Tíminn - 16.01.1977, Side 32

Tíminn - 16.01.1977, Side 32
32 Sunnudagur 16. janúar 1977 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Asíu en i návist hans fann hún til einhvers öryggis og hlýju, þótt hann væri al- veg ókunnugur. Hún fann það, að i návist hans gat ekki hent hana neitt illt. Henni leið svo ósegjanlega vel. ,,En ég er ekki farinn að kynna mig,” sagði liðsforinginn allt i einu. ,,Ég heiti Alexej Niko- lajewitsch Galitzin, liðs- foringi i her keisarans i Rússlandi.” ,,En ég heiti Berit Stuart,” svaraði Berit. „Pilturinnþarna er Árni bróðir minn. Konan i brúna kjólnum er frú Anna Curgon og stúlkan i hvitu blússunni er her- bergisþerna hennar og heitir Kitty.” Nú voru þau frú Curgon og Árni orðin svo hress, að þau gátu tekið þátt i samtalinu. Smátt og smátt náði liðsforing- inn þræðinum úr sögu þeirra siðustu dagana, en samtalið var slitrótt með stöðugum hvildum, til að svala sér á vatn- inu. Þau sögðu frá dvöl sinni i tjöldunum skammt frá Bender Abbas, frá dauða Vil- hjálms frænda, frá ferðalaginu hingað upp i hálendið og framkomu ræningjanna. Var komið hádegi, er þau höfðu lokið sögu sinni, — og skein þá sól i heiði. Einn verkfræðing- urinn gerði þá staðará- kvörðun með mælitækj- um sinum og reyndist þessi staður vera á 28. gráðu norðlægrar breiddar og 55. gráðu austlægrar lengdar. Frú Curgon sagði liðs- foringjanum frá þvi, að hún hefði verið á leið til Indlands til að heim- sækja mann sinn, er hún lenti i höndum þessara ránsmanna. Hann hefði særzt i uppþoti, þar sem hann var að störfum fyr- ir st jórn sina og konung i Englandi. Hún sagði, að sér væri þvi mjög árið- andi að komast leiðar sinnar sem fyrst. Hún væri þvi mjög þakklát ef liðsforinginn gæti misst nokkra af mönnum sin- um, til að fylgja henni niður að Persaflóa, ann- að hvort til Bushire eða Bender Abbás, svo að hún gæti beðið þar eftir skipsferð til Indlands. , Liðsforinginn sagði henni strax, að þvi mið- ur væri þetta ekki hægt. Flokkur hans mætti ekki fámennari vera til að geta hrint af sér árásum bófaflokka, en ráns- menn og alls konar upp- hlaupslýður lékju nú mjög lausum hala á þessum slóðum, Ef hann skipti flokknum, yrðu báðir flokkarnir of liðfá- ir, og vopnað fylgdarlið var hvergi hægt að út- vega hér I þessari fjalla- auðn. Hann hafði lika fyrir nokkrum dögum fengið stranga fyrir- skipun um að snúa strax heim til Teheran, og þvi miður sæi hann engin önnur ráð, en að þau fylgdu honum öll eftir til Teheran. Þaðan gæti frúin vafalaust haldið ferð sinni áfram til Ind- lands. Hann lofaði þvi, að gera allt, sem i hans valdi stæði, til þess að ferðin yrði þeim ekki mjög erfið. Þau samþykktu öll, að taka þessu boði for- ingjans, enda þattu þau ekki annars kost. 5. Kitty var mjög slöpp. Hún lá i hálfgerðum dvala og hafði ekki þrek til að risa á fætur, Henn- ar vegna vildi frú Curgon helzt ekkert hreyfa sig fyrr en næsta dag, enda var hún sjálf mjög þreytt og kveið fyrir að leggja strax upp. En foringinn vildi ekki tefja neitt, enda höfðu ræningjarnir sagt, að þeir myndu koma aft- ur i kvöld. Það