Tíminn - 07.04.1977, Side 33
Fimmtudagur 7. april 1977
hafði i svipinn enga
löngun til að lenda i
ævintýrum. Hún hafði
fengið nóg af sliku. Hér i
kyrrðinni, á heimili
Sörensens, skildi hún
fyrst, hve æsandi og
erfið ferðalögin höfðu
verið, og hve þreytt hún
i raun og veru var. Nú
vildi hún sitja og hvilast.
Stundum var hún með
handavinnu og stundum
með bók. Lika þótti
henni gaman að hjálpa
frúnni við inniverkin.
Það var svo langt siðan
að hún hafði tekið þátt i
heimilisverkum. Hér
var gott að vera— frið-
ur, kyrrð og ró. Nóg að
borða, ágætt fólk og gott
húsnæði. Henni hafði
eiginlega aldrei liðið
svona vel siðan hún
lagði upp i þessa'ferð.
Og svo komu bréfin
frá Alexej.
Á þessum árum gekk
póstskipið yfir hafið að-
eins tvisvar i viku.
Pósturinn kom þvi til
Samarkand aðeins á
þriðjudögum og föstu-
dögum. í hvert sinn var
Berit full eftirvænting-
ar. Skyldi vera bréf til
hennar. Oftast var bréf,
en þó kom það fyrir, að
ekkert bréf kom. Þá var
Berit miður sin, þar til
næsti póstur kom.
Bréfin frá Alexej voru
alltaf jafn skemmtileg
og hlýleg. Hann sagði
frá lifinu i Moskvu,
herdeildinni, veizlum,
hersýningum og langur
kafli var um það, hve
mikið hann saknaði
þeirra systkinanna.
En ekkert svar kom
við þeirri spurningu,
sem Berit þráði mest að
fá svarað, en það var,
hvenær Alexej kæmi.
Hann nefndi þetta þó i
hverju bréfi, og hann
talaði um það, hvað
hann hlakkaði til að
ferðast með þeim, og
hvað þau skyldu
skemmta sér i ferðinni.
Og meira að segja fylgdi
einu bréfinu nákvæm
ferðaáætlun, þar sem
gerð var áætlun um
hvern gististað, hvað þá
heldur annað. En jafn-
framt þessu var i hver ju
bréfi sagt frá nýjum
hindrunum, sem
frestuðu för hans frá
Moskvu. Stundum var
það hersýning, stundum
sendiferð eða fundur,
sem hann varð að sitja.
Allt voru þetta skyldu-
störf, eða störf sem
fyrirskipun hafði verið
gefin um, og ekki var
hægt að skjóta sér
undan.í fyrstu bréfunum
bjóst hann við að losna i
byrjun ágúst, siðan um
miðjan ágúst, og loks i
mánaðarlokin.
Berit var alveg að
missa þolinmæðina.
Og svo kom loks bréf
ii'HJiiii.uu1
10. september, sem
eyddi allri von um að fá
að ferðast með Alexej.
Bréfið kom, er þau sátu
við kvöldverðinn og
hengilampinn logaði
glatt uppi yfir borðinu.
Alexej byrjaði bréfið
með þvi að taka það
fram, að þetta bréf flutti
þeim slæmar fréttir.
Frá herdeildarforingj-
anum hafði honum bor-
izt skipunarbréf, undir-
ritað af sjálfum keisar-
anum, þar sem honum
var falið að gerast
foringi fyrir visindaleg-
um og hernaðarlegum
leiðangri til Novaja
Semlja og leggja upp
eftir vikutima. Skipun-
arbréfið skyldi gilda i
eitt ár og á þessu ári átti
hann ekki að fá neitt
sumarleyfi. Það duldist
ekki i bréfinu, að Alexej
var sárhryggur yfir
þessari útnefningu, þótt
honum væri samtimis
veittur hinn æðsti hern-
aðarlegur heiður, þar
sem hann var útnefndur
kafteinn eða yfirforingi.
Verst var þó, hve póst-
samgöngur voru slæmar
við Novaja Semlja og
um vetrartimann
næstum engar. Frá þvi
að hann færi frá Arkan-
gélsk gæti þau ekki búizt
við að frétta af honum i
langan tima, og hann
gæti ekki fengið fréttir
af þeim heldur. En þetta
33
DATSUN
Við getum
afgreitt
bílana
STRAX
á mjög
hagstæðu
verði og
með ábyrgð
upp f
20.000 km
akstur
160J Sedan
Verð 4ra dyra 1.900.0l0|
Hvað kostar bíll
eftir 6 mánuði?
INGVAk Hll^ASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 l
Kópavogskaupstaiur H
Vallarstjóri
Staða vallarstjóra i Kópavogi er laus til
umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 12. -april n.k. og
skal skila umsóknum til félagsmálastjór-
ans i Kópavogi sem veitir allar nánari
upplýsingar.
Umsóknum skal skila á þar til gerö eyöublöö sem liggja
frammi á bæjarskrifstofu og á Félagsmálastofnun Kópa-
vogs.
Kópavogi 23. marz 1977
Bæjarritarinn i Kópavogi
Útboð
Tilboð óskast i að byggja i fokheit ástand
grunnskólahús i Þorlákshöfn.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu ölfus-
hrepps, Þorlákshöfn, Selvogsbraut 2, gegn
15.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 12. mai
kl. 14.
Byggingarnefnd.
B.S.A.B.
Orðsending til félagsmanna Byggingar-
samvinnufélagsins Aðalból
(áður Byggingarsamvinnufélag atvinnu-
bifreiðastjóra).
Þar sem félaginu hefur verið úthlutað lóð
undir fjölbýlishús í Mjóddinni i neðra
Breiðholti, eru þeir félagsmenn, sem hug
hafa á að byggja ibúð á vegum félagsins,
beðnir að leggja inn umsókn um aðild að 9.
byggingarflokkiB.S.A.B., þar sem tiltekin
er stærð og herbergjafjöldi þeirrar ibúðar,
sem óskað er eftir.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu
félagsins fyrir 20. april nk. Athygli skal
vakin á að Byggingarsamvinnufélagið
Aðalból er opið öllum. Það reynir að verða
við óskum sem flestra með blönduðum
ibúðastærðum i fjölbýlishúsum sinum og
byggir á kostnaðarverði.
B.S.A.B. — Siðumúla 34 — Reykjavik.
HÖFUM FLUTT
í eigið húsnæði
AÐÁRMÚLA 18
Frjáls verzlun - Sjávarfréttir
Iðnaðarblaðið - íþróttablaðið
Islenzk fyrirtæki
FRJÁLST FRAMTAK H.F.
Símar: 82300 - 82302