Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. marz 1977
9
YFIRLIT YFIR FRAMLEIÐSLUAÐFERÐIR OG MENGUNARVARNIR
VIÐ ALIÐNAÐ 1 NOKKRUM LÖNDUM
Land Framl. geta þús. tonn/ár Fjöldi verk- smiðja Verksmiðj. án nokkurs hreinsi- búnaðar Verksmiðj.^ með Söder- berg ofna Verksmiðjur me ð forbökuð skauta)
Hliðarþjónuð Miðjuþjónuð
Heildarfj. M/lokuð ker Heildarfj. M/lokuð ker
U. S. A. 4569 31 O 12 6 4 16 16
Canada 1067 6 Ob) 6 1 1. O 0
Japan 1474 13 O 9 5C) 5 O O
Þýskaland 764 10 O 2 7 4 2 2
Noregur 723 8 O 7 2 ld) 2 2
Taland 74 1 1 0 1 0 0 0
a) Einstaka verksmiðjur hafa baaði Söderberg ofna og ker með forbökuðhn skautum.
b) Ein verksmiðja er einungis með hreinsun á hluta útblásturs.
c) Um er að ræða ker með forbökuð skaut, en ekki er kunnugt með vissu um skiptingu milli
hliðarþjónaðra og miðjuþjónaðara.
d) öfullkomin lokun kerja.
Aths. Yfirlit^þetta er samið samkvæmt upplýsingum sem Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur
aflað ser fra stofnunum erlendis sem með mengunarmál fara. Sökum örrar þróunar og
stöðugra breytinga er ekki unnt að ábyrgjast, að um minniháttar frávik geti verið
að ræða.
Klórgas (Cl2), getur valdið
lungnabjúg
Ryk, allar tegundir
Flússýra (HF)
Málmeimur
Krabbamein i nefholi og
lungum:
Nikkel, frá rafsuðu
Chrom frá rafsuðu
Hitafár (malmfrossa):
Frá ýmsum málmum t.d. zinki.
Krabbamein i nýrum, þvagrás
og þvagfærum:
Fjölhringa kolefnasambönd
(PAH/PPOM)
Bein og stoðvefur:
Fluorosis (gaddur) vegna upp-
töku fluors.
Bráðar eitranir:
Kolsýrlingseitrun
Heyrnarskerðing:
Vegna hávaða.
Af þessari upptalningu sést að
nærekkert liffæri'eða líffærakerfi
er óhult vegna mengunar sem til
staðar er við slikan verksmiðju-
rekstur.
Eru þá nokkrir þessara sjúk-
dóma algengari við álbræðslu
heldur en aðra verksmiðjustarf-
semi?
Svarið er jákvætt og eru það
fyrst og fremst vissir sjúkdtímar i
berkjum og lungum auk fluorosis
(gadds) sem taldir eru einkenn-
andi atvinnusjúkdómar við ál-
bræðslu.
Bent skal á, af gefnu tilefni, að
allir aörir sjúkdómar sem hér að
ofan hafa verið upp taldir eru at-
vinnusjúkdómar, sé þeim skilyrð-
um fullnægt sem um getur i
reglugerð nr. 24 frá 7. marz 1956
um skráningu og tilkynninga-
skyldu atvinnusjúkdóma og ber
að tilkynna þá til viðkomandi
héraðslæknis.
Atvinnusjúkdómurinn fluorosis
(gaddur) og orsök hans heíur
verið þekktur ium þaðbil 45 ár en
menn greinir á um þaö hve mikil
hætta sé á þessum sjúkdómi
vegna fluormengunar i álverum.
Eins og fyrr segir er það flussýra
(HF) og fluorið ryk i andrúms-
lofti sem geta valdið sjúkdómn-
um og þarf þvi að fylgjast með
magni þessara efna i andrúms-
lofti starfsmanna, en nokkrar
mælingar sem geröar haía verið
erlendis benda til þess að um 80%
fluormagnsins i andrúmslofti
starfsmanna i kerskálum sé i
formi flussýru og 20% sem fluorið
ryk.
