Tíminn - 07.04.1977, Side 19
Fimmtudagur 7. aprll 1977
19
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs-
ingastjóri: Steingrfmur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur f
Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur f AOalstræti 7, sfmi 26SOO — afgreiöslusfmi 12323 —
auglýsingasfmi 19523. VeröIlausasölu kr. 60.00. Áskriftar-
gjald kr. 1.100.00 á mánuöi.
Blaöaprenth.f.
Kj aras amningar nir
í ræðu þeirri, sem ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra flutti við setningu aðalfundar mið-
stjórnar Framsóknarflokksins, vék hann m.a. að
væntanlegum kjarasamningum og fórust honum
orð á þessa leið:
„Sé reynt að skyggnast inn i framtiðina og gera
sér grein fyrir þvi, hver verði framvinda efnahags-
mála á yfirstandandi ári, verða komandi kjara-
samningar eflaust fyrst fyrir. Það hefur heyrzt, að
þær samningaumleitanir, er nú standa fyrir dyrum,
verði stærri i sniðum en þær, sem á undan hafa far-
ið. Og þvi er ekki að leyna, að margir álita, að þær
verði meðal þeirra erfiðari. Hvort sú spá reynist á
rökum reist, skal ósagt látið, en við verðum að
vona, að aðilar vinnumarkaðarins, launþegar og
vinnuveitendur, gangi til leiks með það fyrir augum
að ná skynsamlegum samningum.
Það leikur ekki vafi á þvi, að hóflegir kjarasamn-
ingar á siðustu tveimur árum eiga drjúgan þátt i
þvi, að jákvæður árangur hefur náðst á sviði efna-
hagsmála á siðasta ári. Verkalýðsforustan hefur
þannig — þrátt fyrir erfiðar aðstæður — sýnt þá á-
byrgu afstöðu að taka tillit til efnahagsástandsins.
Efnahagshorfur eru nú nokkru bjartari en áður.
Nokkurt svigrúm hefur gefizt til kaupgjalds-
hækkunar. Það skal heldur ekki dregið i efa, að
margir þurfa á slikri hækkun að halda. Það er
t.a.m. óútreiknanlegt dæmi, hvernig mönnum tekst
að lifa af lægstu umsömdum daglaunum, og þar
verður sjálfsagt að leita ýmissa skýringa. En hvað
sem um það er, munu flestir sammála um, að nauð-
syn beri til, að laun þeirra lægst launuðu hækki. Það
verður hins vegar ekki gert, nema þeir, sem hærri
laun hafa, gefi nokkuð eftir. Ályktun Alþýðusam-
bandsþings frá þvi i haust bendir til þess, að menn
hafi gert sér grein fyrir þvi, en það á þó eftir að
koma i ljós, hvernig staðið verður að þeirri stefnu-
mótun.
Á árinu 1975 er talið, að kaupmáttur kauptaxta
hafi rýrnað um 12-15%. Á s.l. ári er talið, að kaup-
máttargildi kauptaxta hafi enn rýrnað um 3-4%.
Þar með er þó ekki öll sagan sögð, þvi að vegna
launaskriðs og lengri vinnutima er talið láta nærri
að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi
staðið nær i stað i fyrra. Um þetta kunna þó að vera
skiptar skoðanir.
Um siðustu áramót voru kauptaxtar flestra laun-
þega 13-14% hærri en þeir voru að meðaltali á sið-
asta ári. Verðlag var á sama tima 12% hærra en
ársmeðaltalið. 1 spá Þjóðhagsstofnunar fyrir yfir-
standandi ár er gert ráð fyrir þvi, að kaupmáttur
geti aukizt um 3-4%, ef heildarlaunahækkun verður
stillt i hóf. Sé byggt á sömu forsendu, er búizt við
þvi, að verðbólga verði um 20% á árinu. Rætist
þessi spá, tel ég, að við megum vel við una.
