Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 10. marz 1977
Vorveður í
Rángárþingi
en vegir teknir að spillast
PE-IJvolsvelli — Þaö hefur
fylgt veöurblföunni I vetur, aö
vegir hafa veriö sériega góöir.
Enn er hér indælasta veöur,
þótt þföviöri sé komiö, og
myndi vera kallaö grasveöur
aö vorlagi. Þetta eru til skiptis
úöaskúrir og glampandi sól-
skin.
Þföunni fylgir þaö, aö nú er
allmikill aur á vegum, svo aö
þeir spillast fljótt. Arbæjar-
vegur, sem liggur upp á Land
vestan Ytri-Rangár, er oröinn
slæmur yfirferöar, þvl aö i
hann eru komin klakaslit. Tal-
iö var, að mikill þeli væri I
jöröu, og hlýtur svo aö vera,
en eigi aö síöur er hann farinn
aö gefa sig eins og sjá má af
þvi, aö fariö er aö slga úr
uppistööulónum, sem mynd-
uðust fyrst eftir aö rigna tók.
6 PRESTAKÖLL
AUGLÝST,
2 PRESTLAUS
SJ-ReykjavIk — Biskup islands
hefur auglýst sex prestaköll laus
til umsóknar meö umsóknarfresti
til 9. april næstkomandi. Árnes-
prestakall I Húnavatnsprófasts-
dæmi, Bólstaöarprestakall i
Húnavatnsprófastsdæmi, Hálsa-
prestakali I Þingeyjarprófasts-
dæmi, Hjaröarholtsprestakall i
Snæfellsness- og Dalapró-
fastsdæmi, Reykhólaprestakall I
Baröastrandarprófastsdæmi og
Sauölauksdalsprestakall I Baröa-
strandarprófastsdæmi.
Prestlauster I Arnesprestakaiii
og Sauölauksdalsprestakalli.
Ihinum prestaköllunum fjórum
eru eftirfarandi prestar settir:
Hjálmar Jónsson á Bólstaö, Pétur
Þórarinsson aö Hálsi, Sklrnir
Garöarsson I Hjaröarholtspresta-
kalli meö aösetur I Búöardal,
settur prestur í Reykhólapresta-
kalli er nú sr. Siguröur Pálsson
vigslubiskup.
Stórtap hefði
orðið á kísil-
járnveri 1976
JB-Reykjavlk. Þjóöhagsstofnun
hefur sent frá sér áætlaö
rekstraryfirlit kisiljárnversins
fyrir eitt ár, miöaö viö full af-
köst og verölag ársins 1976. i
yfirlitinu kemur fram, aö sölu-
tekjur af framleiöslu verk-
smiöjunnar heföu numiö 4225
milljónum króna og er þá miöaö
viö 84.5 kr. tekjuverö pr. tonn.
Gjöld heföu numiö alls 5006
milljónum og samkvæmt þvi
oröiö 781,22 milljón króna halli á
rekstri verksmiöjunnar.
Tekjuveröiö, sem miöaö er
viö I yfirlitinu, er skilaverö til
norskra kisiljárnframleiöenda á
árinu 1976, en I áætlun járn-
blendifélagsins nú er tekiö til
viömiöunar sem grunnverö á
árinu 1976 9,94 kr. Sé þaö gert,
hækka sölutekjur og hagnaöur
um 710 milljónir frá þvi sem
aö ofan segir, og hreint tap
lækkar sem þvl nemur.
Helztu útgjaldaliöir verk-
smiöjunnar á árinu reiknaöir I
milljónum króna voru sem hér
segir: Hráefni 1811, raforka 639,
hafnargjöld og annar breytileg-
ur framleiöslukostnaöur 142,
fastur framleiöslukostnaöur s.s.
vinnulaun og þ.h. 639, tækni-
þóknun 177,5, verbjöfnunargjald
71, vextir 639 og afskriftir 887,75.
Þaö veröur heldur betur fjör I leiknum á sviöinu f Bæjarbfói eftir þessari mynd aö dæma. —
Tfmamynd: GE.
Islenzkt barnaleikrit á
sviði í Hafnarfirði
Fjórði sjón-
leikurBarna-
leikhússins
Leikfélag Hafnarfjaröar er aö
taka til sýningar barnaleik-
ritiö Papplrs-Pési eftir
Herdisi Egilsdóttur, og er þar
fjóröi sjónleikurinn, sem
barnaleikhús Leikfélags
Hafnarfjaröar sýnir. Leik-
stjóri er Kurugej Alexandra,
en hún er ættuö frá Slberíu,
alkunn úr sjónvarpinu og af
störfum sinum I þágu leiklist-
ar.
Tónlistin er einnig samin af
Herdisi, en leiktjöld teiknuö af
9-11 ára gömlum börnum i
Myndlista- og handiöaskólan-
um. Leikendur eru átta, þar af
fimm börn 10-13 ára.
Herdls Egilsdóttir hefur
gefiö út barnabækur, sögur og
ljóö og haft meö höndum þætti
I útvarpinu. Þetta er fyrsti
sjónleikurhennar.sem sýndur
er á sviöi, en áöur hefur hún
fengiö verölaun fyrir leikrit
hjá barnavinafélaginu Sumar-
gjöf. Frumsýning á
Papplrs-Pésa veröur n.k.
laugardag kl. 2,1 Bæjarblói. Hvaöskyldi vera þarna á dagskrá? — Timamynd: GE
Vestur- Mjög
pýzk hagstætt
gæðavara verð
•UMB0DSMENN:
pak®'15 ^ -ygfvgWl p\n»rsS°n c,\apa*e" i
p'n.9naarv"‘: J6D,F Ve^ur Hún' ^‘'^HÍ'brOur- '‘f.$
°aW'"r ^^98V6rUde'
Cr.X"'Grlmu
SVERRIR ÞORODDSON &CO
Fellsmúla 24-26 » Hreyfilshúsinu » Sími 82377
Nemendasýning til ágóða
fyrir sóroptimista
F.I. Reykjavlk — Nýlokiö er 5
vikna námskeiöiá vegum vefnaö-
ar- og iistaskóla Sigrúnar Jóns-
dóttur, en þar fór fram kennsla I
keramikvinnu, postulinsmáln-
ingu og glerskreytingu. Kennari
auk Sigrúnar var Birgit Lund
Larsen frá Svfþjóö.
Sýning á munum nemenda
hefst laugardaginn 5. marz I Stof-
unni fyrir ofan verzlunina Kirkju-
muni í Kirkjustræti 10 og mun hún
standa I eina viku.
Allur aögangseyrir rennur til
Styrktarsjóös Sórohtimistaklúbbs
Reykjavikur, en sá sjóöur hefur
þab verkefni, aö veita námslán
eöa styrki til ungmenna, sem far-
ib hafa hallloka I lifinu.
Skákþing
Norðlendinga
Verður háð á Siglufirði 17. til 20. marz.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir
15. marz til Boga Sigurbjömssonar,- simar
96-71274 og 96-71527, og veitir hann allar
nánari upplýsingar.
Skákfélag Siglufjarðar
Auglýsið í Tímanum