Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 24
Fasteignasalan sem sparar hvorki tíma né fyrirhöf n til að veita yður sem bezta þjónustu. _asa\a afdrep 'íSfeU Sölumaður: SVf0® Finnur Karlsson Valgarður Sigurðsson heimasími 4-34-70 lögfræðingur. a-a<> ,-A5 HREVFILL Sfmi 8-55*22 ^ - fyrirgóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - ' ........................ ^ ORUGG METVEIÐI LOÐNUBÁTA Á ÞESSARI VERTÍÐ gébé Reykjavik — Heildarloönu- veiðin mun vera orðin 450 þúsund tonn. Til samanburðar má geta þess, að á metvertlðinni árið 1974 veiddust 462 þúsund tonn, eða að- eins 12 þúsund tonnum meira en nú hefur fengizt. Veiðin i ár væri þó án efa orðin miklu meiri, ef skipin hefðu ekki þurft að biða löndunar svo lengi sem nú er raunin . Veöur hefur veriö með afbrigðum gott alla loðnu- vertiðina og hafa skipin þvl getað stundað veiðarnar nær óslitið. Allt þróarrými á löndunarstöð- um er fullt og ekki útlit fyrir að neitt losni fyrr en á laugard. Að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd i gær, var eitt skip, GIsli Arni, á leið með afla til Siglufjarðar i gær, og er það þrjátiu tima sigling hvora leið. Andrés kvað mjög sennilegt að fleiri skip muni halda til fjar- lægra löndunarhafna, þrátt fyrir langa siglingu. Eins og menn vita, geta loðnuverksmiðjur neitað að losa loðnuskip, sem biða i höfnum, hafi þau ekki tilkynnt komu sina fyrirfram. Loðnugangan sem lengst er komin austan að, er nú út af Garðskaga, en skip eru að veiðum allt austur að Vestmannaeyjum. TOGARI ARNESINGA KOMINN AF HAFI JH-Reykjavik. — Bjarni Herjólfsson, hinn nýi togari Ar- borgarsvæðisins, sem Ar- nesingar nefna svo.kom til Þor- lákshafnar I fyrradag, og komu sveitarstjórnarmenn af Stokks- eyri, Eyrarbakka og Selfossi þangað i gær til þess aö veita honum viðtöku. Þetta er pólskur togari, tæplega fimm hundruö lestir, og er áhöfnin úr þorpun- um þremur, nema yfirmenn sumir eru fengnir að. Skipstjór- inn er Siglf irðingur, Axel Schiöth. — Þetta er mikill viðburður, sagði óskar Magnússon, oddviti á Eyrarbakka viö Timann i gær —við Sunnlendingar höfum ekki eignazt togara fyrr. En sá galli er á, að togarinn kemst hvergi að bryggju á suðurströndinni, nema i Þorlákshöfn. öllum afla hans verður að aka austur yfir ölfusá til vinnslu, og vegalengd- in frá Þorlákshöfn um ölfusár- brú hjá Selfossi og niður á Eyrarbakka er 53 kilómetrar. Oft verður þó að aka lengri leiö, hélt Óskar áfram, og horf- ur eru á, að svo verði nú um sinn. Það er að byrja klaka- hlaup I veginum i ölfusi, svo að hann veröur fljótt óhæfur til þungaflutninga, og það verður að aka upp Þrengslaveg allt að vegamótum i Svinahrauni, og þangað austurveginn niður hjá Hveragerði. Þá eru þetta orönir talsvert yfir sjötiu kilómetrar. Það er löng leið, þegar þess er svo gætt, að ekki eru nema tólf kilómetrar milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka, ef unnt væri að komast stytztu leið, sagöi Óskar að lokum. Eins og einhverja rekur sjálf- sagt minni til, var það aprilgabb i útvarpinu fyrirmörgum árum, að Selfyssingar hefðu keypt skuttogara, sem héti Vanadis, og var þvi lýst á tiltölulega sannfærandi hátt (fyrir ókunn- uga), er Vanadis sigldi upp ölfusá. Nú er togaraútgerö á þessum slóðum sem sagt ekki aprilgabb lengur, þótt togarabryggjan sé ekki á Selfossi. Arborgartogarinn