Tíminn - 16.01.1977, Page 23
Sunnudagur 16. janúar 1977
23
21.00 Stofutónlist. Italski
kvartettinn leikur Strengja-
kvartett i a-moll op. 51 nr. 2
eftir Johannes Brahms.
21.35 Guömundur Ingi
Kristjánsson skáld á
Kirkjubóli. Gils Guömunds-
son alþm. minnist sjötugs-
afmælis Guömundar 15.
janúar meö lestri úr kvæö-
um hans. Einnig syngur
Tónlistarfélagskórinn
„Sólstafi” eftir Ólaf Þor-
grimsson við ljóð
Guðmundar Inga.
22.00 Veðurfregnir. Danslög.
Heiðar Astvaldsson dans-
kennari velur iögin og kynn-
ir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Sunnudagur
16. janúar
16.00 Húsbændur og hjú
Breskur myndaflokkur. 11.
þáttur. Sænski tfgurinn
Þýöandi Kristmann Eiðsson
17.00 Mannlifiö Listin aö lifa
Mannlifið hefur tekið mikl-
um breytingum á undan-
förnum áratugum, og aukn-
um hraða og hávaða fylgir
streita. Fylgst er með fólki,
sem stundar likamsæfingar
i heilsuræktarstöðvum og
hlýttá heilræöi þjálfaranna.
Þá er rætt við gamalt fólk,
sem tekist hefur að halda
sér ungu i anda með heil-
brigöu liferni. Þýðandi og
þulur óskar Ingimarsson.
18.00 Stundin okkar Sýnd
verður mynd um Kalla i
trénu, og Amalka skógardis
fer aftur á kreik. Siðan er
mynd um greifingja og
sterkasta björn i heimi, og
loks verður hljómsveitin
Paradis kynnt. Umsjónar-
menn Hermann Ragnar
Stefánsson og Sigriður
Margrét Guömundsdóttir.
Stjórn upptöku Kristin Páls-
dóttir.
19.00 Enska knattspyrnan
Kynnir Bjarni Felixson.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Þaö eru komnir gestir
Óli Tynes ræðir við Þorstein
Sæmundsson, stjarnfræðing
um fljúgandi fyrirbæri, sem
eru mjög á sveimi þessa
dagana. Einnig skýra Frosti
Bjarnason flugstjóri, Árni
Svavarsson og fleiri frá þvi,
sem fyrir þeirra augu hefur
borið nýlega. Stjórn upp-
töku Tage Ammendrup.
21.15 Saga Adams-fjölskyld-
unnar Bandariskur fram-
haldsmyndaflokkur. 11.
þáttur. Charles Francis
Adams sendiherra. Efni ti-
unda þáttar: John Quincy
Adams býður sig fram til
þings þrátt fyrir áköf mót-
mæli eiginkonu sinnar.
Hann hefur nú sigrast á
metnaöargirninni og tekur
að leggja mál fyrir þingið,
sem engin von er til, að
veröi samþykkt. Einnig ber
hann fram gagnmerka
þingsályktunartillögu um
afnám þrælahalds. Er hann
hefur gengt þingmennsku i
17 ár, fær hann hjartaáfall i
þinghúsinu og andast
skömmu siöar. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
22.15 Kalevala I myndum í
Finnlandi er til mikill f jöldi
listaverka sem sækja fyrir-
myndir sinar i Kalevala-
þjóökvæöin. Þessi kvæði
varöveittust öldum saman i
munnlegri geymd meö
finnsku þjóöinni, en Elias
Lönnrot skráði þau árið
1835. Þýöandi og þulur
Kristin Mantylá. (Nordvis-
ion — Finnska sjónvarpið)
22.45 Aö kvöldi dags. Séra
Grimur Grimsson,
sóknarprestur I Aspresta-
kalli i Reykjavik flytur hug-
vekju.
22.55 Dagskrárlok
Hinrik konungur VIII
og konur hans sex
Eftir Paul Rival
Dauðastríðið.
Hinn sextánda maí sagði Kingston þeim Georg og
Norris og hinum þrem, að næsta dag ættu þeir að deyja
og skyldu þeir því nota timann þangað til, til að leita náð-
ar Guðs. Það var búið að reisa aftökupallinn á Tower
hæð rétt hjá fangelsinu, þangað voru hinir fimm menn
leiddir. AAark endurtók játningu sína, grátandi, síðan var
hann hálshöggvinn: Bereton og Weston staðhæfðu sak-
leysi sitt áður en þeir krupu og lögðu höfuð sín á högg-
stokkinn. Georg lét í Ijósi iðrun, vegna heimsku sinnar og
léttúðar, hann bað áhorfendur að biðja fyrir sér. Norris
dó án þess að segja orð.
