Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 12
12 mmi. 13 Fimmtudagur 10. marz 1977 Fimmtudagur 10. marz 1977 Siðastliðinn fimmtn- dag, 3. marz var leikið i útvarpi leikrit eftir konu ofan úr sveit, Kristinu Sigfúsdóttur. Kristin var fædd að Helgastöðum i Saur- bæjarhreppi i Eyjafirði árið 1876 og hún lézt árið 1953. Þaö verður aö segjast eins og er, aö maður bjóst ekki viö of miklu af þessum höfundi, og nafniö benti til þess aö þar væri fjallað um rómantisk mál, en ástalif sveitafólks á síöustu öld er ekki neitt sérlega heillandi á timum nektar og bersögli. Virðulegt kvennafar og gifting- ar í sveitum stenzt ekki neinn samjöfnuö viö samtlmann, sem fleygt hefur af sér fötunum. Þaö kom þvi sannarlega á óvart aö leikrit Kristinar er prýöilega skrifaö verk og áheyrilegt I bezta lagi, og þaö vekur undrun að kona i sveit skuli hafa getaö ritað svo ágætt verk. Ekki af þvi að maður haldi, að fólk i sveitum sé heimskara eöa verr gert and- lega en annaö fólk, heldur hitt aö meginforsenda þess aö ná árangri I leikritun er aö hafa séö leiksýningar — og þaö fleiri en eina, og hafa meö þeim hætti, eöa öörum, kynnzt leikbók- menntum, og hrekkur þó varla til hjá mörgum. Kristin Sigfúsdóttir skrifar verk sitt af fullkomnu valdi á máli og likingum, og leikbrögð hennar eru mörg mjög snjöll og þeim mun merkilegri, þar sem hún hugsar þau aö þvi er viröist sjálf, en tekur aöferðir sinar ekki upp eftir öörum. Sem dæmi um þetta er t.d. að hún lætur prestinn lesa bréf frá Ara syni ekkjunnar, eöa tengda- mömmu, og kemur á þann ein- falda hátt að miklum upplýsing- um, sem timafrekt heföi veriö aö koma á framfæri i venjulegu Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur samtali. Hún blandar lika tali um ullarvinnu og fleira inn i leikinn og nær þannig stemmn- ingu og litauðgi í verk sitt. Margar likingar Kristinar eru lika skemmtilegar, til dæmis eins og sú meö ilátin. Vinnu- manninum finnst maturinn gleymast, og aö meiri áherzla sé lögö á ilátin en matinn sjálf- an: ílátunum fjölgar en matur- inn minnkar stööugt. Margt fleira gerir leikrit Kristinar Sig- fúsdóttur aö bókmenntalegu af- reki, sé miöað viö aöstæöur hennar, aö búa einangruð i sveit og hafa ekki notiö skólagöngu. Aður en leikritiö var flutt, sagði Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrverandi útvarpsstjóri deili á höfundi, og mæltist vel að vanda. Kristin Sigfúsdóttir Kristin Sigfúsdóttir var fædd og alin upp i sveit. Hún fór þegará unglingsárum aö föndra viö skriftir, samdi m.a. leiki, sem fluttir voru i heimahúsum, og lék hún þá ásamt öörum börnum i þessum leikritum. Kristin naut ekki skólagö.ngu, en las allar þær bækur sem hún náöi i, og eftir aö hún var gift oröin, þá haföi hún jafnan pappir og skriffæri hjá sér i eldhúsinu og skrifaöi meö heimilisverkunum. Litla bóka- hillu haföi hún meö fáeinum bókum innan seilingar. Margt af þvi fyrsta er hún rit- aöi af sögum og ljóöum mun hafa birzt i handskrifuöum sveitablööum, og fyrsta verkið sem eftir hana birtist á prenti, var einmitt leikritiö Tengda- mamma, sem útkom áriö 1923. Ariö 1925 kom út eftir hana skáldsagan Gestir, Gömul saga I og II árið 1929, Sögur úr sveit- inni 1924, pskastundin 1926 og Árstiöirnar áriö 1929. Margt af þvi sem hún