Tíminn - 23.03.1977, Síða 19

Tíminn - 23.03.1977, Síða 19
Miðvikudagur 23. marz 1977 19 lenzka álfélagið þáverandi heil- brigöismálaráðherra bréf, dags. 31/10 1972 og gerði grein fyrir áformum sinum um byggingu hreinsibúnaöar viö álbræösluna. Segir svo orðrétt i lok þessa bréfs: ,,AÖ lokum vill ISAL taka fram að félagiö er retyubúið til að gera allar eðlilegar ráðstafanir til aö hafa hemil á og draga úr skað- legum áhrifum a^'rekstri bræðsl- unnar I samræmi við góðar venj- ur i iðnaði i öðrum löndum við svipuð skilyrði i góðri samvinnu við stjórnvöld”. Er hér um að ræöa itrekun á þriöju málsgrein 12. greinar i samningi Swiss Aluminium Ltd. og islenzku rikis- stjórnarinnar. Aðurnefnt bréf ISALS var sent heilbrigðiseftirliti rikisins til umsagnar og veitti stofnunin umsögn sina um mengunarhættu viðdlverið I bréfi dags. 22/1 1973. Taldi stofnunin óhjákvæmilegt að sett yrðu upp hreinsitæki við ál- veriö i Straumsvik og aö mál þetta þyldi enga bið umfram það sem tæknileg vandamál gerðu nauðsynlegt. A grundvelli þessa, var Islenzka álfélaginu með bréfi ráðuneytisins, dags. 21/1 1973 gert að setja upp bUnað til hrein- sunar á flUorsamböndum Ur ræstilofti verksmiðjunnar. Kveðið var á um að fullt samráð yröi haft við Heilbrigðiseftirlit rikisins um á hvem hátt Urbætur skyldu Ur garði gerðar. Sendi ís- lenzka álfélagið i framhaldi af þessu Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu bréf dags. 28/3 1973 þar sem staðfest er, að sett verði upp hreinsitæki i Straumsvik og þvi verki hraðað svo sem tæknilegar ástæöur leyfa og aö haft verði fullt samráð við Heilbrigðiseftirlit rikisins i þessu efni. Þaðskaltekiö fram, að þrátt fyrir bréfaviðskipti þessi, létu forráöamenn álversins itrekaö i ljós það álit sitt að réttarstaða ÍSALS færi eftir ákvæðum fyrr- nefnds samnings milli rikis- stjórnarinnar og Aluswiss og aö fyrirtækið þyrfti ekki starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 164/1972. 1 fyrrnefndu bréfi ISALS, dags. 31/101972erskýrtfrá þvi að gerð- ur hefði verið samningur viö is- lenzkan uppfinningamann um þróun nýrrar gerðar hreinsi- tækja. Tilraunir með tæki þessi stóðu siðan yfir fram á seinni hluta árs 1974 eða I tæp tvö ár. Skiluðu tilraunir þessar ekki tilætluöum árangri, hvað hreinsi- hæfni snertir. Hreinsitæki þessi eru að mati Heilbrigðiseftirlits rikisins mjög athyglisverð og lik- legt að nota megi þau með góðum árangri þar sem réttar aðstæöur eru fyrir hendi. Ljóst mátti hins vegar vera forráðamönnum ál- versins frá upphafi að notkun þeirra var ekki raunhæf við þær aöstæöur sem fyrir hendi eru i kerskála álversins, þar sem hreinsa þarf griðarlegt loftmagn (17-18 millj. m3/klst.) hver svo sem niðurstaða tilrauna hefði oröið, hvað hreinsihæfni snertir. Skulu tilgreindar hér nokkrar á- stæður. 1. Notkun tækjanna hefði fyrir- sjáanlega krafizt geysimikils rafafls, þ.e. um og yfir 40 MW. 2. Notkun tækjanna hefði ekki leitt til minni mengunar i and- rámslofti starfsmanna I ker- skála. Þvert á mótier liklegt að notkun þeirra hefði leitt til verra ástands en áður var. 3. Þegar ákvörðun um tilraunir þessar var tekin, var álvinnsl- an I lokuðum kerjum meö hreinsun Utblásturs I svonefnd- um þurrhreinsibUnaði þegar hafin i ýmsum verksmiðjum. Slikur bUnaöur hefur augljósa kosti, m.a. þann að mjög dregur Ur mengun l andrUms lofti starfsmanna I kerskála. Máttiljóst vera áþessum tima, hvert stefndi i þróun þessara mála i heiminum. 