Tíminn - 25.02.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.02.1977, Blaðsíða 13
12 13 { { [}{ \{ I \{\\ Föstudagur 25. febrúar 1977 Föstudagur 25. febrúar 1977 Uppi á háaloftinu fannst sonnunargagnið: 100-200 MILLJÓNIR KRÓNA VORU í HÚFI Það var mánudagur. Stina Nyberg var að taka tii á háaloftinu á bæ sinum, Steinnesi utan við Lyngbæ í Svi- þjóð. Hún fann það, sem hana hafði sizt ór- að fyrir. Meðal þess, sem þangað hafði ein- hvern tima verið látið var hundrað og tiu ára gamalt skjal sem rak endahnútinn á langa og flókna erfðadeilu, sem varðaði stórbýlið Selle- berg. Þetta var úr- dráttur úr dómabók frá haustþingi i héraðs- réttinum i Sunnebo árið 1866. Stúlkan Maria Jónasdóttir hafði stefnt eiganda Sellebergs — hann hét Kalli Gustafs- son i faðernismáli. Með þetta gamla, nýfundna skjal að leiðarljósi, tókst að grafa upp ó- rækt sönnunargagn i landsskjalasafninu i Tyra Jansson er oröin milljónamæringur, áttræö aö aldri. Þaö á hún aö þakka < skjölum, sem fundust á háa- 1 lofti úti f sveit, og þaö eru einmitt þessi gömlu gögn, sem hún heldur hér á. Vadstena — dóm sem kveðinn var upp á sum- arþingi 1867. Héraösrétturinn haföi komizt aö þeirri niöurstööu aö Kalli Gustafsson væri réttur faöir telpunnar Ingiriöar Kristinar ^sem Marla Jónasdóttir ól I janú- armánuöi 1864. Skyldi hann kosta uppeldi barnsins. Kalli Gustafsson mun þó lengi vel ekki hafa vitaö um þennan dómsúrskurö. Hann haföi sem sé flutzt til Ameriku áriö 1865. Maria Jónsdóttir sagöi svo frá 1 fyrir réttinum, aö hann heföi horfiö tveim dögum áöur en máliö var tekiö fyrir I fyrsta skipti. Ekkert heyröist heldur frá honum i annaö og þriöja sinn. Héraösrétturinn viröist hafa treyst framburöi Marlu, sem ef til vill hefur getaö stutt hann vitnisburö vinnuhjúanna á Sellebergi, þar sem hún sjálf var þjónusta. Aö tveimur árum liönum fór Maria frá Sellebergi. Hún Var ekki rekin úr vistinni eins og titt var um stúlkur sem uröu van- færar og eignuöust börn. Og þegar fram I sótti var Ingirlöur litla Kristln kölluö Karlsdóttir I sóknarmannatalinu. Þannig hneig allt aö því, aö faöerni hennar heföi fengiö lögfestu á sinni tlö. Kalli Gústafsson var harö- lyndur húsbóndi og illskeyttur. - Maríu Jónasd. hefur ekki ver- iö fisjaö saman úr því aö hún á- ræddi aö sækja mál sitt gegn honum. Vinnumennirnir á Selle bergi þoröu ekki fyrir sitt litla llf aö koma nálægt kvenfólkinu þar, þvi aö skapsmunir og afls- munir fóru saman hjá hús- bóndanum. En Marla geröist svo djörf aö segja ekki aöeins fólki slnu hiö sanna um faöerni bams slns, heldur sneri sér til - yfirvaldanna og lét stefna föö- urnum. Selleberg er nú virt á 100-200 milljónir íslenzkra króna. Fjöldi fólks hefur gert erföatilkall til búgarösins alls tuttugu og einn maöur og þar aö auki hinn al menni erföasjóöur. Málaferlin hafa staöiö I sjö ár. Gögn þau, er fram hafa komiö, hafa oröiö til þess, aö setriö hefur fallið I skaut áttræöri konu I Stokk- hólmi, Tyru Jansson. Hún haföi ekki hugboö um tilvist