Bjarni Herjólfsson viðbryggju IÞorlákshöfn. — Tfmamynd: PÞ. Nú ættu Austfirðingar að kætast: ODDSSKARÐ gébé Reykjavik — Nú ættu Austfirðingar aö vera kátir, þvi I gærmorgun var byrjað að ryðja Oddsskarö, sem hefur verið ófært um langan tima. Það eru snjóblásarar frá vega- gerðinni/Sem ryðja skaröiö og gera nokkuö þröng göng. Veggirnir geta sums staðar orð- ið nokkurra tuga metra háir, en gyesilegur snjór mun vera á þessum slóöum. Samkvæmt upplýsingum frá vegaeftirlitinu, mun það trúlega taka nokkra daga að ryðja skarðiö, en allt fer þetta þó eftir veðri og vindum. Ef góða tiöin helzt, mun mjög sennilega haf- RUTT izt handa um aö ryðja Fjarðar- heiði á eftir Oddsskarði. Meðfylgjandi mynd sýnir bif- reiðar á ferð i Oddsskarði. Myndin er að vísu ekki ný, en gefur þó nokkra hugmynd um snjógöngin sem myndast. Veggirnir geta þó orðið miklu hærri en hér sjást. Mó-Reykjavik — Almanna- varnarnefnd Mývatnssveitar féllst á það fyrir sitt leyti i gær- kvöldi að vinna hæfist aftur viö Kröflu, enda yrðu eftirtaldar varúöarráöstafanir gerðar: 1. Framkvæmdaaðilar sjái til þess að starfsmenn komi á svæðið I skipulögðum hópum. 2. Stöðug skráning verði tekin upp á fólkinu svo ætiö sé vitað hvar hver starfsmaður er. 3. Aherzla lögð á að jarð- skjálftafræðingur sé stööugt á vakt á jarðskjálftavaktinni. Almannavarnarnefnd rikisins samþykkti þetta álit i gærkvöldi og sagði Guðjón Petersen I sam- tali við Timann I gærkvöldi að þetta þýddi þó ekki að hætta væri liðin hjá á Kröflusvæðinu, en hins vegar hefði ekki verið talið fært að halda mann- skapnum lengur i biðstöðu utan viö svæðið. í gærkvöld var verið að kalla mannskapinn saman og vinna mun hefjast i dag. Jarðskjálftavirknin á Kröflu- svæðinu hefur ekki aukizt svo nokkru nemi frá þvi sem áður var og landris heldur áfram með álika hraða og að undan- förnu. — Það álit jarðvfsindamanna að draga myndi til tiðinda áður en miðvikudagurinn liði, reynd- ist þvi ekki rétt, enda svo til ómögulegt að spá þar neinu um. Þeir þykjast þó nokkuð vissir um, að eitthvað hljótiað gerast, en hvenær og hvar, já, það er spurningin.... Fitustöðluð mjólk á markað fljótlega? MÓ-Reykjavik. Meðal mála, hefur skapað aukið vöruval. sem samþykkt voru á fundum Þetta hefur mælzt mjög vel fyr- Búnaðarþings i gær, var áiykt- ir hjá neytendum eins og aukin un um að framleiðsluráð land- sala á þessum vörum sýnir. búnaðarinsbeitisér fyrir því, aö Þá er vakin athygli á stórauk- framieiðsla á fitustaðlaðri inni sölu á undanrennu hin sið- mjólk verði hafin, enda náist ari ár, sem bendir til þess að samkomulag innan'sexmanna- neytendur vilji gjarnan fá mjólk ncfndar um að söiuverð þessar-* með minna fituinnihaldi en er 1 ar mjólkur verði ákveðiö það venjulegri nýmjólk hér. sama og venjuiegrar nýmjólkur f greinargerðinni er lögð á eða þvi sem næst. það áherzla, að samkomulag verði að takast um svipað verð á I greinargerð meö tillögunni fituskertri mjólk og nýmjólk, en er bent á þá miklu og jákvæöu e.t.v. mætti nota það fjármagn, þróun,semorðiðhefur á vinnslu er þannig fengist, til þess aö á mjólkurvörum hér á landi og greiða niður smjör. ' y "____________________________________________________________________________f______________________________________ ' -- - PALLI OG PÉSI > v ■i' «•

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.