Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 22. marz 1977 n tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306; Skrifstofur i Aöal- stræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingá- simi 19523.. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.. Báknið og Sjálf- stæðisflokkurinn í málgögnum Sjálfstæðismanna er oft talað um báknið i miklum umvöndunartón og er þá átt við rikið og stofnanir þess. Jafnframt er lát- ið að þvi liggja að Sjálfstæðisflokkurinn sé mikill andstæðingur þess„ að báknið færist út, og hann hafi gert sitt til að draga úr vexti þess. Hins vegar hafi hann ekki komið þvi fram vegna samstarfsflokka sinna fyrr og siðar. í tilefni af þvi er rétt að upplýsa, að ekki er Timanum kunnugt um siðan núverandi stjórn- arsamstarf hófst neinar meiriháttar tillögur Sjálfstæðisflokksins um að draga úr bákninu. Sá hluti rikisbáknsins, sem heyrir undir ráðu- neyti Sjálfstæðismanna hefur ekki þanizt minna út en hinn hlutinn, sem ekki heyrir undir þá, nema siður sé. Það hefur heldur ekki farið mikið fyrir tillögum Sjálfstæðismanna á þingi um að draga úr bákninu. Þvert á móti liggja fyrir nokkrar tillögur frá þeim um hið gagn- stæða, t.d. frumvarp um lögsögumann Alþingis og þingsályktunartillaga um upplýsingastofn- un verzlunarinnar. Hér er um tvær nýjar opin- berar stofnanir að ræða, sem vafalaust má færa rök fyrir að geti reynzt gagnlegar, en ó- neitanlega myndu þær stækka báknið og auka útgjöld rikissjóðs. En þetta segir ekki alla söguna um raun- verulega afstöðu Sjálfstæðismanna. Það er ekki alls staðar sem þeir þurfa á samstarfs- flokki að halda, heldur ráða einir og geta þvi mótað stefnuna. Þetta gildir t.d. um lang- stærsta bæjarfélag landsins, Reykjavikurborg, sem raunar er eins konar riki i rikinu. Kring- um borgarstjórnina hefur risið upp bákn, sem alltaf er að vaxa og gefur rikisbákninu vissu- lega ekki neitt eftir i þeim efnum. Reykjavik- urborg er óyggjandi dæmi þess, að báknið dafnar ekki siður, þar sem Sjálfstæðismenn ráða einir en þar sem þeir þurfa að vinna með öðrum. Sjálfstæðismenn ættu þvi að hætta öllum látalátum og þykjast vera sérstaklega andvig- ir bákninu. Þeir eiga sinn þátt i hinum mikla vexti þess ekki siður en aðrir flokkar. Enginn flokkur hefur lika komið sér eins vel fyrir i bákninu og Sjálfstæðisflokkurinn, og gildir það bæði um rikið, bankana og Reykjavikurborg. Alltaf þegar til alvörunnar kemur standa Sjálfstæðismenn fast um þessi vigi sin. Jafnréttiskrafa Eins og glöggt hefur komið fram á bænda- fundunum sem haldnir hafa verið viða um land að undanförnu, rikir mikil óánægja meðal bænda vegna skorts á fullnægjandi rekstrar- lánum. Þótt nokkuð hafi áunnizt i þessum efn- um hin siðari ár fyrir forgöngu Halldórs E. Sig- urðssonar landbúnaðarráðherra, skortir enn verulega á, að fengizt hafi fullnægjandi lausn. Nú er enn einu sinni verið að vinna að þessum málum, og verður að leggja áherzlu á, að sú lausn fáist, sem bændur geta unað við og er sambærileg þvi, sem aðrar stéttir búa við. Bændur þurfa að fá afurðir sinar greiddar fljótt ekki siður en launamenn kaupið sitt. Það er jafnréttiskrafa sem ekki verður með neinni sanngirni staðið á móti. Fyrir bændur skiptir miklu að lausn þessa máls fáist sem fyrst. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Aftur er barizt um Katanga Verður enn reynt að stofna ríki þar? Mobutu BARATTAN um yfirráö Kat- anga-héraös, sem nú nefnist oröiö Shaba, er hafin á nýjan leik, en hún setti verulegan svip á heimsatburðina á árun- um 1960-1966, einkum þó á árunum 1960-1962. Belgiska Kongó, sem nú gengur undir nafninu Zaire, fékk sjálfstæöi sitt viöurkennt sumariö 1960, en örstuttu siðar lýsti helzti stjórnmálaleiötoginn i Katanga, Moise Tshombe, yfir sjálfstæði Katanga og aöskiln- aði þess frá öörum hlutum Kongós. Yfirleitt var taliö að Tshombe væri þar ekki einn i ráöum, heldur stæöu belgiskir auðhringir aö baki honum, en I