Tíminn - 16.01.1977, Side 7

Tíminn - 16.01.1977, Side 7
Sunnudagur 16. janúar 1977 Blindir vilja mismun- andi stærðir a peninga- seðlum í nýútkomnu fréttabréfi Blindrafélagsins er drepiö á tvö hagsmunamál blindra, þar sem eru seðlaútgáfa og kosninga- réttur. Myntslátta og seðlaút- gáfa Þegar islenzkir peningar eru skoðaöir, kemur fljótt I ljós, að þeireru tvennskonar, þ.e.mynt og seðlar. Þetta er vist orðið svo i vel flestum löndum. Myntin er slegin i nokkrum stærðum og þykktum, svo að meö engu móti er hægt að villast á þvi, hvaða mynt um er að ræða hverju sinni, auk þess sem tölustafirnir á myntpeningun- um halda sér nokkuö vel. Oðru máli gegnir hins vegar um seðlana. Þar eru 4 tegundir i notkun af tveimur stærðum, þ.e. 100 og 500 kr. seðlar sömu stæör- ar og 1000 og 5000 kr. seðlar sömu stærðar. Blindrafélagið hefur margoft vakið athygli Seðlabankans á þvi, hversu óhagkvæmt þetta er blindu og sjónskertu fólki, en það hefur jafnan verið likt og að berja höfðinu við stein. For- ráðamenn Seðlabankans hafa hreykt sér af þvi, að tölustafir á seðlunum séu mjög auðfinnan- legir og þess vegna þurfi ekki að prenta seðlana i mismunandi stærðum. Þeir athuga hins veg- ar ekki, að seðlarnir lýjast ákaf- lega fljótt við notkun og hinar svokölluðu upphleyptu tölur veröa gjörsamlega ófinnanleg- ar. Fyrir nokkrum árum var þessu öðru visi varið, en þá voru seölarnir mismunandi stærðar og var það mjög hagkvæmt blindu og sjónskertu fólki. Vlða erlendis er þetta einnig svo, að seðlar eru af ýmsum stærðum. Benda mætti forráðamönnum á, að þeir gætu kannski sparaö pappir til seðlaútgáfunnar, ef þeir minnkuðu t.d. 100 kr. seðil- inn, létu 500 kr. seðilinn halda sömu stærð, en breyttu hlut- föllunum i 5000 kr. seðlum og 1000 kr. seðlum. Blindrafélagiö skorar á stjórnvöld að þrjóskast nú ekki lengur við að koma þessum málum i gott horf. Verði það ekki gert, er hér með farið fram á skýringar forráöamanna. Kosningaréttur blindra Vegna tillögu, sem kom fram á aðalfundi Blindrafélagsins 30. april siðastliðinn, viil stjórn Blindrafélagsins koma eftirfar- andi á framfæri: Stjórn Blindrafélagsins skor- ar á Alþingi að tryggja blindu og sjónskertu fólki, að það geti neytt kosningaréttar sins, hvort sem það kýs á kjörstað eöa utan kjörstaðar. Vorið 1974, er gengið var til kosninga til Alþingis og bæja-og sveitastjórna, kom i ljós, að bræðrunum Arnþóri og Gisla Helgasonum var nær ókleift að njóta kosningaréttar sins, þar Volkswagen og Auói árgerð 1977 bllasýning verður í sýningarsal okkar að Laugavegi 172 í dag sunnudaginn 16. janúar frá kl. 1-6 e.h. Þar veróa sýndir hinir glæsilegu nýju Auöi-bílar Au6l 80 LS Audi ÍOO LS Auú l-bílarnir eru frábærir að gæðum og með fullkominn tæknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. - Komið, skoðið og kynnist Auól árgerð 1977 V.W. 1200 hefir aldrei verið betri og hagkvæmari í rekstri Golf fallegur nútímabíll með fullkomnum búnaði. LT sendibíll hagkvæmur og fáanlegur af mörgum gerðum. Voíkswagen OOOOAuAi HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 sem þeir voru staddir utan heimahéraðs sins. Þesser krafizt, þegar atkvæði er greitt utan kjörstaöar, að kjósandi riti sjálfur bókstaf á flokki þeim, sem hann kýs, en hins vegar er leyfilegt að hand- sala undirskrift embættismönn- um I votta viðurvist. Margt blint og sjónskert fólk hefur aldrei fengizt við að rita bókstafi með rithönd, og segir það sig þvi sjálft, að þetta ákvæði gerir þvi afar erfitt fyr- ir. Bæta mætti úr þessu meö t.d. þvíaðtaka nánar fram ireglum þessum, hversu blindir og sjón- skertir skuli fara aö, þegar um er að ræða utankjörstaðarkosn- ingu. Má t.d. nefna notkun stimpla eöa ritvéla. Þess er vænzt, aö alþingis- menn taki tillögur þessar til gaumgæfilegrar athugunar. Verði það ekki gert, veröur kosningaréttur blindra enn sem fyrr takmarkaður. Til sölu Hvolpar af skosku f járhundakyni til sölu. Upplýsingar veitir Sig- urgeir Ágústsson, sími um Bægisá Eyjafirði. ^ Kjötiðnaðarmenn Kjötiðnaðarstöð Sambandsins óskar eftir að ráða kjötiðnaðarmenn strax. Nánari upplýsingar hjá deildarstjóra i sima 86366 eða starfsmannastjóra i sima 28200. Starfsmannahald $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.