Tíminn - 25.02.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.02.1977, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 25. febrúar 1977 lllllllltlllllllll lll lllllllllllllll.................III...................................II.......III Umsjónarmenn:Pétur Einarsson Omar Kristjónsson Hermann Sveinbjörnsson Uppbygging vegakerfisins Fáar framkvæmdir eru þjóð-1 hagslega jafn hagkvæmar og framkvæmdir i vegamálum, enda! eru greiðar og góðar samgöngur forsenda þess að hægt sé að halda blómlegri byggð um land allt og j nýta þau verðmæti, sem landið hefur upp á að bjóða. Mikiðhefur lika miðað i vegagerðinni á um- liðnum árum og ýmis stórvirkij unnin, en samt er þar miklu verki! ólokið, og þvi verður enn að auka f járveitingar til þessara málaflokka. í þingsályktunartillögu til vegaáætlunar fyrir árin 1977 til 1980 , sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að verja 2.600 milljónum króna til nýrra þjóðvega á þessu ári. Vissulega er þar um háa upphæð að ræða, en samt sem áður er langt frá þvi að hún sé nægjanlega há. Verður þvi að vona að þessi upphæð verði hækkuð verulega áð- ur en tillagan verður afgreidd frá Alþingi. Þó verður að gera þá kröfu, að sú hækkun bitni ekki á öðrum útgjöldum til vegamála eins og t.d. út- gjöldum til viðhalds. Gert er ráð fyrir að til við- halds vega fari 2.064 millj. kr^ en það er aðeins 72% af þvi, sem talið er að verja þurfi til vegavið- halds á árinu, ef vegirnir eiga ekki að versna frá þvi sem nú er. En þótt viðhaldsféð sé aðeins 72% af þörfinni er um stefnubreytingu að ræða, og meira fé varið til viðhalds, en áður hefur verið gert, enda hefur það oftfarið svo, að þingmenn og ráðherrar hafa haft meiri áhuga á að teygja nýju vegina nokkrum km lengra, en halda þvi við sem fyrir er. Þvi er áherzla lögð á, að aflað sé aukins fjár til vega- gerðarinnar án þess að það bitni á öðrum liðum vegaáætlunarinnar. Fróðlegt er að bera þá upphæð, sem fer til ný- bygginga vega, sama við ýmsa aðra þætti fjár- laga. T.d. er rekstrarhagnaður ÁTVR á þessu ári áætlaður 8,6 milljarðar króna, eða nær f jórföld sú upphæð, sem varið er til byggingar vega. Séu útgjaldaliðir fjárlaga hins vegar at- hugaðir kemur i ljós, að til menntamála fara 13.4 milljarðar kr. og þar af fer 1.2 milljarða til Há- skólans. Þá fara 22.5 milljarðar kr. til trygginga- mála, en af þeirri upphæð fer milljarður til at- vinnuleysistryggingasjóðs. Þá má geta þess, að framlag i rikisábyrgðasjóð er 866 milljónir, og þannig mætti lengi telja. En hvað sem öllum samanburði liður, er ljóst að fé, sem varið er til uppbyggingar vegakerfis- ins, er vel varið. Þar eru gifurleg verkefni óunn- in, og það fé, sem varið er til vegaframkvæmda ávaxtast vel og kemur þjóðfélaginu að notum um ókomin ár. Þá er rétt að haf a i huga, að i landinu er til mik- ið af stórvirkum tækjum, sem henta til vegagerð- ar. Aðalkostnaðurinn við vegagerðina er leiga á þeim tækjum, sem jafnvel standa aðgerðarlaus ef framlög til þessara mála eru ekki aukin. Framsóknarmenn hafa ætið staðið i fylkingar- brjósti fyrir þvi að bæta samgöngurnar og flutt margar tillögur á Alþingi um að hraða uppbygg- ingu vegakerfisins. Þeir verða þvi að leggja sig fram um að fá samstarfsflokk sinn i rikisstjórn til þess að fallast á umtalsverðar hækkanir á vega- áætluninni. Magnús ólafsson Kynning á ungum framsóknarmönnum Framsóknarmaður vegna stefnu flokksins í byggðamólum segir Pétur R. Sturluson, framreiðslumaður í Reykjavík hiklaust