skjalsins sem frænka hennar, Stlna Ny- berg, lagði fram I réttinum I Lyngbæ daginn áöur en máliö var dómtekiö. — Ég vissi svo sem hver móð- urfaöir minn var, segir hún. Þaö var oft talaö um hann og Seile berg heima þegar ég var lltil. Amma mln, Marla Jónasdóttir sagöi oft: Vesalings litlu nór- urnar — þiö eigiö stórauöugan afa, en hann skeytir ekkert um ykkur. Og svo vorum viö líka hædd vegna ætternisins — vegna þess, aö viö vorum fátæk, en heföum átt aö vera rik. Þvl aö þetta var saga, sem allir þekktu. Þaö var raunar Tyra, sem fyrstgeröi tilkall til Sellebergs, sem ella heföi oröiö eign hins al- menna erföasjóös. Máliö bar þannig aö, aö Anna, eina barniö, sem Kalli Gústafsson haföi sjálfur gengizt viö, aö hann ætti andaðist háöldruö og barnlaus. - Yfirvöld tóku bú hennar til meöferöar, og taliö var, aö eig- ur hennar myndu renna til hins almenna erföasjóðs. Auglýsing- ar voru birtar lögum samkvæmt og heitiö á þá aö gefa sig fram er kynnu telja sig geta gert til- Stina Nyberguppiá háaloftinu I Steinnesi meö plaggiö. kall til arfsins. Ættingjar Tyru I Lyngbæ sáu auglýsingu og sendu henni. Hún hófst þegar handa um eföatilkall, og siöan komu fleiri og fleiri. Þetta fólk taldi sig vera börn Kalla Gúst afssonar, sem dó fyrir sextlu árum, eöa niöja hans I allt aö fjóröa liö. Gósseigandanum á Sellebergi haföi sem sagt manna á meöal veriö eignaö all margt barna, enda var þetta fólk af fjórum ættum. En stjórn eföasjóösins taldi sig ekki geta lagt neinn trúnaö á þaÖ, er þetta fólk haföi fram aöfæra, þar sem þaö styddi mál sitt ekki ööru en gömlum sögusögnum, sem enga lagastoö heföu. Þrefiö um arfinn varö samt langvinnL Þegar mest gekk á, skaut upp manni, alls óskyldum Kalla Gústafssyni og Selle- bergsfólki, er taldi sig réttan eiganda góssins. Hann lagöi fram erföaskrá sem átti aö vera „slöasti vilji” önnu, hinnar einu dóttur, sem Kalli Gústafsson haföi játaö sig eiga og rækt viö fööurskýldur slnar. En þessi erföaskrá reyndist augljóslega fölsuö og þaö meira aö segja á hinn klaufalegasta hátt. En svo kom fram þetta gamla skjal sem Stina Nyberg fann, og þaö sem dregiö var fram I dags- ljósiö I framhaldi af því. Aö þeim gögnum fengnum taldi dómarlnn ekki vafa leika á aö Tyra Jansson væri hinn rétti erfingi. Lögmenn hinna kröfuhafanna eru þó ekki af baki dottnir. Kalli Gústafsson haföi vlöa I seli, segja þeir, og litill vafi á þvi, aö hann átti I rauninni fleiri börn en Ingiríöi Kristlnu og önnu Þeir hafa þess vegna stungiö upp á þvl, aö aörir sem geta stutt þaö sterkum orörómi, aö þeir séu af Kalla komnir fái hlutdeild I arfinum. Þetta hafa kröfuhafarnir sjáifir fallizt á. En hvort sem þaö er rétt eöa ekki, aö þetta fólk sé út af gamla Sellebergsbóndanum komiö, þá getur þaö engar lagasannan- ir lagt fram, nú fremur en áöur. Þær hefur gamla Tyra Jansson ein. Héraðsskólamir á tímamótum Ólafur H. Kristjánsson: Ein merkasta framkvæmd á sviöi skólamála dreifbýlisins hér á landi á fyrri hluta þessar- ar aldar er án efa