Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 27

Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 27
Sunnudagur 17. april 1977 éémééí. 27 ÉG- alkóhólisti? 17. april er væntanleg til landsins Dr. LeClair Bissell læknir. Mun hún dveljast hér i vikutima I boöi Freeport- klúbbsins. Dr. Bissell er for- stöðumabur afvötnunar- og endurhæfingarstöövarinnar Smithers Alcoholism Treat- ment and Training Center sem starfrækt er viö Roose- velt sjúkrahúsiö I New York. Hún mun flytja nokkra fyrir- lestra hér á landi og veröa þeir nánar auglýstir siöar. Dr. Bissell lauk BA-pröfi viö Colorado háskóla og MS og MD prófum viö Columbia háskóla og er þar nú aöstoöarprófessor i kliniskri læknisfræbi. Hún hefur ritaö mikib um ofdrykkjuvanda- máliö og fer útdráttur úr grein eftir hana hér á eftir: Ég — alkóhólisti? Þegar fólk heyrir oröiö „alkóhólisti” dettur þvi strax I hug „utangarösmaöur” sem hefur yfirgefiö fjölskyldu sina, vinnur ekki og slangrar um meö vínflösku I pappirspoka. f raun og veru eru þaö aöeins 3 til 5% alkóhólista sem enda þannig. Langflestir alkóhólistar stunda enn vinnu sina — hafa aldrei lent á sjúkrahúsi, veriö sagt upp vinnu né veriö fangelsaöir vegna drykkju sinnar. Þeir viöurkenna samt aö hjónabandiö sé ekki of gott, llfiö sé ekki alveg'eins og þaö ætti aö vera, stööuhækkun I starfi ekki eins og viö var búizt, sambandið viö börnin ekki I góöu lagi... Þaö er bara aö makinn skilur þá ekki, vinnuveitandinn skilur þá ekki og flest annaö fólk skilur þá ekki. En barþjónninn og aörir drykkjumenn skilja þá. Alkóhólismi birtist sjaldan á einni nóttu. Fyrstu einkennin geta varaö tiu ár, og I byrjun er einstaklingurinn og hans nánustu óafvitandi um hvaö er aö gerast. Smám saman fer áfengiö aö veröa mikilvægara og aö hafa áhrif á alla lifshætti drykkjumannsins. Hætt er að umgangast þá vini sem ekki drekka, og síöan þá sem drekka lltiö. Drykkjumaöurinn flýtur aö lokum I drykkjuheimi, alkóhólmenningu og samfélagi sinna lika. Þegar merki um drykkjuvandamál fara að koma i ljós, fer drykkjumaöurinn aö taka ákvarðanir um „næsta skipti”. „Ég læt þetta ekki koma fyrir aftur, núna veit ég hvaö ég má bjóöa sjálfum mér.” Loforð sem sjaldnast er staöið viö. Og afsakanir fara að skjóta upp kollinum. Til aö losna viö rifrildi viö makann afneitar drykkjumaöurinn sopanum sem hann fékk sér um morguninn, eöa þessir þrir tvöföldu sem hann fékk sér á heimleiöinni veröa aö „einum litlum”. Skeleggar afneitanir eru notaö- ar: „Ég var alls ekki fullur, ég vissi alveg hvaö ég var aö gera.” Akveöin tilraun er gerö til aö fela fyrir sjálfum sér hversu drykkja hans er frábrugðin drykkju annarra. Þegar drykkjumaður er aö- varaöur um aö til vandræöa- horfi með alkóhólneyzlu hans, svarar hann: „Blessaöur vertu, ef ég lendi I vandræöum þá hætti ég, ég ræö viö þetta.” Þaö er rétt aö flestir alkóhólistar geta Dr. LeClair Bissel stoppaö alveg. Þeir eru þurrir i nokkurn tlma til aö sanna aö þeir geti það. Þetta er hættuleg sjálfsblekking fyrir alkóhólist- ann þvl hann lætur áfengi sjaldnasteiga sig til frambúðar. Næsta tilraunhans aö sanna aö hann sé ekki alkóhólisti veröur ekki aö haída bindindi áfram, heldur aö sýna