Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 12
12 Þriöjudagur 22. marz 1977 Lotning fyrir hinu ókunna bókmenntir ÞJOÐLE6 HAG MÆLSKA en verö þá eins og góB og gömul kirkja ,em grætur yfir þvi aö vera tóm Tækifærisvisur standa fyrir sinu eins og þessar afmælisvls- ur til Þorsteins Viglundssonar: Lagt var djarft á lifsins sjó lagiö hiklaust tekiö. Fargögn traust af festu nóg fleyiö samanrekiö. Sjötuga þú siglir dröfn syngur kátt i reipum Enn er leiöin löng i höfn Lát þú sjóöa á keipum. Þó finnst mér sem ég kynnist Hafsteini betur i kvæöunum og nefni þá Dóttur Eyjanna, Þanka skyttunnar og Konurnar i flök- unarsalnum, sem er gott kvæöi. Þaö hafa ekki allir sem taldir eru til skálda lagt jafnmikla aldarfarslýsingu og alhliöa mannvit i eitt smákvæbi. H.Kr. Hafsteinn Stefánsson Leyndarmál steinsins Ctgefandi: Skákprent Hafsteinn Stefánsson er aust- firzkur maöur sem lengi hefur áttheima i Vestmannaeyjum og er nú Hblega hálfsextugur. Hann er góöur hagyröingur i þjóölegum stil og af góöum og alþýölegum hætti hefur hann notað stökuna til aö krydda hversdagsleikann. Þetta er ljóöabók eftir Haf- stein. Guömundur G. Þórarins- son gefur bókina út og hefur rit- aö formála þar sem hann kynn- ir höfundinn. Segir hann þar nokkrar góöar sögur um tiísvör Hafsteins i óbundnu máli, en maðurinn hefur skemmtilegt kýmniskyn og er oft fljótur til svars þegar á liggur. Lausavisan skipar töluvert rúm I þessari bók og vinir henn- ar munu viröa hana vel, þó aö höfundur segi af yfirlætisleysi: Mig langar stundum ákaft til að yrkja um undur fagurt lif og hagablóm Sigvaldi Hjálmarsson: Vatnaskil Nokkur ljóö Vikurútgáfan. Sigvaldi Hjálmarsson hefur á seinni árum lagt sig eftir aust- rænum fræöum og unnið I félagsskap guöspekinnar. Svo sem vænta má bera ljóö hans mjög svip af þessu. Hógvær tilfinning fyrir mikil- leika hins óþekkta er einkenni þessara ljóða. Hógværöin á sér rætur t vissunni um smæö mannsins, en þeirri smæöartil- finningu fylgir þó ekki sú tóm- leikakennd og trúleysi sem viöa eitrar hugarfar manna og verö- ur aö andlegu drepi, þvi aö hér er maðurinn skynjaöur sem hluti lifsheildarinnar. Þegar Sigvaldi gerir bæn sina segir hann: Þú sem á mér heldur i andardrættinum, upp mig lýs, gef ég megi breytast gef ég megi breytast, gef ég megi halda áfram Sigvaldi Hjálmarsson Og ennþá er þetta fjarri sem ævin fór i aö þrá. Þó er engu kviðið, þvi skáldið veit aö þó aö húmvön augu þoli birtu illa og þvi taki sumir ljós- inu illa er ástæðulaust aö kvarta og kviöa, þeir kveikja sjálfir þegar timar liöa. Þeir eru ekki ennþá búnir aö hima i eigin myrkri nógu langan tima. Niöurlagsoröin i þessu ljóöa- kveri eru aö vissu leyti einkenn- andi fyrir skáldiö og heimspeki þess: aö breytast óendanlega i þig- aö allt sem þörf er á'aö segja er ekki hægt að segja. og þvi er bezt að þegja! Þráin og leitin eru fyrir- feröarmikil i þessum