Tíminn - 16.01.1977, Side 15

Tíminn - 16.01.1977, Side 15
Sunnudagur 16. janúar 1977 15 Nýlega voru Héraösbókasafni Austur-Húnavatnssýslu á Blönduösi gefnar tvær góöar gjafir. Annars vegar var þaö mjög gott eintak af Steinsbiblíu, sem prentuö var aö Hólum 1728 og var hún gefin safninu á 100 ára ártiö Guörúnar Þorsteinsdóttur frá Alfgeirsvöllum. Bfblfan var i Gríms- tungukirkju þegar kirkjan var lögö niöur og rifin áriö 1881, en var síöan í bænda eign í Vatnsdal fram til 1937aöhún var flutt tilReykjavíkur og hefur veriöþar, þar til nú. Hin gjöfin er handskrifaö almanak fyrir árin 1824-1841, sem útreiknaö er „eptir Vatnsdals sönnu sólartiö”, eins og segir á titilblaöi almanaksins. Þaö var Jón Bjarnason bóndi og stjörnuspá- maöur I Þórormstungu, sem reiknaöi þaöút og skráöi. . undanförnu hefur þó ekki leyft að kaupa nema um 100 nýjar bækur á ári. En stundum fær safnið einnig gömul og góö bókasöfn. T.d. keypti það ný- lega 400 binda ljóöasafn, sem Sigurður Jónsson frá Brún átti. Samstarf við skólana Grimur Gislason formaður stjórnar héraðsbókasafnsins sagði, að hann teldi það rétta stefnu að leggja sveitabóka- söfnin niður og sameina þau hérbókasafninu. Leiðir ibúa sveitanna lægju um Blönduós og þvi væri alveg eins auðvelt fyrir þá að nálgast bækur þar, og i safni i sinni sveit. Og ef öll söfnin væru sameinuð, notast fjármagn það, sem til er á hverjum tima mun betur, og hægt er að veita mun betri þjón- ustu. Sonja Einarsdóttir bóka- vörður sagði, að rætt hefði verið um samstarf við skólana i hér- aðinu um aukin not þeirra af safninu og væri áhugi á þvi, og einnig hafði hún mikinn áhuga á að gera ibúum elliheimilisins og sjúklingum á héraöshælinu auð- veldara að nota sér safnið. Sonja sagði, að enn sem komið væri notfærði fólk sér safnið ekki nægjanlega mikið. En sifellt ykist það, að ungt fólk kæmi til þess að fá lánaðar bækur, og væri það mjög ánægjuleg þróun. Hljóðrita raddir Hún- vetninga Héraðsskjalasafnið hefur þegar fengið til varðveizlu margt merkra skjala, og Pétur Pétursson vinnur að þvi að skrá þau og skipuleggja safnið. Þá var safninu nýlega gefið hljóð- ritunartæki, og er ætlunin að hljóðrita raddir Húnvetninga, eftir þvi sem timi vinnst til. Okkur skortir ekki viljann, en okkur skortir fé til þess að gera allt, sem við höfum áhuga á, sagði Pétur. Við þurfum að safna sem mestum fróðleik og varöveita hann til siöari tima. Með hverju árinu sem liður glatast margt sem ástæða væri til að geyma. I það þurfum við að ná og varðveita hér, þvi hér höfum við aðstööu til þess. i Austur-Húnavatnssýslu b komið í ný lynni og car Grlmur Glslason form. stjórnar Héraösbókasafns Austur-Húna- vatnssýslu, Sonja Einarsdóttir bókavöröur og Pétur Pétursson starfsmaöur skjalasafnsins. i ari straum af byggingarkostnaöi og kostnaði við að byggja söfnin upp, hefur stór hluti af húsnæð- inu verið leigöur út til annarra nota. Ma. eru sýsluskrifstof- urnar i húsnæðinu og lögreglan hefur þar aðstöðu. Alhliða bókasafn í héraðsbókasafninu eru nú um 8000 bindi og að undanförnu hefur veriö unnið að þvi að skrá það eftir kerfi, sem Bókavaröa- félag Islands viðurkennir. Stefnt er að þvi, aö öll bókasöfn á landinu verði skráð eftir þessu kerfi, og gefur það mikla mögu- leika á samstarfi safnanna viðs vegar um landið. Mikill kostn- aður er við þessa skráningu, og er hann talinn verða á aðra milljón kr. Arlega er reynt að kaupa úr- val af þeim bókum, sem út koma, en fjárhagurinn að n héraösbóka- og skjalasafnsins. Hluti af Tlmamyndir Mó. járnbent steinsteypa í einingum Traustar sperrur og tréverk, og traustir menn til að reisa húsin. Ná- kvæm stöðlun framleiðslu okkar þýðir ekki, að öll húsin verði eins, heldur það, að allir hlutar framleióslunnar falla nákvæmlega inn í þá heild, sem þið veljið. Þaó eru margvíslegir mögu- leikar á fjölbreytni í útliti húsanna og innréttingum. Traust og fjölbreytileg einingahús. Við framleiðum bæði stór og smá hús, atvinnuhúsnæði, bílskúra og ein- býlishús eða raóhús. Einingabygg- ing sparar ómetanlegan tíma, fé og fyrirhöfn, bæði verktökum og atvinnu- mönnum í byggingariðnaði og öðr- um húsbyggjendum. HUSASMIÐJAN HF Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.