ritaöi áöur, kom fyrst á prent i Ritum I-III árin 1949-1951. Óprentuö leikrit eftir Kristinu eru Melkorka, sem flutt var í út- varp áriö 1954 og í 1 bæ og sveit, sem frumsýnt var noröur á Akureyri áriö 1941. Ekki veit ég hvort þetta er tæmandi ritverkaskrá, en ótrú- legt má vera ef ekkert af æsku- verkum,eða leikritum sem leik- in voru heima, hefur varöveitzt. Arið 1901 giftist Kristin Pálma Jóhannessyni og bjuggu þau i Kálfagerði frá 1908—1930 en fluttu siðan til Akureyrar, og þar bjó Kristin siðustu árin sem hún liföi. Eitthvað mun hafa veriö ritaö um Kristinu Sigfúsdóttur og meðal þeirra sem þaö hafa gert, er Jón úr Vör. Gildi leikbókmennta af þessu tagi Það er yfirleitt ekki venja Timans aö fjalla um útvarps- leikrit, þau eru yfirleitt ekki tekin til meöferöar af dagblöö- unum. Astæöan til þess aö viö gerum nú undantekningu er aö þarna er á feröinni mjög óvenjulegur höfundur og með einkar haglega gjört verk. Vissulega staizt verkiö ekki samanburö viö nútima leikritun eins og hún gerist bezt, því bæöi Kristin undur. Sigfúsdóttir, rithöf- Baldvin Halldórsson, leikstjóri. leiklist hefur olbogarými höfunda áukizt og höfundar eru á allan hátt frjálsari en var fyrir hálfri öld, eöa svo. Hinn kurteislegi málflutningur Kristinar er siður en svo leiöinlegur og maöur er ósjálfrátt kominn með henni upp á heiði, þar sem fólkið situr viö vinnu sina I rökkrinu. Leik- ritiö er lika einkar fróölegt um þjóöhætti,sem nú eru horfnir og ætti þvi aö kvikmynda verkiö, meöan enn er til fólk sem kann t.d. ullarvinnu eins og hún var framkvæmd til forna, þvi þá væri hægt aö slá tvær flugur i einu höggi, kvikmynda ágætt bókmenntaverk eftir konu úr sveit og lýsa umhverfi þvi er hún lýsir meö oröum, meö myndum. Um flutning leikritsins, eöa frammistöðu einstakra leikenda veröur ekki fjallaö hér. Leik: stjóri var Baldvin Halldórsson, en nafn hans er ávallt nokkur trygging fyrir góöri leikstjórn enda nálgaöist hann þetta verk aö næmum skilningi — árang- urinn varö lika eftir þvl. Jónas Guðmundsson Bóklýsingar frá Finnlandi Ein myndanna á sýningunni I Norræna húsinu. Bóklýsing og hand- ritalýsing er liklega með elztu listgreinum i Evrópu, þeirra er fylgja siðmenningunni, reyndar er hún nokkru eldri en hið ritaða mál, sem hún nú fylgir, en myndletur er siður en svo dautt og ómerkt orðið, þótt þúsundir ára séu siðan rúnir og bók- stafir leystu það af hólmi. Vegvisirinn viö þjóöveginn er myndletur, skiltiö, sem bannar okkur — eöa leyfir aö nema staöar, allt er þetta myndletur, og kemur á sinn einfalda hátt i staöinn fyrir fjölda oröa — og tungumála.eins og til aö mynda myndir, sem haföar eru til aö- greiningar á kynjum i opinber- um klósettum Evrópu og Ame- rlku. Islendingar eru ullar þjóö og þjóöin þar sem allt er sagt meö orðum. Þrátt fyrir áhuga okkar á þvi aö varöveita sem allra mest á prenti: ekkert má vera ósagt, höfum við samt veriö ein- kennilega tómlát um þaö aö lýsa bækur, hvort sem þaö annars voru nú kort, uppdrættir eöa myndir, málinu til skýringar. Helzt er það aö viö tjáum okkur i myndmáli i ársreikningum landsvirkjunar eöa seölabank- ans, þar sem linurit eru dregin niöur i fenin, svo aö segja niöur á botn. Auðvitaö eru bækur lýstar hér á landi, einkanlega Barnabæk- ur, en að