bygging héraösskólanna. Þeir eru aö öörum þræöi vaxnir upp úr þeim jarövegi menningar og mann- bóta, er ungmennafélögin höföu erjaö um skeiö, og sumir þeirra a.m.k. fyrir beinan fjárstuöning og vinnuframlög ungmenna- félaganna. Aö hinu leytinu eru þeir arf- takar eldri skóla, er starfaö höföuumskeiö.eins og t.d. skól- ans á Breiöumýri, Heydalsár- skólans, er nokkrir bændur viö sunnanveröan Steingrimsfjörö stofnuöu áriö 1897, og er þaö tal- inn fyrsti heimavistarskóli fyrir unglinga hér á landi. Hvltár- bakkaskólinn var stofnaöur 1905 og var fyrirrennari Reykholts- skóla, ungpiennaskólinn aö Núpi 1906 og alþýðuskólinn á Eiöum 1919. Þeir siöast töldu féllu svo undir héraösskólalögin 1929 ásamt hinum nýrri skólum. Enginn einn maöur átti meiri þáttlaö héraösskólarnir uröu til en Jónas Jónsson frá Hriflu, en hann varö kennslumálaráö- herra 1927. Hann átti sinn þátt i aö þeir voru reistir viö jaröhita og má segja aö þá hafi augu manna opnazt fyrir þvi, hverjir fjársjóöir voru fólgnir I heitu uppsprettunum vlös vegar um landiö. Þótt deilur yröu um staöarval sumra héraösskólanna uröu þeir brátt óskabörn fólksins I héruöunum umhverfis og marg- ur unglingurinn, sem þá var að vaxa upp, sá þann einn mögu- léika til skólagöngu aö komast i héraösskóla. Enda mátti segja aö ekki væri I kot visaö, þvl aö skólarnir höföu á aö skipa hin- um hæfustu starfskröftum, er af hugsjón og eldmóöi ræktu sitt starf án spurningar um tima og erfiöi. Viðast I sveitum fór barnafræöslan þá fram I far- skólum og skólaskylda aöeins frá 10 til 14 ára aldurs og viðast aöeins nokkrar vikur á vetri, sem hvert barn naut skóla- göngu. Fæstir sveitaunglingar áttu þess kost aö njóta fram- haldsmenntunar, þeir efnuöustu og harögeröustu einir brutust áfram 1 bændaskóla, kennara- skóla eöa menntaskóla. Meö starfsemi héraösskól- anna uröu þvi þáttaskil I skóla- málum dreifbýlisins. Nú áttu flestir unglingar sveitanna þess kost aö afla sér nokkurrar framhaldsmenntunar á tiltölu- lega ódýran og auöveldan hátt og þeir, sem hugöu á lengra nám, hlutu þar góöa undirstöðu undir nám I öörum skólum, einkum þó er fræöslulögin 1946 tóku gildiog landsprófiö kom til sögunnar, sem jafnaöi aö mun aöstöðu unglinga til framhalds- náms. Héraösskólana sóttu i fyrstu eingöngu unglingar ofan skyldunámsins. Héraös- skólarnir voru þvi eingöngu framhaldsskólar og þannig hugsaöir I upphafi. Þeir voru reknir I samvinnu héraöa og rikis fyrst I staö, en aö þvl rak fyrir rúmum áratug, aö héruöin höföu ekki bolmagn til aö byggja skólana upp og reka sem skyldi og tók þá rikiö viö þeim hverjum af öörum, þannig aö nú eru þeir allir rikisskólar. A ýmsu hefur oltiö um upp- byggingu þeirra, enda I mörg horn aö IIta hjá rlkinu, en þó hafa þeir allir til sins ágætis nokkuö, þótt flesta skorti eitt- hvaö á aö standast samanburö hvaö húsnæöi snertir viö hina nýtlzkulegu grunnskóla er risið hafa viöa um byggöir landsins. 