Fréttablaðið - 12.01.2006, Side 46
12. janúar 2006 FIMMTUDAGUR30
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.961 +0,39% Fjöldi viðskipta: 619
Velta: 7.612 milljónir
Tölur miðast við kl. 15:07
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 56,30 -0,70% ... Atorka 6,75
-1,50% ... Bakkavör 55,40 +0,90% ... Dagsbrún 5,88 -1,80% ... FL
Group 21,90 +1,40% ... Flaga 4,38 +0,00% ... Íslandsbanki 19,50
+2,10% ... KB banki 790,00 +0,40% ... Kögun 63,80 +1,00% ...
Landsbankinn 26,80 +0,80% ... Marel 71,50 +0,70% ... Mosaic Fas-
hions 19,50 +0,00% ... SÍF 4,15 -0,50% ... Straumur-Burðarás 17,20
-0,60% ... Össur 117,50 -0,40%
MESTA HÆKKUN
Atlantic Petroleum +2,41%
Íslandsbanki 2,09%
FL Group +1,39%
MESTA LÆKKUN
Dagsbrún -1,84%
Atorka -1,46%
Actavis -0,71%
Séreignarsjóðurinn Vista, sem
rekinn er af KB banka og tekur við
viðbótarlífeyrissparnaði, skilaði
góðri ávöxtun árið 2005. Ein fjár-
festingaleiða sjóðsins, innlend
hlutabréf, skilaði 67,4 prósenta
nafnávöxtun eða 60,7 prósenta
raunávöxtun. Er það 2,7 prósent-
um umfram hækkun úrvalsvísitöl-
unnar. Er þetta jafnframt hæsta
ársávöxtun frá því að sjóðurinn
var stofnaður árið 2001. Flestar
fjárfestingaleiðir hækkuðu einnig
töluvert meira en viðmiðunarvísi-
tölur þeirra. Séreignarsjóðurinn
Vista hefur um 27 þúsund sjóðsfé-
laga og eru í honum tæpir 4 millj-
arðar.
Góð ávöxtun Vista
Sjö fyrirtæki hafa fengið leyfi til
að selja raforku til neytenda eftir
að raforkusala var gefin frjáls
um síðustu áramót. Veitur sem
framleiða rafmagn þurfa sérstakt
leyfi til að selja utan síns dreif-
isvæðis. Þær sem hafa fengið
leyfi eru Hitaveita Suðurnesja,
Norðurorka, Orkubú Vestfjarða,
Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita
Reykjavíkur, Rafmagnsveitur rík-
isins - RARIK og Rafveita Reyðar-
fjarðar.
Samkvæmt upplýsingum frá
iðnaðarráðuneytinu hafa tvær
umsóknir að auki borist um leyfi
til að stunda raforkuviðskipti.
Búist er við að umsóknirnar verði
afgreiddar á næstunni.
Ottó V. Winther viðskiptafræð-
ingur er í forsvari fyrir annað
félagið, Raforkusöluna ehf. Hann
segir búið að gera samning um
raforkukaup og verið sé að koma
hluthafahópnum saman. Félagið
uppfylli öll önnur skilyrði til raf-
orkusölu. Hann segist ekki ætla að
kaupa raforku af Landsvirkjun.
Inntur eftir því hvort ekki sé
erfitt að fara í samkeppni við veit-
urnar sem framleiða sína eigin
orku segir Ottó að það verði erfitt
í byrjun. Hins vegar sé eftir ein-
hverju að slægjast og ýmis tæki-
færi fyrir hendi.
Ottó segist sjá fyrir sér að
margir smærri framleiðendur raf-
orku muni vinna saman á þessum
markaði þegar fram líða stundir
og að hann muni þróast hratt á
næstu misserum. - bg
Sjö fyrirtæki mega þegar
byrja að selja raforku
Raforkusalan ehf. bíður eftir leyfi stjórnvalda. Félagið hefur gert samning um
raforkukaup.
