Fréttablaðið - 12.01.2006, Page 34

Fréttablaðið - 12.01.2006, Page 34
[ ] Ný verslun hefur skotið upp kollinum við gula götu að Smiðjuvegi 11 í Kópavogi. Hún heitir ThaiShop og selur handunnar gjafavörur úr náttúrulegum efnum. Margt nýstárlegt ber fyrir augu í versluninni ThaiShop. Þar eru ljósaseríur skreyttar púpum silkifiðrildisins, handunnir baðm- ullardúkar og dreglar, myndarlegir vasar úr mangótré og máluð strútsegg. Auk þess fæst þar matvara og skartgripir. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Rattana Porn Kandong og Kristmann Þór Einarsson sem taka vel á móti viðskiptavinum og fræða þá fúslega um varninginn sem er á margan hátt forvitnilegur. Egg strúta og gæsa eru þar til dæmis fóðruð og skreytt og ljósaseríur og greinar með rósablöðum vekja athygli. Að sögn þeirra Rattana og Kristmanns er ljósavöndur með púpum silkifiðrildisins það vinsælasta hingað til og hafa þau varla haft undan að panta þessa gersemi austan úr Asíu. Útsalan er hafin 30% afsláttur af öllum vörum Úrval lampa og gjafavöru á góðu verði. Lampar frá 2.290 til 10.490 kr. 7.590 kr. 6.900 Handofnir renningar og munnþurrkur. Gæsaeggin eru bæði skartgripaskrín og skraut. Strútseggin eru skreytt með ýmsu móti og það kann Rattana sjálf að gera. Rómantískt ljós. Seríurnar eru skreyttar lituðum rósablöð- um. Hér hefur mikil vinna verið lögð í eitt strútseggið. Handunnið og náttúru- legt skraut á heimilið Vasar úr mangótré eru til í ýmsum stærðum og með margs konar munstri. Þeir kosta frá 2.900 til 7.500 kr. Greinar með seríum úr púpum silkifiðrildisins eru eitt það vinsælasta í ThaiShop. Hægt er að fá bæði seríur og greinar með ljósum. Rattana talar íslensku enda hefur hún búið hér á landi í nokkur ár. Blómavasar eru góð eign enda afskorin blóm til mikillar prýði á hverju heimili. Fallega hannaðir vasar eru einnig stofustáss einir og sér.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.