og sanna að hann geti farið með áfengi. En þaö sem alkóhólisti getur ekkier að fá sér þrjá sopa á hverjum degi i þrjá mánuöi og fá sér aldrei hvorki meira né minna. Þegar ástandið versnar fá flestir drykkjumenn sitt fyrsta „black-out”. Þetta er ekki aö „deyja”, „black-out” er missir minnis, sem gerist hvort sem drykkjumaðurinn viröist vera drukkinn eöa ekki á þeim tima. Til aö hjálpa einstaklingum til að kanna drykkjuvenjur sinar meö tilliti til alkóhólisma hefur National Council on Alcoholism I USA samiö eftirfarandi spurn- ingalista. Fólk getur þannig séö hvort viðkomandi eöa einhver fjölskyldumeðlimur kann aö þarfnast hjálpar. „Já” svar gefur til kynna mögulegt ein- kenni alkóhólisma. Byrjunarstig 1. Drekkur þú stundum mikiö eftir vonbrigöi, rifrildi eöa þegar illa gengur i vinnunni? 2. Þegar þú ert i vandræöum eöa undir álagi, drekkur þú þá álltaf meira en vanalega? 3. Finnst þér að þú getir inn- byrt meira vin heldur en þegar þú byrjaöir fyrst aö drekka? 4. Hefur þú einhvern tlma vaknaö „morguninn eftir” og fundiö aö þú getur ekki munaö hluta gærkvöldsins jafnvel þó vinir þinir segi aö þúhafir ekki „dáiö”? 5. Þegar þú drekkur meö ööru fólki, reynir þú þá aö fá þér aukasopa þegar hinir sjá ekki til? 6. Liöur þér illa I vissum tilfell- um ef vín er ekki fyrir hendi? 7. Hefur þú nýlega tekiö eftir þvi að þegar þú byrjar drykkju liggur þér meira á að fá þér fyrsta sopann en áöur fyrr? 8. Finnur þú stundum til sekt- artilfinningar út af drykkju þinni? Miöstig 9. Er þér innst inni illa viö þegar fjölskylda þin eöa vinir ræöa drykkju þina? 10. Hefur þú nýlega tekiö eftir fjölgun „black-out”? 11. Vilt þú oft halda áfram aö drekka þegar vinir þlnir segjast vera búnir aö fá nóg? 12. Hefur þú vanalega ástæðu fyrirþeim tilfellum þegar þú drekkur mikiö? 13. Þegar þú ert oröinn allsgáö- ur, séröu þá eftir hlutum sem þú gerðir eöa sagöir þegar þú drakkst? 14. Hefur þú reynt aö skipta um vintegund til aö hafa stjórn á drykkju þinni? 15. Hefur þér oft mistekizt aö halda loforð sem þú hefur gefiö sjálfum þér um aö minnka drykkjuna eöa hafa stjórn á henni? 16. Hefur þú nokkurn tlma reynt að stjórna drykkju þinni meö aö skipta um starf eöa flytjast búferlum? 17. Reynir þú aö foröast fjölskylduna og nána vini þegar þú drekkur? 18. Eru peninga- og vinnu- vandræöi að aukast? 19. Viröist fleira fólk en áöur koma ódrengilega fram viö þig án nokkurrar ástæöu? 20. Boröar þú mjög litiö eöa óreglulega þegar þú drekk- ur? 21. Færð þú stundum „skjálfta” á morgnana og finnst þér þá hjálpa aö fá þér smásopa? Upphaf lokastigs 22. Hefur þú nýlega tekiö eftir aö þú getur ekki drukkiö eins mikiö og þú gazt áöur fyrr? 23. Ert þú stundum drukkinn nokkra daga i einu? 24. Ert þú stundum mjög langt niöri og efast um aö lífiö sé þess viröi aö lifa þvi? 25. Sérð þú eða heyrir óraun- verulega hluti eftir drykkju- Dregið hefur verið i happdrætti Foreldra- og kennarafélags Öskjuhlíðarskóla Eftirtalin númer hlutu vinninga: 1. Ferð f. tvo til Luxemborgar Nr. 1896 2. Mallorcaferð 7. okt. 21 dagur Nr. 3823 3. Ferð f. einn til Færeyja Nr. 1819 4. Kvennúr Nr. 6870 5. Vöruúttekt kr. 10.000 Nr. 4398 6. Vöruúttekt kr. 10.000 Nr. 4503 