Tíminn - 25.02.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.02.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 25. febrúar 1977 Halldór Kristjdnsson: Um samvinnustefnu og fleira Vilmundur Gylfason leitar álits mins sérstaklega I siöustu föstudagsgrein sinni. Þaö er einkum i sambandi viö sölu varnarliöseigna en þó talar hann um samvinnuhreyfinguna i sömu andrá aö kalla. Mér er ljúft aö segja Vilmundi og öörum álit mitt og mætti hann oftar bera hugmyndir sinar og skoðanir undir eldri og reyndari menn. Sala varnarliðseigna Vilmundur spy r hvort ég haldi aö fátækir bændur fái nú tæki frá varnarliðinu fyrir litiö verö. Ég held aö hlut bænda i þjóö- félaginu veröi aö rétta meö öör- um hætti en þeim aö selja þeim hitt og þetta undir eölilegu markaösveröi. Þaö held ég gildi um alla jöfnun lifskjara. Ég tel eölilegt aö sölu varnar- liðseigna veröi hagaö líkt og ég hygg aö veriö hafi. Þar hefur oft verið lýst eftir tilboöum i bila og tæki. Þau eru svo seld þeim sem bezt býður. Hagnaöurinn af þessum viöskiptum rennur svo i hinn sameiginlega sjóö okkar allra, rikissjóöinn. Ég kem ekki auga á betri og réttlátari leiö. Vilmundur spyr ekki sérstak- lega um álit mitt á ráöstöfun embættis forstjórans en þó er þessi umræöa hans öll út frá þvi. Ég sé aö i hópi umsækjenda eru nokkrir menn sem ég heföi treyst vel til starfsins en ég er ekki svo kunnugur aö ég viti hvort þeim er betur treystandi en Alfreð Þorsteinssyni. Ég veit ekki neitt þaö um Alfreö sem mér sýnast likur fyrir þvi aö hann dugi ekki til þessa starfs, vanræki þaö eöa misnoti aö- stööu sina. Vilmundur og grafar- svefninn Ekki veit ég gjörla um hug- myndir Vilmundar um framtiö hinna látnu en mér skilst þó aö hann telji eölilegast aö þeir sofi i gröfum slnum Nú hefur hann áhyggjur af þvi að frumherjum islenzkrar samvinnuhreyfingar sé ekki vær grafarsvefninn, ef ég skil hann rétt þegar hann segir aö þeim sé ómókt i gröf- inni. Þýöir þaö ekki aö þeim sé erfitt aö móka? Hverjar eru týndu hug- sjónirnar? Ég set þessi orö Vilmundar i sambandi viö þráláta klifun á þvi að samvinnuhreyfingin sé komin langt frá upphafi sinu, búin að glata hugsjónum upp- hafsmanna sinna, orðin fyrir- tæki, jafnvel auöhringur. Við köllum ekki hring nema endar nái saman og lokaö sé. Eitt af þvi sem einkennir sam- vinnufélög er aö þau eru öllum opin. Þau geta þvi ekki oröiö lokaöur hringur. Nú spyr ég: Hverjar voru þessar upphaflegu hugsjónir sem nú eru týndar? Hugsjón Jakobs Hálf- danarsonar A stofnfundi Kaupfélags Þingeyinga sagöi Jakob Hálf- danarson aö til þess aö geta starfaö þyrfti kaupfélagiö aö eignast hús i kaupstaðnum, Húsavlk. Þetta var hugsjón hans. Mér sýnist að samkvæmt hinni sömu hugsjón hafi kaupfélagshúsin veriöbyggð viö hverja höfn. Afurðasala Eyjólfs Kon- ráðs. Eyjólfur Konráö heldur aö þaö sé ekki gott aö fé bænda sé lagt I fjárfestingu I Reykjavík. Þará hann sjálfsagt viö Afuröa- sölu SIS og verzlanir Slátur- félags Suöurlands. Skyldi nú samt