Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 10. marz 1977 ALÞJOÐARAÐSTEFNA UM ÖRYGGI FISKISKIPA — haldin á Spáni, Hjálmar R. Bárðarson, kjörinn varaforseti gébé Reykjavlk — Hjálmar Bárðarson, siglingamála- stjóri, er þessa dagana staddur í Torremolinos, Malaga, á Spáni, þar sem fram fer alþjóöaráöstefna um öryggi fiskiskipa. Hjálmar var einróma kjörinn varafor- seti og framsögumaöur ráö- stefnunnar, og er hann einnig fulltrúi tslands þar, segir i' fréttfrá utanríkisráðuneytinu. Þessi alþjóöaráðstefna er haldin á vegum Alþjóöasigl- ingamálastofnunarinnar, IMCO, og hófst þann 7. marz s.l. en henni lýkur 2. april. Aukasýning á Nótt ástmeyjanna N.k. laugardag verður auka- og uröu margir frá aö hverfa, og stóra sviö um áramót vegna mik- sýning á Nótt ástmeyjanna eftir var því ákveðiö aö bæta viö einni illar aösóknar. Aðeins getur oröiö P.O. Enquist i Þjóöleikhúsinu. sýningu. Nótt ástmeyjanna var þessi eina sýning, vegna þess aö S.l. sunnudag átti aö vera siöasta sem kunnugt er frumsýnd á litla Lér konungur veröur frumsýndur sýning á leiknum, en uppselt var sviöinu i haust, en var flutt upp á i næstu viku. Laugvetningar segja um útvarpsþátt: Staðhæfing sem ekki á rétt á sér Vegna ummæla sem viöhöfö voru i þættinum „Hugsaö um þaö”, sem var á dagskrá hljóö- varps hinn 3. marz s.l. kl. 14:30 i umsjá Andreu Þóröardóttur og Gisla Helgasonar, og voru þess efnis aö skólarnir á Laugarvatni væru virkir aöilar i dreifingu fikniefna, viljum viö koma eftir- farandi á framfæri: Viö leyfum okkur aö fullyröa, aö Menntaskólinn aö Laugar- vatni er ekki aöili aö neinu sliku dreifikerfi. Þaö er staöreynd aö fyrir fjórum árum uröu nokkrir nema M.L. uppvisir aö meöferö fikniefna og enginn veit hvaö siöar veröur, en vlst er aö fyrir staöhæfingu sem þessari er eng- inn grundvöllur nú I vetur. Vilj- um viö benda á aö engin rök voru færö fyrir máli þessu I þættinum og enginn nemandi héöan var tekinn til viötals eins og gert var I öörum skólum. I Morgunblaöinu hinn 4. marz s.l. birtust niöurstööur könnun- ar, sem gerö var á vegum LIM hér og víðar um þessi mál. Þar kom m.a. fram aö eitt prósent nema M.L. haföi einhvern tíma neytt fikniefna. Þetta eina pró- sent eru tveir menn sem varla geta kallast skipulagt dreifi- kerfi. Auk þess birtust niður- stööurnar I Morgunblaöinu eftir aö þátturinn var fluttur. Þaö er sem sagt ljóst aö staö- hæfingu þessari var slegiö fram án þess aö hún ætti nokkurn rétt á sér. Viljum viö þvl fordæma þau vinnubrögð sem hér voru viöhöfö og biöja Andreu Þóröar- dóttur og Gisla Helgason aö leggja vinsamlegast ekki frekar út i gerö útvarpsþátta fyrr en þau hafa vaniö sig af þvi aö byggja þá á tilhæfulausum hæpnum fullyröingum. Laugarvatni, 8. marz 1977 Nemendafélag Menntaskólans Enn andmæli gegn bj ór num Meö tilvisun til meöfylgj- andi upplýsinga áfengis- varnaráös beinir stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu þvl til háttvirtr- ar efri deildar Alþingis aö hún felli breytingartillögu Jóns G. Sólness (þingskj. nr. 320) viö frumvarp til laga um breyt- ingu á áfengislögum nr. 82 2. júli 1969. Stjórn landssambandsins gegn áfengisbölinu minnir á aö nú liggja fyrir niöurstöður rannsókna á ýmsum þáttum áfengismála svo aö óþarfi viröist aö fara I þvi efni eftir þvi hvaö einhverjir kunna aö halda eða einhverjum finnst. I þvi sambandi bendir stjórnin á aö ekki er hægt aö nefna neitt land, þar sem sala áfengs öls hefur oröið til góös, en dæmin um hiö gagnstæöa eru hins vegar mýmörg. Stjórnin vekur athygli á þeirri staö- reynd aö lækkun meöalaldurs við byrjun áfengisneyzlu varö svo ör I Sviþjóö, eftir aö fram- leiðsla og sala milliöls var leyfö þar I landi aö sænska þingið hefur samþykkt aö banna þaö frá 1. júli 1977 eftir hörmulega áratugs reynslu. Mætti teljast undarleg ráö- stöfun aö etja islenzkum börn- um og