Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.03.1977, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 10. marz 1977 Whamm Gísli Kristjánsson: Um mjólk og mjólkumeyzlu Um allar aldir hefur mjólk verið me&al mikilvægustu þátta i næringu mannkynsins rétt eins og gerist um allar þær lifverur, sem tilheyra flokki spendýra. Móöurmjólkin er ófrávikjan- lega náttúrleg nauösyn á fyrsta æviskeiöi og langt fram eftir ævi. Eftir flokki spendýra er nátt- úrleg samsetning mjólkurinnar breytileg og þá um leiö viö hæfi sérstakra hópa innan umrædds ættbálks dýrarikisins. Lifeölisfyrirbæri í ríki náttúr- unnar segja okkur nokkuö um efnamagn mjólkur einstakra spendýrategunda og lifeölis- legan vaxtarhraöa ungviöisins, Þannig er t.d. staöreynd, aö móöurmjólk i mannheimi er tal- in hafa fitumagn, sem nemur 3,4% en barniö tvöfaldar þyngd sína á 180 döj>um Hins vegar er kanlnumjólk meö 10,5% fitu en kaninuunginn tvöfaldar sina þyngd á 6 dögum frá fæöingu. Hér skulu ekki rakin önnur dæmi úr heimi lifeölis- fræöinnar, aöeins skal þaö nefnt, aö i heimi búfjár okkar gengur kaplamjólk næst konu- mjólk aö sykurmagni, en kúa- mjólk hefur þriöjungi minna sykurmagn og ofurlitiö meiri fitu en konumjólkin. Meö úrvali viö kynbætur hefur tekizt aö færa fitumagn kúamjólkur verulega til hækkunar, og um ieiö er þá næringargildi hennar vaxandi, en þaö er nokkuö sem vissir aöilar telja og meta til heilsuspillis neytendum i mannheimi. A hinn bóginn veröur því varla neitaö, aö um allar aldir hefur mjólkin veriö megin stoö i næringu okkar Islendinga, sannnefnd heilsu- lind, og ætli hún sé þaö ekki enn þrátt fyrir hjárómaraddir, sem túlka önnur viöhorf. Óskir neytenda. t þá daga, er störf manna voru leyst meö likamlegri orku, var þaö eölilegt, aö menn leit- uöu leiöa til þess aö nærast af orkurikri fæöu fyrst og fremst. Þá var lagt kapp á aö auka fitu- magn kúamjólkurinnar. Hér á landi geröist þaö sérstaklega eftir aö hætt var aö „færa frá”, en fyrrum var sauöamjólk ekki óverulegur þáttur I næringu islenzku þjóöarinnar, þvi aö meö 8-9 % fitu, sem er i sauöa- mjólk, fékkst mikiö orkumagn, er færöi þjóöinni þrek og þrótt. Sauöamjólkin er horfin, lömbin ein nærast nú af henni. Sauöa- þykkniö meira aö segja óþekktaaf fjöldanum, nokkuö, sem viö söknum, er þess neytt- um i bernsku og æsku. Vist var fjölbreytni nokkur i neyzluvenjum i fyrri daga, þegar völ var á bæöi sauöamjólk og kúamjólk og mjdlkurvinnsla var heimilisiön- aöur. Og á okkar dögum er fjölbreytni mikil þegar velja skal um tegundir iönvöru, sem framleidd eru úr kúamjólk. Viö Islendingar erum meöal þeirra fremstu I flokki þjóöanna, sem nærast af mjólk i miklu magni, og ekki er annaö vitaö en aö hér sé barnadauöi minni en viöast annars staöar og langlifi manna í fremstu röö. Af þvi veröur varla ráöiö aö mikil mjólkurneyzla sé heilsu- spillandi. Ab viö óskum fjöl- breytni i mjólk og mjólkurat- uröum er bara mannlegt. Viö eigum þess kost aö kaupa bæöi nýmjólk og undanrennu, sýröa mjólk, fblandaöa ýmsum auka- efnum til bragöbætis, margar tegundir ágætra osta auk smjörsins, og svo umræddra frumefna sem blandaö