Tíminn - 25.02.1977, Page 9

Tíminn - 25.02.1977, Page 9
Föstudagur 25. tebrúar 1977 9 fm" Ingvar Agnarsson: FEGURD HIMINSINS 1. Hin ytri ásýnd himinsins stendur okkur öllum opin. A hverju heiöskýru vetrarkvöldi ljómar himinninn yfir höföum okkar alsettur skinandi geisladeplum. Stjörnurnar leiftra á „bláhveli nætur”. Viö þurfum aöeins aö lita upp, til aö njóta þessarar dýröar. Hvaö getur jafnazt á viö „fegurö himinsala”? Nautsmerkið — þaö er auðvelt að þekkja. II. Fyrir þá, sem vilja njóta feg uröar himinsins, er gott aö kunna einhver skil á þeim stjörnum og stjörnumerkjum, sem mesteru á berandi á him- inhvelfingunni. Tökum til dæmis Nautsmerkiö (Taurus),sem er háttá suöur- himni, ofanvert og til hægri vi,ð Veiöim ann sm erk iö (Crion). Sjöstimiö i Nauts- merkinu er auövelt aö þekkja og átta sig á, enda bjart og fagurt á aö lita. Sjöstimiö er opin stjörnuþyrping. Meö ber- um augum er unnt aö greina 7 stjörnur, og jafnvel fleiri, fyr- ir þá sem hafa mjög góöa sjón, en i þessari stjarnhvirfingu eru i raun og veru mörg hundruö stjörnur, sveipaöar þunnri slæöu geimskýja. t litl- um sjónauka má sjá mikinn fjölda þeirra. Samkvæmt griskri goösögn eru þessar stjörnur sjö dætur Atlasar jötuns, en hann var sá sem hélt uppi jörbinni á öxlum sér. Björtustu stjörnurnar i Sjöstirninu hafa fengiö eftir- talin nöfn: Taygele, Pleione, Maia, Merope, Electre, Celono, Alcyone. Sjöstirniö er i um 400 ljósára fjarlægö frá okkar sólkerfi, og þvermál þessarar stjörnu- þyrpingar er um 15 ljósár. Talið er aö stjörnur Sjö- stirnisins séu einhverjar yngstu sólstjörnur sem sjást á himni og séu jafnvel enn i mótun. önnur opin stjörnuþyrping i Naustmerkinu er Regnstirniö (Hýades). Eru það alls um 150 stjörnur og fjarlægðin til þeirra er talin um 130 ljósár. Bjartasta stjarnan i Nauts- merkinu heitir Aldebaran, rauöleit aö lit, og er tvistirni. Hún er i 68 ljósára f jarlægð frá okkar sólkerfi og þvermál hennar um 40 sinnum meira en okkar sólar. III. Viö ættum öll aö lita oftar til himins en við gerum, þegar stjörnubjart er á vetrarkvöld- um. Allur þessi stjörnuskari er sólir (nema örfáar reiki- stjörnur), og margar þeirra eru miklu stærri en okkar sól, og er hún þó enginn smáhnött- ur. Vitað er nú, aö allar eru þessar sólir úr sömu efnum geröar og okkar sól og okkar jörö. Og nú oröið telja flestir stjörnufræöingar að flestum sólum fylgi reikistjörnur, fleiri eöa færri, i likingu viö þaö, sem er i okkar sólkerfi. Liggur þá ekki einnig i augum uppi, aö á ýmsum þessara reikistjarna, i milljónum sólarkerfa muni þróast lif og lifverur i likingu viö þaö lif, sem við þekkjum á okkar jörö? Og má þá ekki eins hugsa sér, aö viöa á stjörnum alheimsins muni vera til vit- verur, sem aö fegurö, vizku, kærleika og mætti taki langt fram þvi, sem viö menn getum gert okkur I hugarlund? Er ekki einmitt þaöan aö vænta þeirrar hjálpar, sem mann- kyni jaröar okkar er svo brýn nauðsyn á? Sjöstirnið i Nautsmerkinu. Toni Blankenheim I hlutverki Beckmessers Meistarasöngvararnir í Nýja bíói Þriöja óperukvikmyndin sem sýnd verður i vetur á vegum Félagsins Germaniu og Tón- leikanefndar Háskóla Islands er Meistarasöngvararnir frá Nurnberg eftir Richard Wagn- er. Vegna lengdar er hún sýnd I tvennu lagi, fyrri hluti (1. og 2. þáttur) laugardaginn 26. febrú- ar og seinni hluti (3. þáttur) viku siðar, 5. marz. Báöar sýn- ingarnar verða i Nýja BIó og hefjast kl. 14. