Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 35
Sunnudagur 17. apríl 1977
70 ára
35
Guðmundur Ingi Kristjánsson
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
skáld og bóndi á Kirkjubóli
önundarfirði, varð sjötugur 15.
janúar s.l. Hann er fæddur á
Kirkjubóli og hefur alltaf átt þar
heima. Voru foreldrar hans hjón-
in Bessabe Halldórsdóttir og
Kristján Guðmundsson er þar
bjuggu, bæði vel þekkt og metin I
héraði.
Guðmundur Ingi stundaði nám
i Alþýðuskólanum á Laugum
1929-1930 og frá Samvinnuskólan-
um lauk hann prófi 1932. Kennari
og skólastjóri i Mosvallahreppi
hefur hann veriö i þrjá áratugi, en
lét af þeim störfum fyrir tveimur
árum. 1 hreppsnefnd Mosvalla-
hrepps hefur hann átt sæti á
fjórða tug ára og oddviti hrepps-
nefndar hefur hann verið frá 1958.
Sýslunefndarmaður hefur hann
verið I meira en 20 ár og lengi hef-
ur hann verið formaöur skóla-
nefndar Héraðsskólans að Núpi.
Ritari Héraðssambands Umf.
Vestfjarða var hann i fjölda ára. 1
stjórn Búnaðarfélags Mosvalla-
hrepps i 20 ár og formaður
Búnaðarsambands Vestfjarða frá
1947. Þá hefur hann átt sæti i
stjórn Kaupfélags önfiröinga I
um það bil 30 ár. Hér eru áreiðan-
lega ekki upptalin öll félagsmála-
störf, sem Guðmundur Ingi hefur
starfað að, en nóg til þess að sýna
að maðurinn hefur komiö viða við
og látið sig málefni samfélagsins
miklu varða. Það er svo sam-
dóma álit allra sem til þekkja, að
Guðmundur Ingi hafi gengið heill
og óskiptur að hverju þvi verki
sem hann hefur unnið að, tillögu-
góður og raunsær og að með hon-
um sé gott að starfa.
Guömundur Ingi er maður
gróðurs og ræktunar. Einhvers
staðar segir hann: „Ég gleöst við
allskonar gróður,” og sannarlega
hefur hann sýnt i verki að svo sé.
Um það ber bezt vitni jörðin
Kirkjuból, sem i fjölda ára hefur
verið ábýlisjörð þeirra bræðr-
anna, Guömundar og Halldórs, en
sameiginlega hafa þeir staðið að
mikilli ræktun og endurbótum á
jörðinni, þar á meðal athyglis-
verðri skógrækt. t ræktunarstarf-
inu, ekki sizt við skógræktina,
mun og Jóhanna systir þeirra
eiga ómældan hlut, en hún hefur
alltaf átt heima á Kirkjubóli.
Vissulega hafa þau öll talið sér
skylt að skila þvi landi sem þeim
var trúað fyrir fegurra og betra
til þeirra sem á eftir koma. Er
það sannarlega eftirbreytnisvert.
Sem skáld er Guðmundur Ingi
löngu þjóðkunnur. Fyrsta ljóða-
bók hans, Sólstafir, kom út 1938.
Siðan hafa komið út ljóðabækurn-
ar Sólbráð, 1945, Sóldögg, 1958 og
Sólborgir, 1963. Heyrzt hefur að
fimmta ljóöábókin sé i undirbún-
ingi og muni koma út áður en
langt liöur.
Guðmundur Ingi er fagurkeri,
um það bera ljóðabækur hans all-
ar bezt vitni. Yrkisefni hans eru
fjölþætt og hver lina i ljóðum hans
ber með sér hagmælskuna og
vandvirknina. Auk ljóðabókanna
hefur Guðmundur Ingi skrifað
fjölda greina i blöð og timarit um
hin margvislegustu efni.
I viðkynningu allri er
Guðmundur Ingi mjög hugþekkur
maður, skemmtilegur i viðræðu
og margfróður.
Eiginkona Guðmundar er Þur-
iður Gisladóttir frá Mýrum i
Dýrafirði, mæt koma kona og vel
gefin.
Blaðið tsfiröingur á Guðmundi
Inga mikla þakkarskuld að gjalda
fyrir mörg ljóð og greinar sem
hann hefur sent blaðinu til birt-
ingar á undanförnum árum. Hef-
ur það allt verið úrvalsefni. t
fjölda ára hefur Guðmundur ver-
ið i blaðstjórn Isfirðings.
Ég og fjölskylda min þökkum
Guðmundi Inga og fjölskyldu
hans fyrir löng og góð kynni. Við
óskum honum og fjölskyldu hans
allra heilla i tilefni sjötugs af-
mælisins.
Jón A. Jóhannsson
Þórður Njálsson, fyrrverandi
bóndi á Auðkúlu i Arnarfirði og
hreppstjóri i Auðkúluhreþpi áfti
75 ára afmæli 10. janúar s.l. Hann
ernú fyrir nokkrum árum hættur
búskap, hreppstjórastörfum og
margháttuöum öðrum félags-
málastörfum, sem hann áratug-
um saman vann fyrir sveit sina
og hérað og á nú heima ásamt
eiginkonu sinni, Daðinu Jónas-
dóttur, að Miðvangi 94 Hafnar-
firði.
