Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 15
.Þriöjudagur 22. marz 1977 15 stava”, hljómsveitarverk op. 14 fyrir strengjasveit og ásláttarhljóöfæri eftir Jean Sibelíus: Leif Seger- stam stj. / Sinfóniuhljóm- sveit ungverska útvarpsins leikur „Kossuth”, sinfóniskt _ ljóö eftir Béla Bartók: György Lehel stj. / St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitin leikur Konsertfanta- siu eftir Michael Tippet um stef eftir Corelli: Neville Marriner stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Gufuöfiun fyrir Kröflu- virkjun Helgi H. Jónsson fréttamaöur ræöir viö Karl Ragnars deildarverk- fræöing. 15.00 Miðdegistónleikar Vladimir Ashkenazý og Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leika Pianókonsert nr. 2 i f- moll op. 21 eftir Frédéric Chopin: David Zinman stj. Kammersveitin I Prag leik- ur Sinfóniu i D-dúr eftir Jan Hugo Vorisek. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfrengir). 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn Guö- rún Gúölaúgadóttir stjómar tlmanum. 17.50 A hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 18.15 Tdnleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hver er réttur þinn? Þáttur i umsjá lögfræöing- anna Eiriks Tómassonar og Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar. 20.00 Lög unga fólksinsSverr- ir Sverrisson kynnir. 20.40 Frá ýmsum hliöum Hjálmar Arnason og Guö- mundur Arni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.30 Dansar eftir Brahms og Dvorák Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur: Willi Boskowski stjómar. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Lestur Passiusálma (38) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guömundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (10) 22.45 Harmonikulög Reynir Jónasson og félagar hans leika 23.00 A hljóöbergi Heimsókn til afa. Höfundurinn Dylan Thomas les. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskis: Jdn Þ. Þór rekur 11. skák. Dagskrárlok um kl. 23.55. sjónvarp Þriðjudagur 22. mars 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvigiö 20.45 Reykingar Leyfileg manndrápönnur myndin af þremur um ógnvekjandi af- leiðingar sigarettureyk- inga. Meöal annars er spurt, hvort banna eigi sigarettu- auglýsingar, og sýnd er aö- gerö á krabbameinssýktu lunga. Þýöandi Gréta Hall- grims. Þulur Jón O. Ed- wald. Þessi eina mynd úr myndaflokknum hefur verið sýnd áöur i sjónvarpinu. 21.10 Colditz Bresk-banda- riskur framhaldsmynda- flokkur Frelsisandinn Þýö- andi Jón Thor Haraldsson. 22.00 Utan lir heimiÞáttur um erlend málefni. Umsjónar- maöur Jón Hákon Magnús- son. 22.30 Dagskrúrlok Hættulegt ferðalag eftir AAaris Carr — Já ég held að ég sé búin að jaf na mig alveg. — Af sorginni vegna föður þíns líka? — Það held ég. Það hjálpaði mikið að komast að raun um að hann hafði eytt síðustu árunum í eitthvað, sem var honum mikilvægt. Sorg mín hefur ef til vill verið meðaumkun öllu fremur. — Og nú ertu ekki einmana lengur? Mike hélt grein- inni til hliðar svo hún kæmis framhjá og greip undir handlegg hennar til að styðja hana. Snertingin varð til þess að blóðið tók á rás í æðum hennar og hún sneri sé undan svo hann sá ekki, að hún kafroðnaði. Hvað í ósköpunum er að mér? spurði hún sjálfa sig. Að öllu jöfnu er ég ekki feimin í návist karlmanna. Kannske þetta sé bara sektarkennd vegna þess að ég hef ekki sagt honum að það sé Roy, sem var pennavinurinn. Hefði ég átt að segja Mike það? Nei, það væri heimsku- legt. Hann mundi bara hlæja að henni og segja að hún væri kjánalega rómantísk. Sjálfsagt segði hann eitt- hvað særandi og það væri leitt að eyðileggja þá ímynd- un að þau væru góðir vinir. Það ar eitthvað í f ari Mikes sem gerði að verkum, að hún vildi að honum geðjaðist vel að henni. Hún virti skoðanir hans. Honum hætti að vísu til að koma við viðkvæmustu blettina hjá henni. Hann hafði ekki tekið sögu hennar um Tapajoz og bréfaskiptin alvarlega í fyrstu, svo hvers vegna skyldi hann gera það núna? Nei, þetta kom honum ekkert við. — Er ekki allt í lagi? spurði Mike. — Við erum alveg að verða komin. Gættu þín á trjástúfunum! — Ég vildi ekki vera hér á ferðinni í myrkri, sagði hún lafmóð, þegar þau loks komu út úr þykkninu og hún sá árbakkann framundan. — Ég er hrædd við frumskóginn. Það eru svo mörg einkennileg hljóð þar og dýrin skrækja svo ámátlega. Mike hló. — Þú venst því. Þú ættir að vera lengra uppi með ánni, þar er hægt að tala um raunverulegan hávaða. Hér eru að minnsta kosti ekki mannætukettir á 4 ferðinni og flestir slöngutegundirnar eru meinlausar. — Slöngur! Það fór hrollur um Pennýju. — Ég hef ekki séð neina slöngu