Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 22. marz 1977 að umbótum Það þjóöllfseinkenni sem er hvaö mest áberandi á Islandi um okkar daga er hin mikla og almenna yfirvinna sem hér viö- gengst. Sjálfsagt má segja ýmislegt til varnar þessum þjóöarsiö, en um hitt veröur ekki deilt aö yfirvinnan stendur félags- og menningarlífi á margvíslegan hátt mjög fyrir þrifum og hefur þannig oröiö banabiti margra þjóöþrifa- verka, og óumdeildanlega hefur hún sin áhrif, sum miöur heppi- leg, á heimili og fjölskyldulif fólks. Arum saman hefur verka- lýöshreyfingin lagt á þaö á- herzlu aö dregiö yröi úr yfir- vinnu, eöa a.m.k. aö yfirvinnan veröi ekki áfram óhjákvæmileg til aö tryggja fólki sæmilega af- komu. Satt aö segja eru áhöld um þaö hver hugur hefur fylgt máli, og þegar svo var látiö heita fyrir nokkrum árum aö vinnuvikan væri stytt, þá vissu allir jafnharöan aö þaö var aö- eins nýtt nafn á almennri kaup- hækkun. Vinnutiminn styttist nefnilega alls ekki þótt dag- vinnustundum fækkaöi sam- kvæmt kjarasamningunum. Horfir til gifurlegs kostnaðar Yfirvinnan er hluti af þvi ein- kennilega sjónarspili sem á sér staö á islenzkum vinnumarkaöi. Þaö er þannig alsiöa aö greiöa launþegum, t.d. hjá hinu opin- bera, yfirvinnu til þess aö hækka kaupiö almennt, hvort sem unnar yfirvinnustundir eru fleiri eöa færri. Þá kannast allir viö þaö einnig, aö möguleikar á mikilli yfirvinnu eru hérlendis taldir kostur viöstarf.ogsá sem er aö leita sér aö atvinnu metur störfin sem bjóöast meöal ann- ars eftir þvi hve miklir þessir möguleikar eru. A þvi leikur ekki vafi, aö á Is- landi veröur ekki komizt hjá talsveröri timabundinni yfir- vinnu meö sama hætti og viöast erlendis. Um hábjargræöistim- ann veröa bændur og búaliö aö standa fram á nætur yfir hey- önnum ef vel á aö fara. Smá- framleiöendur og kaupmenn veröa iöulega aö vinna i fyrir- tækjum sinum lengur en nemur dagvinnutlma. Yfir vertiöina veröa sjómenn aö taka á sig langar vökur viö aö draga afl- ann úr sjó, og landverkafólkiö kemst ekki hjá þvi aö leggja nótt viö dag þegar vel aflast. En þessi einkenni undirstööu- atvinnuveganna viö Islenzkar aöstæöur til lands og sjávar geta ekki útskýrt eöa afsakaö alla þá yfirvinnu sem unnin er I iönaöi, þjónustugreinum og hjá þvi opinbera. Þessi einkenni geta útskýrt þaö hvers vegna húsmæöur leggja nótt viö dag viö fiskverkun i sjávarplássun- um þótt þær eigi börn I vöggu, einkum þegar tillit er tekiö tií þess hversu illa þvi fólki er launaö sem heldur þjóöfélaginu uppi. En þessi einkenni gefa enga viöhlitandi skýringu á yfirvinnu allra hinna húsmæör- anna, svo aö dæmi sé tekiö. Eft- ir stendur aö þessi mikla yfir- vinna þeirra kvenna, sem eiga ung börn heima fyrir, er þjóö- félagsvandamál sem horfir til gifurlegs kostnaöar fyrir allt samfélagiö viö dagvistun barn- anna, barnaheimili og annaö þess háttar. Hafa þeir svikizt um? Viö þessi vandamál er þvi aö bæta aö rannsóknir hafa leitt þaö I ljós aö þaö er ekki hag- kvæmt i rekstri aö halda fólki of lengi viö vinnuna á hverjum degi. Arveknin slævist, ná- kvæmni I störfum minnkar og afköst aukast alls ekki i réttu hlutfalli viö lengri vinnutima. I samræmi viö þetta má halda' þvi fram aö Islenzkir atvinnu- rekendur og forstööumenn fyr- irtækja hafi svikizt um þá hag- ræöingu sem nauösynleg er iafnframt þvi sem vitaö er hvi- Þaö ermeö öörum oröum haldiö uppi óskynsamlegri yfirvinnu ásamt yfirborgunum, en vinnu- veitendur telja þess þó engan kost aö hækka kaupiö! Er hægt aö komast lengra i hráskinns- leik? Framleiðslan er fyrir fólkið en ekki öfugt Auövitaö er fráleitt aö ætla sér aö slá fram einhverri einni allsherjarskýringu á hinni al- mennu yfirvinnu á Islandi. Svo er margt sinniö sem skinniö, og aöstæöur og