Anna ól enn þá von í brjósti, að Hinrik yrði miskunn-
samur. Daginn áður haf ði hann sent Cranmer til hennar,
þann milda enska þjóðkirkjumann. Útskyringar
Cranmers voru fluttar af mildi, hann sagði að Hinrik
vildi skilja við hana og lýsa Elísabetu litlu óskilgetna,
eflaust í þeim tilgangi að gera Richmond að krúnuerf-
ingja. Hjónaskilnaðurinn yrði að fara fram í kyrrð og
spekt, með beggja samþykki. Cranmer bað önnu að láta
að óskum konungs. Hann gaf henni í skyn að þá yrði
henni sýnd miskunn og leyft að fara f rá Englandi. Anna
gaf samþykki sitt. Þá um kvöldið sagði hún þjónustu-
meyjum sínum að hún ætlaði til útlanda og setjast að í
Antwerpen. öll ræða Cranmers hafði verið mjög tvíræð,
Cranmer lét vel að leika tveim skjöldum og hafði gaman
af stjórnkænsku. Vafalaust var meining Cranmers sú að
láta önnu skiljast að þó Hinrik gæti sent hana á bálið,
ætlaði hann að gera sig ánægðan með öxina.
Hinn seytjánda maí, varð önnu Ijóst að þeir voru að
drepa Georg og hina fjóra vini hennar. Hún heyrði
klukknahringinguna, raddir f jöldans og bænir áhorfend-
anna. Þann sama dag tilkynnti Cromwell hjónaskilnað-
inn og um kvöldið kom Kingston og sagði önnu að hún
ætti að deyja, næsta dag.
Anna hræddist öxina, hún vildi heldur falla fyrir
sverði, það var léttara og söguf rægara vopn. Háls henn-
ar var svo grannur að auðvelt mundi að vinna á henni
með sverði. Henni fannst Lundúna-böðlarnir svo rudda-
legir, að hún bað um að Frakki yrði fenginn til að taka
hana af lífi, hún tilnefndi yfirböðulinn i Calais. Hún
hafði átt bjarta og hamingjusama æsku, á franskri
grund, Hinrik hafði elskað hana, þegar þau dvöldu í
Calais.
Anna svaf lítið aðfaranótt hins átjánda maí, hún lét
heimilisprestsinn dvelja í næsta herbergi. Hún fór á fæt-
ur klukkan tvö um morguninn, kallaði á prestinn og byrj-
aði að biðjast fyrir. Það var dimmt í kapellunni, helgi-
skrínið Ijómaði á milli kertanna, kvöldmáltiðarsakra-
mentið, sem í því var virtist lifandi, það geislaði frá því.
Þegar dagur rann hóf klerkurinn að syngja messu. Anna
nálgaðist hinn þjónandi klerk og meðtók hið heilaga
sakramenti, hún lýsti yfir sakleysi sínu og vann eið að
framburði sínum. Þegar hún var búin að veita Guði sín-
um móttöku, endurnýjaði hún eiðstafinn.
Anna gerði ráð fyrir að deyja klukkan níu, en böðullinn
lét ekki sjá sig, það var sagt að hann hefði taf izt. Hinrik
hafði gef ið sig, hann langaði til að vita önnu lif andi, einn
dag enn, einn langan fagran vordag. Enn leið að kvöldi,
Anna ræddi við meyjar sínar og Kingston, hún tók hönd-
unum um háls sér og sagði glaðlega: „AAaðurinn með
sverðið, mun eiga létt verk að vinna". „Hvert haldið þið,
að nafnið verði, sem sagan gefur mér? Slík nöfn eru
mörg, maður hef ur heyrt nöf n eins og Vilhjálmur „lang-
nefur", Jóhann „landlausi, „Róbert á stuttum skóm" —
ég verð sjálfsagt nefnd „Anna höfuðlausa"." Henni
fannst viðurnefnið svo skrýtið, að hún hló, en nú skorti
hlátur hennar þann hvínandi hljóm, sem hafði haft svo
mikil áhrif á Hinrik, nú mátti nema uppgjöf og næstum
mýkt í hlátri hennar.
