrssölunn- ar, I þeim einum tilgangi að losna við að greiða gjöld, sem þyrfti að greiða af atvinnu- rekstri. Fréttamaðurinn sagði, að ekki væri þó ætlunin að setja nein höft á venjulegar bllskúrs- sölur, þar sem venjulegt fólk, eins og hann orðaði það, væri að losa sig við óþarft dót, sem ein- hver annar gæti haft not fyrir. Það munu meira að segja vera til þeir menn, sem fara á milli bilskúrssalanna á laugar- dögum, og kaupa þar ýmislegt sæmilega gott dót fyrir litinn pening, og setja svo upp sina eigin bilskúrssölu laugardaginn Um fasteignasölu í Winnipeg Til sölu... Bilskúrssala Tvenns konar skilti, sem bæði gefa til kynna^ að eitthvað sé verið að selja, vekja athygli vegfarandans, ef ekið er um ibúðarhverfin hér i Winnipeg. 1 öðru tilfellinu er stórt skilti, sem á stendur TIL SÖLU, hengt á staur fyrir utan næstum annað hvort hús i sumum hverfunum, en á hinu skiltinu stendur annað hvort Garage Sale eða Base- ment Sale. Þessi siðarnefndu skiltieru venjulega handskrifuð birta mjög gjarnan myndir af söiuvarningi sinum. 1 i'slenzku blöðunum að heim- anleség,að óvenju dauft séyfir bæði bíla- og fasteignasölum. eða kjallarasölum. Hvers konar sölur eru það? spyrjið þið ef til vill. Jú, þetta mætti helzt kalla flóamarkaði i heimahúsum. Þarna er fólk að selja allt milli næstan á eftir, og hafa dágóðan skilding upp úr öllu saman. Undanfarin ár hafa flóa- markaðir nokkuð færzt i vöxt á tslandi. Þeir eru ekki siður vin- sælir hér. Oftast eru þeir haldn- ir i iþróttahúsum skólanna, eða i félagsheimilum kirknanna. Húsnæðið er svo rúmgott, að engin þörf er á að troöast. Hér hefur fólk ekki mikinn áhuga á að selja eöa kaupa gamlan fatn- að, og þess vegna er mest af alls konar dóti, bæöi gagnlegu, merkilegu og lélegu, á þessum flóamörkuðum. Þarna er hægt að fá fyrirtaks skauta með upp- háum hvitum skóm fyrir 2 dollara, eöa um 400 krónur, og svo kosta lika gamlar dollur undan andlitsfarða 3 og 4 doll- ara, eða helmingi meira en skautarnir. Hvers vegna? Jú, fólk segirað þetta séu söfnunar- gripir, og dýrmætir mjög, þótt ég sjái nú ekki gildi þeirra eða dýrmæti. Hvaö um það krukkurnar seljast svo eitthvað hlýtur að vera til i þessu. Aftur i húsasöluna Mikið er um einbýlishúsaaug- lýsingar i blöðunum, enda kaupa menn vistekki annaö hér enslik hús. Verð þeirra er frá 30 þúsund dollurum upp undir 100 þúsund, en þó eru fá yfir 80 þús- und. Verðið i islenzkum krónum er þvi frá 6 milljónum i ca 19 milljónir. Auðvitað er hægt að fá enn dýrari hús, en þau eru ekki daglega auglýst i hinum venjulegu fasteignaauglýsing- um. Húsin hér eru eins og trúlega viðast annars staðar i heimin- um, ólík steinsteyptum einbýlis- húsum á Islandi. Þau eru mörg hver glæsileg á að lita, og skemmtilega innréttuö, en þau eru úr timbri, klædd á ýmsan hátt, bæði innan og utan. Hvort þau hentuöu okkur, verður ekki Framhald á bls. 19. Höfundur þessarar bókar er þegar landsþekktur af útvarps- erindum sinum. Hann heitir Agúst Vigfússon og er kennari að menntun og atvinnu. Hefur veriö kennari i um 40 ár. Hann er þeirrar náttúru, að fólkið leggur við hlustir, þegar hann flytur mál sitt og les það, sem hann skrifar. Hér hefur verið safnað saman i bók nokkru af þvi, sem hann átti i fórum sin- um, og valið bókinni heitið „Mörg eru geð guma”, og er þaö vissulega réttnefni, svo ger- ólik og margs konar er skaphöfn þess fólks, sem við