ljóðum og niðurstaðan jafnan ein: Þetta er ályktun eftirmálans sem dagsettur er 7. október siöastliöinn. H.Kr. Góðvættir senda skutulsveina Óskar Aöalsteinn: Vökuljóð fyrir alla. Ægisútgáfan. Efni þessarar bókar er kallað aö sé f jórir ljóðaflokkar er heita svo: Eyjavaka. — Vitaljóö. — Lampinn. — Kjarvalskviöa. Þá er þó eftir aö geta um teikning- ar Gisla Sigurössonar sem eru nokkrar og vissulega bókar- prýöi. Erfitt rim finnst ekki I þessari bók og raunar litiö um rim. Dæmi um formiö er þetta loka- stef Eyjavöku: Heimey fjöllin þin i grænu flosi — þegar vorar. Og smáálfar fara i feröalög út um öll Eyjasund — þegar kvöldar. Gleyma sér i sólmóöunni — sofna inn á rjómalygnuna — litla stund Og fugl i bjargi — fugl i mó fá sér blund. Ætti ég aö finna eitthvert sýnishom þessa skáldskapar eöa þeirrar lifsskoöunar sem aö baki býr veldi ég þetta úr Vita- ljóöum: Óskar Aöalsteinn Margt litur glaöur maöur sér til yndis. Og margt er honum gott gert. Góðvættir senda honum skutil- sveina og leiöa hann um einstigi — svo finni hann heimastiginn sinn Þetta er boöskapur skáldsins. Þriöju flokkurinn, Lampinn, er að visu um þá sem horfnir eru frá æskustöövunum en þær og fortiöin halda þó áfram að vera hluti af lifinu og tilverunni. Og minning hennar er titrandi hljómur i brjósti minu — sem aldrei týnist Kjarvalskviöa er samin út frá persónulegum minningum og kynnumhöfundar viö Jóhannes Kjarval. Kenndarljóö og tilfinninga- skáldskapur er vandmeðfar- inn. Lesendur njóta sliks ekki til fulls nema þeir tileinki sér hug- blæ höfundarins og finni til með honum. Þaö er Iþrótt skáldsins aö hrifa lesandann með sér. Þaö hefur löngum gengiö mis- jafnlega og kemur hvort tveggja til, takmarkanir skáldsins i túlkun og ónæmi les- anda. Þvi er þaö svo algengt að einum veröur þaö allgóöur skáldskapur sem öðrum er lit- ilsviröi. Þvi er það svo tak- markað hvaö hægt er aö meta gildi skáldskapar fyrir aöra , — og er þetta sagt meö fullri virö- ingu fyrir bókmenntafræöinni. Einhvern veginn er það trú min aö Vestfirðingar á svipuðu aldursskeiöi og höfundur kunni aö finna meira en liggur I aug- um uppi viö fyrstu sýn I þessu kveri: Einu sinni------- þaö var vor — þaö var sumar — svo undur stutt. Og þaö var haustkyrrö svo undur góö. Þú minning sem aldrei týnist H.Kr. Lanasjóður sveitarfélaga 10 ára: Lán einkum til hitaveitna, gatna- gerðar, vatnsveitna og skólabygginga Kjördæmi: Þús.kr. % V Reykjanes 190.400 10,95 Reykjavik 135.840 7,81 Vesturland 136.900 7,88 Vestfiröir 228.215 13,13 Norövesturland 342.275 19,69 Noröausturland 194.919 11,21 Austurland 207.293 11,92 Suöurland 302.550 17,41 Samtals 1.738.392 100% Eftir tegundum framkvæmda skiptast heildarútlán sjóösins þannig: Tegundir framkv.: Þús.kr. % Hitaveitur 615.950 35,43 Gatnagerð 442.675 25,46 Vatnsveitur 436.080 25,09 Skólar 216.537 12,46 Annaö 27.150 1,56 Samtals 1.738.392 100% Hinn 1. febrúar s.l. voru liðin tiu ár frá þvi aö Lánasjóöur sveitarfélaga tók til starfa. 