Enn einu sir.ni sá Anna stjörnurnar, hún andaði að sér
dauninum frá ánni, og ilminum af blómstrandi engjum,
sem barst til hennar langt að, yfir öll húsaþökin. Anna
hugsaði um alla kastalana ssm hún hafði átt heima f, 'jm
Hever, þar sem Wyatt hafði gert hana að drottningu
Ijóða sinna, heima að Hever mundi móðir hennar nú vera
grátandi. Anna hafði beðizt svo lengi fyrir daginn áður,
og hugsað svo sleitulaust um dauðann, að nú leitaði hún
fróunar hjá lífinu, í töfrum augnabliksins, hinni fleygu
stund. Vindur kom af haf i og nýr dagur rann, dagsbirtan
var grá, þessi dauða birta virtist læsast ísköld inn að
hjarta önnu. Anna heyrði í 'fuglunum og óp manna.
Höggpallurinn hafði beðið tilbúinn í tuttugu og fjóra
klukkutíma. Nú færði Kingston henni pyngju með tug
gullpeninga, svo hún gæti gefið hinar síðustu ölmusur.
Anna kallaði á þjónustumeyjar sínar, hún vildi vera
fögur. Hún lét þær safna síðu hárinu saman í net, sem
hún lét þær koma fyrir upp á höfðinu, svo hálsinn yrði
nakinn, síðan lét hún þær setja á höf uð sitt perlukoffrið,
sem henni þótti svo vænt um. Enn vildi hún vera krýnd,
eins og af stjörnum, sem blikuðu. Hún kaus víðan kyrtil
af skarlatsilki og gráa yfirhöfn, hún hafði valið fleginn
fatnað og hún tók af sér hálsfestarnar.
Hinrik varað Whitehall, hann hafði sent Jane Seymour
upp í sveit, til Carew, vinar sins. Hinrik vildi vera einn.
Hann hafði skipað Cromwell að leyfa Lundúnabúum að
vera viðstöddum aftökuna, en hann hafði bannað að
hleypa nokkrum útlendingum að höggstokknum og að
Anna yrði að þegja eða aðeins fá að segja nokkur orð.
Hinrikóttaðistað enn gæti önnu tekizt að segja eitthvað,
sem særði hann varanlega. Þar, sem hann hafði hlíft
henni við galdrabálinu, mátti henni ekki leyfast að koma
fyrir sig göldrum.
Fagur maímorgunn:
Þegar klukkan var að verða hálf níu gekk Kingston til
íbúðar önnu, hún reis á fætur þegar hún sá hann — hún
var reiðubúin. Kingston lét hana vita um óskir konungs-
ins, hún lofaði að verða stuttorð, dóttir hennar og for-
eldrar, voru á valdi hans, þau gætu hæglega orðið fórn-
arlömb hefnigirni hans. Hún hugsaði ekki lengur til
Hinriks með hatri, hann var henni algjörlega ókunnur
núorðið. Dyrnar opnuðust og Anna gekk niður stigann,
hinar f jórar þjónustumeyjar fylgdu henni.
Kingston fór fyrir, þau komu út í kastalagarðinn, þar
hafði verið settur upp mjög lágur höggstokkur. AAann-
grúinn tróðst áfram, verðirnir ýtti fólkinu til baka og
þögguðu niður í því, aðeins þeir, sem f remstir stóðu sáu
nokkuð. Anna kom auga á óvini sína, hún sá rakað höf uð
Cromwells og flaksandi skeggið á Brandon, þeir höfðu
Richmond hinn unga með sér, hann var seytján ára og
hár eftir aldri, hann var þegar farinn að láta á sjá, vegna
taumlauss lífernis, og tæringin var búin að setja mark
sitt á útlit hans. Fangelsisgarðurinn var grasi gróinn.
Anna fann nú hið saklausa líf jarðarinnar undir fótum
sér, beiningamenn krupu beggja vegna götunnar. Anna
gekk þennan síðasta spöl, hún gaf belturunum tuttugu
gullpeningana. Svo fór hún upp á höggstokkinn, þar
hafði verið stráð hálmi, böðullinn og aðstoðarmenn hans
biðu. Kingston fékk þeim fangann og fól önnu umsjá
þeirra, Kingston gætti vel allra formsatriða.
Anna gekk út að handriðinu. Hún ávarpaði fólkið,
„Ef við týnumst, getum við lifað
á ormum og sniglum.” „Hún
hlýtur að hafa étið eitthvað ofan i
sig.”
DENNI
DÆMALAUSI