ekki geta veriö aö stjórn- endur Sláturfélagsins eins og Agúst I Birtingaholti og Pétur Ottesen hafi hugsað þessi mál eins mikiö og eins vel og Eyjólf- ur. Hann ætti aö vita þaö aö af- urðasalan veröur ekki rekin sem torgsala eöa á þann hátt aö gengiö sé meö vörurnar I húsin beint af blóðvellinum. Heldur hann kannski aö blessaöir kaup- mennirnir geti annazt þetta húsalaust eöa án þess aö sá kostnaöur snerti vöruna? Fámennisstjórn. Þaö er talaö um fámennis- stjórn. Hvar þekkist þaö stjórnarform aö æösta vald sé ekki I fárra manna höndum? Þar viröist mér koma i einn staö hvort talaö er um ríkisvald, stéttasamtök eöa alþjóölegar hreyfingar. Eiga ekki kaupm ann asam töki n sitt verzlunarráð? Hvernig vilja þessir ákærendur láta stjórna samvinnuhreyfingunni? Einokunin Hvaö svo um einokun? Þurf- um viö alltaf aö láta marga aöila fást viö þaö sem einn getur gert? Sláturhús eru dýr ef þau full- nægja þeim kröfum sem geröar eru. Er þaö einokun ef ekki eru alls staöar tvö sláturhús þar sem á annaö borö er slátraö? Er um einokun aö ræöa þar sem sláturhúsið er eign þeirra sem þurfa aö nota það og þeir geta allir oröiö meöeigendur? Sé svo má spyrja hver trygging sé fyrir þvl aö ekki þurfi þriöja húsiö? Og fjórða? Þarf þá ekki hver aö slátra hjá sér svo aö enginn sé okaður? Innantómur öfundar- söngur. Kaupfélögunum var aldrei ætlaö annaö en aö reka verzlun og þjónustu fyrir almenning svo aö fólk nyti sannviröis. Þetta er gert ennþá. Hvaöa hugsjónir eru þá týndar? Hvenær hafa kaupmenn viöurkennt samvinnuhreyfing- una? Alla tlð frá þvi SIS var stofnaö hafa þeir mænt bólgnum öfundaraugum á öll þau viöskipti sem þaö náöi. Björn Kristjánsson skrifaöi Verzlunarólagið og þaö var sent aö gjöf um allar sveitir til að frelsa menn frá þeirri ógæfu aö trúa kaupfélögunum fyrir nokkru. 1 kreppunni eftir 1930 tóku kommúnistar undir viö kaupmannablööin og svlvirtu kaupfélögin vegna þess aö þau kunnu fótum sinum forráö og lánuöu meö gætni. Jakob Hálfdánarson og deildarstjórar hans gættu þess að félagsmenn stæöu I skilum. Hallgrimur Kristinsson lagöi áherzlu á þaö 1920 aö kaupfélög og kaupfélagsmenn keyptu ekki nema þaö sem nauösynlegt væri. Siguröur Kristinsson og félagar hans lögöu kapp á þaö I kreppunni eftir 1930 aö verjast skuldum. Ég er ekki viss um aö þeir sem nú eiga aö stjórna sambandinu séu þaö sterkari stjórnendur aö ástæöa sé til aö tala um forstjóravald nú fremur en þá. Þaö er ekkert nýtt I þessum ádeilum sem nú er uppi. Þaö er ekkert frumlegt i þessu hjá Vil- mundi nema ef vera skyldi mókiö i gröfinni. Riddarinn á Bakkanum Auövitaö hefur starf sam- vinnufélaganna gengiö misjafn- lega. Sjálfsagt hafa þar orðiö mistök. Annaö væri ekki mann- legt. En hvar hafa engin mistök oröiö? Telja kaupmenn stétt sina flekklausa og fullkomna? Sjónvarpiö sýndi okkur ridd- ara austur á Eyrarbakka um daginn. Hann sagöi aö kaup- félagiö flytti aröinn burtu en kaupmenn skildu hann eftir á staönum. Þetta er hiö hróp- legasta