1 framhaldi af þessu er rétt aö komifram, aö gifurleg breyting hefur oröið á skólamálum sveit- anna frá þvl aö héraösskólarnir hófu göngu sina. Farskólarnir úr sögunni, aöeins eitt farskóla- héraö eftir, sem nú syngur sitt slöasta lag, en I staöinn komnir heimavistar- og heiman- akstursskólar meö hinum bezta búnaöi margir hverjir. Skóla- skyldan lengd fyrst til 15 ára og nú siöast meö grunnskólalögun- um til 16 ára. Þvl er ekki aö leyna aö lög- gjafinn hefur hingað til jafnan veriö á undan meö kröfur um lengingu skólaskyldunnar möguleikum sveitarfélaganna aö fullnægja þeim. Hefur þaö þvl komiö I hlut héraðsskólanna aö sjá allfjölmennum hópi ungl- inga i efstu árgöngum skyldu- námsins fyrir skólagöngu, héruöunum aö kostnaöarlausu. Eins og áöur er aö vikiö hafa viöa um byggðir landsins risiö af grunni glæsilegir og nýtizku- legir heimavistar- og heiman- akstursskólar, byggöir I sam- starfi rlkis og sveitarfélaga. Ber aö fagna þvi, aö nú sér til lands I skólamálum sveitanna aö þvi er skyldunámiö snertir. Hafa byggöarlögin lagt metnað sinn I aö gera þessa skóla sem bezt úr garöi, enda studd af hinu póli- tiska valdi. Þaö er og metnaðar- mál hvers skólahverfis aö geta fullnægt skólaskyldunni I slnum skóla. Fyrir héraösskólana hefur af- leibingin af þessari stefnu rlkis- valds og sveitarfélaga oröiö sú, aö nú fækkar óöum I þeim ólafur H. Kristjánsson aldursflokkum skyldunámsins, sem héraösskólana sóttu og þeir hafa veriö aö basla viö aö koma til nokkurs þroska. Innan tveggja til þriggja ára veröa þessir aldurshópar al- gjörlega horfnir úr héraös- skólunum, en hvaö kemur I staðinn viröist vera nokkuö i lausu lofti. Þaö má heita kald- hæöni örlaganna, aö héraðs- skólarnir, sem um áratuga skeiö hafa veriö snarrþáttur i mennta- og menningarlifi dreif- býlisins og fóstraö ýmsa af áhrifamönnum þjóöarinnar, skuli eftir skildir á flæðiskeri, ef svo fer fram sem horfir. Fyrr er aö þvi vikið, aö héraösskólarnir voru upphaf- lega hugsaöir sem framhalds- skólar og hafa löngum veriö þaö. Nú er boðaö aö unnið sé aö skipulagi framhaldsnáms aö grunnskóla loknum. Frumvarp er lagt fram á þessu þingi til kynningar, en tæpast til af- greiðslu. Ber aö fagna þvi, aö fyrir framhaldsnámi sé hugsaö, en fyrr heföi þaö þurft að vera á feröinni. Nú er þaö vitað, aö þaö er al- mennur vilji fólksins I þeim héruöum sem aö héraösskólun- um liggja, aö þeir veröi efldir sem framhaldsskólar, er geti veitt, sem f jölþættasta menntun I samræmi viö þarfir fólksins, bæbi verklega og bóklega. Þaö er hins vegar ljóst, aö vegna fá- mennis þeirra og legu veröur fjölbreytni þeirra fremur þröngur stakkur skorinn, en úr þvi ætti aö mega bæta meb skynsamlegri verkaskiptingu og samstarfi vib aöra skóla I fræösluumdæminu. En til þess aö hægt sé aö reka þá sómasam- leg sem menningarstofnanir tel ég ab þefr þurfi a.m.k. að hafa þrjá aldursárganga, enda ætti þá aö vera nokkrum áfanga náö hvað nám snertir. Rök fólksins fyrir þvl aö héraðsskólarnir veröi áfram framhaldsskólar eru m.a. þau, aö foreldrar vilja hafa börn sln sem lengst