Tíminn - 16.01.1977, Side 11
Sunnudagur 16. janúar 1977
ÍSiJíÍÍÉJffi
11
milljónir kr. Af þeirri upphæð
þyrftiað greiða um 8,3millj.kr.
I verðjöfnunargjald og 16 millj.
kr. 1 söluskatt. Báðar þessar
upphæðir hleyptu verði á raf-
orku til bæjarbúa verulega upp.
Bundið siitiag á
aliar götur
Við stefnum aö þvi að hér
verði allar götur lagðar bundnu
slitlagi sagði Bogi Sigurbjöms-
son. Við höfum gert 10 ára áætl-
Texti og myndir: AAagnús Ólafsson
un um framkvæmdir að þeim
málum, og er ráðgert að steypa
þær götur, sem ósteyptar eru á
eyrinni, en malbika aðrar götur.
Mikil bót verður að þessari
framkvæmd, og allur annar
bragur verður hér á bæ, þegar
við erum laus við allar holumar
og f orina sem berst um allt þeg-
ar göturnar eru ekki lagöar
bundnu slitlagi.
Fiskiðjuver í
byggingu
Nokkru fyrir jól samþykkti
stjórn Þormóðs ramma, að
halda áfram byggingu nýja
fiskiðjuversins á Rauðkulóð-
inni. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdir hefjist I vor og húsið
verði fokhelt á þessu ári. Stærð
hinnar nýju byggingar veröur
2100 rúmmetrar á einni hæð.
Húsið mun standa við væntan-
legt stálþil, sem ramma á niður
sunnan á eyrinni.
Þá er fiskverkunarhús einnig
1 byggingu hjá Isafold hf., og
varð það fokhelt i haust. AIls er
það hús á nlunda hundrað rúm-
metra.
Frá Siglufirði eru nú gerðir út
þrír togarar og tveir bátar sem
eru 150 og 250 lestir á stærð. Auk
þess eru nokkrir smærri bátar
gerðir út þaðan.
Mikiö lif er nú i fiskvinnslu og
útgerð frá Siglufirði og öll hjól
snúast þar af miklum hraða.
Sildarsöltun fór aftur i gang i
sumar eftir nokkurra ára hlé, Og
loðnan er brædd af kappi. Og
peningalyktin er aftur farin að
anga frá bræðslunni, en Bogi
sagöi, að nauðsynlegt væriað fá
hreinsitæki á þá verksmiðju,
eins og reyndar á alla stóriðju
hér á landi.
Tölva tekin
í notkun
Tölva var nýlega tekin i notk-
un hjá Siglufjarðarbæ og verður
hún notuð jöfnum höndum af
Siglufjaröarbæ, rafveitunni og
hitaveitunni. Þessi tölva kostaöi
um 7,7 milljónir kr. með öllum
fylgihlutum, en tölvur af þessari
gerð eru i notkun i mörgun
kaupstöðum á landinu.
Fyrst um sinn verður tölvan
til húsa i leiguhúsnæði bæjarins
Fiskurinn lagður I kassa.
i. útvegsbankanum, en siðar
verður hún flutt i nýja ráðhúsið.
Allt bókhald bæjarins verður
fært i tölvunni, en auk þess er
ráðgert að bjóða fyrirtækjum I
bænum afnot af henni.
Þær vorubrosmildaroghressar stúlkurnar Ifrystihúsi Þormóös ramnva, þegar viö iitum þar viö á dögunum.