ennþá. — Nei, þær koma ekki nálægt göngustígnum, því þar er of mikil umferð að þeirra dómi. Penny gekk niður að árbakkanum. Himinninnvar gullroðinn í Ijósaskiptunum. Hún var orðin vön fýlunni sem steig upp af vatninu og fann hana varla lengur. Alls kyns litskrúðugar jurtir uxu upp úr f jöruborðinu og vöf ðu sig upp ef tir tr jánum sem næst stóðu ánni. — Það er ekki margt að sjá hérna, sagði Mike. — Landslagið er leiðinlegt og heldur þjakandi og maður getur ekki varizt því að velta f yrir sér hvers vegna fólk fari langt inn í land til að sækja gúmmí úr trjánum og færa vinnuveitendum sínum. Þetta er harðneskjulegt og einmanalegt líf. — Það eru til menn, sem vilja lifa lífinu einir, sagði Penny lágt. Mike hristi höfuðið. — Ég efast um það. Slíkt getur ekki verið hin raunverulega ástæða. Þegar gúmmíiðn- aðurinn hóf st f yrir einni öld eða svo var það draumur- inn um auðævin, sem rak menn af stað. En þeir sem komu hingað urðu aldrei ríkir. Það voru vinnuveitend- urnir, sem græddu ekki starfsmennirnir. Fáir þeirra sluppu lifandi úr f rumskóginum, því f lestir voru græn- ingjar úr stórborgunum og höfðu ekki hugmynd um hvernig líf ið í frumskóginum var. Þeir voru sendir upp ána í bátum, útbúnir þeim verkfærum sem þeir þurftu, lifðu líf inu i einmanaleika, veiddu f isk og önnur dýr sér til matar og fóru aftur til aðalstöðvanna, þegar kvóti þeirra var fylltur. Þá komust þeir oftast að raun um að þeir áttu sjálfir að borga útbúnað sinn og síðan sátu þeir þarna fastir í skuldum og urðu að fara aftur inn í skóginn eftir meira gúmmii. Til þess þurfti meira af verkfærum og skuldin óx. Þessir vesalingar höfðu ekk- ert tækifæri til að losna. Vinnuveitendurnir gættu þess að þeir strykju ekki og dauðinn var vís, ef þeirlétu sig hverfa í frumskóginn. — Þetta er eins og þrælahald, sagði Penný. — Voru mennirnir réttindalausir? Gat ekki stjórnin gert neitt? Það voru allt of miklir peningar í spilinu. Flestir opinberir embættismenn áttu hagsmuna að gæta. Gúmmíverkamaðurinn var settur á guð og gaddinn með nauðsynlegustu verkfæri, kviksettur í frumskóg- inum og átti allt undir vinnuveitandanum. — Þá var kannske eins gott að gúmmímarkaðurinn hrundi, sagði Penny hugsandi. Þau voru þögul góða stund, en svo sagði hún: — Finnst þér þú aldrei einangraður f rá umheiminum hérna? — Stöku sinnum. Mig langar til að eignast eigið heimili, rétt eins og aðra. En það líður alltaf hjá. Þetta líf, sem ég hef valið mér, hentar mér vel. — En aðrir haf a þó kvænzt og sezt að hérna. Það er ekki nauðsynlegt að vera einhleypur. Mike herpti varirnar. — Ég er sömu skoðunar og fað ir þinn, þetta er ekki staður fyrir konur. Til skamms tíma hafði mér ekki dottið hjónaband í hug. En nú, þeg- ar félagið dregur sig í hlé, vantar mig nýtt starf. Hann hikaði svolítið og rannsakaði andlit hennar gaumgæf i- lega, en sneri sér síðan undan og andvarpaði. — Ef ég fæ hryggbrot, þegar ég ber upp bónorðið, leita ég uppi aðra gúmmíplantekru en lengra f burtu og sezt þar að. Penny taldi víst að hann væri að tala um Júlíu og sagði alvarlegri röddu: — Hún er heppin. Ég býst ekki við að hún neiti þér. Aðeins það hvernig hún talar um þig, bendir til að henni þyki mjög vænt um þig. Hann sneri sér snögt að henni og var reiðilegur á svip: — Um hvaða manneskju ertu eiginlega að tala? — Júlíu... Penny leit óstyrk á hann og fann að henni hitnaði í vöngum. — Mér þykir það leitt Mike, ég ætlaði ekki að vera afskiptasöm. — Slepptu þessu! sagði hann hörkulega og með lágt blótsyrði á vörum sneri hann sér aftur undan og gróf hendurnar djúpt í buxnavasana. Penny horfði ringluðá bak hans og gekk siðan hægt á eftir honum upp eftir stígnum. Hvorugt þeirra mælti orð f rá vörum, f yrr en þau voru komin inn á torgið milli kofanna. Mike nam staðar og leit við. — Ég vildi ekki að þú kæmir hingað til plantekrunnar, Penny, sagði hann stuttur í spuna. — En fyrst þú er komin, f innst mér ég vera ábyrgur gagnvart þér. Ég veit að það sem ég ætla að segja, kemur illa við þig, en reyndu að hlusta á mig, án þess að springa í loft upp. Ég er talsvert eldri en þú og hef meiri reynslu sem mannþekkjari. Penny fann ósjálfrátt á sér, hvað hann ætlaði að segja. — Þú getur sparað þér ómakið, sagði hún kulda- lega. — Ég get dæmt sjálf um f ólk sem ég hitti. Það kom reiðiglampi í augu hans. — Ég er ekki að efast um hæfileika þína, en það er ekki það sem máli skiptir, heldur hittað þú ert allt of f Ijótfær og góðhjört- uð. Ég get ekki staðið aðgerðarlaus og horft á þig verða „Ég verö aö vera inni núna, Jói. Mamma er aö búa til kássu og ég verö aö fylgjast meö hvaöa af- ganga hún setur I hana.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.