Tíminn - 16.01.1977, Side 25

Tíminn - 16.01.1977, Side 25
ET8! isiint>( .3! iagsí)unnu2 Sunnudagur 16. janúar 1977 lostmi 25 Safn til sögu. meðal annars þetta: ...Item lét hann gera i Kirkjubæ, og lagði sjálfur allan kostnað til, refla sæmilega kringum alla stóru stof- una, svo að engir voru fyrr jafn- reisugir, og gaf þá kirkjunni.” Hvað orðið hefur af þessum refl- um i Stórustofu i Skálholti veit vist enginn. Hvenær þeir hafa horfið þaðan, er ekki gott að segja. En þeir voru þar ekki þeg- ar þar voru upp skrifaðar eignir eftir lát Gissurar Einarssonar, fyrsta lúterska biskupsins. Reflarnir i Stórustofu i Skál- holti hafa efalaust verið eins og Reynisstaðareflarnir, með ,,heil- agra manna sögum", likt og hannyrðir Ingunnar lærðu, sem kenndi latinu á meðan hún saumaði. En Ingunn var á Hólum, i tið Jóns biskups Ogmundssonar, nær hálfri annarri öld áður. I kennslubókum er látið i það skina, að það hafi eingöngu verið munkar, sem unnið hafi islenzkri menningu „nytsemdarverk” i klaustrum. Annað sýnir þessi frá- sögn annála um reflana frá Kirkjubæ og ritgerð dr. Selmu Jónsdóttur i Skirni 1965, þar sem hún færir gild rök að þvi, að fræg- asta handavinna islenzk, reflarn- ir miklu i söfnum hérlendis og er- lendis hafi verið hannyrðir frá Reynisstaðarklaustri, um sömu mundir og biskup lætur gera refl- ana i Kirkjubæ. — Áttu við, að kennslubækur okkar þarfnist endurskoðunar, mcðal annars til þess að rétta hlut kvenna i sögunni? — Já, Kennslubækurnar þarf að rannsaka vandlega og bæta inn i þær kvennasögunni, ef svo mætti aö oröi komast. Vissulega hafa konur litið átt þess kost að kom- ast á blöð sögunnar, störf þeirra hafa verið með þeim hætti. 1 ts- lendingasögunum eru það helzt óvenjulegar konur, sem um er getiö. Og þegar kennslubækurnar segja frá kvenskörungum, er kannski komizt svoað orði: Móöir Skarphéðins hét Bergþóra, en ekki: Bergþóra var móðir Skarphéöins. 1 fyrra tilfellinu er Skarphéöinn aðalpersónan, en þar sem ætlunin var að segja frá kvenskörungum sögualdar, átti Bergþóra auðvitað að vera aöal- persónan. Það er ekki sama, hvernig frá er sagt. — Það er þannig rétt, sem Rolf Heller segir, að kvenna sé aðeins getið i sögunum til þess að auka á hetju- hlutverk karlmanna. Samtímaheimildir í Kvennasögusafninu — En svo við snúum okkur beint að Kvennasögusafninu: Eru ekki tiltækar hér heilmiklar nútimaheimildir um kvenna- sögu? — Það er vissulega til talsvert af nútimasöguefni, eða efni frá siðustu árum og áratugum. En flest af þvi er meira og minna götugt, ef svo mætti segja, nema þá helzt frá kvennaárinu og kvennafrideginum 24. okt. 1975. Um kvennafriið höfum við mjög miklar heimildir, vegna þess að framkvæmdanefnd fridagsins og allar undirnefndir gáfu Kvenna- sögusafni Islands öll plögg sin i sambandi við það, og mikið fé að auki, sem hefur verið notað til þess að kaupa spjaldskrárskáp, ritvél, bókahillur og margt fleira, sem safninu var nauðsynlegt. Ein af nefndum kvennafrisins, fjöl- miðlanefndin svokallaða, safnaði öllum úrklippum, sem unnt var að fá úr innlendum og erlendum blöðum, limdi þær á stór pappa- spjöld, sem siðan voru bundin inn i þessar tvær stóru bækur, sem liggja hérna á borðinu. Reyndar held ég, að eitthvað vanti af heimildum utan af landi, þvi að nýlega fengum við efni, sem við vissum ekki um áður. Af öðru heillegu heimildaefni frá siðari árum, má sérstaklega nefna úrklippusafn af greinum og fréttum um Fæðingardeildarmál- ið svokallaða og Landspitalasöfn- un kvenna 1969. Þetta úrkiippu- safn færði Bjarnveig Bjarnadóttir safninu i vor, og auk þess tugi af- rita af bréfum, sem hún og Helga Nielsdóttir höföu sent stofnunum og fyrirtækjum, sem þær tóku aö sér að fá til aö styðja söfnunina. Auk þess átti safnið fyrir eitthvaö af heimildum, einkum um þátt KRFt að þessu máli. Ekki eitt orð um upphaf Fæðingardeildarmálsins Mér er þetta mál sérstaklega i huga núna vegna þess, að nú rétt fyrir áramótin var hin nýja Fæö- ingar- og kvensjúkdómadeild Landspitalans formlega tekin i NYTT í morgunmatinn: