Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 22. marz 1977 Búðir, fyrirtæki og gangstéttarkaffihús við Austurvöll: Líf færist á ný í gamla bæinn SJ-Reykjavik A næstunni mun lifið við Austurstræti og Austur- völl væntanlega skipta nokkuö um svip. Siðustu daga hafa veriö að taka til starfa smáverzlanir og fyrirtæki I gömlu tsafoldarhúsunum, Austurstræti 8-10 og auk þess verður þar gangstéttarkaffihús, „konditori”, og snýr það að aö Austurvelli. Þá eru uppi um- ræöur um að Vallarstræti veröi opnaö aftur, en það lá milli tsa- foldar og núverandi húss Pósts og sima, áður Sjálfstæðishús- inu, frá Austurvelli út á Hótel tslandslóðina öðru nafni „Hall- ærisplan.” Sverrir Kristinsson, Jón Guðmundsson og Leó Löwe, ungir athafnamenn, eiga tsa- foldarhúsin og standa fyrir framkvæmdum 'þessum, sem fengið hafa góðar undirtektir hjá borgaryfirvöldum, kaup- mönnum við Austurstræti og öðrum. Svo virðist sem menn voni að þetta veröi til að aftur færist lif og fjör i bæinn. Húseignirnar Austurstræti 8- lOhafa verið endurbættar. Hlið- in, sem snýr að Austurvelli, er viðarklædd og þrjár hurðir vita út að Alþingishúsinu. Lovisa Christensen og Óli Þórðarson eigendur Litlu teiknistofunnar i Hafnarfiröi hafa annazt skipu- lag og breytingar innanhúss sem utan. Auk þeirra hafa eftir- taldir unnið að framkvæmdum — Húsgagnaverzlun Hafnar- fjarðar, Samúel V. Jónsson pipulagningameistari og Aðad- steinn Tryggvason, rafvirkja- meistari. Eftirtaldar verzlanir verða til húsa, þar sem bókaverzlun ísa- foldar var áöur: Gjafavöruverzlunin Heimaey, sem áður var i Miðbæjarmark- aðinum, og verzlar með gjafa- vörur svo sem Bing ög Gröndal postulin, fjölmargar gerðir af lömpum, skermum og fleiru. Skartgripaverzlunin og gull- smiðastofan Djásn, sem legg- ur áherzlu á sölu og smiði inn- lendra skartgripa og fullkomna og skjóta viðgerðarþjónustu, teiknun og hönnun á sérsmiði. Eigandi Davið Jóhannesson, sem hingað til hefur starfað hjá föður sinum Jóhannesi Leifs- syni gullsmið Tfzkuverzlunin Sonja, sem selur tizkufatnað á konur á öll- um aldri. Snyrtivöruverzlunin ísadora, sem hefur m.a. á boðstólum franskar snyrtivörur frá Sothys og Arnaud, sem fást aðeins þar og hjá Snyrtistofu Gróu við Vesturgötu.Ragnheiður Harvey snyrtisérfræðingur er eigandi verzlunarinnar. Hún hefur unn- ið við snyrtingu hjá Sjónvarpinu og snyrtistofunni Kristu. Þá er á neðri hæð tsafoldar kynningarbás, sem verður leigður út til lengri og skemmri tima i senn. Fyrsti leigutakinn er Hið islenzka bókmennta- félag, stofnað 1827, semereldra ensjálfthúsið,sem þó erum 100 ára gamalt. Þar eru nú m.a.kynnt fjórtán Lærdómsrit bókmenntafélagsins, Saga Islands tslenzkar gátur og tslenzkar æviskrár. Upplýsing- arum leigu á kynningarbásnum veitir Eignamiölunin simi 27711. Þarna er auk þess Fjölritunar og ljósritunarstofan Rúnir simi 25120, sem annast fjölritun og ljósritun, og plasthúðar einnig pappir, offsetf jölritar' eyðublöð og tekur afrit af húsateikning- um. Afgreitt meðan beðið er. Kökuhúsið opnar eftir helgina gangstéttarkaffihús á miili Isa- foldarog þess húsnæðis þar sem skóverzlunin Rima var áður, en þar verður einmitt bókaverzlun lsafoldar til húsa i framtfðinni. A efri hæðinni, loftinu, er verzlunin Linan, sem selur létt húsgögn og ýmsa smáhluti, einkum úr tágum og bambus. Vörur þær sem nú eru á boðstól- um eru m.a. frá Italiu og Filippseyjum. Framkvæmda- stjóri Kristján Ólafsson. Alviörumálið: Krefst þess að gjafabréfið verði dæmt ógilt Krafla: Skjálft - um fjölgar aftur JB-Reykjavik — Undanfarna sólarhringa hefur skjálftum farið fjölgandi i Mývatnssveit. A súnnudaginn mældust þar 140 skjálftar og þeg- ar talningu var að ljúka um nónbil i gær, höfðu mælzt 132 skjálftar frá þvi sama tima daginn áöur. Einar Svavarsson á skjálftavaktinni i Reynihliö sagði i viðtali viö Timann I gær aö