að eigi að fylgja. T.d. heimili en þessi fjöidi af barna- var það fyrir atbeina Fram- fólki kallar á miklar félagslegar sóknarflokksins sem byggða- framkvæmdir eins og skóla- sjóður var stofnaður og fyrir at- beina þess sjóðs hefur grettis- tökum verið lyft viðs vegar um land. Pétur R. Sturluson útskrifað- ist sem framleiðslumaður árið 1966. Hann vann á Hótel Sögu, fram til 1970, en fór þá austur á Egilsstaði og rak Hótel Vala- skjálf I hálft annað ár. Slðan hefur hann unnið á Hótel Esju i Reykjavik. Hann hefur tekið mikinn þátt I félagsstörfum og m.a. er hann i stjórn Hverfa- samtaka Framsóknarmanna I Breiðholti og i stjórn FUF i Reykjavik hefur hann verið i mörg ár. Ennfremur hefur hann verið virkur féiagi I Lionshreyf- ingunni og starfaö meö Lions- klúbbnum Niröi, en þegar hann var á Egilsstöðum var hann einn af stofnendum Lions- klúbbsins Múla á Héraði, en stofnfélagar klubbsins voru 52. Þá er hann félagi i J.C. Borg. Við tókum Pétur tali nýlega og spurðum hann fyrst hvert væri markmiðið með stofnun hverfasamtakanna? Auka tengsl fólksins og kjörinna fulltrúa þess — Markmið hverfasamtak- anna er fyrst og fremst að auka tengsl fólksins við sina kjörnu fulltrúa i borgaratjórn og á Al- þingi. I gegnum hverfasamtökin getur fólkið komið sinum óskurn á framfæri eftir þvi sem starfað er I smærri einingum verða fleiri virkir i félögunum og starfiö dreifist á fleiri hendur. Hvers vegna ert þú framsóknarmaður? — Fyrst og fremst er ég fram- sóknarmaður vegna farsællar stefnu flokksins 1 byggðamál- um. Flokkurinn hefur alla tið beitt sér fyrir jafnvægi i byggð landsins og þeirri stefnu tei ég Pétur R. Sturiuson óttast útþenslu Reykja- víkur Nú hefur Reykjavik og ná- grannabyggðir vaxið mjög mik- ið á siöustu árum. Hvernig lizt þér á þá þróun? — Satt að segja stendur mér nokkur ógn af þvi hve mikil fólksfjölgun veröur hér á stór- Reykjavikursvæðinu. Byggðin þenst út ár frá ári og umhverfið veröur sifellt ómanneskju- legra, og hætt er við að fjöldi fólks sé farinn að einangrast þrátt fyrir hinn mikla fólks- fjölda sem hér er. Nú býrð þú i Breiðholti. Hvernig er að búa þar? — Þar býr mikið af ungu fólki sem vinnur mikiö. Það leggur mikiö á sig til að koma sér upp byggingar og fleira. En skiln- ingur borgaryfirvalda á okkar þörfum er litill og virðist mér þau lita á okkur sem ómaga og telja flest eftir, sem fyrir okkur er gert. Staðreyndin er hins vegar sú, að ibúar i Breiðholti greiða miklar upphæðir I útsvör og leggja þvi verulegar fjár- hæðir til samfélagsþarfa. Hálfrar aldar afmæli Nýlega áttu félög matreiðslu- manna og framreiðslumanna hálfrar aldar afmæli. Hvað get- ur þú sagt okkur af starfi félag- anna? — í hálfa öld hefur margt á- unnizt i bættum kjörum mat- reiðslu og framreiðslumanna. Nú hafa samtökin opnað skrif- stofu að öðinsgötu 7 i Reykja- vik. Þar er margvisleg þjónusta veitt félögunum, og þar er margt merkra muna úr starfinu geymt. M.a. er þar geymdur innrammaðir matseðlar frá þvi fyrir aldamót, sem Janus Hall- dórsson gaf félaginu fyrir 10 ár- um. Hafa samtökin beitt sér mikið I skólamálum? — Já, þau hófu snemma bar- áttu fyrir stofnun Matsveina- og veitingaþjónaskóla Islands. Stofnun þess skóla dróst þó úr hömlu og komst hann ekki á fót fyrr en árið 1947. Nú starfar skólinn i þremur deildum og er námiö i þrjú til fjögur ár. Deildirnar eru fram- reiðsludeild, matreiðsludeild og fiskideild. 