1 október 1974 tilkynnti lsal Heilbrigðis- og tryggingamála- ráöuneytinu að ákveðið hefði verið að hverfa frá áætlun um notkun hreinsitækja Jóns Þórðar- sonar. 1 nóvember var siðan lögð fram áætlun um lokun rafgrein- ingarkerja álversins og uppsetn- ingu þurrhreinsibúnaðar. Lýsfi Heilbrigðiseftirlit rikisins sig sammála þvi að þessi leið yrði farin. Mótaðist afstaða stofnun- arinnar m.a. af þvi að slikur bún- aður dregur úr mengun I and- rúmslofti starfsmanna i kerskála verksmiðjunnar. Gert var ráð fyrir þvi i áætlunum fyrirtækis- ins, að árið 1975 færi i tilraunir með þekjur og að hreinsibúnaöur yrði kominn i fullan rekstur fyrir allt álverið um áramótin 1977/78. Er skemmst frá þvi að segja, aö tilraunir þessar drógust á lang- inn, auk þess sem fjármagn til þeirra var skorið niður og dregiö var úr umfangi þeirra. Hófst til- raunarekstur ekki fyrr en i byrj- un árs 1976 og stóð einungis i 4 1/2 mánuð. Jafnframt var einungis byggt yfir tvö ker i staö fjögurra i upprunalegri áætlun. Lét álveriö af hendi skýrslu um tilraunir þessar i ágúst 1976. Er þar komizt að þeirri niöurstöðu, að þekjurnar hentiekkiaðstæðum í Straumsvik að öllu leyti og að með þeim verði ekki unnt að uppfylla þær kröfur um hreinsihæfni sem fram hafi veriö settar af heilbrigöisyfir- völdum. Fyrir siðastnefndu ályktuninni eru þó ekki færð óyggjandi rök á grundvelli mæl- inga eða á annan hátt. Ennfremur er komizt að þeirri niðurstöðu að rétt sé nú að gera áætlun Um nýj- ar tilraunir meö lokun kerjanna og breytta framleiösluhætti til þess aö koma megi við fullkom- inni hreinsun. Með kröfum heil- brigðisyfirvalda er hér átt við bréf Heilbrigöiseftirlits rikisins til Isals, dags. 18/8 1975 þar sem stofnunin, að höfðu samráði við Náttúruverndarfáð og Heil- brigðismálaráð Hafnarfjarðar, lét i ljós álit sitt á þvi, hvaða árangri beri að ná með hreinsi- búnaðinum með hliðsjón af þróun þessara mála i öðrum löndum. Var þetta gert i samræmi við fyrrnefnt bréf Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 31/10 1973, þar sem mælt er svo fyrir um, aö úrbætur i meng- unarmálum álversins skuli gerð- ar I samráöi við Heilbrigðiseftir- lits rikisins. Framangreind atburöarás sýnir glöggt, að bygging hreinsi- búnaðar hefur ekki haft fullan forgang hjá forráðamönnum ál- versins og aö fullar efndir hafa ekki verið á fyrirheiti þvi, sem gefið var i áðurnefndu bréfi ál- versins 31/10 1972. A hjálögðu yfirliti er greint frá framleiösluháttum mengunar- vörnum i nokkrum löndum þar sem álframleiðsla er stunduð. Nær yfirlit þetta til allra starf- andi verksm. i þessum löndum, 1975 (68 verksm.) Sýnir yfirlitiö að engin þeirra er rekin meö sama hætti og verksmiðjan 1 Straumsvik, þ.e. án nokkurs hreinsibúnaðar. Fram kemur einnig aö mestur hluti verksmiðja sem nota hliðstæöar framleiðslu- aðferðireru með lokið ker, en þaö stuölar að bættum mengunar- vörnum og dregur úr mengun i andrúmslofti starfsmanna. Nokkrar verksmiðjur hafa ein- ungis hreinsun I rjáfri kerskála en slíkt þykir úrelt oröiö og er viðast hvar i þessum verk- smiöjum unnið að þvi að kerjum verði lokaö. Sumar verk- smiöjanna hafa bæði lokuð ker með fullkominni hreinsun I þurr- hreinsibúnaöi og hreinsun með vatnsúðun i rjáfri kerskála. Islenzka álfélagið hefur nýveriö sent rikisstjórninni áætlun um lokun