heima i héraöi og telja aö þá séu meiri likur til aö þau Ilendist I heimabyggö. Auk þess er dvöl á héraösskóla yfir- leitt ódýrari en I skólum þétt- býlisins þar sem ekki er um heimavist og mötuneyti aö ræða. Þá kemur og til greina sem veröugt hlutverk fyrir héraösskólana aö stuöla aö full- orðins fræðslu. Slfellt eykst þörf fyrir endurhæfingu og áfram- haldandi nám og gæti fólk úr ná- grenni héraðsskólanna sótt þangað námskeiö, svo fremi aö þeir heföu á aö skipa nægu starfsliöi. Nú er þaö algengt aö áriö um kring sæki ungir og fullorönir I sundlaugar, iþróttasali og leik- velli héraösskólanna og þvi skyldu þeir ekki geta veitt fjöl- þættari þjónustu? Héraösskólarnir standa nú á timamótum. Ef til vill munu einhverjir þeirra vegna um- hverfis sins veröa aö hluta meö nemendur á skyldunámsstigi, en flestir þeirra munu ekki hafa þaö og veröa þvi eingöngu meö framhaldsnám. Fyrir skólalok I vor verður aö liggja fyrir I stórum dráttum hver hlutur þeim er ætlaður. Slöan má smátt og smátt móta stefnuna nánar eftir þvl sem timiog reynsla leiðir I ljós. Máli skiptir að engin lægö eöa eyöa myndist I starfsemi þeirra. Söguleg og þjóðfélagsleg rök liggja til þess, aö þeir haldi að fullu reisn sinni og verði fyrst og fremst menntastofnanir dreif- býlisins og aölagist breyttum þjóðfélags- og atvinnuháttum. Möguleikarnir eru margir. Verkmenntun þarf stórlega aö auka, enda til þess ýmis skilyrði frá náttúrunnar hendi þar sem jarðhiti og ræktunarlönd bjóða upp á fjölþætta möguleika er aö landbúnaöi lúta og almennt undirstööunám iön- og tækni- menntunar gæti einnig fariö þar fram, svo og undirbúningur fyrir þjónustustörf. Allt þetta og sjálfsagt fleira kemur til greina auk bóknáms á menntaskólastigi. Þess er aö vænta aö þeir, sem nú vinna aö skipulagningu framhaldsnámsins, geri hlut héraösskólanna góöan svo sem þeim ber. áþökogveggi nýrra og gamalla bygginga. Nýja hússtálið er fáanlegt í ýmsum litum, lengdum og gerðum. Það er auðvelt að sníða, klippa og leggja. Hefur verió sett á allmörg hús hér á landi og líkar frábærlega vel. Verð þess er lægra en á mörgum öðrum tegundum klæðningar. Komið — hringið — skrifið, við veitum allar nánari upplýsingar. Komið með teikningar, við reiknum út efnisþörf og gerum verðtilboð. (ffi) PLANNJA V^/ Sænsk gæðavara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI82033 r Óskum að rdða starfsfólk við snyrtingu og pökkun i hraðfrystihús okkar i Bíldudal. Upplýsingar i simum 94-2116 og 94-2110. Fiskvinnslan i Bfldudai. Húsbyggjendur Norður- og Vesturlandi Eigum á lager milliveggjaplötur. Stærð 50x50 cm. Þykkt 5,7 og 10 cm. Söluaðilar: Búöardalur: Kaupfélag Hvammsfjaröar, simi 2180. V-Húnavatnssýsla: Magnús Glslason, Staö. Blönduós: Sigurgeir Jónasson, slmi 4223. Sauöárkrókur: Jón Sigurösson, simi 5465. Akureyri: Byggingavörudeild KEA, slmi 21400. Húsavlk: Björn Sigurösson, slmi 41534. LOFTORKA H.F. — BORGARNESI Simi 7113 — Kvöldsimi 7155

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.