öfugmæli. Aö vlsu er kaupfélagið á Eyrarbakka útibú Kaupfélags Arnesinga sem hef- ur heimili á Selfossi. En hvaö sér nú eftir frá hinum fornu kaupmannaverzlunum á Bakk- anum? I hverju liggur nú þeirra auðsöfnun þar á staönum? Annaö sagöi riddarinn. Hann sagöi aö kaupfélögin væru skattfrjáls svo aö hann yröi aö borga skatt fyrir þau. 1 hverju liggur þetta skattfrelsi? Lög- fræðingur var að tala um þaö I Morgunblaöinu nýlega. Vill þetta riddaraliö aö sam- vinnufélögin borgi skatt af þvi sem þau leggja 1 stofnsjóö félagsmanna? Þaö er persónu- leg eign félagsmannsins, þó aö hún sé bundin ákveöinn tíma I vörzlu félagsins. Ég tel fram eign mina I stofnsjóöi og þaö sem I hann er lagt árlega er hluti af tekjum mlnum sem taliö er fram og skattur greiddur af. Jafnframt er gerö grein fyrir þeim vöxtum sem félagiö greiöir mér af stofnsjóösinn- stæöunni. Er þaö réttlætishug- sjón þessa fólks aö t.d. mjólkur- samlag greiöi sjálft tekjuskatt af þvi sem þaö greiöir I stofn- sjóö félagsmanna og þeim vöxt- um sem þaö greiöir af stofn- sjóösinnstæöu þeirra? Hvaö meina menn meö þessu tali um skattfrelsiö? Við ráðum af líkum Lifið er margbreytilegt og ástæöur og viöhorf eru alltaf önnur en þau voru fyrir áratug- um. Þvi er illa hægt aö vita örugglega hvaö fyrri tima menn legöu til mála hverju sinni ef þeir væru enn á foldu. Þaö veröum viö aö ráöa af likum eftir þvi sem viö höfum vitið til. Og þvi enda ég þetta meö þvi aö leggja umhugsunarefni fyrir Vilmund Gylfason, Svavar Gestsson, Eyjólf Konráð og aöra þá sem tala um aö sam- vinnuhreyfingin fari afvega: Hvaö er þaö I samvinnustarf- inu nú sem ætla má aö menn eins og Jakob Hálfdanarson, Benedikt á Auðnum og Hall- grimur Kristinsson hefðu ekki getaö fellt sig viö? Herblástur kaupmanna- blaða Kaupmannablööin þeyta nú herlúöra og boöa þaö aö stööva veröi vöxt samvinnuhreyfingar- innar. Hvaða háski skyldi vera i þvi aö Kron ætti meiri hlut I smásöluverzluninni I Rvik ef fólkiö vill þaö? Hverjar ráö- stafanir á aö gera til aö hindra slikt? Og hvernig samrýmist það hugmyndum um lýöræði? Skyldu ekki hugmyndir sumra þessara ádeilumanna vera nokkuö lausar I reipunum, þegar aö þvi kemur hvernig eigi ab skipa verzlunarmálum? En úr þvi kaupmannablöðin, Morgunblaöið og Vlsir, boöa striö gegn samvinnuhreyfing- unni nú á afmælisdegi SIS þá er auðvitað eölilegt aö samvinnu- menn finni hvaö aö þeim snýr og dragi rökréttar ályktanir af þvl hverjir eru meö þeim og hverjir móti. Vilji stjórnmálaflokkar eiga Itök I samvinnuhreyfingunni ættu þeir ekki aö reka hernaö gegn henni. Deyfðin og drunginn Þaö er satt aö samvinnu- hreyfingin hefur eins og fleiri fundiö fyrir félagslegri deyfö al- mennings miöaö við þaö sem vera ætti. Þetta á þó t.d. engu siður við um verkalýðshreyfing- una. En þaö er ekki hægt aö saka stefnuna um slikt. Þaö er ekki stefnunni aö kenna þó aö áhugi og almenn þátttaka I félagsstarfi sé ekki svo sem skyldi. En skyldu þab alltaf vera virkustu og starfsömustu liösmenn