bókarskreytingar séu þungamiöja sögunnareraftur á móti sjaldgæfara, nema ef vera skyldi i barnabókum NjaröarP. Njarðvik, sem geröi sögu eftir myndum Halldórs Péturssonar listmálara af dreng. Þá geröi ung stúlka, Sigrún Eldjárn, einkar haglega, myndir i Spítalasögu fyrir börn, eftir sama höfund, þ.e. Njörö P. Njarðvik. Hingaö til lands hefur nú bor- izt farandsýning frá Finnlandi, sem fariðhefurum Noröurlönd- in á vegum finnska mennta- málaráðuneytisins, en þar eru Almenna.'bókafélagiö sendi frá sér þrjár litlar ljóöabækur snemma á þessum vetri. Hér vil ég minnast þeirra hverrar fyrir sig með örfáum óröum og gefa lesendum Timans nasasjón af efni þeirra og innihaldi. Þórunn Elfa Magnúsdóttir Elfarniöur Almenna bókafélagiö Þórunn Elfa er gamalkunnur höfundur þó aö hún hafi ekki mikið flikaö ljóöagerö sinni til þessa. Þaö sem hér er fram bor- ið er æriö sundurleitt, fjölbreytt og sennilega aö flestra dómi misjafnt aö gæöum. En hér er ýmislegt athyglisvert. Yrkis- efnin sum eru sérstaklega kven- leg, móðurreynslan sjálf, og eft- ir henni er vert aö hlusta. Brúður ársins 1961 er siguróö- ur þeirrar konu.sem meö list og lagi veiöir þann mann er hún kýs. Meira er þó lagt i Móöur- gleöi og þó engu siöur Slokknaö ljós. Konan má ekki vakna er samiö loröastaö hins drottnandi karlmanns og þar eru honum lögö þessi orö I munn: Ég er undir þeim dómi að líf mitt veröur aö renna gegnum móöurskaut svo megi þaö tengjast lifi kynslóðanna. Vei, ó, vei, að ég, maöurinn, meistarinn, kóróna sköpunarverksins, herra himins og jaröar, skuli ekki fær aö fæöa börn min, sjálfur og einn. Hvflik börn heföu þaö oröiö, vitur og veikleika firrö. Hins vegar fer hér eins og oft vill veröa aö ekki er sýnt þaö takmark sem liggur aö baki frelsisþrá konunnar eöa hvaö hún i raun og sannleika vill. I ástavisum sinum segir Þór- unn Elfa: 1 himnaranni ef hefði ég vist held mér þætti dauflegt stund- um, ÞRJU SKÁLD bókmenntir ef ég væri ekki kysst og um mig fariö sterkum mund- um. Svört sorg heitir eitt ljóöiö og er svo: Hugur minn er gagntekinn beiskju. Svartir eitraöir dropar drjúpa á hjarta mitt, einn eftir annan, óteljandi. Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Svartir, eitraðir sviöandi drop- ar, svo aö mér finnst sem hvergi muni ósáran blett aö finna. Ég þrái friöinn eilifa, þrái þig, Dauöi Anna Tauriala frá Helsinki flutti um bókiýsingar. sýnd verk eftir 13 fremstu barnabókaskreytendur Finna, og eru tekin með verk og höfundar hálfa öld aftur I tlm- ann. Meöal þeirra, sem þarna sýna, eru Tove Janson, Björn Landström, Camilla Michwit, Katriin Vlajamaa-Rissanen, Arne Nopsanen, Mana Karma, og Anna Tauriala, en sú siöast- nefnda hefur flutt fyrirlestur I Norræna húsinu, en þar voru finnskar barnabækur og höfundar þeirra til umræöu. fólk í listum fyririestur i Norræna húsinu Finnskar barnabókalýsingar á islandi Anna Tauriala er munahönn- uður og grafiklistamaöur, en hefur nú snúiö sér aö bóklýsing- um handa börnum einvöröungu, en auk þess teiknar hún leik- föng, semur bækur handa börn- um og fleira. Hún hefur hlotið verölaun fyrir vinnu sina, bæöi i Finnlandi og i öðrum löndum. 