Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. marz 1977 3 TUGIR MANNA I HRAKNINGUM Á BREIÐDALSHEIÐI — þar á meðal hópur skólanema og eins árs barn KSn.-Flateyri. — Tugir manna lentu í hrakningum á Breiða- dalsheiði siðdegis á sunnudag- inn var, þar á meðal um fimm- tán unglingar úr Núpsskóla og tvær fjölskyldur frá ísafirði, önnur þeirra með eins árs gam- alt barn. Voru jafnvel kallaðar út björgunarsveitir frá Hnffsdal og tsafirði, þótt þeim væri snúið við, áður en til þess kæmi, að þær legðu á heiðina. Svo stóð á, að nemendafrl var á Núpi um þessa helgi, og fór fólk þaðan til ísaf jarðar i góðu veðri á föstudaginn i fram- byggðum Rússajeppa. Voru þá allar heiðar færar og hélzt svo fram á sunnudag. Breiðadals- heiði var fær jeppum og stórum bilum. Um það leyti, sem farið var að safna skólafólkinu frá NUpi, fór veður að versna. Langferðabill frá Flateyri, sem staddur var á Isafirði, lagði af stað þaðan heimleiðis um fimmleytið, og Rússajeppinn frá Núpi nokkru siðar. Gerði brátt hvassviðri og kóf, en samt mjökuðust bilarnir yfir Breiðadalsheiði niður fyrir Kerlingarhóla að vestan. Var komiðþangaðum sexleytið. Þar voru þá fyrir tveir jeppar með fólk frá ísafirði, tvær fjölskyld- ur, er ætlað höfðu norður yfir, en snúið við. Var i öðrum jeppanum ársgamalt bam, sem foreldrarnir höfðu verið að sækja tilFlateyrar. Hafði annar jeppinn lent út af veginum i snjóruðning, en girkassi brotn- að i hinum. Bilalestinni tókst að halda áfram, þótt seint sæktist, allt niður i Skógarbrekkur, en þar fór saman hliðarhalli og skafl mikill á veginum, um hundrað metra breiður. Gerðist sumu af fólkinu ærið kalt, þvi aö það var illa búið sumt, bæði karlar og konur. Voru til dæmis sumir karlmannanna i stuttum baðmullarnærbuxum. Þegar hér var komið, voru Flateyringar farnir að óttast um sumt af ferðafólkinu. Vega- verkstjórinn þar, Guðmundur Gunnarsson, var I talstöðvar- sambandi við langferðabilinn, en sá misskilningur kom upp, að Núpsblllinn sæti fastur á Breiðadalsheiði, eða jafnvel norðan i henni. Þess vegna var haft samband við björgunar- sveitir I Hnifsdalog á Isafirði og þær beönar að koma til hjálpar. En þessi misskilningur leiðrétt- ist þó, áður en þær voru lagðar af stað á heiðina sjálfa. Viðgerðamenn, sem voru á leið frá Þingeyri til Isafjarðar, höfðu beðið um snjóbil til þess að flytja sig yfir Breiðadalsheiði þetta kvöld. Gerðu þeir ráð fyrir að fara frá Flateyri á honum um áttaleytið. Þeir voru þó enn ókomnir klukkan átta, og lagði þá hópur Flateyringa á stað á snjóbilnum til hjálpar ferða- fólkinu. Var bilalestin komin hálfa leið gegnum skaflinn 1 Skógarbrekkum, er aðstoðar- leiðangurinn kom þangað klukkan hálf-niu. Hafði lang- ferðabillinn lent út af veginum, en nú var mokaö frá honum, og tókst að komast I gegnum skafí- inn með aðstoö snjóbilsins og mannafla. Komst hún siöan til Flateyrar hjálparlaust meö þrjátiu manns en snjóbillinn að- stoðaði jeppana eftir þörfum. Broncojeppi, sem kom úr Súgandafirði á eftir bilalestinni, var aftur á móti ekki nema tvo klukkutima yfir Botnsheiði og Breiðadalsheiöi til Flateyrar. Fólkið gisti allt á Flateyri um nóttina, en morguninn eftir var skólafólkinu frá Núpi komið yfir Gemlufallsheiði á snjóbil og jeppa. Fjölskyldurnar Isfirzku flugu heim með póstflugi Arna á þriðjudaginn, og Súgfirðingarn- ir og viðgerðamennirnir tóku sér far meö Esju, sem kom til Flateyrar um þessar mundir. Vorkoma á Ströndum Allur snjór dökknaði vegna mengunarinnar SJ-Reykjavik —I dag er Fjörutiu riddara dagurinn, og eftir honum á veðurfarið að fara á vorinu I 40 daga, sagði Guðmundur Val- geirsson