Tíminn - 16.01.1977, Síða 9
Sunnudagur 16. janúar 1977
lllÍS'ilí
„Skoðun mín er sú aö Vísnabókarplat-
an „Einu sinni var" verði ein af fáum
plötum í þessu margumrædda jóla-
plötuflóði sem eiga eftir að heyrast,
þegar frá líður."
ÁsgeirTómasson, Dagblaðið.
„Gunnar Þórðarson hefur enn bætt
einni skrautfjöðrinni í hatt sinn og einn-
ig Björgvin Halldórsson, sem syngur
flest lögin."
Gunnar Salvarson, Tíminn.
„Vandaðasta plata ársins án nokkurs
efa."
Halldór Ingi, Vísir.
,, . . . breiðplata þessi $r tónlistarlegt
listaverk . . . framlag Björgvins, er per-
sónulegur sigur sem skipar honum
sess á bekk með fremstu listamönnum
úr stétt íslenskra söngvara."
Slagbrandur, Morgunblaðið.
IÐUNN
William Shakespeare höfundur Makbeös.
skal vera ósigrandi, þangaö til
Birnamsskogur fer rakleitt til
Dunsinans hæöa.
Eftir þetta hyggur Macbeth,
aö hann geti geysaö I
grimmdarverkum án nokkurs
ótta fyrir hefnd. Aö útlista hina
aödáaniegu lýsingu skáldsins á
þvi, hversu hinir tviræöu spá-
dómar nornanna rætast Mac-
beth sjálfum tii tjóns og glötun-
ar, eða aö útskýra meö rökum
hinn prýðilega gang i þvi af
leiknum, sem eftir er, — þess
gerist eigi þörf, þvi þaö er i
sjálfusér fullljóst og veröur eigi
misskiliö. Hér hefur i hinu
undanfarna einkum veriö dvaliö
viö aö skýra hina tvo höfuö-
karaktéra leiksins, Macbeth og
frú Macbeth, sem menn svo oft
hafa misskiliö.
Macbeth skiist nákvæmlega
og til fulls af þvi, er hann sjálfur
segir, og af hinum mörgu eintöl-
um hans fáum vér svo glöggva
sjón á honum, aö vér veröum
aldrei i vafa. En þessu er ööru-
visi háttaö um konu hans. Hún
er dul og djúpsett, eðli hennar
lykst inn i sjálft sig, og hin
innsta vera hennar vottar sig
ekki til fulls fyrr en i svefn-
göngu-senunni. Þaö skýrist ekki
sizt af orðum læknisins:
Af voðaglæpum voöasturlan
sprettur,
og eitri sollnum sálum getur
oröiö
aö segja koddanum frá
dularmálum.
Hún þarfnast fremur prests en
læknislistar.
Guö náöi oss alla.”
Skoðanir séra
Matthiasar
Jochumssonar
Svo viröist sem séra Matthias
hafi ekki veriö fyllilega sáttur
viö efnisskýringar herra Stein-
grims Thorsteinssonar.
Geta má nærri, að konungs-
hjónin Makbeð og laföi hans og
drottning hafi verið honum ná-
komin, meöan unniö var aö
hinni stórbrotnu þýöingu
Skáldið, eöa þýöandinn, hefur
oröið að velta margvíslegu,
dapurlegu efni fyrir sér, leggja
lóö á vog. Þýöandinn hefur
margtá valdi sinu, og spurning-
ar leita á, eru hinir vondu of
vondir, var til þessa ætlazt?
Mynd séra Matthiasar af
Makbeðhjónunum er dálltið
önnur en við var aö búast. Hann
segir hug sinn i athugasemd,
sem ekki er liklegt, að hann
hefði ritað, ef ágreiningurinn
við Steingrim Thorsteinsson um
skilning á persónum hefði ekki
verið verulegur, en séra
Matthias segir á þessa leið:
ATHUGASEMD.
„Efnisskýring leiksins og at-
hugasemdirnar hefur herra
Steingrimur Thorsteinsson
samið, og lagt til grundvallar
þýzkar skýringar (eftir skáldið
Bodensted) yfir Macbeth, og er
flest i þeim ágætlega skýrt og
skarplega framsett. Ég skal þó
geta þess lauslega, að ég hef
skilið skapsmuni Macbeths og
frúar hans ekki alls kostar eins
og þeim er lýst, og hef hugsað
mér Macbeth litlu skárri eða
réttara að segja litlu veikari i
vonzkunni, en frú hans töluvert
verriog harðari i eðli sinu. Hún
er Júdasar-karaktér skáldsins,
„morðingi frá upphafi”, háð
einni djöfullegri ástríðu,
drottnunargirninni, hann er
rammheiðinn vikingur I nor-
rænum anda, sem tryllist gegn-
um illvirki, hann likist illmenn-
um I fornsögum vorum, sem
byrjuðu lif sitt eins og mennskir
menn, trylltust við ellina og
gengu loks aftur. Þaö liggur nær
að vér við enda leiksins búumst
við, aö tröllskapur Macbeths
komi aftur i ljós eftir fall hans I
enn þá ferlegri mynd. Macbeth
er að minni skoðun stálhjarta,
sem þarf brýnslu við, en frú
hans er steinninn, sem brýnir og
brotnar siöan. En hér ræður
hver sinni skoöun.
ÞÝÐARINN.”
Shakespeare
og spæjarar
Ég get ekki stillt mig um að
nota tækifærið til þess að leið-
rétta prentvillu, orðabrengl,
sem uröu i gagnrýni minni á
Makbeð Leikfélags Reykjavik-
ur, er birtist hér I blaðinu
siöastliöinn þriðjudag:
Svo segir I blaðinu:
Shakespeare er höfundur,
sem leikarar mega hvorki nálg-
ast eins og spæjarar, eöa fullir
slepju.
Þetta er rétt, nema hvað orðið
spæjarar er ekki frá mér komiö.
Þarna átti að standa „spjarar-
ær” I staöinn fyrir spæjarar.
Jónas Guðmundsson
Já, nú er hún komin aftur hin geysivinsæla og vand-
aöa vísnaplata þeirra Björgvins Halldórssonar og
Gunnars Þóröarsonar, ,,Einu sinni var,“ þar sem þeir
flytja vísurnar úr Vísnabókinni.
húí| Ifomin ðftur
fólk í listum