í framhaldi af þessu er rétt að minna á það, að eitt
af stefnumiðum núverandi rikisstjórnar er að koma
fastri skipan á samráð rikisstjórnar og aðila vinnu-
markaðarins, m.a. með það fyrir augum að draga
úr hraða verðbólgunnar. Við slikar aðstæður gætu
launþegar treyst þvi betur en nú er, að kauphækkun
i krónutölu tryggði þeim raunverulegar kjarabæt-
ur. Hitt er og rétt að leggja áherzlu á, að kjarabætur
geta verið fólgnar i öðru en kaupgjaldshækkun i
krónum. Er sjálfsagt að leita skynsamlegra leiða i
þvi efni”.
1 framhaldi af þessu, vék Ólafur Jóhannesson svo
að þvi, hve mikilvægt væri að haga kjarasamning-
um þannig, að atvinnuöryggi væri tryggt og komið i
veg fyrir atvinnuleysi. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Acheampong er
ólíkur Nkrumah
Stjórn hans þykir hafa tekizt allvel
A ÞESSU ári eru liöin tutt-
ugu ár siöan fyrsta nýlendan I
Afriku hlaut sjálfstæöi sitt.
Þetta var brezka nýlendan
Gullströndin. Viö sjálfstæöis-
tacuna hlaut hún nýtt nafn,
Ghana. Sá maður, sem átti
mestan þátt i þvi, aö Gull-
ströndin fékk sjálfstæði, var
Khame Nkrumah. Hann haföi
menntazt i Bandarikjunum og
hóf merki sjálfstæöisbarátt-
unnar strax eftir heimkomuna
I byrjun siöari heims-
styrjaldarinnar. Nkrumah
tókst ekki aöeins aö ná miklu
fjöldafylgi, þvi aö hann var
snjall áróöursmaöur, heldur
heppnaöist honum einnig aö
vinna sér tiltrú brezku ný-
lendustjómarinnar. Sennilega
átti þaö hvaö mestan þátt i
þvl, aö Bretar veittu GulJ-
ströndinni sjálfstæöi á undan
öörum nýlendum slnum i
Afriku. Nkrumah reyndist i
fyrstu dugandi stjórnandi, en
færöist of mikiö I fang og of-
metnaðist yfir frama sinum.
Hann hófst handa um iönvæð-
ingu, sem var landinu fjár-
hagslega um megn, og barst
mikið á út á viö, þvi aö hann
fór aö llta á sig sem frelsis-
leiötoga allrar Afriku. Hann
setti þingið til hliöar og tók sér
algert einræöisvald. Jafn-
framt hóf hann aö láta dýrka
sig sem yfirnáttúrulegan leiö-
toga. Styttur voru reistar af
honum viöa um land og fólk
var látiö tilbiöja hann sem
hálfguð. Svo kom, aö ýmsum
samverkamönnum hans
fannst of langt gengiö. Þeir
gripu tækifæriö, þegar
Nkrumah var i heimsókn I
Peking i ársbyrjun 1966, til aö
vikja honum frá völdum og
átti hann ekki afturkvæmt til
Ghana eftir þaö. Hann lézt I
útlegð 1972. Fyrir nokkru er
hafið aftur aö dýrka hann I
Ghanaen á annan hátt en áöur
var. Aö honum látnum er hægt
aö veita honum þá viöurkenn-
ingu sem honum ber sem
aöalleiötoga sjálfstæöisbar-
áttunnar.
SIÐAN Nkrumah lét af völd-
um, hefur oltiö á ýmsu I
Ghana. Fyrst var sett á lagg-
irnar herforingjastjórn, sem
fór með völd i þrjú ár. Þótt
hún stjórnaöi meö allharöri
hendi, var stjómarfarið skap-
legra i tiö hennar en á slöustu
stjörnarárum Nkrumah, en þá
rikti aö mörgu leyti ógnar-
stjórn. Andstæöingar hans
höföu veriö fangelsaöir hópum
saman og sumir létust í fang-
elsunum. . Ariö 1969 var
borgaraleg stjórn endurreist
og efnt til þingkosninga. Að
þeim loknum myndaöi Kafi A.