ástæöur fólks eru mismunandi. Hin almenna yfir- vinna er hins vegar á engan hátt eitthvert dulúöugt fyrirbæri sem fólk á að taka meö þögn og þolinmæöi eins og örlögum. Hér er um að ræöa þjóöfélagsvanda- mál, sem stendur sönnum þjóö- þrifum á margan hátt I vegi, vandamál sem umbótamönnum ber skylda til að leysa. Eins og áöur sagöi veröur ekki komizt hjá timabundinni yfirvinnu i undirstööuatvinnu- vegunum. Hins vegar á aö vera fært aö nýta véltæknina betur en verið hefur til aö draga úr þörf- inni. Ýmsar aðrar leiöir eru einnig færar, og má þar t.d. nefna þá leið sem farin hefur sig fyrir sifelldum veröhækkun- um. Þaðleggur mikiö á sig til að auka tekjurnar á móti veröbólg unni. Að þessu leyti er yfirvinn- an, og reyndar yfirborganirnar lika, alger vitahringur, þvl aö meö þessu eykst þenslan I efna- hagskerfinu og þannig heldur snjóboltinn áfram aö hlaöa utan á sig. Til þess veröur hins vegar ekki ætlazt meö sanngirni aö hver fjölskylda um sig stingi viö fótum aö eigin frumkvæöi. Hér kemur til kasta stjórnvaldanna. Þaö er aö sönnu til lltils aö reyna aö vinna sig út úr þessum vltahring meðan veröbólgu- hugsunarhátturinn ræður yfir hugskoti almennings. Veröbólg- an er ekki aöeins efnahagslegt fyrirbæri, heldur einnig sálar- fræöilegt. Þaö þarf aö grlpa til stórtækra og áberandi aögerða sem ekki fara fram hjá neinum um leiö og tekin er upp markvls stefna til frambúðar. 1 þessu skyni væri t.d. tilvaliö aö slá nýja krónu meö hundraöföldu verögildi smánarkrónunnar sem nú er. Þaö verður aö sýna stefnubreytinguna á áþreifan- legan og táknrænan hátt um leið og nýjar hagstjórnaraögeröir taka gildi. Þaö væri fáránlegt aö ætla sér lik vandamál stafa af hinum langa vinnutlma á öörum sviö- um. Og þaö má halda áfram og benda á ábyrgö opinberra aöilja, banka og fjárfestingar- sjóöa, fyrir það aö þessar stofn- anir skuli ekki hindra þessa öfugþróun meö útlánastefnu sinni. Nú hefur formaöur Verka- mannasambands tslands látiö svo um mælt ekki alls fyrir löngu aö yfirborganir séu með mesta móti um þessar mundir. veriö I útveginum, aö. hafa aukamenn I áhöfninni svo aö menn geti skipzt á aö taka fri. Þaö þýöir engum til langframa aö f jargviörast um þaö aö þetta feli I sér stóraukin tilkostnaö: Atvinnuvegirnir og framleiösl- an eru til fyrir fólkiö en ekki öf- ugt. Vitahringur Ein ástæöa yfirvinnunnar er sú, aö fólk er aö reyna aö verja aö banna yfirvinnu, en þaö á aö vera unnt aö gera hana annars vegar óþarfa I þeim mæli sem nú er, og hins vegar svo dýra að vinnuveitendur velji fremur þann kost aö auka hagkvæmni og nýtni I rekstrinum. Þessi mikla yfirvinna er svo dýr þjóö- félagslega, vegna þeirra vanda- mála sem hún skapar, aö senni- lega er ’ ekki ofmælt aö hún mætti vel kosta svo sem 300-400% miðað viö dagvinnu- kaup. Svikamyllan i húsnæð- ismálunum Mönnum getur tæplega bland- azt hugur um aö skipulag hús- næðismála og fjárfestingar i Ibúöum er ein aöalástæöan fyrir yfirvinnunni. Hér er fólki gert aö f jármagna þak yfir höfuö sitt á ótrúlega skömmum tima, þótt gert sé ráö fyrir þvl aö húsin endist margar kynslóöir. Þetta veldur þvl aö fólk þrælar sér út á léttasta skeiöi og fær ekki not- iö lifsins á þann hátt sem hvert menningar- og velferðarsamfé- lag telur sér sæma. Heimilin eru meira og minna I hers höndum af þessum sökum einmitt meö- an börnin þurfa mest á um- hyggju og forsjá aö halda, og á þeim tíma sem foreldrunum er mikilvægastur lifsins vegna. Og svo er fólk aö tala um unglingavandamál.og þar á eft- ir um áfengisvandamál, eins og þau séu einangruö fyrirbæri sem hægt sé að leysa alveg út af fyrir sig! Lán til ibúöabygginga og hús- næðiskaupa eiga ekki aö fylgja einstaklingum heldur húsnæö- inu. Þau eiga aö taka miö af endingartlma Ibúöarinnar en