Tíminn - 16.01.1977, Qupperneq 17

Tíminn - 16.01.1977, Qupperneq 17
Sunnudagur 16. janúar 1977 17 r V Gísli Högnason, Læk: ILLGRESI OG JÓLAGJAFIR A vordögum árið 1923 er presturinn í sveitinni úti I kart- öflugarði ásamt dreng úr sókn- inni, sem hann hafði sér til hjálpar við garðræktina i nokkra daga. Prestur var mikill ræktunarmaður, bæði hvað snerti matjurtir og ekki siður blóm og tré, en drengurinn var fermingarbarn hans. Sagði hann drengnum, að hann skyldi vera i næsta beði við sig, svo þeir gætu talað saman. Ósköp var nú drengurinn feiminn við prestinn sinn. Hon- um fannst hann vera svo ósköp litill i návist þessa gáfaða manns, sem alltaf var eitthvað að fræða eða segja sögu. Og prestur fer að tala um það, að flestum þyki leiðinlegt að reita arfa, en sér finnist starfið í sjálfu sér ekki leiðinlegt en hann fyndi til með arfanum. Drengurinn hváði. Honum hlaut að hafa misheyrzt. Jú, hann fann til með arfanum, þvi allt sem lifandi væri fyndi til, þegar þvi væri gert mein, einnig arfinn. Það væri eins með arf- ann og okkur, að hann þyrfti fæðu, vatn og loft og hann væri lika að berjast fyrir lifi sinu og afkvæma sinna. Það gerðu líka menn, sem okkur þættu vondir, og það væri með arfann éins og svo margt annað, sem ekki væri gott, að ef það fengi hagstæö lifsskilyrði, þá yrði það oft þvi góða yfirsterkara, t.d. myndu kartöflurnar ekki ná þroska ef við fjarlægðum ekki arfann. Þannig væri það lika hjá mörgum þjóðum. Það kæmust stundum vondir menn í þá aö- stöðu i þjóðfélaginu, aö geta gert mörg vond verk og sumar þjóðir heföu glatað sjáfstæði sinu þess vegna. Þeir væru eins og illgresið, sem við værum að eyða, og eins hefði fólkiö i þessum löndum oft orðið að llða hörmungar vegna þessara manna. A siðastliðnum vetri hélt einn af þingmönnum þjóðarinnar ræðu i sameinuðu þingi á Alþingi Islendinga, sem lengi mun i minnum höfð af þeim, sem á hlustuðu og sáu, þvi henni var sjónvarpaö. Ekki af þvi, að hún værisvo góð, eða maðurinn sem flutti hefði þann persónu- leika, er maður óskar að geyma i minni, heldur af þvi, að þar flutti hann þá mestu svlvirð- inga-og ósannindaræðu, sem ég hef nokkurn tima heyrt og vart mun önnurslik flutt hafa verið á Alþingi íslendinga. Þar dróttaði hann þvi að dómsmálaráðherra þjóðarinnar, að hann væri, sekur um yfirhilmingu, ásamt ýmsu öðru, er ekki verður rakið hér, I afar viðkvæmu máli, sorglegu óhæfuverki, sem talið var að átt hefði sér stað, en ekki tekizt að upplýsa. Þingmenn drupu höfði og dauðakyrrð varl salnum. Þegar þessi ógæfumaður haföi lokið við að flytja mál sitt, var þján- ingarsvipur á andlitum sumra þingmanna. Hvað var eiginlega að ske? Gamall bóndi, sem opnar sjónvarp sitt þetta kvöld, áttiekkivoná,að slikiratburðir gerðust á Alþingi. Dómsmálaráðherra talaði næst. Hann gekk rólegum skrefum aö ræðustólnum, þar sem hann svo hrakti hvert atriðið af öðru i ósannindaræðu þessa ógæfumanns. Það var mikill þungi i rödd ráðherrans og leit hann öðru hverju til þess manns, sem hann var aö svara og það var sem hann sigi saman I sæti sínu, varð minni og minni. Það skaut upp úr djúpi undirvit- undar minnar þessu gamla ævintýri frá 1923. Það hafði þá alltaf lifað mér mér. Var dóms- málaráðherra ekki einmitt að framkvæma þaö sama og við i garðinum, var hann ekki ein- mitt að fjarlægja illgresi? Svo sannarlega. Ég sá þaö á svip hans, að hann fann til með arf- anum, éins og presturinn minn þennan vordag, en verkið varð hann aö framkvæma, ekki fyrst og fremst vegna sin persónu- lega, en fyrir islenzka þjóð, land sitt og fósturjörð, og það held ég, aö hugsandi mönnum hafi verið ljóst á þessari stund. Hversu óumræöilega má maður ekki vera þakklátur, og öll is- lenzka þjóðin, að eiga slika menn, sem alltaf eru stærstir á úrslitastund, án þess aö þeir séu þess