'Þaö sem vekur athygli okkar er fyrst og fremst hin afburða góöa tækni finnsku teiknaranna, hvort sem þaö nú er popplist Rissanen, eöa hinar nákvæmu og áhrifamiklu myndir Björn Lindström. Tove Janson er lika frábær listakona og geöþekkar eru vatnslitamyndir Mana Karma, sem fara einna næst þvi aö vera raunveruleg myndlist uppi á vegg af þvi sem þarna er sýnt, nema ef vera skyldu myndir Rissanen, sem minna i senn á kinverskar nýársmyndir og myndir I sængurfötum barna i velferöarrikjunum. Allavega, þá er okkur þaö ljóst aö Finnar kunna vel aö lýsa bækur handa yngstu kynslóðinni. Sýningar i Norræna húsinu. Þaö er svolitiö til óþæginda, að ekki liggja frammi nein gögn eins og sýningarskrár á sýning- um i Norræna húsinu, og á það einkum viö um sýningar I and- dyri hússins, eöa i bókasafninu, en þetta veldur fjölmiölum nokkrum öröugleikum, þvi upp- lýsingar i sýningarskrám tryggja aö rétt sé með fariö og aö nöfn útlendra listamanna séu rétt eftir höfö. Þessu þyrfti aö bæta úr. Þetta þurfa ekki endi- lega aö vera vandaðar skrár frá sjónarmiöi prentlistarinnar, heldur aöeins upplýsingar um listaverkin og listamennina. Ég vil nefna sýningu eins og sam- keppnina um byggöir I Vest- mannaeyjum. Þar var engar leiöbeiningaraöfá.Segja má aö tillöguuppdrættirnir séu eins konar sýningaskrár sjálfar, en allavega var þaö bagalegt aö fá t.d. ekkert aö vita um verö- launahafana. Eriendar sýningar ná betur tilgangi sinum, ef unnt er aö fjalla um þær i fjölmiölum, en þaö er naumast hægt án þess aö blaöamenn og gagnrýnendur hafi aögang aö handhægum upplýsingum. Það kann aö viröast aö sýn- ingar I forstofum húsa séu i eöli sinu minni háttar, en svo er ekki. Margar mjög áhugaverö- ar og skemmtilegar sýningar hafa verið haldnar i forstofu Norræna hússins, sem verö- skulda aö einhverjar skýrslur um þær birtist i blöðunum. Jónas Guömundsson Samt strýk ég bleikri óstyrkri hendi gegnum jarpan, sveittan hárflóka minn og bið heitt og innilega um frest, svo hugur minn nái aö veröa bjartur og beiskjulaus, er ég kveö þig erfiöa en undursamlega Lif. Þetta er eflaust skynsamleg bænagjörö en ekki myndi saka þó henni væru samferða ein- hverjar bendingar um ráö til aö losna viö hina eitruöu beiskju þvi aö ýmis góö ráö eru þar vissulega til. Magnea Matthiasdóttir: Kopar. Almenna bókafélagið. Magnea Matthiasdóttir er skemmtilega hög aö draga upp myndir. Hún gerir þessa mynd af venjulegum janúarmánuöi i Reykjavik: dökk skýin yfir götuljós speglast bilar á hraðferð i pollunum kvöldiö er þögult og blá draugaljós sjónvarpsins flökta i gluggum þessi borg á sér lit i huga fólksins gráan og blautan. Og vist er þetta eðlileg spurn- ing á timum lifsflótta og upp- gjafar: langar þig aldrei aö herpa þig saman i hnút draga inn magann og skýla höföinu milli hnjánna? langar þig aldrei aö þurrka sjálfan þig út eins og lélega teikningu meö alltof mörgum villum? langar þig aldrei aö sofna frá vandamálum vökunnar brauöstriti — vixlum -sty r jöldu m og vakna i bjartari veröld? ertu aldrei þreyttur? Seinni hluti bókarinnar ber nafniö Til mannanna minna. Þar ersitthvaö sagt á eftirminnileg- an hátt um þrá konunnar: Komdu sæll mjúkeygöi maöur meö bros á vör komdu snöggvast inn úr næðingnum og vermdu þig þú þekkir mig varla meö nafni eöa i viöræðu en samt hef ég oft horft i augu þín i draumum minum komdu snöggvast inn mjúkeygði maöur og vermdu þig. Þá