Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 33

Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 33
Sunnudagur 17. apríl 1977 ÍHÍiil'IÍH! 33 unum, og svo var það metnaðarmál ökumann- anna, að aka þá sem harðast. Þessar öku- ferðir voru reglulegur þrældómur. Stundum voru þessar ökuferðir beinlinis hættulegar. Á einum stað i fjalllendi skammt frá borginni Alma Ata lenti ökumaðurinn i tæpri götu á brekku- brún, en meðfram brekkunni rann allstórt fljót. Vagninn valt með öllu saman ofan i fljótið, og það var mesta lán að þau sytkinin gátu bjarg- að sér úr öllum teppun- um og púðunum og kom- izt til lands. í annað skiptið lentu þau i sand- byl i bifreið i sandauðn sunnan við Balkasjvatn- ið og þar „fennti” yfir bifreiðina i sandbylnum. Bifreiðarstjórinn varð að sækja menn i næsta þorp til að moka sandin- um frá bifreiðinni. En svo má illu venjast að gott þyki. Systkinin höfðu ekki ekið marga daga i „tarantass”, þeg- ar þau fóru að venjast hristingnum og fannst gaman, hve hart var ek- ið. Siðar fóru þau að geta sofið i vagninum, jafnvel þótt vegurinn væri vondur. Þau höfðu lika fengið að reyna svo margt undanfarna mánuði, að þeim fannst þetta ekki umtalsvert, og gleymdu óþægindum jafnóðum. En loks bar óhamingj- an að garði. Berit varð veik. Þetta byrjaði með snögglegri ofkælingu. Dagana á eftir var hún slöpp og kenndi vanlið- unar og þegar þau komu loks til Krasnojarsk hinn 8. október, — en þá var liðið hálft annað ár frá þvi að þau lögðu upp frá Noregi—var Berit orðin fárveik. Hún gat ekki komizt hjálparlaust út úr bilnum, og Árni og þjónninn i gistihúsinu urðu að bera hana upp i herbergið og leggja hana þar upp i rúmið. Það var þó huggun i þvi fyrir Árna að gistihúsið leit vel út og hreinlega, og var áreiðanlega bezta gistihús, sem þau höfðu dvalið i siðan þau fóru frá Kairo. Árni var alveg yfir- bugaður. Að þetta skyldi þurfa að koma fyrir er þau loks voru komin að aðaljárnbraut Siberiu. Ætlaði enginn endir að verða á óhöppum i þess- ari ævintýralegu ferð þeirra? VIII. ÍFANGABÚÐUMÍ SÍBERÍU 1. Það mátti ekki seinna vera, að Berit kæmist i húsaskjól. Hún var orðin fárveik, hafði óráð og var eldrauð i andliti. Dyravörður gistihússins hjálpaði Arna að ná i lækni. Hann var rúss- neskur en talaði dálitið þýzku. Læknirinn taldi sjúkdóminn lungna- bólgu og lagði svo fyrir að sjúklingurinn fengi algjöra hvild og ró. Hann sagði, að til örygg- is vildi hann benda á, að rétt væri að fá hjúkrun- arkonu til að vaka og hjúkra henni. Þegar Árni spurði lækninn, hvort nokkur hætta væri á ferðum, þá yppti hann aðeins öxlum og sagði á bjagaðri þýzku: „Hættuleg er lungnabólga ætið”. En jafnframt tók læknirinn það fram að táp og með- fædd hreysti gæfi vonir um að stúlkan stæðist þessa raun. Árni var alveg örviln- aður. Berit fárveik, — ef til vill i lifshættu. Þetta þurfti endilega að koma fyrir nú, er þau töldu sig hafa yfirstigið mestu erfiðleikana. Þau fengu sannarlega að reyna erfiðleika ferðamanna á allan hátt. Það var þó lán að þau höfðu lent i svona góðu gistihúsi. Ef til vill mátti segja að skrautið og i- burðurinn væri óhófleg- ur og slik salarkynni þekktust þá naumast i Vestur-Evrópu. Her- bergin sem þau systkin- in fengu, liktust fremur stórri gestastofu eða danssal, en svefnher- bergi. Setustofan og borðsalur voru i hlutfalli við herbergin. En allt var þetta einskisvirði i augum Árna þar sem Berit var veik. Án henn- ar var hann eins og vængbrotinn fugl. Árna leið illa. Hann gat hvergi verið kyrr. Ýmist þaut hann inn til hjúkrunar- konunnar og þaulspurði hana um liðan sjúklings- ins og hvort hún sæi nokkur merki um bata, eða hann gekk um gólf i mannlausum sölum gistihússins. Læknirinn sá hvernig Árna leið, og einn dag- inn, þegar Berit var heldur hressari, þá stakk hann upp á þvi að Árni skryppi heim til hans um kvöldið, þvi