var mjög liklegt, að þeir stæðu við þá ætlun. Þá myndi vit- anlega slá i harðan bar- daga, og þótt þeir væru eins margir og ræningj- barnatíminn amir, þá var aldrei hægt að vita fyrirfram, hvernig bardaginn færi. Enginn vissi fyrirfram, hver yrði fyrir skoti. Það væri alltof mikil á- hætta fyrir þær stúlk- umar og Áma að lenda i sliku, þar sem þau væru lika öll hálf magnþrota og gætu litla vörn sér veitt." Hann vildi þvi á- kveðið, að þau tefðu hér ekki lengur, en vildi að lagt yrði upp strax. Frú Curgon varð að viðurkenna, að foringinn hafði rétt fyrir sér. í flýti var útbúið fyrir Kitty eins konar sjúkra- rúm eða sjúkrabörur úr bambusstöngum og teppum, og var svo ,,rúmið” bundið ofan á einn stilltasta hestinn. Árni vildi láta grafa ræningjana tvo, sem féllu, og reyna að afmá öll merki um bardaga. Þetta var gert i flýti, en Árni mundi þó eftir að taka marghleypuna sina af öðrum dauða ræn- ingjanum. Siðan var lagt af stað og stefnt norðaustur yfir hálendið. Fyrsti ákvörð- unarstaðurinn var bær- inn Kirman i Mið- Persiu, en þangað voru nokkur hundruð kiló- metrar. Þetta var erfið og þreytandi ferð. Ekkert þeirra hafði náð sér til 07? HÚ A/£fí HLVECj brÓRHRlEÍA/ PiF HfiTT ÍfJUM. 5EM þú StVOÍR. fulls eftir áreynsluna. Hitinn var lika óþolandi, Berit fannst hitinn alltaf mestur neðst i dölunum. Gróðurinn niðri við strendur Persaflóa hafði viða verið litill, en hér uppi i hálendinu var næstum eyðimörk. Fjöllin voru nakin og gróðurlaus, en hér og þar i hliðum og dala- drögum sáust krokuleg- ir pálmalundir og trjá- runnar. Óviða sáust merki um mannabú- staði. Hálendið var enn meiri auðn, en sólsviðn- ar strendurnar, sem þau höfðu áður kynnzt. Ekki var þó hægt að likja saman ferð þeirra nú og ferðinni með ræn- ingjunum. Nú voru þau þó frjáls og þeirra var vel gætt fyrir öllum hættum. Þau fengu lika ágætan mat og smátt og smátt hresstust þau öll. Eftir nokkra daga gat Kitty lika setið ein og ó- studd á þægum hesti. Reiðsærin, sem þjáðu þau mest fyrstu dagana, hurfu lika smátt og smátt og húðin varð eins og hákarlsskrápur, sem ekkert beit á. Aldrei urðu þau neitt vör ræningjanna. Lik- lega hafa þeir séð það á slóðinni i sandinum, að það hefði verið verið allstór flokkur, sem frelsaði fangana úr klóm þeirra, og ekki treyst sér I til að veita þeim eftirför. I fimm daga héldu þau stanzlaust áfram og stefndu i norðausturátt, eftir áttavita, eins og þau væru út á rúmsjó. Þá fór landslagið ofur- litið að breytast. Fjöllin urðu lægri, dalirnir grynnri og gróðurinn fór vaxandi. Venjulega héldu þau áfram átta stundir daglega, — frá klukkan sex til tiu að morgninum og frá klukkan þrjú til sjö sið- degis, — en hvildu sig um hádegið, þegar hit- inn var mestur. Á kvöld- in gerðu hermennimir eld, og voru svo tjöld ; reist i kringum bálið. , Berit undi sér vel við ' eldana á kvöldin. Hún | átti margar góðar minn- ingar frá slikum kvöld- um fyrr i þessari löngu ferð, en þó varð henni á- fram minnisstæðust kvöldstundin við bálið við Persaflóann, — sið-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.