þykir mér skemmtilega lýst viöhorfum sjómannskonunnar: þaö er ekki sanngjarnt aö viö þurfum alltaf aö skilja þegar hjörtu okkar fara að slá i sama takt eftir strætinu öslar fólk krapiö með regnfyllt vit þunga i augum og bognar herðar undan ábyrgö Magnea Matthfasdóttir. þaö er ekki réttlátt aö likamar okkar séu slitnir isundur þegar þeir hafa loks fundiö hvor annan en þaö ku styrkja ástina og gjaldeyrisforða þjóöarinnar. Eöa þessi saknaöarorö: veistu aö þegar þú ert ekki hjá mér heldur dregur fimmþúsund- kalla úrsjó til aö borga meö skuldir þá hægja ljósin innra með mér dansinn dagarnir teygja óþarflega mikiö úr sér og steypast i sama mót vissiröu þaö? Mega karlmenn ekki vel við una þessi kveöjuorð sem eru siöust I bókinni? Ef þaö væru ekki þessir menn meö hlýjar hendur og hver sitt bros — hvar væri ég þá? þeir gripa þétt um hjarta mitt meö sinu lagi eigna sér likama minn ræða málin langt fram á nætur vakna við hliö mina og kveöja aö lokum ef þaö væru ekki allir þessirmenn myndi mér eflaust leiöast. Sveinbjörn Baldvinsson. Sveinbjörn Baldvinsson: t skugga mannsins. Almenna bókafélagiö. Sveinbjörn Baldvinsson er kornungur maöur, enn á menntaskólaaldri. 1 þessu fyrsta kveri hans er viöa tekiö vel til oröa. Sveinbjörn viröist hafa alla buröi til aö geta staöiö framarlega i flokki þeirra ungu manna sem hafa veriö að kveöja sér hljóös siöustu árin. Sveinbjörn er sem vænta má barn sins tima og þvl er hann fulltrúi þeirrar kynslóöar sem trúleysi og tómleiki mótar f lestu fremur. Þvi segir hann: Á ystu mörkum eiliföar og óendanleika langt úti 1 lifvana myrkrinu liggur dáiö barn i lofttæmdri likkistu úr plasti. A legsteininum stendur: Hér hvilir tilgangur lifsins. Dánarorsök ókunn. 1 annan stað túlkar hann hræösluna sem er annaö höfuö- einkenni kynslóöar hans: Vélmenni meö vorið i úrbleikum augunum ganga um göturnar heltekin af hræðslu viö tæknilegar truflanir. ekkert svar ekkert lif enginn dauöi afhverju þú? afhverju ég? Og ekki er gengið fram hjá firringunni: 1 milljónum steinsteypubúra vafra um milljónir af blindum einmana sálum, sem þjást af andlegri isingu Þetta er ömurlegt lifsviöhorf enda verður það mörgum of- raun. Sér þá þetta unga skáld ekkert sem vera má til huggun- ar? Þekkir hann ekkert sem veita megi lifstrú og gleöi? Vist þekkir hann yndislega hlið á lifinu. Sá yndisleiki er bundinn mannlegum samskipt- um, óspilltum kenndum hlýju og tryggðar. 1 undraheimi hamingju og friöar leiðumst við glöö i gegnum hörmungar lifsins fordómar þröngsýni ekkert fær skiliö okkur sundur leiöin er löng en áfangar hennar samt alltof stuttir aö minnsta kosti alltof stuttir fyrir okkur Hann yrkir lika um vorbrosiö: Þaö var sólskin þú brostir og mér fannst þú segja: sjáðu, voriö er að koma og i brosandi augum þlnum speglaöist himinninn og voriö en kannske sagöiröu bara: geturöu lánaö mér strætómiöa------? Aö sjá himinninn og vorið speglast I augum annars er hamingja, lifsnautn. Sllkum leiöist ekki. Þeim veröur leiöin of stutt. Hver veröa yrkisefni hins unga skálds á komandi timum? Veröur það óttinn, firringin tómleikinn? Eöa veröur það fögnuöur þeirra sem eiga saman, vilja fylgjast og hafa fundiö sér verk- efni, tilgang, takmark? H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.