Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. marz 1977 9 Verkaskiptingin milli rikis og sveitarfélaga: Á ríkið að greiða þriðjung af byggingu dvalarheimila? Mó-Reykjavik — Miklar um- ræður urðu í neðri deild alþingis i gær um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dvalar- heimili aldraöra. Frumvarpið er flutt af Benedikt Gröndal og Sighvati Björgvinssyni. Frum- varpið gerir ráð fyrir að ef sveitarfélag byggi eða hefji rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða, skuli rikissjóður greiða 1/3 hluta kostnaðar við bygging- una og kaup á nauðsynlegum tækjum og búnaði. t greinargerð með frumvarp- inu segja flutningsmenn, aö það hafi veriö árið 1973,' sem lög voru sett um byggingu dvalar- heimilis fyrir aldraða, og þar var gert ráð fyrir að rikið greiddi þriðjung af kostnaöi viö bygginguna, tæki og búnað. Sið- an hefði þetta ákvæði verið numið úr lögum árið 1975, þegar sett voru lög um verkaskiptingu milli rikis og sveitarfélaga. Flutningsmenn segja að þessi skyndilega breyting hafi valdið mörgum sveitarfélögum marg- vislegum erfiðleikum, enda hefðu mörg þeirra lagt I mikinn kostnaö, sem þau höföu stofnað til i góðri trú á hlut rikisins. Þá benda flutningsmenn á sem veigamikil rök, að á höfuð- borgarsvæðinu séu reist stór og myndarleg dvalarheimili fyrir happdrættisfé, sem safnað er á öllu landinu i skjóli heimildar i lögum. Onnur sveitarfélög hafi ekki slika tekjulind til aö sinna þessu verkefni. Meirihluti heilbrigðis- og tryggingarnefndar neðri deildar, leggur til aö frumvarpiö verði fellt, þar sem hann telur eðli- legt, að lögin frá 1975 um skipt- ingu verkefna milli rikis og sveitarfélaga veröi endurskoð- uð sem heild að liðnum hæfileg- um reynslutima, en einn þáttur ekki tekinn út úr eins og frum- varpið gerir ráð fyrir. Jón Skaftason (F), bórarinn Sigurjónsson (F) og Guðmund- ur H. Garðarsson (S) skrifa undir nefndarálitið, en undir nefndarálit minnihlutans skrifa Karvel Pálmason (Sfv) og Sigurður Magnússon (Ab) og leggja þeir til að frumvarpið verði samþykkt, enda hafi breytingin, sem gerð var 1975, verið mjög óréttlát. Fjarverandi afgreiðslu máls- ins voru Ragnhildur Helgadóttir (S) og Sigurlaug Bjarnadóttir (S), og lögðu þær i gær fram breytingartillögu um að frum- varpinu verði visað til rikis- stjórnarinnar, enda væri unnið að endurskoðun á verkaskipt- ingu millirikis og sveitarfélaga. Eins og áður segir urðu mikl- ar umræöur um málið og var umræðum ekki lokið. Inn i um- ræðurnar blönduðust almennar umræður um verkaskiptingu milli rikis og sveitarfélaga. Mó-Reykjavik — Af afgreiðslu mála á Alþingi i gær er það að segja að I efri deild mælti Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráð- herra fyrir frumvarpi um sauðfjárbaðanir, en frum- varpið hefur áður veriö samþykkt frá neðri deild. Frumvarpinu var siðan visað til landbúnaðarnefndar. Þá Var frumvarpiö um fá- vitastofnanir tekiö til þriðju umræðu og sent neðri deild til meðferðar. 1 neðri deild mælti Matthias Bjarnason heilbrigðisráö- herra fyrir frumvarpi um al- mannatryggingar, en það frumvarp er flutt til stað- festingar á bráðabirgðalögum siðan i sumar og hefur hlotið afgreiðslu i efri deild. alþingi Fjársafnanir ýmiss konar eru orðnar mjög algengar. Jafnan fara þær fram i góðum tilgangi, og það skal fram tekið, að engin sérstök ástæða til tortryggni liggur að baki þessa frumvarps. Hins vegar skortir nokkuð á um lagasetningu, sem ákvarði fyrirkomulag og uppgjör slikra fjársafnana. Ekki er það óalgengt, aö fjár- safnanir skili milljónum i hend- ur þeirra, sem fyrir þeim standa, og almenningur, sem þarna leggur fram sina fjár- muni, á siðferðilega heimtingu á þvi að vita vita niðurstöður söfnunar og ráðstöfun fjárins. Frumvarp til laga um opinberar f jársafnanir BIRTAR VERÐI NIÐURSTÖÐUR SÖFNUNAR OG RÁÐSTÖFUN FJÁRINS Þetta segirm.a. Igreinargerð með frumvarpi tillaga um opin- berar fjársafnanir sem Helgi F. Seljan flytur. Frumvarp þetta var lagt fram i efri deild og samþykkt þaðan tii neðri deild- ar fyrir nokkru. 