ungmennum út I þá ófæru sem aðrir eru nú aö leit- ast viö aö ryöja úr vegi. Nítján Suðurnesj askip á loðnuveiðum Frá 1. janúar til 28. febrúar s.l. var heildarafli, llnu, neta og tog- skipa, frá Suöurnesjum, sem hér segir: 12.286 lestir, I 2447 sjóferö- um. Af þessum afla lönduöu tog- arar 2.075 lestum. A sama tima i fyrra var aflinn 5.720 lestir I 980 sjóferðum og þá var afli togara 2.190 lestir. Aflahæstu skip voru þ. 28. febrúar s.l. 1. Net: Jóhannes Gunnar, Grindavik 299,5 lestir Höfrungur 2. Grindavík 276.7lest- ir Anna, Grindavik.......272.7lestir 2. Lina: Freyja, Sandgeröi .... 284,5lestir Þórir, Grindavik.......242,2 lestir Víöir 2. Sandgerði.....205,2lestir 3. Togarar: Aöalvik, Keflavik....508,0 lestir Dagstjarnan, Keflavik 494,7 lestir Erlingur, Sandgeröi .. 434,2 lestir Suöurnesjamenn gera nú út 19 skip til loönuveiöa og er afli þeirra oröinn rúmlega 90 þúsund lestir. Aflahæstu skip Suöurnesja eru: Grindvikingur 12.184 lestir, örn Keflavik, 9.972 lestir og Al- bert, Grindavík 9.743 lestir. Skip og bátar I höfninni á ólafsfirði — sjómönnum finnst súrt f brotlö, ef afnema á sjómannafrá- Dalvfkurbátarnir f röðum. dráttinn á skattskýrslunni. Eyfirzkir sjómenn mótmæla skeröingu skattaf rádráttar Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar var haldinn á Akureyri fimmtudaginn 3. marz. A fundinum var skýrt frá úrslitum stjórnarkjörs, en stjórnin er þannig skipuð: Formaður Guðjón Jónsson, varaformaður Ragnar Árnason, ritari Armann Sveinsson, gjald- keri Matthias Eiðsson, með- stjórnandi Jón Hjaltason. t trúnaðarmannaráði sitja auk stjórnar: Einar Möller, Gisli Einarsson, Hreinn Þorsteins- son, Karl Jóhannsson, Helgi Sigfússon, Sæmundur Páisson og GIsli Friðfinnsson. Stjórnin varð sjáifkjörin, þar sem aðeins barst einn framboðslisti. Rekstrarafgangur félagsins á siöasta ári nam 2.5 milljónum, og bókfæröar eignir félagsins eru nú 10,5 milljónir. Aðalfund- urinn samþykkti aö hækka árgjöld félagsmanna úr kr. 8 þúsund i kr. 12 þúsund. Starf félagsins var mikið á siöasta ári og snérist aö langmestu leyti um gerö nýrra kjarasamninga, en mjög illa hefur gengiö aö ná fram viöunandi kjarasamning- um fyrir sjómenn, og samn- ingatillögur, sem bornar hafa veriö undir atkvæöi hjá félag- inu, voru tvivegis felldar á ár- inu, enda þykir sjómönnum mjög vera á sinn hlut gengiö. Óskar Vigfússon formaöur Sjómannasambands tslands mætti á fundinum og ræddi kjaramálin. Var góöur rómur gerður aö málflutningi hans og uröu umræöur fjörugar, enda var fundurinn óvenju fjölmenn- ur, þegar tekiö er tillit til þess, aö meirihluti félagsmanna er jafnan á hafi úti. 1 tilefni af skattalagafrumvarpi þvi, sem nú liggur fyrir Alþingi, var svofelld tillaga einróma samþykkt: „Aöalfundur Sjómannafélags Eyjaf jaröar, haldinn á Akureyri 2. marz 1977, mótmælir 'harö- lega grófiegri skeröingu á skattafrádrætti sjómanna, sem boöaöur er meö hinu nýja skattalagafrumvarpi, sem nú iiggur fyrir alþingi. Sá smá- vægilegi skattafrádráttur, sem sjómenn njóta samkvæmt gildandi skattalögum, hefur oröiö til i áföngum á sl. 20 árum i sambandi viö lausn kjaramála sjómannafélaganna viö út- geröarmenn og er jafnframt margitrekuö viöurkenning stjórnvalda á hinum mikla aukakostnaði sjómanna um- fram flesta aöra launþega, svo sem sjófataslit, simakostnaöur o.fl. vegna fjarvista frá heimil- um viö störf sin á sjónum. Fundurinn heitir jpvi á hátt- virt alþingi, aö þaö geri þá breytingu á frumvarpinu, að skattafrádráttur sjómanna veröi I engu skertur, heldur aukinn verulega frá þvi sem nú er.” Þá samþykkti aöalfundurinn aö styrkja byggingu endurhæf- ingarstöövar Sjálfsbjargar á Akureyri meö 250 þúsund króna fram lagi. Einnig var samþykkt aö fela stjórn félagsins aö láta skrá sögu þess, en félagiö veröur 50 ára á næsta ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.