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. Meistarasöngvararnir frá Nurnberg er sú ópera Wagners sem hvað mestrar hylli hefur notiö, enda einna aögengilegust verka hans. Walther von Stoltz- ing, ungur riddari, fellir ástar- hug til Evu, dóttur Pogners, auöugs gullsmiðs i Nurnberg. Pogner á sæti i gildi meistara- söngvaranna, sem vilja við- halda fornum heföum ljóölistar og tónlistar. Hann ákveöur að sigurvegarinn i Jónsmessu- keppni meistarasöngvaranna, fái Evu. Walther fer ekki troön- ar slóðir á listabrautinni og hon- um er fálega tekiö i fyrstu. Að- eins skósmiöurinn Hans Sachs gerir sér grein fyrir hæfileikum Walthers.Meb ötulum stuðningi Sachs vinnur Walther keppni viö hinn hlálega Beckmesser, borgarritara, sem er smá- smugulegur og Ihaldssamur fulltrúi stirönaörar hefðar. Kvikmynd þessi var gerö i Hamborgaróperunni i umsjá Rolf Liebermann. Hljómsveit- arstjóri er Leopold Ludwig, en með hlutverk Hans Sachs fer Italinn Giorgio Tozzi, en banda- risku söngvararnir Richard Cassily og Arlene Saunders eru Walther og Eva. 1 öörum hlut- verkum má nefna Ernst Wie- mann (Pogner) og Toni Blank- enheim (Beckmesser). Wagneróperur eru svo viða- miklar i sviössetningu aö meö ólikindum má teljast aö þær veröi sýndar á sviði hérlendis i náinni framtið. Islenzkum óperuunnendum gefst þvi hér einstakt tæki færi tilað sjá slika sýningu með þeim litrika glæsi- brag sem einkennir óperur Wagners, (Fréttatilkynning frá Germaniu og Tónleikanefnd Háskóia Is- lands) Spor, sem grær I A mánudaginn var mér boöiö á „boiludagstónleika” hjá Háskólakórnum i Féiags- stofnun stúdenta. Hrifning áheyrenda var mikil og ein- læg. öröugt er mér aö gera upp á milli en fiutningurinn á tónverki Jóns Asgeirssonar viö Timann og vatniö snart mig djúpt. A laugardaginn átti ég heimboö hjá karlakórunum úr Mosfellssveitog frá Selfossi. A sama hátt og i Háskólakórn- um eru önnum kafnir stúdent- ar þannig eru i þessum söng- sveitum báöum nær 100 kór- félagar, sem allir leggja hart að sér við æfingar i tómstund- um sinum. Sföar þennan sama laugar- dag lagði ég leiö mina i Há- teigskirkju þar sem fram fóru tónleikar Tónlistarskólans i Reykjavik. Rikti stemning i kirkjunni meðan flutt voru göfug verk meistara. A heimleið kom ég viö á „Loftinu” á Skólavöröustign- um. Þar var þá sýning á myndum, sem gert hafa þroskaheft börn, vangefin eða böguö á annan hátt. Mér þótti myndirnar undraverðar, satt aö segja. Hver sem sér, hlýtur aö hugsa með þakklæti til þess fólks, sem leiðbeinir börnun- um og hjálpar til að þjálfa þau og þroska. Það er siður mikill aö kalla ráðherra til vitnis við marg- visleg gætkifæri: vigslur, opnanir og önnur mannamót. Menntamálaráðherra er ekki settur hjá. Oft heyrði ég fólk tala um slikar mætingar sem kvöð. Of mikið má af öllu gera. Yfir höfuð að tala er þó snerting við fólk og kynning starfs og árangurs öllum holl. Ekki sizt alþingismönnum og ráðherrum. Þrátt fyrir e^skulegt viðmót og oft undraverðan árangur, sem kynntur er við hin ýmsu tækifæri lætur maður jafnan nægja að segja takk og bless. Það er e.t.v. tilviljun, aö ég sting niður penna núna og árétta þakkir til fólksins, sem stóö aö fjórum fyrr nefndum Hitt veit ég aö valgresi aöeins grær i sporin þeirra, sem efla tónmennt og aöstoöa þroska- hefta. 22.2.77. V.H. ALLAR STÆRÐIR CHLORIDE-RAFGEYMA FYRIR RAFMAGNS-LYFTARA GETUM VIÐ ÚTVEGAÐ MEÐ STUTTUM FYRIRVARA N0TIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA PÓLAR H.F.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.