að hann hefði gaman af að hitta fólk að máli. Árni tók fyrst dauflega i þetta. Hann sagðist ekk- ert hafa gaman af að hitta ókunnugt fólk með- an systir sin væri veik, en Berit var einmitt þá stundina með réttu ráði og hafði heyrt samtalið, og allt i einu heyrði Árni veiklulega rödd systur sinnar að baki sér: ,,En Árni, þú hlýtur að skilja það, að þú mátt vel fara frá mér. Mér liður svo vel núna, enda getur þú litið hjálpað mér. Þú skalt vara fara, hitta fólk og segja mér svo eitthvað skemmti- legt, er þú kemur heim. Nú vil ég helzt sofa, bara sofa.” „Það er liklega bezt að hún hafi fullkomið næði”, hugsaði Árni. „Ég get þá liklega alveg eins brugðið mér út. Læknirinn bjó i fallegu húsi i útjaðri bæjarins. Frúin var alúðleg i við- móti og tók Áma ágæt- lega, en talaði bjagaða þýzku. Auk þeirra hjón- anna vom þar fimm gestir, þrjár konur og tveir menn. Annar mað- urinn var læknir, en hinn var st jórnmálamaður og kaupmaður. Nafn hans var Denikin. Hann var einkennilegur i útliti. Hann var lágvaxinn, skrefstuttur, magamik- ill og búlduleitur. Hárið var kolsvart, en augun litil, brúnleit og munn- svipurinn ógeðslegur. Hann var háðslegur á svipinn og likt og hann hæddist að öllu og öllum. Hann tók ekkert tillit til annarra, en talaði stöð- ugt og mest á þýzku til þess að Ámi skildi mál- ið. En þýzku talaði hann óaðfinnanlega. Árni minntist þess ekki, að hann hefði á einu kvöldi heyrt svo margar skrýtlur og sögur. Flestar vom skemmti- legar en sumar dálitið grófar, en af nógu var að taka og aldrei sagði hann sömusöguna aftur. Áð þvi er Árna skildist þá var hann upp á móti öllum og öllu, en sér- staklega talaði hann illa um rússnesku stjórnina og keisarann, og leyni- lögreglu hans. Ekki tal- aði hann betur um rúss- neska þingið (Dúmuna), og var svo að heyra að hann bæri hatur til þingsins. Sagði hann að öll þessi störf væru ó- möguleg og rússneska rikið hlyti að liðast i sundur, ef slikt stjómar- far héldist lengur. Á ár- unum 1906 til 1907 hafði Denikin sjálfur átt sæti i „Dúmunni”, og var þá i vinstri armi þingmanna og mjög róttækur. 1 öllu tali fannst Árna hann þó likjast meir aft- urhaldsmanni en um- bótamanni, en það var eins og hann hefði mesta ánægju af þvi að lasta allt og alla, en með sjálf- um sér hugsaði Árni, að ef honum hefði auðnazt að sitja lengur i þinginu, þá hefði hljóðið i honum verið öðruvisi. Eitthvað var það þó i fari Denikins, sem Árna geðjaðist vel, en hitt var þó fleira, sem honum féll illa. Hann var fróður og mjög ræðinn og ó- venjulega glöggur og gáfaður i tali. Slikir menn eru alltaf skemmtilegir, þótt þeir séu ýmsum göllum hlaðnir. Hvað Denikin snerti, þá leit svo út, sem hann væri mjög hrifinn af Árna. Strax fyrsta kvöldið fylgdi hann Árna alveg heim að gistihús- inu og næsta dag sendi hann Berit fallegan blómvönd, og spurði um heilsufar hennar. Arni var hálf undrandi á þessari kurteisi og þægilega viðmót i ó- kunnu landi, en reyndi þó að sýna sama viðmót. Næstu daga, þegar Berit fór að hressast, var Árni stöðugur gestur á heim- ili Denikins. Hann átti litið timburhús skammt frá gistihúsinu og bjó þar með konu sinni og uppkominni dóttur. íbúðin var ekki stór, en allt innbú var af beztu tegund, sýnilega gömul úrvals húsgögn, sem hann hafði ef til vill erft. Denikin sagði Árna, að hann hefði áður verið forstjóri fyrir stóru iðnaðarfyrirtæki, en hefði orðið að láta af þvi starfi vegna heilsubilun- ar og lifði nú á eftirlaun- um. Árni undraðist það mest, hvilik ógrynni Denikin skrifaði af bréf- um. Það leit svo út, sem hann ætti nána kunn- ingja um allt Rússland Skeifu skrifstofuhúsgögn Skrifborð, vélritunar- borð, fráleggsborð, stök eða sambyggð með mismunandi skúffusetningu. Plötur í mismunandi stæröum GERIÐ VERÐS AMANBURÐ Smiðjuvegi 6 — Sími 4-45-44

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.