Fluor sem likaminn fær i sig
meðhöndlar hann á hinn flókn-
asta hátteni aöalatriöum gildir
sú regla aö megnið af fluronum
skilur likaminn við sig i gegnum
nýrun i þvagi fljótlega eftir upp-
töku en fari magn fluors i
likamanum upp fyrir ákveðin
mörk safnast meira eða minna af
honum i bein og stoðvefi likamans
og veldur á þann hátt sjúkdómn-
um fluorosis sem getur verið ein-
kennalaus og bara greinzt meö
röntgenmyndatöku eöa alvar-
legri með einkennum.
Hverhin ákveðnu mörk eru fyr-
ir styrkleika fluors i likamanum,
sem ekki má fara yfir eigi
fluorosis sjúkdómurinn ekki að
koma fram, er frekaróljóst en þó
er miðað við af sumum aö sé upp-
taka likamans undir 4 mg F sé
ekki hætta á þessum sjúkdómi, en
það eins og annað getur veriö
mjög einstaklingsbundið og t.d.
háð nýrnastarfsemi og vatnsupp-
töku viðkomandi.
Með þvi að mæla fluor styrk-
leika i andrúmslofti starfsmanna
r- hægt að fylgjast með upptöku
fluors og sjúkdómshættu en einn-
ig eru framkvæmdar fluor-
mælingar i þvagi, sem taliö er
gefa allgóða mynd af fluormeng-
un sem einstakir starfsmenn
verða fyrir, en er að sjálfsögöu
enginn mælikvarði á fluormeng-
un andrúmslofts á vinnustöðum
almennt eða fluormengun i and-
rúmslofti viðkomandi starfs-
manna, þar sem notkun ryk- eða
gasgrlma minnkar upptöku
likamans á þessum efnum.
Hver eru hættumörk fyrir fluor
I þvagi?
Hér gildir hið sama og sagt er
um fluorupptöku að óvissa rikir
um þau mörk sem almennt eru
notuð i Evrópu og Bandarikjum
Norður-Ameriku en þau eru 5 mg
F—/liter þvags eftir 48 tima frá
siðasta vinnutima i fluormenguðu
andrúmslofti. Eru þessi mörk
raunhæf? Norðmenn, sem hafa
langa og mikla reynslu af áliönaði
og fluormælingum nota mörkin 5
mg F—/liter þvags sem hættu-
mörk eftir vinnudag eða vakt sem
svarar 6-7 tima og virðist það
vera öllu raunhæfari mælikvaröi
á fluormengun og upptöku við-
komandi starfsmanns. Viö mat á
flurormengun i andrúmslofti og
heilbrigðishættu er i Noregi, Svi-
þjóð og Bandarikjum Norður-
Ameriku stuðst viö hættumörkin
2,5 mg F—/rúmm loft fyrir fluor-
iðog 3 ppm eða 2 mg/rúmm lofts
fyrir flussýru (HF).
Þeir sjúkdómar I lungum og
berkjum sem sannanlega eru
flokkaðir sem atvinnusjúkdómar
við álbræðslur eru svo nefndir
„obstruktivir” lungnasjúkdómar
en þeir einkennast af berkju-
þrengslum með eða án lungna-
kvefs, breytinga á þenslueigin-
leikum lungnavefs eöa varan-
legra lungnaskemmda.
Þessum sjúkdómum var fyrst
lýst fyrir 41 ári en siðan haf a af og
til birzt niðurstöður rannstíkna
frá ýmsum löndum, sem staðfest
hafa að um er að ræða lungna-
sjúkdóma meö einkennandi sjúk-
dómsmynd hjá mönnum sem
vinna i álverum og þá fyrst og
fremst kerskálum og hafa rann-
sóknir sýnt að þar sem um er aö
ræða varanlegar lungnabreyting-
ar þá eru þær alvarlegri en þær,
sem vindlingareykingar gætu út
af fyrir sig valdið — ennfremur
hefur ekki alltaf verið hægt að
sýna fram á að um sérstakt of-
næmi hafi verið að ræða hjá
mönnum með þessar sjúkdóms-
breytingar.
