Tíminn - 22.12.1976, Page 11

Tíminn - 22.12.1976, Page 11
 Mi&vikudagur 22. desember 1976 frá Kanada Olivia de Havilland vildi ekki horfa á myndina A hverfanda hveli, vegna þess að hún sagði að auglýsingarnar myndu eyði- leggja hana. viöbrögð viö þeim spurningum, sem raunverulega voru i könn- uninni. Þá voru þau spurö: — Hvort likar þér betur viö pabba eða sjónvarpiö? Og hvort likar þér betur við mömmu eöa sjón- varpiö? Aðeins 56% barnanna vildu fremur föður sinn en sjón- varpiö, en 80% völdu móðurina fremur en sjónvarpið. — Sjón- varpiö hefur tekið viö að fóðurn- um á heimilinu, eða er orðið keppinautur hans, sagði dr. Jung Bay Ra, Ph. D. við Long- wood College i Farmville I Virginiu i Bandarikjunum. — Tengslin milli föður og barns hafa aldrei verið jafnsterk og tengslin milli móður og barns, og nií bendir allt til þess að stöð- ugt vaxandi áhrif sjónvarpsins og sjónvarpsefnisins muni enn draga úr sambandi föður og barns. Dr. Ra segir ennfremur, að sjónvarpið sé alltaf fyrir hendi og hægt sé fyrir barnið að hverfa til þess, hvenær sem það þarfnast félaga, en þvi miður sé ekki hægt að segja það sama um föðurinn. Þess vegna liði börn- unum oft betur i návist sjón- varpstækisins heldur f návist föður sins, enda þekki þau tækið og efnið sem það flytur mun bet- ur en hann. Sjónvarpið sundrar — en sameinar ekki Þá hefur komiöfram, aö fjöldi barna á aldrinum 2 til 5 ára eyð- ir um 30 klukkustundum á viku fyrir framan sjónvarpstækið. Mörg börn verða svo háð ein- staka sjónvarpspersónum, að þau hverfa á vissan hátt frá veruleikanum og fara að lifa i draumaheimi sjónvarpsþátt- anna. Sjónvarpið er siöur en svo talið auka á samheldni fjöl- skyldunnar, þvert á móti er það talið sundra henni. Þetta finnst mér nokkuð athyglisverð skoð- un, vegna þess, að á íslandi hef- ur oft heyrzt, að fjölskyldan sameinist fyrir framan sjón- varpið. Kann það að vera rétt, þar sem sjónvarpsstöðin er að- eins ein, en þegar þær eru orðn- ar átta og fjölskyldan kannski jafnstór og sjónvarpstækin jafn- mörg, þá situr hver i sinu horni og horfir á það, sem honum finnst skemmtilegt, og samver- an verður minni, — ekki meiri. Dr. Ra hefur gert sjónvarps- könnun sina i tveimur smábæj- um i Virginia, en nú leitar hann eftir fjárstuðningi til þess að gera sams konar athugun i fimm stórborgum. Heldur hann þvi fram, að þar verði útkoman enn verri, þvi þar muni börnin miklu fremur velja sjónvarps- tækið aö félaga heldur en þau geri i minni bæjum eða úti á landsbyggðinni. í lok þessa sjónvarpsrabbs langar mig til þess að nefna eitt, sem er sérlega skemmtilegt i sjónvarpinu hér. Alltaf annað slagið má sjá á skerminum hitastigið úti fyrir. Birtist það neðst á skerminum með vissu millibili. Areiðanlega myndu Is- lendingar, sem eru öðru fólki áhugasamari um veðrið, hafa gaman af að sjá, hvaða hiti er úti, eða hversu mikið frost er, ekki siður en fólk hér um slóðir, þótt frostið komist reyndar neð- ar hér en heima á íslandi. — fb 11 Lýðræðið á undanhaldi í heiminum í dag — segir Seán MacBride, friðar verðlaunahafi Nóbels gébé Rvik. — Ég er mjög ánægður að vera á íslandi Margra hluta vegna sérstaklega þó vegna þess hve tslendingar og irar eru skyldir og lfkir i mörgu. Og þá ekki sizt vegna þess, að island er eina landið i heiminum, sem er til fyrir- myndar um margt, eins og t.d. aö hér eru engir hnepptir I fang- elsi vegna pólitiskra sko&ana sinna, hér er enginn her og hér getur fólk sagt og komið skoöunum sinum óhindrað á framfæri, sagði Seán Macbride, einn af stofnendum samtakanna Amnesty International, en hann hefur dvalib nokkra daga hér á landi. MacBride sag&i, aö sam- tökin gerðu sér vonir um mikinn stu&ning frá Islandsdeildinni, vegna sérstö&u þeirrar sem iandið hefði. Seán MacBride sagði, að I mörgum löndum i heiminum þar sem einræöis stjórnir réðu öllu, væri ofbeldið ótrúlegt og ráöamenn beittu andstæöinga sina, skipulögðum pyndingum hrepptu þúsundir manna i fang- elsi fyrir litlar eða engar sakir, og þar fengi þaö að dúsa oft I mörg ár, án þess að mál þeirra kæmu fyrir rétt. Lýðræðið er mjög á undanhaldi i heiminum i dag. — Það gerist þvi miður I allt of mörgum löndum, að fólk er brotið niður andlega og likamlega. T.d. i siðustu viku I Suður-Afriku, þar sem fjölda- handtökur hafa farið fram að undanförnu, þá tilkynntu yfir- völd að sextán menn hefðu „fyrirfarið” sér I fangelsum og þar á meðal var einn þekktur blakkur visindamaðúr, sem átti að hafa „fallið” út um glugga á 5. hæð, sagði MacBride. Tilgangur Amnesty Inter- national er að hjálpa slikum föngum, sem sitja inni vegna skoðana sinna. Nýlega hófu samtökin mikla herferð, sem standa mun i eitt ár og er helguð „Samvizkufanganum”, þ.e. mönnum, sem fangelsaðir hafa verið vegna skoðana sinna, en hafa hvorki beitt ofbeldi né hvatt tilofbeldis. Menn þessir fá oft að dúsa í fengelsi árum saman án þess að mál þeirra s Seán MacBride. Timamynd: Róbert komi fyrir dóm.— Islandsdeild Amnesty tekur þátt i þessari baráttu. Seán MacBride tók virkan þátt I frelsishreyfingu Ira og var þá fange&iaður oftar en einu sinni. Hann hefur átt sæti á Irska þinginu og verið utanrikis- ráðherra lands sins. MacBride hefur verið virkur félagi I fjöl- mörgum alþjóðlegum félögum um friö og mannréttindi, m.a. verið aðalritari Alþjóðalög- fræöinganefndarinnar. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1974. Hann er nú umboös- maður Sameinuðu þjóðanna fyrir Namibiu og kemur sem slikur fram sem aðstoðaraðal- ritari Sþ. áþökogvegginýrraoggamaUa bjgginga. Nýja hússtálið er fáanlegt í ýmsum litum, lengdum og gerðum. Það er auðvelt að sníða, klippa og leggja. Hefur verið sett á allmörg hús hér á landi og líkar frábærlega vel. Verð þess er lægra en á mörgum öðrum tegundum klæðningar. Komið — hringið — skrifið, við veitum allar nánari upplýsingar. (Sjfl)PLANNJA VJ / Sænsk gæðavara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI82033 VERZLUNIN 82180 SÖLUMENN 86550 TIMBURSALAN ÁRMÚLI 29 82242

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.