Tíminn - 25.02.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.02.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 25. febrúar 1977 15 Mendelssohn/Musica Viva trióiö i Pittsburg leikur Trió i F-dúr op. 65 eftir Dúsik. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Móöir og sonur” eftir Heinz G. Kosanlik Bergur Björnsson þýddi. Steinunn Bjarman les (9). 15.00 Miðdegistónleikar. Konunglega hljómsveitin i Stokkhólmi leikur „Bergbú- ann”, svitu op. 37 eftir Hugo Alfvén: höfundurinn stjórn- ar. Jascha Heifetz og Fil- harmoniusveit Lundúna leika Fiölukonsert i d-moll op. 47 eftir Jean Sibelius: Sir Thomas Beecham stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Benni” eftir Einar Loga EinarssonHöfundur les (2). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar tslands Í Háskóla- biói kvöldiö áöur: — fyrri hluti. Stjórnandi: Jean- Pierre Jacquiilat frá Frakklandi Einleikari á pianó: Jónas Ingimundar- sona. „Carnaval Romain” eftir Hector Berlioz. b. Pianókonsert nr. 2 i g-moll op. 22 eftir Camille Saint- Saens. — Jón Múli.Amason kynnir tónleikana. 20.45 Leiklistarþáttur I umsjá Hauks J. Gunnarssonar. 21.15 Sönglög eftir Modes Mussorgsky Benjamin Lux- on syngur. David Willison leikur á pianó. 21.30 tJtvarpssagan: „Blúndu- börn” eftir Kirsten Thorup Nina Björk Arnadóttir les þýöingu sina (6). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (17) 22.25 Ljóðaþáttur Óskar Halldórsson sér um þáttinn. 22.45 Afangar Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guöni Rúnar Agnarsson sjá um. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 25. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Fflafjölskyldan Ungur, skoskur dýrafræöingur dvaldist ásamt fjölskyldu sinni I fimm ár meöal fil- anna i þjóögarðinum viö Manyara-vatn i Tanzaniu. A þessum tlma tókst honum aö kynnast hátterni allra fil- anna, en þeir eru um fimm hundruð á þessum slóöum. Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. Siöari hluti mynd- arinnar er á dagskrá laug- ardaginn 26. febrúar kl. 20.55. 21.00 Kastljós Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maöur Eiöur Guönason. 22.00 Litla, snotra ströndin. (Une si jolie petite plage) Frönsk biómynd frá árinu 1948. Leikstjóri Yves Allegret. Aöalhlutverk Gér- ard Philip og Madeleine Robinson. Ungur maöur kemur til litils þorps og sest aö á gistihúsi. Daginn eftir kemur þangaö annar maö- ur ogtekurhann aöfylgjast með feröum unga mannsins. Þýöandi Ragna Ragnars. 23.25 Dagskrárlok. Hættulegt ferðalag eftir Maris Carr Penný brosti dauf lega.— Ég skil það/ en ég verð ekki hérna lengi. Mig langaði bara að sjá staðinn, þar sem faðir minn starfaði og átti heima. — Almáttugur, en hugljúft! Það var efi í rödd Júlíu og greinilegt var að hún trúði ekki þessari skýringu. — Ertu ekki hræddum að eyðileggja unglegt útlit þitt herna í þessu hræðilega loftslagi? Penny svaraði ekki og gekk inn í kofann. Hún vonaði að Júlía skildi það, en hún elti hana inn. ( Það er nóg rúm í svefnherberginu fyrir fötin. Viltu að ég hjálpi þér? — Það er fallegt af þér, en ég held að ég hvíli mig svolítið fyrst. Ég er uppgefin, svaraði Penny. Júlía létsem hún heyrði þaðekki, en lét fallast niður í hrörlegum hægindastól og hnipraði sig saman eins og köttur. — Þú hefur nógan tíma til hvíldar seinna, sagðr hún kæruleysislega. — Ég býst við að Mike hafi tekið þig að sér í Manaus. Flaugstu þangað? — Nei, ég hef búið hjá vinafólki í Macapa og tók ferju upp til Manaus. — Já einmitt. Macapa, það er góður, lítill bær. Ná- kvæmlega á miðbaug. Það er hægt að ganga milli suð- ur- og norðurhvels jarðar, án þessað vita af því, viss- irðu það? — Já. Hef ur þú verið hérna lengi? spurði Penny kurt- eisislega. — Tvö ár, svaraði Júlía og andlit hennar lokaðist. — Minn mjög svo heimski eiginmaður var yf ir sig hrif inn af þessu landi og hugsaði aldrei um hvernig mér leið. Penny varð ringluð. — Er hann ekki hérna lengur? — Hann drekkti sér fyrir tveimur mánuðum. — Ö, það er sorglegt. Ég hefði ekki átt að spyrja. Penpy vissi ekki sitt rjúkandi ráð. — Æ, sparaðu þér þetta. Hann var ónytjungur og til einskis nýtur, drakk eins og svampur var ekki allsgáð- ur einn einasta dag. Mike var einstaklega þolinmóður við hann. Hver einasti yfirmaður annar hefði löngu rekið hann. — Hvað hyggstu fyrir núna? — Mike segir að ég geti verið hérna þangað til allir fara. Hann ætlar að reyna að fá félagið til að greiða mér lífeyri. Hugh var hrein eyðimörk og lét ekki eyri eftir sig. Þegar ég hugsa um alla