Þannig geta þessir lungnasjúk-
dómar orsakast af ertingu á slim-
húð öndunarfæra frá ýmsum efn-
um eða öðrum áhrifum án þess aö
endilega sé um að ræða sérstaka
ofnæmissvörun sem hægt er aö
sannreyna með sérstökum og sér-
hæfum ofnæmisprófunum eins og
t.d. húðpróf eða mælingum á efn-
um i blóði. Vegna þess að margar
af fyrrnefndum rannsóknum hafa
farið fram á starfsfólki álvera
sem nota svonefnd „Söderberg”-
skaut skal tekið fram aö i rann-
sókn framkvæmdri i Noregi 1974
var lögð áherzla á það að auk þess
sem áðurnefndir lungnasjúkdóm-
ar hefðu fundizt i álverum með
Söderbergs-skaut komu þeir
einnig fyrir i verksmiðjum sem
nota forbökuð eða „prebaked”
skaut.
Nákvæm vitneskja um tiðni
þessara sjúkdóma liggur ekki
fyrir, en um nokkurra ára skeið
hafa farið fram viðtækar rann-
sóknir á þvi og eru þær fram-
kvæmdar af og i samvinnu milli
eftirtalinna aðila:
EPAA (European Primary Alu-
minium Association),
IPAI (International Primary
Aluminium Institute),
UNEP (United Nations Environ-
mental Programme)
en innan EPAA er starfandi at-
vinnusjúkdómanefnd (occupati-
onal helath committe) og heil-
brigðisnefnd (helth committee)
innan IPAI en UNEP hefur sýnt
þessum málum athygli og hefur
yfir aö ráða nauðsynlegum gögn-
um sem við koma þessum mál-
um. Mun Swiss Aluminium LTD.
vera aðili aö þessum samtökum
álframleiðenda.
Sem dæmi um tiðni þessara
lungnasjúkdóma i einni rannsókn
reyndust 169 menn hafa einkenni
sjúkdómanna af 3000 starfsmönn-
um (i kerskálum og ingot-plants)
yfir 5 ára timabil (1970-’74).
Samkvæmt munnlegum upp-
lýsingum trúnaðarlæknis Isals er
honum kunnugt um 5-6 menn sem
hætt hafa störfum við álverið
vegna öndunarfærakvilla siðast-
liðin 2 ár, en engar samanteknar
skýrslur um þessi mál eru þó til
þegar þetta er skrifað.
ILO (International labour
organisation), eða alþjóðavinnu-
málastofnunin I Genf mun og hafa
fylgst með þessum málum en
ekki eru fyrirliggjandi gögn frá
henni þegar þetta er skrifað.
Þess skal getið að áðurnefnd
samtök eru einnig með rannsókn-
ir i gangi á tjöruefnum og sjúk-
dómum vegna þeirra i áliðnaði.
Eftirlit fyrirtækjanna
öllum, sem til þekkja og vilja
kynna sér mengunarmálefni
vinnustaða i álverum eða öörum
álika vinnustöðum, er ljtíst aö
mengun andrúmslofts er mis-
mikil og ákvaröast af þeirri starf-
semi sem fram fer á hverjum stað
ásamt þeirri tækni sem beitt er til
varnar menguninni auk annarra
ytri sem innri aðstæðna.
Sameiginlegt með öllum fyrir-
tækjum sem viðhafa „góðar venj-
ur i iðnaði” og þar flokkast öll ál-
ver sem við þekkjum til i iðnaðar-
löndunum, að undanskildu tsal,
er að fyrirtækin sjá sjálf um
mengunarmælingar á sinum
vinnustöðum og bera saman viö
þau hættumörk sem i gildi eru en
tilgangur mælinganna er fyrst og
fremst aö tryggja að mengunin sé
undir hæstu leyfilegum mörkum
svo og til þess að við verði komið
mengunarvörnum, þar sem
mengunin er varasöm auk þess
sem mælingar eru nauösynlegar
til að fylgjast með gagnsemi
mengunarvarnanna.
Opinbert eftirlit er fólgiö i þvi
að eftirlitsmenn framkvæma
mælingar á mengun vinnustaða
reglulega til þess að fylgjast meö
þvi að viðkomandi verksmiðju-
rekendurfari að lögum og reglum
um hollustuíiætti og sjái til þess
að mengun sé haldið innan þeirra
hættumarka sem viðurkennd eru.