nokkrir stórir skjálftar hefðu mælzt á sunnudaginn og siðasta sólarhring mældust sjö meira en tvö stig, sá stærsti tvö og hálft stig. Einstaka skjálftar fundust viö Kröflu. Stöðvarhúsiö heldur enn sinu striki — risið heldur áfram og hefur noröurendi hússins mið- að við suöurendann hækkað um 9.2 mm. Aö sögn Einars hafa jarðvisindamenn ekki látið uppi neinar skýringar á þessum breyttu háttum nátt- úruaflanna, né hvað valdi þeim, heldur biða þeir og sjá hvað setur. Kjörsókn góð i prestskosning- um í Hafnar firði — kosning ólögmæt i Viðistaðasókn JB-Rvlk. A sunnudaginn var kosið til prests i tveim presta- köllum, Hafnarfjarðarpresta- kalli og Viðistaöaprestakalli. Nú eru um fjörutiu ár siöan prestskosningar fóru siöast fram i Hafnarfjaröarpresta- kalli, en Viöistaðaprestakall var áður hluti af þvi. Tveir voru I framboði i Hafnarfiröi, sr. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir og sr. Gunnþór Ingason. Kjör sókn var mjög góö eöa rétt tæp 70%. A kjörskrá voru 3565 og greiddu 2461 atkvæði, þar af 1354 konur og 1167 karlar. 1 | Viðistaðaprestakalli var sr. Sigurður H. Guömundsson einn i framboöi. Þar voru á kjörskrá 2106, en 1036 neyttu atkvæðisréttar sins. Eru þaö 49.2%, og vantar ein tuttugu til þrjátiu atkvæöi upp á að kosn- ingin teljist lögmæt. Úrslit kosninganna verða ekki ljós fyrr en á fimmtudaginn. SJ-Reykjavík Magnús Jóhannes- son á Selfossi hefur fyrir skömmu stefnt sýslunefnd Arnessýslu og stjórn Landverndar til ógildingar á gjafabréfi vegna jaröanna Al- viðru og öndverðarness II. Mál þetta hefur verið þingfest, og mun Páll Hallgrimsson sýslumaður Amessýslu vikja sæti sem dómari I málinu, og setudómari koma I hans stað. Ekki er búið að ákveða hver hann verður. Magnús Jóhannesson gaf Land- vernd og Arnessýslu Alviðru og Ondverðarnes II með gjafabréfi 1. febrúar 1973. 1 stefnunni er krafizt ógildingar og/eða riftunar á þeim forsendum að Magnús hafi með ótilhlýöilegum hætti verið fenginn til að gefa jarðimar, en til vara vegna þess að ekkihafi verið staöið við ýmis ákvæði i gjafa- bréfinu um meðferð á jöröinni og annað. Lögmaður Magnúsar Jó- hannessonar er Garðar Garðars- son I Keflavik, en lögmaður Páls Hallgrimssonar og Hákonar Guð- mundssonar fyrir hönd Ames- sýslu og Landverndar er Hilmar Ingimundarson Reykjavik. .. 1111 11 1 1 “"x Ullarvörur i Kaupmannahöfn ÍSLENZKAR TÍZKUVÖRUR SELDUST VEL Dagana 17.-20. marz fór fram kaupstefnan Scandinavian Fashion Week I Bella Center, Kaupmannahöfn. 7 fyrirtæki fóku þátt i sýningunni, en þau eru: Alafoss — Gráfeldur — Prjónastofa Borgarness — Les Prjón — Hilda — Alis og Sam- band iönaðardeild. Sýnt var á stóru sýningarsvæöi, samtals 350 ferm. sem er stærra svæöi en nokkru sinni fyrr. Sjö Islenzkar sýningarstúlkur tóku þátt i sýningunni og höföu tizkusýningar þrisvar á dag. Þóttu þær takast sérstaklega vel og sáu þúsundir sýningar- gesta sýningarnar. Sérstakur hádegisverður var haldinn fyrir blaðamenn, og komu þangað um 30 blaöamenn viðs vegar að, aðallega frá Norðurlöndum. Var boöiö upp á islenzkt lambakjöt og islenzkt brennivln meðal annarra veit- inga og haldin sérstök tizkusýn- ing. Fyrir hádegisveröinum stóð islenzki sendiherrann i Kaupmannahöfn. Margir blaðamannanna skoð- uðu vöruna rækilega og tóku myndir, Hefur Isl. vörunnar veriö lofsamlegagetiði þýzkum, enskum og norrænum fagblöð- um fyrir sýninguna, en að þessu sinni var sérstök samvinna höfð viö blaðadeild Bella Center. A sýninguna komu fleiri gest- ir en nokkru sinni fyrr eða um 20% fleiri. Er þetta athyglisvert þar sem sýningargestir reynd- ust færri á IGEDO sýningunni I Diisseldorf, sem var i sömu viku og fjögur islenzk fyrirtæki tóku þátt I. Islenzka sýningarvaran seld- ist vel enda þótt vissrar sölu- tregöu gæti almennt i Evrópu um þessar mundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.