1 fiskideildinni er nemendum kennt að annast matseld á fiskiskipum og frakt- skipum. Þingmenn á að kjósa persónulegri kosningu — segir Kristján Daníelsson, matreiðslumaður Allt er betra Kristján Danielsson mat- reiðslumaður er fæddur aö Hreðavatni I Noröurárdal. Hann lauk matreiðslunámi árið 1968 og siðan hefur hann starfað að iðn sinni viðs vegar um land, og einnig vann hann i nokkra mán-, uði sem matreiðslumaður i Danmörku. Nú starfar hann, sem matreiðslumaður á Hótel Esju. Kristján hefur tekið þátt i ýmsum félagsstörfum , m.a. sat hann um skeið I stjórn Mat- reiðslumannafélagsins. Við tók- um Kristján tali og spurðum fyrst hvernig væri að vera mat- reiðslumaður? — Að mörgu leyti' er mjög gott að vera matreiðslumaöur, en galli er þar á hve mikið við verðum að vera fjarvistum frá heimilum okkará kvöldin og um helgar. Og vegna þess hve við vinnum mikiö á þeim tima, er Iangt frá þvi að við höfum þaö kaup, sem við i raun ættum að hafa. Er þá baráttan fyrir hærra kaupi eitt mesta málið hjá ykk- ar félagi nú? Brýnasta hagsmunamál- ið • — Ekki er það nú stærsta máliö, þótt vissulega sé það mjög mikið mál. Brýnasta hagsmunamál okkar er að fá viðurkenningu sem forgangs- aðilar að vinnu á ýmsum stofn- unum i þjóðfélaginu. Má þar til nefna sjúkrahúsin og heima- vistarskólana. heimavistarskólana. Nú eru orðnir of margir félag- ar i starfsgreininni, og þvi er þetta orðið mikiö mál fyrir okk- ur, en meö því að fá forgang að þessum stöðum myndu mun Kristján Danielsson. fleiri matreiöslumenn fá vinnu við sitt hæfi. Hafa matreiðsiumenn sam- band við félaga sina i öðrum löndum? — Það er starfandi klúbbur hjá matreiðslumönnum, sem er aðili að norrænum klúbb mat- reiðslumanna, NKF. Við förum þvi utan öðru hvet jú og sækjum ráðstefnur og fundi, þar sem nýjungar i matargerð og tækni- nýjungar eru kynntar, og einnig erum við með fræðslufundi hér heima. Hvernig lýst þér á þjóðmála- ástandið um þessar mundir? — Mér stendur stuggur af hve verðbólgan er mikil og hve gifurlegar verðhækkanir skella yfir. Rekstur heimilanna er þvi orðinn æði dýr. Hins vegar er ég aö vona að verið sé .að komast yfir erfiðasta hjallann og nú fari ástandið að lagast' er betra en íhaldið Hvernig likar þér að Fram- sóknarflokkurinn skuli vera i stjórnarsamstarfi' við sjálf- stæðismenn? — Ég hef nú aldrei verið hrif- inn af Ihaldinu, enda alinn upp við þá fornu lexiu, að allt sé betra en ihaldið, og eftir þvi, sem ég kynnist þjóðmálunum betur, sannfærist ég betur og betur um, aö það forna spak- mæli eigi enn við i dag, og þvi eiga framsóknarmenn að leggja áherzlu á að starfa með vinstri flokkunum. Er þátttaka almennings i stjórnmálum nægjanlega mik- il? — Nei, hún þyrfti að vera mun meiriogfólkþyrftiað veita sinum kjörnu fulltrúum meira aðhald á ýmsum sviðum. Það er bezt gert með mikilli þátttöku i félagsstarfi. Hins vegar er starfsemi stjórnmálaflokkanna ekki nógu spennandi i dag og þyrfti að færa starfsaö- ferðirnar betui til nútimans. Það hljóta að vera ýmsar leiðir til þess að gera þátttöku I stjórnmálafélögum meira að- laðandi. Þá tel ég að mikilsvert atriði væri að breyta kosningafyrir- komulagi til alþingis og sveitar- stjórna á þann veg að fólkiö kjósi sina fulltrúa persónulegri kosningu. Það yrði til þess aö auka stjórnmálaáhugann veru- lega og bæta starf þingmanna okkarog sveitarstjórnarmanna. Meö persónukjöri geta þeir ekki skotið sér á bak viö einhverja aðra, heldur verða þeir að standa reikningsskil gerða sinna beint frammi fyrir kjós- endum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.