Opinbert eftirlit þýðir ekki að
ábyrgðarmenn iðjuvera þurfi
ekki að uppfylla skyldur sinar um
hollustu og heilbrigði eða
mengunarvarnir á vinnustöðum
eins og lög og reglur gera ráð fyr-
ir.
Sömu sögu er að segja um heil-
brigðiseftirlit starfsmanna á
vinnustöðum i álbræðslum þar
sem viðhafðar eru góðar venjur i
iðnaði að álbræöslurnar hafa
sjálfar eða i samvinnu sin á milli
fullkomna heilsugæzluþjónustu
fyrir starfsliö sitt og er þessi
starfsemi viða undir eftirliti opin-
berra ðila en alfarið á ábyrgð við-
komandi verksmiðja.
Sli'k heilsugæzlustarfsemi er
rekin i sérstöku húsnæði þar sem
öll nauðsynleg læknisfræðileg
áhöld og tæki eru fyrir hendi.
Stjórn hennar er i höndum sér-
staks heilsugæzlulæknis, en til að-
stoðar er minnst einn hjúkrunar-
fræðingur eða fleiri ef um mjög
stórar verksmiðjur er að ræða.
Nauðsyn samfelldrar heilsu-
gæzluþjónustu er augljtís og
ákvarðastafþeirri starfsemisem
rekin er en er i grófum dráttum
þannig:
A. Frumverkefni heilsugæzlunn-
ar eru störf sem miða að fyrir-
byggjandi aðgerðum og unnið
er að t.d. með fræöslu um heil-
brigðis- og hollustumál al-
mennt en þó sérstaklega með
tilliti til þeirrar starfrækslu
sem fram fer á viðkomandi
stað. Til þess aö geta veitt
þessa fræðslu og upplýsingar
verða bæði læknir og annað
starfslið heilsugæzlunnar að
hafa kynnt sér sérstaklega þá
heilsuspillandi þætti og önnur
atriði tengd starfrækslunni og
viðhalda og auka þekkingu sina
á þvi sviði. Eru fyrirtækin
ábyrg fyrir þvi að svo sé.
B. Reglubundnar árlegar eða tið-
ari heilbrigðisskoðanir á öllum
starfsmönnum fyrirtækisins,
þar sem áherzla er lögð á að
leita þeirra sjúkdóma sem oft-
ar koma fyrir við slikan rekstur
en á öðrum vinnustöðum þ.e.
atvinnusjúkdómaeftirlit en sér-
stakur liður i heilsugæzlunni
við t.d. álbræðslur er skoðun
allra nýráðinna starfsm. þar
sem áherzla er lögð á að fá
fram hvort viðkomandi sé hæf-
ur til að gegna ákveðnum störf-
um t.d: er ekki æskilegt að
starfsmenn með ofnæmi (all-
ergy) eða ofnæmiskvilla starfi i
kerskála álbræðslna þvi nær
öruggt er að viðkomandi fær
lungnakvilla við störf sin þar á
skemmri eða lengri tima, jafn-
vel þar sem góðum mengunar-
vörnum er beitt.
Tiðari heilbrigðisskoöanir eru
framkvæmdar eftir þörfum á
þeim, sem vinna sérlega vara-
söm störf.
C. Starfsmönnum er ætlaöur
ákveðinn timi hjá heilsugæzlu-
lækni þar sem þeir geta borið
fram persónuleg vandamál sin
varöandi heilbrigði eða annaö
skylt.
D. Fullkomin slysaþjónusta með
tækjum og öörum aðbúnaði til
bráöabirgðaslysaþjónustu við
stærri slys er til staðar en að
öílum minni háttar slysum eöa
öðrum kvillum er gert á staðn-
um á reglulegum vinnutima
heilsugæzluliðsins.
Fleira mætti til telja en að lok-
um nefnt að slik heilsugæsluþjón-
usta hefur tiðkazt hjá mörgum
stærri fyrirtækjum i Noregi i um
það bil 40 ár og hjá álverum þar i
það minnsta 10 ár og er svipaða
sögu aö segja frá öðrum löndum i
Evrópu en i Bandarikjum Norð-
ur-Ameriku mun slik þjónusta
vera mun viðtækari og meiri en
viða i Evrópu og hefur tiðkazt um
langt árabil þar.