kynnumst i þessari bók. Fólk er oftast við- fangsefnið hjá Agústi og hug- stæðastar eru honum þær per- sónur, er orðið hafa utangarðs, eða fara ekki alfaraleiðir. Hon- um er einkar lagið að skyggnast undir yfirborðið, finna að oft búa sterkar tilfinningar og slær heitt hjarta i tötrum klæddum likama undir hrjúfu yfirborði. Hér slæðast þó með i förina andans jöfrar og skörungar. Má þar til nefna séra Sigurð Einarsson i Holti, Hannibal Valdimarsson, Stein Steinarr skáld, Sigurmund Sigurðsson lækni að ógleymdum litt þekkt- um manni, Eggerti Lárussyni. Alls eru 16 þættir i bókinni, og allt eru það þættir af persónum, sem Ágúst hefir þekkt persónu- lega, þvi hann hefir viða farið um Vesturland sem verkamað- ur og kennari. Hann hefur sýni- lega haft opin augu fyrir þvi, sem fyrir augu hefur borið. Hann hefur fengið i vöggugjöf þá eðliskosti aldamótakyn- slóðarinnar að kunna að segja vel frá. Það er ljótt aö segja það, en ekki get ég að þvi gert, að mér finnst Islendingar vera aö glutra niður þeirri þjóöariþrótt, sem þeir eru frægastir fyrir, — að kunna að segja vel sögu. Samanber að Njála og Heims- kringla eru taldar snjöllustu sögur i heimi frá þeim tima sem þær eru skrifaðar. Nú er rétt einn og einn, og þá helzt eldri menn, sem það kunna og þaö er ánægjuefni ef þeir koma því á prent, sem þeir sáu og heyrðu i æsku sinni. Hvað verða margir i næstu kynslóðum, sem segja eins vel frá og Siguröur Nordal og Pálmi Hannesson? Ég nefni aðeins þessi tvö nöfn og tek þau til samanburðar við alla þá fá- dæma bögubósa, sem nú láta ljós sitt skina, enda hafa þeir sjálfir nefnt sig „listaskáldin vondu”og þar sögðu þau þó eitt orð að viti. Það er nú þegar staðreynd, að Islendingar hafa tapað skáldskapargáfunni, eins og sagt var um Æra-Tobba forð- um. Fer ekki frásagnargáfan sömu leiðina. Mér finnst margt benda til þess — og guð hjálpi okkur þá. Hún er áleitin i hugann visan hans Páls gamla Ólafssonar, sem er á þessa leið: Satt og rétt ég segja vil um sumra manna kvæði. Þar sem engin æð er til ekki er von að blæði. Hvað halda menn að Páll gamlisegði i dag? Halda menn að hugsunarhátturinn sé eitt- hvað breyttur frá þvi aö alda- mótaskáldin voru að sýna listir sinar, og Einar Benediktsson ætlaði að setja met með þvi að kveða rimu um Grænlendinga, sem var eintóm sléttubönd, dýr- asti bragarháttur sem til var? Þetta var ofurefli, jafnvel fyrir Einar Benediktsson. Þó er ein og ein visa i rimunni listaverk. Þar á meðal þessi: Falla timans voldug verk valla falleg baga snjalla riman stuðla sterk stendur alla daga. Þetta hefur ekki orðið að áhrifsorðum, þvi að nú kann ekki nema einn og einn að rima svo að i lagi sé, og manni virð- ist að það sé að hverfa. En Agúst Vigfússon getur kastað fram snjöllum stökum við tæki- færi, og það er bezt að lofa mönnum að sjá eina snjalla eftir hann til að sanna þetta: Gæfa er að hafa létta lund, ljúfur eðlis þáttur. Geta að lokum guðs á fund gengið alveg sáttur. Þessi visa varð til i visnasam- keppni hjá rimnafélaginu þegar það var á skemmtiferð. Agúst lýkur þætti sinum um Hannibal á þessa leið: „Ég læt hér fljóta með stöku, sem ég gerði er Hannibal hafði lýst þvi yfir að hann væri hættur þátt- töku i stjórnmálum: Þú hefur aflað ærinn skammt á við flesta hina. Ósköp litið áttu samt eftir vertiðina”. Það er þá bezt að gripa niður i bókina til þess að lofa mönnum Hann var kominn