rafgreiningarkerja sam- fara hreinsun útblásturs i þurr- hreinsibúnaði og breyttum fram- leiösluaöferðum.Ergertráð fyrir af rafgreiningarkerjum verk- smiðjunnar veröi breytt i miöjuþjónuð ker, en það þýöir, aö unnt verður að bæta hráefnin á kerin og brjóta skurn þeirra að mestu leyti án þess aö þekjur yfir þeim séu opnaðar og berst þvi minna magn mengunarefna út i andrúmsloft kerskálans. Heilbrigðiseftirlit rikisins er sammála forsvarsmönnum ál- versins um að hér sé um að ræða þá beztu leið til mengunarvarna sem völ er á I dag, þegar tekiö er tillit til bæöi ytra og innra um- hverfis, sé rétt á málum haldiö. Mun stofnunin leggja rika áherzlu á, aö aðgerðum þessum verði hrint i framkvæmd og þeim hraö- að eftir þvi sem kostur er. Dráttarbifreið til sölu Mercedes Benz Labk 2632 árg. 1973, ekinn 160 þús. km. Ný upptekin vél, 320 ha., drif á öllum hjólum, læst þriskipt drif. Bifreið- in er öll i mjög góðu lagi. Upplýsingar i sima 81550. Breiðholt h/f Orolfsbúðir — Umsjónarmaður Óskum að ráða umsjónarmann við orlofs- hús verkalýðsfélaga i Svignaskarði, Borg- Leiðrétting Nöfnin með þessari mynd brengluðust i blaðinu á sunnu- dag: Fremri röð: Ingibjörg Guð- mundsdóttir, kona Þórarins Þorfinnssonar á Spóastööum, Sigriður Pálsdóttir, kona Tómasar Guðjónssonar vél- stjóra, sem um skeið var for- maður vélstjórafélagsins, Sól- veig Kristjánsdóttir, kona Olafs H. Kristjánssonar skóla- stjóra á Reykjum og Þórhild- ur Þóröardóttir, sem lengi var húsfreyja á Vifilsmýrum i ön- undarfirði. Aftari röð: Tómas Bern- harösson frá Vöðlum, Gils Guömundsson alþingism., Guðmundur Ingi skáld, Þor- steinn Bernharðsson frá Vöðl- um framkv.stj. og Jón Valdi- marsson verzlunarmaöur Suðureyri Heimilis ónægjan eykst með Tímanum ^- - M/s Esja fer frá Reykjavlk þriðjudag- ínn 29. þ.m. vestur um land í hringferö Vörumóttaka: fimmtudag, föstudag og mánudag tii Vestfjaröa- hafna, Noröurfjaröar, Siglu- fjaröar, Ólafsfjaröar, Akur- eyrar, Húsavikur, Raufar- hafnar og Þórshafnar. arfirði i sumar. Starfstimabilið er frá 1. mai og er til 15 . sept. Umsjónarmaðurinn þarf að sjá um undirbúning og snyrtingu húsanna áður en orlofstimabilið hefst. Æskilegt er að umsækjendur hafi kunnáttu i garðyrkju. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Iðju, simi 13082 og i sima 16438. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu Iðju, félags verksmiðjufólks Skólavörðu- stig 16. fyrir 1. april n.k. Orlofsbúðir Svignaskarði. Útboð Sveitarsjóðir Borgarness og Ólafsvikur auglýsa eftir tilboðum í tréverk og inn- réttingar i leikskóla á báðum stöðum. Tilbjóðendur geta boðið i annan skólann sér eða báða skólana saman. Þá er lika möguleiki að bjóða eingöngu annars vegar i fast tréverk eða hins vegar i innréttinga- smiði. tJtboðsgögn fást á skrifstofum sveitarfé- laganna i Borgarnesi og Ólafsvik og á Arkitektastofu Guðmundar K. Guð- mundssonar og ólafs Sigurðssonar, Hverfisgötu 49, Reykjavik gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til skrifstofu Borgar- neshrepps, Borgarnesi, eða skrifstofu ólafsvikurhrepps, Ólafsvik i lokuðu um- slagi, þannig merktu: Tilboð i leikskóla, eigi siðar en miðvikudaginn 13. april 1977 kl. 14. e.h. og verða þau þá opnuð þar i við- urvist þeirra bjóðenda, sem viðstaddir kunna að verða. Sveitarstjórinn i Borgarnesi Sveitarstjórinn i ólafsvik

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.