1 til- efni af þvi hefur sjóöurinn gefiö út afmælisrit, þar sem rakinn er aödragandinn aö stofnun sjóös- ins og greint frá starfsemi hans liöinn áratug. Hugmyndin aö stofnun sér- stakrar lánastofnunar fyrir sveitarfélögin kom fyrst fram áriö 1953, og var Jónas heitinn Guömundsson, ráöuneytisstjóri og formaöur Sambands Is- lenzkra sveitarfélaga helzti hvatamaöur málsins. Lög um Lánasjóö sveitarfélaga voru sett voriö 1966 fyrir forgöngu Gunnars Thoroddsen, þáver- andi fjármálaráöherra. 1 fyrstu stjórn sjóösins, áttu sæti: Jónas G. Rafnar, formaöur, Gunn- laugur Pétursson, Jónas Guömundsson, Magnús E. Guöjónsson og Siguröur I. Sigurösson, Núverandi stjórn sjóösins skipa: Jónas G. Rafn- ar, formaöur, Gunnlaugur Pétursson, Bjarni Einarsson, Ólafur G. Einarsson og ölvir Karlsson. Framkvæmdastjóri sjóösins frá upphafi hefur veriö Magnús E. Guöjónsson. Sjóöurinn hefur frá upphafi haft sameiginlega fram- kvæmdastjórn og skrifstofuhald meö Sambandi Islenzkra sveit- arfélaga og Bjargráöasjóöi. Megintilgangur Lánasjóös sveitarfélaga er aö veita sveit- arfélögum landsins stofnlán til meiriháttar framkvæmda. Fyrstu árin veitti sjóöurinn einkum lán til vatnsveitufram- kvæmda og skólabygginga i dreifbýli. Hin siöari ár hafa lán- veitingar sjóösins til annarra framkvæmda fariö vaxandi s.s. til gatnageröar I þéttbýli og til hitaveituframkvæmda. Tekjur sjóösins hafa veriö vextir af eigin fé, framlög frá Jöfnunarsjóöi sveitarfélaga og rikissjóöi. Fyrstu átta starfsár- in var framlag frá Jöfunarsjóöi 15 millj. kr. á ári og framlag rikissjóös frá 4,5 millj. kr. og 8,0 millj. kr. á ári, en frá og meö ár- inu 1975 hefur framlag frá Jöfn unarsjóöi numiö 5% af tekjum þess sjóös og framlag rikissjóös hefur veriö helmingur þeirrar fjárhæöar. Heildartekjur Lánasjóös sveitarfélaga á árinu 1976 námu tæpum 445 millj. kr., en tekjur umfram gjöld voru 342,2 millj. kr. Höfuöstóll sjóös- ins I árslok 1976 var 769,7 millj. kr. Rekstrarkostnaöur sjóösins siöastliöiö ár var 6,6 mÚlj. kr. Til viöbótar eigin ráöstöf- unarfé hefur sjóöurinn árlega tekiö lán hjá Framkvæmdasjóöi lslands til aö endurlána sveitar- félögunum. Samanlagt hafa þær lántökur numiö 960 millj. kr. Lánveitingar sjóösins fyrsta starfsár hans, 1967, námu rúm- lega 24 millj. kr., en á siöasta ári námu lánveitingar 712,5 millj. kr., en lánveitingar sjóös- ins frá upphafi hafa numiö 1.738 millj.kr. Samanl ögö útlán sjóösins frá upphafi hafa skipzt þannig eftir kjördæmum: Alls hafa 165 sveitarfélög og fyrirtæki þeirra fengiö lán úr sjóönum frá upphafi, þ.e. allir kaupstaöir landsins 21 og 144 hreppar. Ef heildarlánveitingar sjóösins frá upphafi 1.738 millj. kr. væru framreiknaöar, mundu þær jafngilda 3.893 mUlj. kr. á verölagi I árslok 1976.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.