ÝMIR NÝTT í sósur, salöt og búðinga: ÝMIR Sýrð mjólkurafurð, holl og góð ÝMIR Góður með blöndu af rifnu rúgbrauði og púðursykri: r YMIR notkun með nokkurri viðhöfn. Sú athöfn var að minu mati dæmi- gerð fyrir karlmannasamfélagið. Þeir, sem að þessu stóðu, eiga þó ekki allir óskilið mál. En þar hefur sennilega legið að baki hugsunin: Hirðum vér eigi að tina til einstök dæmi um hlut kvenna að þessu máli, enda þótt auðvelt væri. Þeir sem þarna voru saman komnir, hafa sjálfsagt verið búnir að gleyma þvi, hafi þeir þá nokkurn tima vitað það, að eftir að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis árið 1915, hófu þær fjársöfnun til þess að reistur yrði landspitali á tslandi. Hann tók svo til starfa 1930. Þeir hafa sjálfsagt ekki heldur vitað, að árið 1894 söfnuðu konur fé til þess að háskóli yrði stofnaður hér á landi. — Við afhendingarathöfn- ina 29. des. 1976 var ekki vikið einu orði að upphafi Fæðingar- deildarmálsins, né að Land- spitalasöfnun kvenna 1969. Fréttamennirnir, sem voru við afhendinguna, hafa efalaust ekki tekið eftir hinni algeru þögn um þátt kvenna við að koma þessari byggingu á laggirnar. Þeir eru flestir svo ungir, að þeir muna ekki eftir, nema vera minntir á það, þegar konurnar sátu á áheyrendapöllum Alþingis áriö 1969. Þeir muna sjálfsagt ekki eftirþessum sterka „þrýstihópi”, eins og hann myndi vafalaust verða kallaður nú. Ég mun ekki heldur ásaka þá um sögufölsun. Hins vegar sé ég þaö nú, aö við höfum gleymt einu, þegar við sömdum stofnskrá Kvennasögu- safns tslands. Við segjum þar, að safnið eigi að safna, varðveita, skrá og skjalfesta hitt og þetta, en við hefðum gjarnan máttbæta þvi við, aðskylt væri að vera jafnan á varöbergi gegn sögufölsunum. Daglegum fölsunum, sem oftast er erfitt að varast. Gefum framtíðinni rétta mynd af nútímanum Nýlega var i sjónvarpinu þátturinn Munir og minjar, sem jafnan er með þvi merkasta, sem þetta nútimatæki býður fólki upp á. Þessi þáttur var um byggða- safnið i Skógum undir Eyjafjöll- um. Sjálfsagt hefur þátturinn verið góður að mörgu leyti, ég tek fram, að ég sá ekki fyrri hlutann. Þarna var meðal annars sýnt, hvernig islenzkir skór voru gerð- ir. Lágmarkskrafa er, að rétt efni sé notað til þess að vinna úr, þegar sýnd eru vinnubrögð hvort sem þau eru gömul eða ný. I þessum sjónvarpsþætti var notað eitthvert stift, gljáandi efni, sem likist meira plasti en sauðskinni. Tæplega var hægt að verpa það, hvað þá að brydda, enda var engin tilraun gerð til þess. Og fleira hefði verið hægt að gera athugasemd við. Kvennasögusafn Islands geymir þegar athuga- semdir við þennan sjónvarpsþátt, sem einhvern tima kann að minna á, að „heimildarkvik- myndir” eru ekki ævinlega full- gildar heimildir. Þessi tvö dæmi, sjón- varpsþátturinn og Fæðingar- deildarmálið, ættu að geta sann- fært okkur um það, að skylda okkar er ekki einungis að safna og halda til haga heimildum um liðinn tima, heldur eins og ekki siður, að sjá svo um að samtiðar- saga sjálfra okkar komist eins rétt og verða má til óborinna kynslóða. — VS BILA- PARTA- SALAN auglýsir Nýkomnir varahlutir í: Ford Falcon 1965 Land/Rover 1968 Ford Fairlane 1965 Austin Gipsy 1964 Plymouth Valiant 1967 Daf 44 1967 BILAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97 Sendum um allt land ( Verzlun & Itjónusta ) VÆ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ fVÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR i i Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, % 2 borun og sprengingar. Fleygun, múr- 2 2 brot og röralagnir. ^ ^ i i Blomaskreytingar é pipulagningameistari i \ .... . . ., . í Símar 4-40-94 & 2-67-48 i g VIO oll tæKltæri Þórður Sigurðsson — Sími 5-38-71 ^/Æ/Æ/Æ, Æ/Æ/Æ/jé i. ’/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/a Sr Brey,,"9ar í I MicHÍiáN . ^ y v/ Hveragerði - Sími 99-4225 ^ r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já V/ VÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/á

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.