ekki uppsprengdu veröbólgu- verðlagi. Það er I sjálfu sér furöulegt, aö siöustu árin hafa kaupendur neyöst til aö greiöa allt aö 60-70% af veröi íbúöar á einu ári, þegar Ibúöinni er e.t.v. ætlað aö endast hálfa eöa heila öld. Þaö er tómt mál aö tala um minni yfirvinnu eöa minni verö- bólgu nema gerbreyting veröi á skipulagi þessara mála. Ef hér dregur skyndilega stórum úr verðbólgu af einhverjum sökum veröur aö stofna sérstakan „kreppulánasjóö” fyrir gerv- alla yngri kynslóöina. Þaö hefur heldur ekki farið fram hjá nein- um aö hjöðnunaraðgeröir I efnahagsmálum eru baröar niö- ur með samtakamætti verka- lýöshreyfingarinnar. Þetta kann aö hljóma einkennilega, en ástæöan er einfaldlega sú aö menn óttast aö standa uppi meö fjölskyldu slna úti á götu slyppir og snauöir vegna þeirra verö- bólguskuldbindinga sem menn hafa orðið aö gangast undir vegna Ibúðar. Þá velja menn óöaveröbólguna af tvennu illu þvl aö hún gefur þeim þó íbúö- ina á nokkrum árum. Það er augljóst aö þetta er svikamylla. Breytingar á hús- næöismálunum, jafnt varðandi eignaribúöir sem aukiö og tryggara leiguhúsnæöi, eru lyk- illinn aö samfélagsframförum og umbótum á Islandi. Þær eru mælistikan á framfara- og umbótaviljann. Þessi mál veröa félagshyggjumenn aö setja efst á starfsskrá sfna. -i SJOSOKN OG AFLABROGÐ I VEST- FIRÐINGAFJÓRÐUNGI í FEBRÚAR Eftir fyrstu vikuna I febrúar geröi hér einmuna veöurbllöu, sem hélzt út mánuöinn. Var afli góöur eftir þaö, bæöi á lfnu og I botnvörpu. Heildaraflinn I febrúar var 7.658lestir, og er heildaraflinn frá áramótum þá oröinn 12.561 lest. 1 fyrra var febrúaraflinn 4.640 lest- ir og heildaraflinn frá áramótum 10.801 lest. Verkfall landverka- fólks hófst þá um miöjan febrúar og stóö til mánaöamóta. Lágu róörar lfnubáta aö miklu leyti niöri á þessu tfmabili af þeim sök- um. 38 (35) bátar frá Vestfjörðum stunduöu bolfiskveiöar f febrúar, réru 28 ( 26) meö llnu, 9 (8) meö botnvörpu, en enginn (1) var enn- þá byrjaöur meö net. Afli lfnubátanna var nú 4.186 lestir i 567 róörum eöa 7,38 lestir aö meðaltali I róöri, en í fyrra var afli línubátanna i febrúar aöeins 2.566 lestir. Afli togaranna var 3.472 lestir I febrúar, en var 2.074 lestir I fyrra eöa um 45% heildar- aflans bæöi árin. Aflahæsti llnubáturinn I febrú- ar var Vestri frá Patreksfiröi meö 224,0 lestir 121 róöri, en hann var einnig aflahæstur f fyrra meö 155,3 lestir. Guöbjörg frá ísafirði haföi mestan afla togaranna f febrúar 510,2 lestir, en I fyrra var Bessi frá Súðavlk meö mestan afla i febrúar, 317,0 lestir. Aflinn í einstökum verstöövum: PATREKSF JÖRÐUR: Lestir: Vestri 224,0 Þrymur 193,7 Jón Þóröarson 191,7 Garöar 189,3 Gylfi 152,4 Orvar 151,2 Birgir 136,2 Marla Júlia 122,6 TÁLKNAFJÖRÐUR Tungufell 191,0 Tálknfiröingur 188,4 BILDUDALUR: Steinanes 184,2 Hafrún 169,7 ÞINGEYRI: Framnesltv. 265,1 Sæhrimnir 106,7 Framnes 95,0 FLATEYRI: Gyllir tv. 440,5 Vísir 150,2 Asgeir Torfason 133,2 SUÐUREYRI: Trausti tv. 284,6 Kristján Guömundsson 171,9 Sigurvon 166,0 Ólafur Friöbertsson 138,0 BOLUNGARVIK: Dagrúntv. 398,5 Guömundur Péturs 175,7 Hugrún 168,6 Sólrún 126,8 Kristján 67,4 Ingi 63,5 Sævar 54,0 Hrlmnir 14,6 ÍSAFJÖRÐUR: Guöbjörgtv. 510,2 Júllus Geirmundss. tv. 390,0 PállPálsson tv. 385,5 Guöbjartur tv. 358,5 Orri 172,6 Vikingur III 168,0 Guöný 134,5 SÚÐAVIK: Bessitv. 415,0 Framanritaöar tölur eru miö- aöar viö óslægðan fisk. Aflinn I hverri verstöö I febrúar: 1977: 1976: lestir lestir Patreksfjörður 1.361 ( 965) Tálknafjöröur 379 ( 397) Bildudalur 354 ( 0) Þingeyri 467 ( 322) Flateyri 724 ( 195) Suöureyri 761 ( 507) Bolungarvlk 1.078 ( 556) Isafjöröur 2.119 (1.381) Súöavlk 415 ( 317) 7.658 (4.186) Janúar 12.561 (6.161.) 4.903 (10.801)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.