er I ýmis fæöuföng og þannig gerö aö verzlunarvöru. Þegar um ræöir hina venjulegu neyzlumjólk, hefur til þessa veriö völ á „nýmjólk”, sem erblanda af mjólk úr öllum þeim kúm, sem leggja til nytjar til sendingar i mjólkurbúin, samlögin, eöa hvaöa nöfn, er viö þykir eiga aö gefa þeimvinnslustöövum, sem viö öll þekkjum. Og svo er þaö „undanrennan”, svo aö segja fitulaus mjólk meö nafni, sem var sannnefni I þá daga er mjdlkin var sett I trog og þar stóö hún meöan fitan sté til yfir- borösins. Þannig var rjóminn skilinn frá öörum efnum ný- mjólkurinnar, undanrennan rann undan þegar tappinn var tekinn úr troginu. Nú eru svo sagt aö fólki þyki undanrennan bragölitil og aö hjá okkur sé hún ekki teljandi markaösvara. Þvi villfólk fá „hálffeita” mjólk hér á landi, eins nú gerist meö grannþjóöunum. Og svo er sagt, aö yfirvegun þessa efnis sé i gangi og liklega veröi mjólk meö litlu fitumagni á boöstólum innan tiöar, og ekki bara nýmjólk og undanrenna, sýrö og ósýrö, til neyzlu á markaöi. Ný mjólkurtegund. Ef fólk fúlsar viö undanrenn- unni má vel vera eölilegt aö sinna óskum þeirra, er ekki þora aö neyta nýmjólkur af ótta viö æöakvilla, hjartagalla og aörar veilur, sem hjátrúarfólk telur nýmjólkurneyzlu valda. Þvi þá ekki aö prófa mjólk með svo sem 1% eöa 1,5% fitu? Mjólkurverkfræðingar segja, aö vélbúnaöur mjólkurstöövanna hafi hæfni til þess ab takmarka fitumagniö viö ýmis mörk, og stöölun fitumagns sé því ekkert vandamái, en umbúðir hljóta aö sjálfsögöu aö vera auökenndar á viöeigandi hátt og svo er ekki nema sjálfsagt.aö slik mjólk fái sitt sérheiti. En hvað á aö kalla þá mjólk? Danir kalla hana „lettmælk”. Norömenn gera eins, þar heitir hún lika „iettmelk”. Á hún aö heita léttmjólk á islenzku? Það skal játaö, að þá værum viö á bylgjulengd viö grannþjóðimar. En þá mundum viö kalla yfir okkur þaö viöhorf almennings, aö hér væri um aö ræöa lélegan kost, léttmeti, eins og þaö er nefnt á almennum vettvangi, sem er lftilfjörlegt, lftils viröi, aö ekki sé sagt ómerkilegt. En mjólk meö 1% eöa 1,5% fitu er ekki ómerkilegt fæðuefni né næringarefni. Fitan yröi stööluö viö ákveöið mark og mættí þvi vel kalla mjólkina „mark- mjóik” eða þá hreinlega „staöalmjólk”, hvoru tveggja réttnefni viö hvaöa mark eða staðal sem fitumagnið yröi ákveöiö. Þaö er ekki nauösynlegt aö nota annarra -þjóöa fordæmi og fara eftir þeim, en mjólkin er mikilvæg næring og verðmæt framleiðsla til næringar ungra og aldinna og því þá ekki aö far a hér aö annarra fordæmi? Hitt er svo annaö mál, aö til þessa hefur ekki verið — reglugeröum samkvæmt— leyfilegt aö hafa á markaði mjólk, sem eitthvaö 'hefur veriö tekiö úr eöa f bætt, nema aö gefa vörunni umleiö sérheiti þegar á markaö kemur. Og viö verölagningu hefur til þessa ekki mátt gera mismun á mjólkinni i Reykjavik, sem jafnan hefur haft undir 4% meöalfitu, og mjólkinni á Akureyri, sem um árabil hefur veriö langt yfir 4% og þvl miklu meiri aö næringargildi en hin fyrrnefnda. En svona er nú þetta. Og auövitaö kemur nýtt nafn til ef fitusneydd mjólk kemur á markaö hér. En hvaö á aö kalla þá vöru? Annarra viðhorf. „Hvad skal vi. meö lettmelk? ” Þetta er yfirskrift á stuttri grein i norska blaöinu: Verdens gang, fyrir nokkru. 