Busia, þingræöisstjórn, en
hann haföi upphaflega fylgt
Nkrumah aö málum, en snúizt
gegn honum. Herinn þoldi hins
vegar ekki stjórn Busia lengi.
Eftir skamma stund var hon-
um steypt af stóli og ný her-
foringjastjórn mynduö. Slö-
ustu fimm árin hefurhún ver-
iö undir forustu Ignatius Kutu
Acheampong, sem hefur veriö
hinn raunverulegi einræöis-
herra landsins. Hann hefur
reynt á ýmsan hátt aö afla sér
vinsælda, en tekizt þaö illa.
Hins vega virðist hann vera
allgóöur skipuleggjari og
stjórn hans er talin alltraust i
sessi. Oll pólitisk flokksstarf-
semi er bönnuö og eru engar
horfur á, aö Acheampong
hyggist aö endurreisa
borgaralega stjórn fyrst um
sinn. Hann segir, aö jarö-
vegur sé ekki fyrir lýö-
Acheampong
ræöisstjórn eins og sakir
standa. Hins vegar muni
stefnt aö þvi aö auka frjáls-
ræöi á ýmsum sviöum. Frétta-
mönnum, sem hafa heimsótt
Ghana, ber og saman um, aö
þegar pólitlsku frelsi sleppir,
séfrjálsræöi þar öllu meira en
viöast annars staöar I Afriku.
ÞÓTT margar þær fram-
kvæmdir, sem Nkrumah réö-
ist i, reyndust landinu fjár-
hagslega ofvaxnar i upphafi,
hafa þær boriö góöan árangur
siöar, t.d. stórfelld vatnsvirkj-
un. Framfarir hafa þvl oröiö
öllu meiri 1 Ghana en vlöast í
Afriku . Ýms óhöpp hafa hins
vegar oröiö til aö veikja
Ghana fjárhagslega. Ghana
hefur lengi veriö eitt helzta
framleiösluland á kakói, og
hagur landsins lit á viö hefur
mjög mótazt af verölagi á þvi.
Slöustu misserin hefur veröiö
á þvi fariö hækkandi, en
Ghana hefur ekki notiö þess,
nema aö takmörkuöu leyti.
Astæöanersú.aö sýking hefur
komizt i kakó-trén og hefur
enn ekki tekizt aö ráöa viö
hana. Framleiöslan hefur þvi
dregizt verulega saman.
Menning er á margan hátt á
hærra stigi i Ghana en annars
staöar I Afrlku og rekur þar
m.a. rætur til þess, aö evrópsk
áhrif festu þar fyrr rætur og
náöi á mörgum sviöum góöum
árangri. Ghanamenn eru lika
sagöir duglegir og fljótari öör-
um Afrikuþjóöum til aö til-
einka sér nýjungar og fram-
farir. Nafniö Gullströndin var
ekki út f bláinn, enda var hún
talin fyrirmyndarnýlenda
Breta i Afrlku. Heföi
Nkrumah ekki ofmetnazt, en
haldiö áfram á þeirri braut,
sem hann fylgdi fyrstu
stjórnarár sin, myndi hann
sennilega hafa náö þvl tak-
marki sinu aö gera Ghana aö
mesta fyrirmyndarriki
Afriku. Acheampong segist nú
vilja fylgja i fótspor hans, en
foröast þau mistök, sem hon-
um hafi oröib á. Enn er
Acheampong sagöur lifa
óbreyttu lifi og berast ekki
mikiö á. En hann hefur oröiö
gaman af aö sjá af sér myndir
I fullum hershöföingjaskrúöa
og birtir þær 1 kynningargrein
um Ghana I flestum stórblöð-
um heims. Þaöþykirekki góös
viti. Hann er enn ekki nema 45
ára aö aldri og getur átt eftir
aö breytast.ef honum tekstaö
halda völdum.
Þ.Þ..