þá karlmenn aðra sem ég hefði getað gifzt... Hún brosti beizklega. — Hvað heldurðu að ég sé gömul? Penny fylltist ónotum vegna svo persónulegrar spurningar og svaraði hikandi: — Tuttugu og átta? — Ekki sem verst, en þú hefur líklega dregið nokkur ár frá af einskærri kurteisi, andvarpaði Júlía. — Ég er tuttugu og fimm ára. Ef ég ætti bara nóga peninga, skyldi ég fara til einhvers staðar með þægilegra lofts- lagi. Þá myndi útlit mitt batna til muna. — Það er ekki nema eðlilegt að þú sért niðurdregin, sagði Penny í huggunartón. — Mér fannst þú mjög að- laðandi, þegar ég sá þig. Ef ég væri í þínum sporum mundi ég ekki hugsa svona mikið um þetta. — Ég get ekki að þvígert. Hér er ekkert við að vera. Mike er eina manneskjan sem virðir mig viðlits og hann er svo sjaldan viðlátinn. Penny fór að halda að Júlía ætlaði að trúa henni f yrir öllum sínum hjartans málum og hún gekk að dyrunum og gægðist út í þeirri von að einhver kæmi og bindi enda á þetta óþægilega samtal. Hún fann til með þessari þjáðu konu, en gat ekki losnað við þá hugsun að Júlía reyndi að sökkva sér niður í sjálfsmeðaumkun. Hún kom auga á Indiánakonuna, sem enn sat og beið með körfuna. Penny sneri sér að Júlíu. — Bíður þessi Indíánakona eftir þér? spurði hún og leit á sviplaust andlitið. — Ég býst við að hún sé að koma með þvottinn minn, svaraði Júlía kærulaus. Penny hrukkaði ennið. — En hún er búin að bíða óra- tíma! Á ég að taka við þvottinum? Júlía yppti öxlum óþolinmóðlega og stóð upp. — Ég finn að þú ætlar að verða alveg eins og allir aðrir hér. Allt í lagi, ég skal fara núna. Hún skal ekki fá að svíkja mig í þetta sinn. Ef það vantarsvo mikiðsem vasaklút skal hún fá að þvo allt saman aftur! Penny varpaði öndinni léttar, þegar Júlía var farin. Ef til vill hafði hún nú tækifæri til að taka upp fötin sín og gera eins notalegt í kof anum og hægt var. Hún lokaði dyrunum út að brúnni og gekk síðan um kofann og skoðaði húsgögnin og búnaðinn. Að vísu var ekki mikið til að athuga. Herbergin tvö voru fátæklega búin hús- gögnum, aðeins þeim nauðsynlegustu. f svefnher- berginu var járnrúm, blámálað með moskítóneti yf ir, kommóða meðflagnaðri málningu og lítill fataskapur. Penny gægðist inn í skápinn og það fór hrollur um hana. þegar hún sá þykkt lag af dauðum skordýrum í botni hans. Inni var sterk lyktaf skordýraeitri og þegar hún lyfti gólf mottunni sá Penny, að gólf ið hafði nýlega ver- ið þvegið. Samanvaf in dýna lá á rúminu en hvergi var nein rúmföt að sjá. Stór opinn gluggi var nær á heilum vegg, en ekkert gler var í honum, aðeins þykkt f lugna- net. Hurðin inn í hitt herbergið var hálf hrörleg, en Penny varð rólegri, þegar hún sá, að hægt var að loka henni vandlegá með rennilokum. — Þetta er allt, sem ég þarf nast, sagði hún við siálfa sig og leit á litiu borðin tvö. Eftir blekklessunum að dæma, var annað ætlað sem skrif borð. Tveir körf ustól- ar voru þar líka, svo og vaskaf at og vatnskanna í grind. En allt var þetta eitthvað svo bert og litlaust. Aðeins rúmið var málað og bar einhvern lit. En hún hafði heldur ekki búist við neinum iburði og nú fór hún að taka upp úr töskunum. Hún hengdi kjól- ana inn í skápinn og setti nokkrar Ijósmyndir, sem hún hafði tekið með sér, á borðið. Hún var rétt sezt í annan stólinn til að hvíla sig, þegar barið var að dyrum og miðaldra kona kom inn. í fyrstu virtist hún litlaus eins og umhverfið, en um leið og hún opnaði munninn, breyttist það. Húð hennar var þurr og hrukkótt eins og á flestum, sem dveljast lengi í hitabeltinu og skolleitt hárið var stíft og gljáalaust. En brosið var hlýtt og vingjarnlegt og svipurinn svo hreinskilnislegur, að Pennýju þótti þegar í stað vænt um konuna. — Halló, mín kæra! Ég sá Mike koma með þig. Mér datt í hug, að þú værir ef til vill einmana á þessum ókunna stað. En þetta er ekki svo slæmt, þegar maður venst því. Þú ert dóttir gamla læknisins okkar, ekki satt? — Jú, hvernig vissirðu það? Konan hló. — Það gerist svo fátt hér, að við stöndum öll á hleri. Ég heyrði Mike kynna þig fyrir Júlíu. Mig grunaði að hún yrði ekki sérlega hjálpsöm, svo ég kom til að spyrja, hvort ég gæti gert nokkuð fyrir þig. Ég heiti Fanný Price. Allir kalla mig Fannýju og maðurinn minn, hann Will, er bókhaldari félagsins. Hann sér líka um verzlunina. Við urðum harmi slegin yf ir dauða föð- ur þíns, svona snögglega. Hann var svo indæll maður og „Segðu bara sæl, ha? Ef þú spyrð hana hvað sé að frétta, komumst við aldrei I bióið!” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.