samvinnuhreyfing- arinnar sem mest tala um for- stjóravaldiö? H.Kr . UM MÁLVERK OG FLEIRA Hálflærðir og hálærðir 1 seinasta þætti var greint frá Eyvindi Erlendssyni, leikhús- stjóra á Akureyri og þar sagt aö hann væri maöur hálflærður, en þar átti auövitaö aö standa há- læröur, því Eyvindur hefur stundaö langt nám I leiklist, bæöi viö Þjóðleikhúsiö hér og slöan I Rússlandi. Er Eyvindur og lesendur beönir velviröingar á þessari prentvillu, en þaö veröur aö segjast eins og er, aö prentvillupúkinn hefur alveg sérstaka unun af þvi ab brengla greinar um listir og menningar- mál, og gengur hann þá til verka af nær djöfullegri ill- kvittni. Vona ég bara aö þetta komist til skila án þess aö fleiri bíöi tjón af, en orbið er. Einar Þorláksson Nokkurt hlé hefur nú orðiö á skrifum um myndlist hér I blaöinu og veldur þvl margt, einkum þó annir og frátafir vegna annarra verkefna. Merk- ar sýningar hafa því fariö fram- hjá án þess aö um þær væri fjallað og má þar nefna sýning- una á norrænni vefjarlist, sem haldin var aö Kjarvalsstööum, en þetta er einhver bezta sýning I þessari grein sem haldin hefur veriöhér á landi um langt skeiö, enda sýndu þar helztu veflistar- konur Noröurlanda. Fleira mætti nefna t.d. nýja sýningu I Asgrlmssafni og sýningu á gjöf Markúsar Ivars- sonar, en um þær sýningar veröur ef til vill fjallaö hér I blaöinu slöar. Eyvindur Erlendsson, leikhús- stjóri. Um slöustu helgi opnaöi Einar Þorláksson sýningu á um 30 pastelmyndum I Gallerl Sólon Islandus viö Abalstræti I Reykjavlk. Einar er myndlistarvinum aö góöu kunnur og hefur sýnt tals vert aö undanförnu. Má þar til nefna ýmsar samsýningar, svo og sýningu hans I Norræna hús- inu fyrir einu ári eöa tveim. Þótt Einar sé einkum kunnur fyrir ollumyndir sínar, þá hefur hann í seinni tlö oft sýnt pastel- myndir, en hann hefur náö all- góöri tækni 1 meöferö þessara lita, og viröist I ágætri framför. Vinnulag hans er hnitmiöaö en þó frjálst. Þaö vekur sérstaka athygli okkar hve lagiö honum er aö sýna „vlðáttur” I mynd fletinum, jafnvel I hinum Einar Þorláksson Ustmálarl. minnstu myndun og I dimm- brúnum og dökkum myndum er oft sérstæö stemmning og kyrrö. Sérstaka athygli vekur svo myndasaga fyrir endavegg þeg- ar gengiö er inn, þar sem nokkr- ar myndir mynda eina heild. Ég held hann nefni þær Ramma- slag. Þessar myndir eru f sérkenni- legum bláum og ljósum lit. Eins og flestum mun kunnugt þá hefur Einar Þorláksson eink- um tjáö sig i ollumálverki fram til þessa, þótt hann hafi sýnt þessa aukabúgrein sina á sýn ingum meö ollumálverkum. Sýningin I Gallerl Sólon Is- landus gefur þaö ljóslega til kynna aö málarar okkar hafa ekki til þessa haft tækifæri sem skyldi til þess aö halda litlar sýningar I góöu og hentugu um- hverfi eins og I Sólon Islandus, þar sem skilyröi eru hin ákjósanlegustu fyrir minni myndir. Verður þetta mönnum von- andi til eftirbreytni. Jónas Guömundsson fólk í listum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.