Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. marz 1977 5 Rúmeníu- söfmmin afturkölluð Rúmenska rfkisstjórnin hefur ákveðih að leita ekki liðsinnis erlendis vegna jarðskjálft- anna, sem urðu i Rúmeniu á dögunum. 1 samræmi við það barst i gær skeyti um að hjálpar- beiðni sú sem RKI og HK haföi borizt um aöstoð við fórnar- lömb jarðskjálftanna i Rúmeniu væri afturkölluð. Samkvæmt upplýsingum sem fengizt hafa telur rikisstjórn Rúmeniu sig geta ráðið fram úr vandanum ein og óstudd og með þeirri hjálp, sem þegar hefur borizt eða er á leiðinni. Rúmeniusöfnuninni er þvi hér með aflýst. Mynd- lista og handíða- skólans Hinn árlegi basar nemenda Myndlista- og handiðaskóla tslands verður haldinn i Bern- höftstorfunni helgina 11. 12. og 13. marz. Þar verða á boðstól- um vandaðir hlutir unnir af nemendum 3. árs. Seldur verður fatnaður ýmiss konar, grafíkmyndir, keramikmunir og leikföng, svo eitthvað sé nefnt, á mjög hóflegu verði og einnig verður borið fram kaffi og meðlæti. Sunnudaginn 13. marz verður svo kökum bætt á basarinn til sölu. Basarinn er haldinn til styrktar námsferð 3. árs nem- enda, sem farin verður til London og Amsterdam i lok mánaðarins. Basarinn verður opinn frá kl. 9-20 föstudag og laugardag og frá kl. 13-18 á sunnudag. Feliaskóli I Reykjavik — er nfu ár skyldunám til góðs fyrir nemendurna og samfélagið? Ákvörðun alþingis næsta ár, hvort skólaskylda verður 8 eða 9 ár Orannsakað hvort lenging skólaskyldu er keppikefli JH-Reykjavik — Kostnaður viö skólarekstur er mikiil, og æsku- fólk I landinu er bundiö við skólanám meginhluta árs frá bernsku fram á fullorðinsár. A hinn bóginn greinir menn á um það, hversu heillavænleg mjög löng skólaskylda er fyrir þjóðfélagið og einstaklingana. Fram til þessa hefur rlkt til- hneiging til þess að lengja og þyngja skyldunámið, og kann þar að gæta áhrifa frá gömiu námshungri, þegar kennsla var af skornum skammti og aðeins fáir áttu kost á teljandi skóla- göngu. Könnun hefur aftur á móti ekki veriö á þvl gerð, hvaða áhrif lengri eða skemmri skóla- ganga hefur, og á meöan svo er, hljóta skoðanir manna að svifa i nokkuö i lausu lofti, þótt þeir, sem kunnugir eru skólamálum, geti fært fram ýmis rök, sem draga má ályktanir af. I grunnskólalögunum frá 1974, þegar skólaganga var lengd siðast, var ákvæði til bráða- birgða, þar sem gert var ráð fyrir, að vorið 1978 fjallaði alþingi á ný um skólaskyldu- lengingu úr átta árum I niu ár. Af þessum sökum skrifaöi menntamálaráðuneytið fjár- veitinganefnd alþingis bréf nokkru fyrir siðustu áramót, þar sem þess var farið á leit, aö þrjár milljónir króna yröu veitt- ar til visindalegrar rannsóknar á, hvort þessi lenging væri likleg til góðs árangurs. Var þá miðað við, að rannsókninni yrði lokiö, áður en kemur til kasta alþingis næsta vor. Var til þess ætlazt, að háskólinn og kennaraháskólinn skipulögöu þessa rannsókn og stjórnuðu henni. „Slik rannsókn er umfangs- mikil, timafrek og kostnaöar söm”, sagði i bréfinu, en vegna skiptra skoöana um þetta þýðingarmikla mál væri æski- legt aö fá sem traustasta vit- neskju um þetta atriöi, og það eins þótt þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar, hafi eigi talið sig komast af með minni skóla- skyldu en niu ár, og þar að auki lengri árlegan skólatima en hér tiðkast.” Fjárveitinganefnd sá sér þó ekki fært að mæla með þessari fjárveitingu, enda fékkst hún ekki þetta ár. Verkefnið liggur þess vegna óhreyft, og verður skammur timi til stefnu, ef gera á þvi skil, áður en kemur til kasta alþingis að ári liðnu. Hátt á 5 þúsund manns skoðuðu nýja skódann, Amigo F.I. Reykjavik — Ný gerð Skoda bifreiða, Skoda 105/120 „Amigo”, var kynnt i fyrsta sinn nú um helgina hjá Jöfri h/f, tékkneska bifreiðaumboö- inu á Isiandi. Sýningin er með allra fjölsóttustu bllasýning- um, sem haldnar hafa veriö hér og er áætlað að hana hafi sótt hátt á fimmta þúsund 105/120 manns. Pantaðir voru strax yfir 100 bilar og verður byrjað að afgreiða þá fyrstu seinni hluta þessa mánaðar, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Ragnars J. Ragnarssonar. Skoda „Amigo” er arftaki hinna vinsælu Skoda 100/110, en sú gerö var einmitt mest selda bifreiðiná Islandi s.l. ár. Nýja bifreiðin er gjörbylt I út- liti, stærri og rúmbetri, glugganýting meiri og innrétt- ingar allar eru hannaðar meö tilliti til fyllsta öryggis og þæginda farþeganna. Skoda „Amigo” býður upp á fjölmargar tækninýjuhgar, og tilheyra flestar þeirra aukn- um öryggisráðstöfunum. Má t.d. nefna aflhemla, en hemla- kerfið er tvöfalt með diska- hemlum á framhjólum. Vélarstærð hefur verið auk- in nokkuð en um tvær mis- munandi vélarstærðir er að velja 1.046 c.c. og 1.174 c.c. Þrátt fyrir þessa stækkun er meðalbenzineyðslan hin sama og áður, eða aðeins frá 7 litr- um á 100 km. til 8.6 litra á 100 km, eftir vélarstærð. Tékkneska bifreiöaumboðiö Jöfur h/f er til húsa að Auö- brekku 44-46 i Kópavogi og hefur um 2000 fermetra til starfsemi sinnar. Þjónusta viö viðskiptavini er mjög góð og býöur fyrirtækið upp á ryð- vamarstöð, varahlutaverzlun, hjólbarðaviðgerðir og stórt verkstæði. Fastir starfs- menn eru á fjórða tug og er meðalaldur þeirra aðeins 30 ár. Stækkun fyrirtækisins er á döfinni og hafin er bygging nýs húsnæöis. Þrjár mismunandi stæröir af Skoda Amigo verða fluttar hingað til lands. A myndinni sjáum viö sýningarbiIinn.Skoda Amigo 120L, en áætlað verð hans er 950 þús. krónur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.