bóndi á Bæ i Trékyllisvik I simtali i gær, og var vongóður um vorið. Hann sagði ótið hafa verið á Ströndum að undanförnu, en I gær hafði hlýnað og kominn 5 stiga hiti, dumbungur en úrkomu- laust. Hér er mikill snjór, og i fyrra- dag dökknaði hann allur af loft- menguninni, sem barst frá Bandarikjunum. Trékyllisvik BUNAÐARÞING Raf magn til landsmanna án tillits til búsetu MÓ-Reykjavik — 1 ályktun Búnaðarþings um orkumál er minnt á þau sjálfsögöu réttindi, að allir landsmenn, án tillits til búsetu, fái rafmagn frá orku- vcrum rikisins eða öðrum opin- berum raforkufyrirtækjum. Þingið leggur áherzlu á, að gerð verði áætlun um rafvæðingu allra býla, sem ekki eru enn komin á framkvæmdaáætlun. Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til landbúnaðarráö- herra, að hann hlutist til um, aö athugun þeirri, sem nú er unnið að á vegum landbúnaðarráðu- neytisins varðandi nýtingu raf- orku I þágu landbúnaöarins, verði hraöaö eftir þvi, sem tök eru á, og þessi athugun beinist m.a. að eftirfarandi: 1. Aukinni flutningsgetu dreifilina og breytingu á ein- fasarafmagni I þrifasa raf- magn, 2. að mæla sérstaklega og lækka I verði þá raforku, sem notuð er til búrekstrar, þar sem ekki er markmæling, 3. að raforka til almennra nota verði seld á svipuðu veröi til allra landsmanna, 4. auknum möguleikum til kaupa á raforku eftir mark- mælingu, 5. að fastagjöld af rafmótorum, sem notaöir eru til að knýja súgþurrkunarblásara, lækki sem svari þvi, að þaö greiðist aðeins I 3-4 mánuði árlega, 6. aö raforka til heykökugeröar og graskögglaframleiðslu verði seld á sama verði og raforka til Aburöarverk- smiðjunnar, 7. hvort hitadælutækni verði komiö við til hitunar á lofti við súgþurrkun, 8. öörum nýjungum, sem spar- að geta orku og minnkaö olfu- notkun við upphitun Ibúðar- húsa I sveitum og sparað þannig erlendan gjaldeyri. Búnaðarþing vill vegatoll á stofnbrautir út frá Reykjavík Vegstæði valin í samráði við heimamenn MO-Reykjavik — A fundi Búnaðarþings I gær var sam- þykkt sú eindregna áskorun til samgöngumálaráöherra, að hlutazt verði til um að tekinn verði upp vegatollur af umferð um stofnbrautir út frá Reykja- vik og afla þannig árlega tekna til vegasjóös, er nemi allt að 300 milljónum króna, miðað við nú- gildandi verðlag. Fé þessu verði fyrst og fremst varið til að greiða kostnað viö lagningu varanlegs slitlags á stofnbrautir. Jafnframt veröi f járveitingar til þjóðbrauta auknar tilsvar- andi. Olvir Karlsson lagði til að þessi tillaga yrði felld, en I stað- inn samþykkt aö skora á rikis- stjórnina að auka fjárveitingar til vegamála frá þvi sem nú er og leggja aukna áherzlu á ný- byggingar og viöhald þjóð- brauta. Tillaga ölvis var felld með 16 atkv. gegn 6. Þá var I ályktun Búnaðar- þings um vegamál lögð áherzla á eftirfarandi atriði: Að vali vegastæða um lönd bú- jarða verði hagaö þannig, að vegalagningin valdi sem minnstum óþægindum við notk- un landsins, að landeigendur og hlutaðeig- andi héraðsráöunautar fái frá upphafi að fylgjast meö athug- unum á vegastæðum og endan- Jegu vali á þeim, að settir verði gangar undir f jöl- farna vegi, sem daglega þarf aö sækja yfir með búfé og ökutæki, aðsamræmi riki varðandi bóta- greiöslur til landeigenda fyrir land undir vegi og efnistöku. Þá beindi Búnaðarþing þeim eindregnu tilmælum til orku- málaráðherra, að hann hlutist til um, að settar verði reglur i samráði við Búnaðarfélag tslands um bóta- greiðslur vegna lagningar há- spennulina um sveitir landsins hliðstætt þvi, sem nú á sér stað hjá Vegagerð rikisins vegna vegalagninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.