Þórður er fæddur á Tjaldanesi i
Auðkúluhreppi, sonur hjónanna
Jóninu G. Sigurðardóttur og Njáls
Sighvatssonar, Grimssonar
Borgfirðings á Höflia i Dýrafiröi.
Þórður stundaði nám I skóla séra
Böðvars Bjarnasonar á Hrafns-
eyri, en svo sem kunnugt er rak
séra Böðvar skóla sinn i fjölda
ára og bjó nemendur undir gagn-
fræðapróf. Slðar stundaði Þórður
búfræðinám á Hvanneyri og lauk
prófi þaðan 1923.
Hann hóf búskap á Hrafnseyri
1929 og bjó þar til ársins 1937 að
hann flutti i Stapadal. Þar bjó
hann til ársins 1948 að hann flutti
að Auðkúlu og þar bjó hann síðan
þar til hann hætti búskap fyrir
nokkrum árum, eins og að fram-
an segir. Þórður var harðdugleg-
ur og hagsýnn búsýslumaður,
sem bætti mjög jarðir þær er
hann bjó á. A eignarjörð sinni,
Auðkúlu, en þar bjó hann lengst,
rætaði hann mikið, bætti heima-
túniö stórlega og breytti mýrlendi
i gróðursæl tún Hann skildi vel
nauðsyn þess og gagnsemi að
hirða og fóðra vel búpening sinn.
Snemma kom dugnaður og
Amerísk bifreiðalökk
Þrjár línur í öllum litum
BYGGINGAVÖRUVERZUJN BYKO
KÓPAV0GS SF
NYBÝLAVEGI8 SÍMI:410QQ
skeiö sæti i stjórn Kaupfélags
Dýrfirðinga og var útibússtjóri
Kaupfélagsins meðan það rak úti-
bú á Auðkúlu. t áratug var hann
umboðsmaður skattstjórans i
Vestfjarðaumdæmi i hreppi sin-
um. Frátafirfrá búskapnum hafa
þvi eðlilea verið tiðar og eru þó öll
félagsmálastörf Þórðar ekki talin
hér. 011 störf sem Þórði hafa ver-
ið falin hefur hann unniö af alúð,
árvekni og samvizkusemi enda
maðurinn vel gefinn og starf-
hæfur i bezta lagi.
Ég þakka Þóröi Njálssyni fyrir
löng og góð kynni, og ég og fjöl-
skylda min sendum honum og
fjölskyldu hans beztu kveðjur og
árnaöaróskir i tilefni 75 ára af-
mælisins.
Jón A. Jóhannsson.
kapp Þórðar i ljós. Mig minnir að
Þórður væri um 16 ára gamall
þegar viö vorum saman viö róðra
á árabát með fööur minum, ég
nokkrum árum yngri en Þórður.
Man ég vel að faðir minn hafði
orð á þvl að sæti Þórðar væri vel
skipaö. Var hann þó ekki vanur að
gera meira úr hlutunum en efni
stóöu til. Sjálfur eignaðist Þórður
löngu siðar opna báta, en þá voru
75 ára
Þórður Njálsson
fyrrverandi hreppstjóri
vélar komnar i flesta eða alla
báta, sem róið var til fiskjar i
Amarfirði. Ot't fór Þórður tif
veiöa á bát sinum og fórst það vel,
þó að búskapurinn væri jafnan
aðalviðfangsefni hans og atvinna.
Auðvitað losnaði jafn starfhæf-
ur maður sem Þórður ekki við
það, að taka aö sér um lengri og
skemmri tima margháttuo
félagsmálastörf fyrir sveit sina
og hérað. Hann átti sæti i hrepps-
nefnd Auðkúluhrepps í um paö DU
40 ár og hreppstjóri var hann i um
eða yfir 30 ár. Lengi var hann
sýslunefndarmaður i Vestur-lsa-
fjarðarsýslu. Um árabil var hann
i stjórn Ræktunarsambands V-
tsaf jarðarsýslu og i stjórn
Búnaðarfélags Auðkúlunrepps,
og árum saman fulltrúi þess
félags á fundum Búnaðarsam-
bands Vestfjarða. Hann átti um
Sama á hverju
gengur?
Þar sem mikið er gengið, hef-
ur BYKO jafnan gólfklæðninguna,
sem endist bezt. Þar sem minna geng-
ur á, hefur BYKO það, sem ódýrast
er. Hverju, sem þú stefnir að, hefur
BYKO það rétta undir iljarnar, gólf-
dúka eða flísar, fjöibreytt úrval efnis
og lita.
Þar sem fagmennirnir verzla,
er yóur óhætt
Mobil
Synthetic Enamel
Mobil OIL CORPORATION FORMULA
Acrylic Lacquer
Mobil OIL CORPORATION FORMULA
Acrylic Enamel
Mobil OIL CORPORATION FORMULA
Einnig öll undirefni,
málningasíur, vatnspappír
H. JÓNSSON & CO
Símar 2-22-55 & 2-22-57
Brautarholti 22 - Reykjavík