hátt á sex- tugsaldur er hann kom til Bolungarvikur. Sigurmundi þótti gamanan að spila bridge, og vorum við i nokkur ár spila- félagar. Sigurmundur gat átt það til að segja ýmsar kimni- sögur af sjálfum sér. Hér kemur ein, sem hann sagði mér. Til skýringar verður aö geta þess að hann eignaðist son áður en hann kvæntist. — Ég var, sagði hann, að koma sunnan úr Reykjavik og var kominn til ísafjarðar. Ég fór þar inn i kaffihús til að fá Helgi Haraldsson: Mörg/ eru geð guma Agúst Vigfússon að heyra hvað þar er tekið til meðferðar. Þetta er I þætti um Sigurmund lækni: „Sama haustið og ég kom til Bolungar- vikur kom þar nýr læknir Sigur- mundur Sigurðsson að nafni. Hann var áður læknir i Flatey á Breiðafirði, Laugarási I Biskupstungum, Breiðumýri i Þingeyjarsýslu og e.t.v. viðar. mér hressingu og settist einn við borð. Kemur þá til min eldri kona, sem ég kannaðist ekki við, en fannst þó hálfpartinn að ég hefði séð einhverntima. Konan heilsaði mér kunnuglega, og spurði mig hvort ég væri aö koma að sunnan. Kvað ég svo vera. Hittirðu hann son þinn, spurði konan. Jú, ég haföi hitt hann. Ég undraðist þessa spurningu konunnar og segi: — Þekkir þú hann? Jú litillega, sagði konan, ég er nú móöur- myndin hans. Vitanlega bauð ég henni kaffi upp á gamlan og góðan kunn- ingsskap, sagði Sigurmundur og glotti. Sigurmundur var draum- spakur og trúöi á drauma. Hann taldi sig hafa dreymt fyrir ýmsu því, sem siðar átti eftir að koma fram við hann. Eftirfarandi draum sagði hann mér. Ég var þá læknir á Breiðu- mýri. Mér þóttisem ég og konan min værum komin til Reykja- vikur. Þótti mér sem við værum þar inni i einhverri verzlun. Þá segir konan min við mig: „Þú ættir að gefa mér saumavél, min vél er alveg orðin ónýt”. Jú mér fannst þetta ekki nema sjálfsagt. Búðarmaðurinn spurði siðan hvert ætti að senda vélina. „Til Bolungarvíkur við ísafjarðardjúp” sagði konan min. Þetta var mörgum árum áður en ég fór að hugsa nokkuð um Bolungarvik. En alltaf taldi ég þetta fyrirboða þess, sem siðar varð. Þennan draum dreymdi mig áratugum áður. Ég hitti Sigurmund lækni nokkrum mánuðum áður en hann dó, og þá bar eilifðarmálin á góma; skoðun hans hafði litið breytzt þá. Hann vissi auðvitað aðhverju dró. Hann sagði: „Ég veit ekkert hvað viö tekur eða hvort það er nokkuð. Ég læt þar nótt sem nemur, neitt skal ei kviða þvi. Það er annars ein- kennilegt, sagði hann, hvað mestu andans menn orða þetta svipað t.d. Egill sagöi: „Skal svo óhræddur heljar biða”. Nei ég veit ekki neitt, en ég óttast ekkert og kviði engu?” Held ég verði aö minnast ofurlitið á það, sem Agúst segir frá Dalakonunni skyggnu, er Guðriður Guðbrandsdóttir hét. Þau voru um tima á sama bæ, Brautarholti i Haukadal hjá Aöalsteini Baldvinssyni kaup- manni. Guðriður gat venjulega sagt fyrir um gestakomur. Ég veitti þvi athygli að Aðalsteinn sagði oft: — Jæja Gauja min. Hver heldur þú að komi nú i dag? Guðriöur var venjulega sein til svars. — Jú, sagði hún, ætli aö það komi ekki einhver frá þessum bæ, sem hún tiltók og það brást aldrei. Mér er eitt atvik sérstaklega minnisstætt i sambandi við þessa konu. Það var einn dag, að Aðal- steinn segir mér aö grafa skurð rétt fyrir neðan ibúðarhúsið. Ekki mældi hann fyrir skurðin- um, en sagði mér svona hér um bil hvar ég ætti að grafa. Seinna iim daginn kom Aðalsteinn til 'min og segir: „Nú hefur þér skeikað Ágúst minn. Þú