Þýska útgáfufyrirtækið Axel
Springer fær ekki að taka yfir
sjónvarpskeðjuna ProSiebenSat1,
samkvæmt úrskurði eftirlits-
stofnunar fjölmiðla í landinu. Lík-
legt þykir að Axel Springer áfrýji
úrskurðinum til þýskra dómstóla.
Í yfirlýsingu frá Eftirlitsstofn-
un fjölmiðla sagði að yrði Axel
Springer leyft að kaupa ProSieb-
en hefði fyrirtækið meiri áhrif á
skoðanamyndun fólks í landinu en
eðlilegt gæti talist.
Axel Springer, sem meðal ann-
ars gefur út dagblaðið Bild, til-
kynnti í ágúst að kaup á ProSieben
væru í burðarliðnum og var kaup-
verðið áætlað um 275 milljarðar
króna.
Samkeppnismálastofnun Þýska-
lands tekur fyrir í næstu viku
hvort yfirtakan kunni að skapa
Axel Springer einokunarstöðu
á auglýsingamarkaði í landinu.
ProSieben, sem rekur fjölda sjón-
varpsstöðva, ræður um fjörutíu
og fimm prósentum sjónvarpsaug-
lýsingamarkaðar í Þýskalandi. -jsk
Yfirtaka sjónvarps-
félags stöðvuð
Eftirlitsstofnanir í Þýskalandi setja útgáfurisa stól-
inn fyrir dyrnar.
HÖFUÐSTÖÐVAR AXEL SPRINGER Í BERLIN Eftirlitsstofnun fjölmiðla neitaði að samþykkja
yfirtöku Axel Springer á ProSieben. Samkeppnisstofnun landsins tekur afstöðu til málsins
í næstu viku.
MARKAÐSFRÉTTIR
Fjörugt hefur verið á innlendum
skuldabréfamarkaði undanfarna
daga. Mest velta hefur verið á
húsbréfum en viðskipti með
slík bréf námu tæpum ellefu
milljörðum á þriðjudag.
Indverska ríkisflugfélagið, Air
India, hefur skrifað undir samn-
ing um kaup á sextíu og átta
Boeing-þotum. Eru vélarnar alls
taldar kosta tæpa 700 milljarða
íslenskra króna.
Tilboði ástralska bankans
Masquire í Kauphöllina í
Lundúnum hefur verið hafnað.
Bankinn hefur ítrekað reynt að
yfirtaka Kauphöllina en ekki haft
erindi sem erfiði.
Maður upplýsinganna
Þekking á því hvernig á að safna og miðla upp-
lýsingum verður sífellt mikilvægari. Ekki skiptir
síður máli sá hæfileiki að meta upplýsingarnar.
Meðal þeirra sem þurfa að beita slíkri kunnáttu
eru sjóðstjórar sem sífellt safna upplýsingum af
markaði og taka ákvarðanir á grundvelli þeirra.
Flestir sjóðstjóra eru með viðskiptabakgrunn,
en margs konar annar bakgrunnur nýtist vel í
starfið. Til dæmis að hafa verið njósnari.
Þeir starfa jú við það að safna og miðla
upplýsingum. Þetta vita þeir greinilega
í Rússlandi því þar eru gamlir KGB-
menn fyrirferðarmiklir í viðskipta-
lífinu. Þeir hafa líka leitað út fyrir
landsteinanana því frægasti njósnari
Norðmanna, Arne Treholt, nýtir
bakrunn sinn og reynslu og stýrir
digrum fjárfestingasjóði í Rússlandi.
Alltaf gaman að sjá þegar menn
nýta þekkingu sína og reynslu með
uppbyggilegum hætti.