Katanga er einhverjar auöug- ustu koparnámur i heimi. Belgfsku auöhringarnir vildu gjarnan ráöa yfir námunum áfram og studdu þvi Tshombe til valda. Þeir hjálpuöu honum til að koma upp talsveröum her undir stjórn hvitra mála- liða. Herliö Kongós stóöst Katangahernum ekki snúning og sneri stjórn Zaire sér þá til Sameinuðu þjóðanna, sem ákváöu aö skerast i leikinn undir forustu Svians Hammarskjöld, sem þá var framkvæmdastjóri þeirra. Hammarskjöld fórst i flug- slysi i Katanga haustiö 1961, en skömmu slöar tókst herliöi, sem Sameinuöu þjóöirnar sendu á vettvang, aö brjóta Katangaher á bak aftur og innlima Katanga I Kongó aö nýju. Flestir hermenn Kat- angahersins flýöu þá til Ang- ola og gengu á mála hjá Portúgölum. Nokkru eftir aö Mobutu tók sér einræðisvald I Kongó 1965, var gerö ný upp- reisnartilraun i Katanga, en hún var bæld niður. Uppreisnarmennirnir flýöu til Angola og samein- uöust þeim Katangamönn- um, sem voru þar fyrir. Áriö 1974, þegar ljóst var oröiö, aö Portúgalar myndu hrekjast frá Angola, gengu Katanga- menn úr þjónustu þeirra og geröust stuöningsmenn þeirr- ar sjálfstæöishreyfingar I Angola, sem nú hefur náö þar völdum meö aöstoö Rússa og Kúbumanna. ÞESSIR hermenn frá Katanga viröast alltaf hafa stefnt aö þvi aö halda heim aftur, ef tækifæri biðist og þvi haldiö allvel hópinn. Stjórn Zaire virðist þó hafa veriö hætt aö óttast þá, þvi aö hún hefur haft sáralitinn hernaöarlegan viö- búnað I Katanga, og innrás Katangamanna, sem hófst skömmu eftir siöustu mánaöamót, viröist hafa kom- ið henni á óvart. Innrásar- mönnum hefur lika oröiö verulega ágengt. Þeim hefur tekizt aö ná nokkrum borgum á vald sitt og stefna i áttina til Kowesi, þar sem mesta kopar- vinnslan fer fram. Fyrir stjórn Zaire er öröugra um varnir en ella sökum þess, aö regntiminn stendur yfir, og verður þvi auknu herliöi ekki komiö fljótlega á vettvang, nema flugleiöis. Þvihefur hún leitað aöstoöar Bandarikj- anna, Belgiu og Frakklands um aðstoö viö slika flutninga, auk meiri hergagna. Þessi hjálp hefur aö einhverju leyti verið veitt, en öll þessi riki vilja þó fara varlega I þetta, unz atburöarásin skýrist bet- ur, en margt er enn óljóst i sambandi við hana, þvi að -fréttir eru mjög óljósar frá Katanga. Þannig eru tölur um fjölda innrásarhersins mjög á reiki. Stjórn Zaire telur hann vera um 5 þús. manns og séu Kúbumenn meðal þeirra. Aör- ar fréttir telja innrásarliðiö vera frá 800-2000 manns séu og hvitir málaliðar i hópi þeirra. Yfirleitt ber slöargreindu fréttum saman um, aö megin- kjarni þessa liðs séu fyrrver- andi hermenn Katangahers. Þeim mun verða ljóst, er þeir snúa nú heim aftur, aö margt hefur breytzti Katanga siöan þeir flúöu þaöan. Mobutu hef- ur breytt öllum nöfnum til aö má út evrópsk áhrif. Þvi heitir Kongó nú orðiö Zaire og Kat- anga nefnist orðiö Shaba, eins og áöur segir. Þá hafa kopar- námurnar veriö þjóönýttar, en þaöan fær Zaire um 70-80% af útflutningstekjum sinum. Þaö yrði þvi mikiö áfall fyrir Zaire aö missa Shaba. ENN VIRÐIST það ekki full- ljóst, hvaö fyrir innrásar- mönnum vakir. Sumir telja þá stefna aö rlkisstofnun i Shaba. Aörir telja innrásina aöeins þátt I alhliöa uppreisn gegn Mobutu, og megi þvi brátt vænta uppreisnartilrauna I öðrum landshlutum. Zaire er mjög viölent land, þar sem búa um 200 þjóðflokkar, og er þvi ekki auövelt aö halda rik- inu saman. Þá eru fréttir enn á reiki um það, hvort stjórnir Angola, Sovétrikjanna og Kúbu styðji innrásarherinn. Sitthvaö þykir benda til, aö þessar stjórnir geri þaö, a.m.k. óbeint. Enn hafa þó ekki önnur stjórnvöld fullyrt þetta en þau kinversku. Þvi hefur verið lýst yfir i Peking, aö Rússar standi á bak við innrásina og þvi muni kin- verska stjórnin ekki gagnrýna þaö, þótt Bandarikjastjórn veiti stjórn Zaire hernaöar- lega aöstoö. Þ.Þ. Uppdráttur sem sýnir Shaba (Katanga) Innrásarmenn hafa hertekiö Kapanga og Dilolo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.