ertfar- inn aö sveigja skurðinn i öfuga átt. Bætti siðan við dálitið kank- vis á svipinn: „Hann hefur li'k- lega verið að villa um fyrir þér karlinn sem hún Guðriður segir aö hafi verið að snúast I kring- um þig og eins og væri að benda þér eitthvað. Hann hefir liklega séð að skurðurinn var að beinast i öfuga átt hjá þér”. Ég fór nú að gerast forvitinn, svo að ég segi viö Aðalstein: „Viltu ekki biðja hana Guðriði að lýsa þessum manni?” Jú Aðalsteinn gerði það. Ég reyndi svo að festa lýsinguna mér i minni, þvi að mér þótti þetta svo sérkennilega skritið. Skömmu siðar fór ég að heimsækja móð- ur mina, sem bjó fram I Laxár- dal. Þá barst þetta atvik á tal. Þá segir móðir min: „Hvernig var lýsingin á manninum?” Ég sagði henni það. Ég tók strax eftir þvi að móðir min varð eitt- hvað undarleg á svipinn svo ég sagði: „Kemur þessi lýsing heim við nokkurn sem þú þekk- ir?” Hún svaraði mér ekkilengi vel.'Loks sagði hún: „Já, ég kannast vel við lýsinguna. Þetta er nákvæm lýsing á honum pabba þinum sáluga”. En hann lézt er ég var tæplega eins árs gamall. Finnst mönnum nú ekki, að þessi saga komi vel heim við það, sem er trú margra og dul- skyggnir menn segja manni, að framliönir ættingjar séu i fylgd með manni. Til dæmis veit ég velhvaða ættingi er i fylgd meö mér, og ég er vel ánægður með förunautinn, þvi hann hefur oft vikið I veg fyrir mig. Það er min trú. Ég get ekki stillt mig um að láta hérfylgja eina sögu enn um þessa skyggnu konu, og er bezt aö lofa henni sjálfri aö segja frá, en það er á þessa leið: „Þegar ég var rúmlega tvitug fór ég suður i Reykjavik og var þar i vetrardvöl. Ég held að það hafi veriö 1927. Ég var hjá hjónunum Júliusi Olfssyni vélstjóra og konu hans Elinborgu Kristjáns- dóttur. A heimili þeirra hjóna bar fyrir mig sýn, sem var nokkuð sérstök. Herbergi var inn af eldhúsinu og þar sváfu tveir synir þeirra hjóna. Þá er það eina nótt að ég heyri að ann- ar drengurinn lætur mjög illa i svefninum, umlar og byltir sér og æjar. Ég opna dyrnar og langar til að grennslast eftir hverju þetta sæti. Þá sé ég tvo menn fyrir framan rúm drengs- ins, báða i hvitum sloppum, likt og læknar og hjúkrunarkonur klæðast. önnur veran var með einhver áhöld og er að segja eitthvað við drenginn. Hin er eins og hjálparmanneskja. Var ýmist að ýta drengnum til eða hagræða honum eða rétta hinni verunni eitthvað. Þetta sé ég greinilega. Það var nokkru eftir að ég sá áðurnefnda sýn að húsfreyjan, móðir drengjanna, kom til min og sagði: „Hvernig var það, sástu ekki eitthvað um daginn þegar drengurinn lét sem verst i svefni.?”. Ég sagði henni þá hvað fyrir mig haföi borið. Jú, þetta er einkennilegt sagði kon- an. Siðan sagöi hún mér eftir- farandi: Drengurinn var i sveit i sumar, þá vildi það til einu sinni, að hann datt af hestbaki og meiddi sig illa á öxlinni. Sið- an hefun hann haft þjáningar i henni. Læknar hafa ekki getað hjálpaö honum. Þettá var jafn- vel taliö svo hættulegt af lækn- um, að þeirtöldu nokkra hættu á að handleggurinn mundi visna. Þetta var vitanlega mikið áhyggjuefni. Þaö urðu svo úr- ræöi okkar að leita til Margrét- ar á öxnafelli. Viö skrifuöum henni og fengum svar. Hún lof- aði okkur aö senda okkur lækni (að handan). Einmitt um sama leyti og þú sást sýnina fann drengurinn, eða fannst i svefn- inum.aðkomiðværiviööxlina á sér. Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.