meðvitandi sjálfir? NU er þetta voðamál upp lýst og játning liggur fyrir. Aö svo er, er einmitt önnur stóra jólagjöfin min og þjóðarinnar allrar. Fyrir hana þakka ég af heilum hug. A hvaða leið var Is- lenzk þjóð? Hvert voðaverkið rak annað, og gamall maður eins og ég, var skelfingu lostinn. Var þjóðin öll það ekki lika? Vorum við ekki að ganga af vegi réttlætisins? Mér er það vel ljóst, að þessi dýrmæta gjöf er mér og þjóðinni færð af dómsmálaráöherra hennar, ólafi Jóhannessyni, og starfsmönnum hans, manninum sem rægður hefur verið og svl- virtur af andstæðingum sinum, svo fáheyrt er, en hefur alltaf komið stærri út úr hverri raun og ber nú höfuð og herðar yfir alla þá, sem vinna Islenzkri þjóð á sviði stjórnmála i dag. Vor- maður samtiðarinnar. En jólagjafirnar minar eru tvær, sem mér þykja beztar og fegurstar, og vil ég nú geta hinnar, sem er I raun samofin þeirri fyrri i huga mér. A borð- inu hjá mér liggja þrjár bækur. Er þaö Visnasafnið tekið saman af Sigurði Jónssyni frá Hauka- gili. Efni þessara bóka eru stökur, ferhendur, samhljómar islenzkrar tungu. 1 formála fyrsta bindis segir Sigurður: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu hag- mælskan og leikur við mál og rim átti rikan þátt i þvi að varð- veita málið hreint og tært”, og skal undir það tekið hér. Stakan var blik frá lifsvaka fátækrar þjóðar, sem háði tvisýna bar- áttu fyrir lifi sinu, við hungur og drepsóttir i harðbýlu landi, svo aðdáun vekur. Nú i dag, á þess- ari öld velmegunar og kröfu- gerðar, er þessu þó mjög svo öðru visi farið. „Nú má kaupa þessi ljóð, þrykkt og gyllt i snið- um, á gerviskinni, gerviljóð, af gerviljóöasmiðum”. Velmeg- unin gerir menn andlega lata, rim og stuðlar eru of erfitt skáldskaparform andlega lötum manni. Þvi er farið að halda að þjóðinni, að óljóö séu ljóð og ólist sé list, og jafnvel er fariö að bera á andlegri leti I málinu sjálfu, islenzkri tungu. Getur verið, að illgresi sé farið að skjóta rótum i dýrustu arf- leifð þjóðarinnar? Sagt mun hafa verið, að Is- lenzk ljóðagerð i formi stök- unnar og islenzk tunga myndu fara i sömu gröf. Svo náin eru tengslin. Þessar bækur Sigurðar frá Haukagili geyma þennan gullna loga, er þjóöin vermdi sér við i formi máls og hljóms, og glatist þjóðinni sá gimsteinn, erfleiru hætt. Þvi er mér Visna- safnið dýrmæt jólagjöf. Þessar bækur ættu að vera til á hverju islenzku heimili og þvi skal ekki farið út i tilvitnanir hér. Þær eiga að vera i hverjum barna- og unglingaskóla landsins, lesn- ar þar og efnið skýrt af kenn- urunum, ásamt kennslu i brag- fræði. Hvað með allar þessar tómstundir barna og unglinga? Væri það ekki vel þegin tóm- stundaiðja og mannbætandi að bæta visnagerð á hennar stundaskrá? Er ég ekki i neinum vafa um, að svo væri. Tveir unglingar voru i sumar- vinnu á minu heimili. Eitt sinn kastaði ég aö þeim fyrri parti visu. Þau þrifu þá blað og blýant úr vasa sinum og skrifuöu niöur. Svo komu þau brosandi til mfn eftir matartimann, með sitt blaðið hvort, og voru þau búin að botna visuna. Ég spuröi þau, hvort foreldrar þeirra gerðu vísu „Nei, nei. Það er einn af kennurunum okkar, sem kennir okkur það.” Það hlýtur að vera góður kennari? „Kennari? Já, sá bezti i skólanum”. Þessar gjafir, sem ég hlaut á þessum jólum, eru mér ákaf- lega kærar báðar, þó mér sé ljóst, að ég á þær ekki einn, þær eru sameign þjóðarinnar allrar, og eru þaö ekki stærstu og beztu jólagjafirnar? Gisli Högnason, Læk. Heimilis ánægjan eykst með Tímanum Og enn aukum við fiölbreytnina Við þann mikla fjölda sem fyrir er af sófasettum bætum við nú ADAM-SOFASETTINU sem er vandað og fallegt, bólstrað í einlitu, möttu plussi í fallegum litum. Verið velkomin. Skoðið úrvalið. 4 KJORGARÐI m smiðjuvegi 6 sími 44544

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.