7. Vöruúttekt kr. 10.000 Nr. 1775 8. Vöruúttekt kr. 7.500 Nr. 5026 9. Vöruúttekt kr. 7.500 Nr. 7141 10. Kalt borð Loftl. fyrir 2 kr. 5.000 Nr. 3481 11. ÚttekthjáS.S. kr. 5.000 Nr. 6571 12. ÚttekthjáS.S. kr. 5.000 Nr. 1162 13. Úttekt Blómask. kr. 5.000 Nr. 1839 14. Vöruúttekt kr. 5.000 Nr. 8198 15. Vöruúttekt kr. 5.000 Nr. 3093 16. Hársnyrting Bylgj. kr. 4.000 Nr. 10978 Hringið - og við sendum blaðið um leið « túra? 26. Veröur þú ofsahræddur eftir mikla drykkju? Þessi listi er gagnlegur til aö finna merkium alkóhólisma, en sjálf sjúkdómsgreiningin ætti að vera i höndum læknis eins og um aðra sjúkdóma. Læknar nota aöallega þrjú likamleg aöaleinkenni til aö greina alkóhólisma og þau eru: „black-out”, mikið drykkjuþol og fráhvarfseinkenni. „Black- out” hafa þegar veriö rædd. Mikið drykkjuþol er venjulega taliö vera ein til ein og hálf flaska á dag af brenndu vlni. Fráhvarfseinkenni sýna ekki aöeins fram á alkóhólisma heldur geta þau einnig veriö lifshættuleg. Þau eru annað og meira en venjuleg þynnka. Alkóholisti getur fengiö krampa, tremma (delerium tremens sem er t.d. skjálfti, skynvillur og ofskynjanir), mik- inn hita og hjartslátt. Það er oft erfitt aö fá alkóhólista til að sætta sig viö sjúkdómsgreininguna, þvi þá kemur fram hræösla um að þaö sé verið aö líkja honum við „utangarösmann”. Þessvegna veröur aö sannfæra sjúklinginn um aö alkóhólismi sé sjúkdóm- ur sem hægt er að ráöa viö. Þá fyrst er hægt að hjálpa honum. Markmiö meöferöar er algert bindindi. Hóf eöa meöalvegur er ekki til. Jafnvel þótt alkóhólisti haldi aö hann vilji „bara einn” þá getur hann aldrei veriö viss um aö hann fái sér „BARA EINN”. Þegar sjúklingurinn hefur sætt sig viö sjúkdómsgreiníng- una (alkóhólisma) og lausnina (bindindi) er hægt að hefja meöférö. Tvö grundvallaratriöi meðferöarinnar eru að afvatna sjúklinginn og aö halda honum frá þvi aö fá sér fyrsta sopann. Afvötnun þýöir aö stööva öll hugbreytandi lyf — róandi töflur sem alkóhól. Ef alkóhólisti er tekinn af alkóhóli og settur á önnur lyf er hann ekki afvatnaö- ur. Til aö halda sjúklingum frá alkóhóli eru AA-samtökin ráö sem hefur gefizt hundruöum þúsundum manna og kvenna vel. Þegar drykkjan hættir kemur upp tómarúm sem AA- samtökin hjálpa til aö fylla á raunhæfan hátt. Eg ráölegg sjúklingum minum að sækja fundi af opnum huga og gefast ekki upp heldur reyna nokkra fundi og kanna hvort þeir finna ekki eitthvað við sitt hæfi. Alkóhólismi hefur veriö kall- aður f jölskyIdusjúkdóni ur vegna hins gifurlega álags sem sjúklingurinn leggur á sina nánustu. Til að hjálpa þeim eru Al-Anon og Alateen góðar leiöir, en þau samtök starfa á sama grundvelli og AA-samtökin. Al- Anon er fyrir ættingja og vini en Alateen fyrir unglinga á aldrin- um 12—20 ára. En mest er um vert að alkóhólistinn og hans nánustu geri sér grein fyrir vandamál- inu og að hægt er að ráða bót á þvi. (Þýtt og stytt úr U.S. Catholic, april 1974). Vandaðar vélar borga sig Hin góðkunna CD HEumn hel bezt hefur 6 tindahjól, bæði snýr og rakar. Vinnslubreidd 2.8 m. HFHAMAR VeLADEILD SlMI 2-21-23 TRYGGVAGOTU REYKJAVIK Við rakstur treður traktorinn ekki íheyjnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.