Hallur í landi Treholts
Treholt er farinn frá Noregi. Á leiðinni þangað er
hins vegar Hallur Magnússon sem verið
hefur áberandi talsmaður Íbúða-
lánasjóðs. Hallur kann vel til verka
í söfnun og miðlun upplýsinga,
enda gamall blaðamaður. Blaða-
mennskan er ekki síðri bakgrunnur
en njósnastarfið, þó sennilega verr
borgað. Verkefni Halls verða ekki
beinlínis njósnir en hann ætlar
að kynna sér starfsemi Husbank í
Noregi og miðla til Norðmanna
reynslu sinni hjá Íbúða-
lánasjóði. Hallur ætlar að
dvelja þar í sex mánuði
en viðbúið er að Íbúða-
lánasjóður breytist á því
tímabili. Husbank mun
sennilega lítið breytast,
enda annað tempó hér
en í Noregi.
Peningaskápurinn...
Erlendir sérfræðingar telja að
gengi bandaríkjadals muni lækka
gagnvart helstu gjaldmiðlum á
árinu. Kemur þetta fram á vef-
síðu greiningardeildar Íslands-
banka.
Margir höfðu spáð því að gengi
dals myndi lækka á síðasta ári
en svo fór ekki og var það rakið
til vaxtahækkana bandaríska
Seðlabankans. Nú er hins vegar
útlit fyrir að vaxtahækkanaferli
bankans sé lokið í bili og líklegt
að hinn gríðarlegi viðskiptahalli
landsins fari að segja til sín.
Gengi dals stendur nú í rúm-
lega 61 krónu. 1,2 dalir fást fyrir
hverja evru og tæplega 1,8 fyrir
hvert breskt pund.
-jsk
Bandaríkjadalur að lækka
GLERÁRVIRKJUN Á AKUREYRI Ottó V. Winther spáir því að smærri raforkuframleiðendur
muni bindast samtökum um sölu raforku.
EINN BANDARÍSKUR DALUR Sérfræðingar
spá því að gengi dalsins komi til með að
lækka á árinu.
Hlutabréf í sænska lággjalda-
flugfélaginu FlyMe, sem er að
stærstum hluta í eigu Pálma Har-
aldssonar og Jóhannesar Krist-
inssonar í Fons eignarhaldsfé-
lagi, hækkuðu gríðarlega í gær í
miklum viðskiptum. Gengið stóð
í 0,23 sænskum krónum á hlut
rétt fyrir lokun markaða og hafði
hækkað um 30 prósent á einum
degi. Frá áramótum er hækkunin
um 85 prósent.
Straumur-Burðarás er annar
stór hluthafi í FlyMe með um sex
prósenta hlut.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins mun Ticket, ein stærsta
ferðaskrifstofa Svíþjóðar, hefja
sölu á miðum í vélar FlyMe í dag
eða á allra næstu dögum. Ticket
hefur hingað til neitað að selja
fyrir FlyMe vegna bágs efnahags
sænska lággjaldaflugfélagsins.
Fons er stærsti hluthafinn í Tick-
et með fimmtán prósenta eignar-
hlut.
Fjöldi farþega í desember
jókst um fjórtán prósent miðað
við sama tíma í fyrra en 49.300
farþegar ferðuðust með félaginu.
Sætanýting í nóvember og desem-
ber var yfir 70 prósent sem þykir
gott á þessum tíma árs.
FlyMe, sem hefur bækistöðv-
ar sínar í Gautaborg, ætlar að
bæta við tólf nýjum leiðum í lok
mars. Félagið fór út í stórt hluta-
fjárútboð í desember þar sem
tveir milljarðar voru seldir til
fjárfesta og hlutafé tífaldað. Ætla
má að markaðsvirði FlyMe verði
rétt um 3,5 milljarðar króna að
því loknu.
Forstjóri félagsins er Jóhann-
es Georgsson, sem stýrði Iceland
Express á upphafsárum þess. - eþa
FlyMe tvöfaldast í verði
Ferðaskrifstofan Ticket hefur sölu á farmiðum FlyMe á næstu dögum. Farþega-
fjöldi jókst um fjórtán prósent í desember.
PÁLMI HARALDSSON, AÐALEIGANDI FLYME
Hlutabréf í sænska lággjaldaflugfélaginu
hafa hækkað um helming frá áramótum.