1 greininni var sitthvaö tilgreint til foráttu þessu nýtizku fyrirkomulagi, en vafalaust hefur þaö líka ein- hver ja kosti, þó aö þeir séu ekki augljósir i megindráttum. Og eitt er náttúrlega vist, aö umbúöirnar kosta jafnt hvert sem verðgildi og raunvirði sjálfra'r mjólkurinnar er. 1 umræddri grein var litur umbúðanna talinn óviöeigandi og svo var á þaö minnzt, að fólk gæti vafalaust fengiö vltamín á hagkvæmari og ódýrari hátt en aö láta blöndun þeirra I mjólk- ina i hendur manna sem vinna á m jólkur stöð vunum. Raddirneytenda og viöhorftil umræddrar markmjólkur voru þar sagöar almennt þær, aö þessi tegund mjólkur sé eiginlega verksmiöjufram- leiðsla og ekki náttúrleg mjólk úr náttúrunnar riki. . „Hún minnir mann mest á þá ‘ mjólk, sem maöur fær I útland- inu og hefur þau áhrif, aö eitt af þvi fyrsta, sem maður óskar sér þegar komiö er heim til Noregs, er einmitt okkar góða norska mjólk.” Dönsk „letmælk” Um allmörg ár hafa Danir lagt kapp á aö hafa fjölbreyttar tegundir mjólkur á markaði. Þaö hefur um áratugi veriö viö- kvæöi þar i landi, að mjólk sé „fóður handa kálfum en drykk- ur handa mönnum”. Siðan nær- ingarefnafræði hefur komiö bet- ur til vegs og virðingar meðal almennings þar i landi, hefur viöhorfbreytzt aö nokkru svo aö bæöi mjólk og ölhefur veriö hátt | á baugi i næringarlegu tilliti. I Þvi hefur fjölbreytni i tegunda- vali mjólkur þótt bæði viðeig- andi og sjálfsögö. En þótt svo hafi veriö þar er ékki þar með sagt, aö þaö sé viöeigandi alls staöar. Þaö hefur vissum aðilj- um i Noregi ekki heldur þótt hafandi sem fyrirmynd. Landssambandi norskra sjálf- stæðiskvenna hefur aö minnsta kosti ekki fundizt ástæöa til aö fara aö dæmi Dana i þessum efnum, þegar þaö samþykkti, að hætt skyldi aö verja fjármunum til áframhaldandi sölu á mark- mjólk þar i landi. „Það er beinlinis sóun fjár- muna aö vera aö senda þess teg- und mjólkur á markaöinn. Þaö erenginn vandi aö búa til mark- mjólk, þaö getum viö konur sjálfar, ef ástæöa þykir til. Viö kaupum þá bara nýmjólk og undanrennu og blöndum saman i þeim hlutföllum, sem okkur sýnist, þá höfum við „lettmælk” af þeirri gerö, sem hverjum hentar. Þó að Danir viöhafi þá flónsku að selja þessa gerö mjólkur I sérlegum umbúöum, þurfum viö ekki endilega að feta i þeirra spor. Þær 50 milljónir norskra króna, sem þegar hefur veriö variö i þessu skyni, eru farnar i súginn. Þó aö bæöi Dan- ir og Sviar selji mjólk af þessu tagi, erekki þar meö sagtaö hiö minnsta tilefni sé fyrir okkur aö gera eins”. Getur veriö aö ályktun um- rædds félagsskapar eigi viö einnig á lslandi? Þaö er aö minnsta kosti liklegt aö svo sé. Þó aö milliliöakostnaöur sé tals- vert lægri hér en hjá öörum, frá þvi aö mjólkin fer frá fjósi unz égkaupi hana i mjólkurbúöinni, ervarla ástæöa tilaö auka hann meö ráöstöfunum, sem hafa I för meö sér aukaútgjöld. Fjöl- breytni i hagræðingu sýröra mjólkurtegunda er án efa eðli- legri og eftirsóknarveröari fyrir okkur neytendurna, eöa hvaö?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.