Ryk — gasgrímur
Þegar ryk- eða lofttegundir eru
til óþæginda I andrúmslofti á
vinnustað annaðhvort vegna þess
að ekki er hægt af tæknilegum or-
sökum að halda styrk þeirra und-
ir hættumörkum við einstök störf
eða vegna þess að einstakir
starfsmenn þola verr en aðrir
ertingu frá þeim þrátt fyrir að
styrkur þeirra er undir hættu-
mörkum, er nauðsynlegt aö nota-
rykgrimur til varnar ryki og gas-
grimur til varnar lofttegundum.
Stundum er hægt að sameina
eiginleika þessara grima þannig
að þær verji bæði gegn ryki og
lofttegundum og má i þvf sam-
bandi nefna sem dæmi að til eru
einnota grimur frá Alcoa og
Minnesota Mining Co. (3M-9706)
sem verja gegn ryki sem hefur
kornastærðina 0.4 u eða stærri og
flussýru (HF) að nokkru levti
vegna þess að i grimunni er ál-
oxið (A1203) sem sigur i sig flus-
sýruna. Þessi grima er létt og
menn eru fúsir að nota hana en
eitt stærsta vandamálið við notk-
un ryk- eða gasgrima hefur verið
það að menn hafa ekki notað
grimur vegna þess að þær hafa
verið til óþæginda t.d. of þungar
eða menn svitnað og haft kláða
eða önnur óþægindi i andliti
vegna þeirra en einna verst hefur
þó verið það að þær hafa mismun-
aridi mikla öndunarmótstöðu,
sem þeir menn sem ekki eru heil-
brigðir i lungum eða hjarta finna
mest fyrir. Notkun slikra grima
sem nefnd er hér að ofan hefur
minnkað fluor i þvagi starfs-
manna sem nota hana þar sem
það á við.
Hvenær á að nota ryk- eða gas-
grfmur:
Af ástæðum sem hér að framan
hafa verið upp taldar er ljóst að
slikan varnarbúnað á að nota
þegar ryk- eða lofttegundir i and-
rúmslofti eru ofan við hættumörk
en einnig, hafi viðkomandi
starfsmaður óþægindi frá
öndunarfærum þrátt fyrir það að
þessi efni eru undir hættumörk-
um. Aherzla skal lögö á það, að
ekki er ætlazt til þess að menn
þurfi að nota slikar grimur heilan
vinnudag samfleytt meðal annars
vegna þess sem að ofan segir um
óþægindi frá þeim, heldur er
notkun þeirra ætið bundin við
skemmri tima i einu hvern vinnu-
dag t.d: við sérstök varasöm
störf, og sé vinnustaður þannig að
nota verði grimu, verður að leysa
það mál á annan hátt t.d. með því
að fleiri menn skipti með sér
störfum þannig að sami maður sé
ekki heilan vinnudag einn við
starfið o.s.frv.
Hér fer á eftir stytt yfirlit um
rykmælingar, hættumörk og mat
á niðurstöðum rykmælinga ásamt
töflu sem sýnir hættumörk fyrir
nokkur efni sem notuð eru til
viðmiðunar i nokkrum löndum en
af gefnu tilefni skal getið að t.d. i
Bandarikjunum Norður-Ameriku
hefur slikur hættumarkalisti
verið gefinn út reglulega frá
árinu 1947 og hafa flestöll lönd
önnur miðað við hann að miklu
leyti við gerð eigin hættumarka-
lista siðar.
Af hálfu islenzkra heilbrigðis-
yfirvalda hefur verið tekið mið af
bandariskum reglum eða reglum
frá öörum Evrópuþjóðum allt
eftir mati heilbrigðisyfirvalda
hverju sinni og verður svo fram-
vegis svo fremi sem ekki eru
gefnar út sérstakar islenzkar
reglur þar að lútandi. Hefur fram
aö þessu þvi ekki verið talin
ástæða til að gefa út sérstakar is-
lenzkarreglur,en þaö verðurgert
i nánustu framtiö eftir þvi sem
við á.
Framhald í
næsta blaði