1 neðri deild var nýrri grein bætt I frumvarpið um að áður en 6 mánuðir séu liðnir frá þvi að sjársöfnun ljúki skal reikningsyfirlit hennar birt. Vegna þessarar breytingar varð að senda frumvarpið aftur til efri deildar, en það var sam- þykkt aö lokinni þriðju umræðu i neðri deild „ 1 greinargerð meö frumvarp- inu segir ennfremur: Hverjum þeim aðila, er aö fjársöfnun stendur, á einnig að vera það ljúft að sýna allt á hreinu, svo að enginn blettur geti fallið á aðstandendur eða markmið slikrar söfnunar. Hér virðist vanta allmjög nánari lagafyrirmæli. Þetta frumvarp, sem m jög er sniðið eftir löggjöf i Danmörku, miðar að þvi, að hér komist á fastar og skýrar reglur um framkvæmd og skipulag slikra fjársafnana. Það skal rækilega undirstrikað, að hér er á engan hátt veriö að bregða fæti fyrir heilbrigðar fjár- safnanir, frekar er hér um aö ræða undirstrikun á tilvist þeirra og réttmæti, en um leiö ætti að vera hægar að stemma stigu við fjársöfnunum, sem engan rétt ættu á sér. Einnig ætti ákveöin lagasetn- ing að koma i veg fyrir óþarfa og óréttmæta tortryggni, en reyndar skýra eðli og tilgangur frumvarpsins sig fullkomlega. M.Ó. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði endurbættar fyrir 100 milljónir króna Unniö er að allmiklum endur- bótum á verksmiöju S.R. 46 á Siglufirði, sem samþykktar voru af stjórn verksmiöjanna á s.l. sumri. Veigamestu endur- bæturnar eru þær, aö keyptar hafa verið 2 pressur frá Noregi, sem kosta muni yfir 100 millj. kr., þegar þær hafa veriö settár upp. Afköst hverrar pressu eru um 700 tonn hráefnis á sólar- hring. önnur pressan er þegar kom- in upp og er verið að reyna hana þessa dagana, en siðari pressan ?r væntanleg f mai n.k. Þessar pressur koma I stað fjögurra gamalla, sem smiðaöar voru 1946. Afköst verksmiöjunnar aukast væntanlega um 400 tonn á sólarhring, þegar önnur tæki verksmiðjunnar hafa verið auk- in og endurbætt til samræmis við aukin afköst pressanna. Pantaðar hafa verið nýjar mjölvogir og áformaðar eru verulegar endurbætur á næsta vori á löndunartækjum, gufu- lögnum og mjölflutningsleiðslu. 1 athugun eru kaup á nýjum skilvindum til verksmiöjunnar, en 6 nýjar skilvindur kosta nú um lmillj. 666 þús. sænskar kr. I innkaupi. Hugsanlegt er, að er- lent lán fáist til kaupa á þessum skilvindum til þriggja ára, og er það svipað lán og fékkst til kaupa á pressum þeim, sem ég hef þegar nefnt. Þessar upplýsingar komu fram þegar sjávarútvegsráð- herra svaraði fyrirspurn frá Eyjólfi Konráð Jónssyni um Síldververksmiöjur rikisins. 1 svari ráöherra kom einnig fram, að i SRN-verksmiðju- húsinu á Siglufiröi eru engar vélar og hafa ekki verið um ára- bil. Húsnæðið er notaö fyrir raf- magnsverkstæði og lager, og engin áform eru uppi um kaup á vélum I það húsnæði. Vélakost- ur I SR 30 verksmiöjunni, sem enn er eftir, er ónotaður og engin áform uppi um endurnýj- un. Til þess að lengja vinnslutlma verksmiðjunnar á Siglufiröi eru nú kannaöir möguleikar á að auka geymslu- rými verksmiðjanna verulega. Ráðherra svaraði einnig fyrirspurn um hvort áformað væri að endurnýja verksmiðju SR á Skagaströnd. Hann sagöi, að þau áform hefðu veriö rædd í stjórn Sildarverksmiðja rikis- ins, en engin ákvörðun hefði verið tekin enda þarf itarlega athugun á hagkvæmni sllkrar framkvæmdar að liggja fyrir áður. Hafnaraðstaðan á Skaga- strönd er þannig, aö veiöiskip þau, sem nú stunda loönuveiöar, aö minnsta kosti þau stærri, gætu ekki athafnað sig i höfninni að óbreyttu ástandi. Ljóst er, aö enduruppbygging verksmiðj- unnar kostar miklar fjárhæðir, þar sem endurnýja þarf flest allt á verksmiðjunni nema þurrkara og gufuketil, sem nota mætti eftir verulegar viögeröir. Eins og kom fram i umræöum hér fyrir nokkru, þá er starfandi nefnd, sem er að athuga um þörf fyrir auknar verksmiðjur eða aukin afköst verksmiöja, sem fyrir eru og kannar hún einnig að staðsetning þeirra verk- smiðja veröi sem næst loðnu- miöum, miðað viö þær veiöar sem veriö hafa á undanförnum árum og liklegt er að muni verða á næstu árum. Um þetta er erfitt að fullyröa en þessi nefnd hefur unniö mjög vel þann stutta tima, sem hún hefur starfaö, en ég get ekki á þessu stigi skýrt frá áliti hennar vegna þess, að það liggur ekki fyrir. M.Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.