Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 32

Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 17. apríl 1977 ■* gæfist. Anton AAohr: 8. Árni og Berit Ævintýraför um Asíu skipunarbréf var þannig tilkomið: Alexej hafði i viðtali sinu við Nikolaj fursta, frænda keisarans, aldrei dregið neina dul á það, að hann ætlaði að giftast norsku stúlkunni, sem hann hafði hitt i fjalla- auðnum Persiu, þegar hún hefði aldur og þroska til. Herforinginn hafði verið nógu slyngur til að fara ekki að mót- mæla Alexej eða banna honum þetta. Hann bar heldur ekki upp neinar nærgöngular spurning- ar. En i þess stað fann upp alls konar ástæður fyrir þvi, að halda hon- um kyrrum i Moskvu og fresta för hans til Sam- arkand mánuð eftir mánuð. Það var von hans, að samkvæmis- lifið og félagsskapur hermanna fengi þennan unga, rika liðsforingja til að gleyma þessari ungu, norsku stúlku, eða þessu „heimskulega ástarævintýri”, eins og stórfurstinn nefndi það með sjálfum sér. Þessi von hans rættist ekki. 1 septemberlok var Alexej jafn ákveðinn að gifta sig norsku stúlk- unni og þegar hann kom til Moskvu. Það var þá, er „stórfurstinn” sá, að það var einlæg ætlun Alexej að giftast Berit, að hann fékk keisarann til að skipa hann for- ingja fyrir leiðangri til Novaja Semlja. Vetrar- frostin þar myndu áreiðanlega, ,kæla þessa heitu ást”, eins og furst- inn sagði i spaugi við vini sina. Þetta lúalega ráða- brugg var hulið bæði Alexej og Berit. Þau hugsuðu um það eitt, að þessi skipun hlytu að valda þvi, að þau sæjust ekki i eitt jtangt ár. Það var þeim'' báðum sár sorg og mikil vonbrigði. En bæði voru þau i eng- um vafa um það, að þau myndu hittast einhvers staðar að ári liðnu. Þau höfðu aldrei rætt alvar- lega um framtiðina eða drepið á hugðarmál sin i bréfum, en bæði hugs- uðu það sama. Þau voru i engum vafa hvort um annað. Hann treysti henni að fullu og efaðist ekki um ást hennar, og hún bar sama hug og traust til hans. Það valt þvi ekki á miklu, þótt um stund yrðu nokkur þúsund kilómetrar á milli þeirra. Þau skyldu sannarlega finna hvort annað, þegar tækifæri Með þessu örlagarika bréfi kom lika bréf til Sörensens. í þessu bréfi bað Alexej Sörensen að greiða sem bezt fyrir ferðum þeirra systkina, og spara i þvi efni hvorki fé né fyrirhöfn. í lok bréfsins tók Alex- ej það fram að réttast væri fyrir þau að fresta ekki förinni úr þessu, og leggja upp svo fljótt sem unnt væri. Fyrir þeim lægi löng og erfið ferð og það væri nauðsynlegt, að þau kæmust sem lengst áður en vetrar- kuldarnir næðu hámarki sinu. Sörensen hóf þvi strax undirbúning ferðarinn- ar. í aðaldráttum ætluðu þau að fylgja þeirri ferðaáætlun, sem Alexej hafði lagt drög að i einu bréfinu. Frá Samarkand lá leið þeirra i norðaust- ur fyrir sunnan Balkasj- vatnið um Tashkent og Alma Ata og til Krasnoj- arsk við Siberiubraut- ina. Þetta var löng ferð. Vegalengdin er um 3000 km og samsvarar það leiðinni frá Osló til Napoli á Italiu. Nú á timum er hér fjölfarin járnbraut en árið 1913 náði hún ekki lengra en til Tashkent, en allan hinn hluta leiðarinnar urðu þau ýmist að fara i bifreið eða á hestbaki. Sörensen áleit að ferð- in tæki að minnsta máta þrjár vikur eða mánuð. Alexej hafði lika talað um það i eini bréfinu, að ferðin gæti tekið 24 daga. í fyrstu ákvað Sörensen að fýlgja þeim barnatiminn alla leið til Krasnojarsk, en bæði Árni og Berit tóku það ekki i mál. Þau sögðu, að það væri á- stæðulaust, að hann færi að yfirgefa heimili sitt i langan tima og hann gæti það naumast vegna skyldustarfa sinna. Þau vildu alls ekki að hann færi að leggja þetta á sig þeirra vegna. Alexej hafði heldur ekkert minnzt á það i bréfum sinum. Þau sögðu lika að þau væru vön ferða- lögum. Ferðaáætlunin væri lika svo vel skipu- lögð að það væru litil lik- indi til þess, að nokkur óhöpp hentu þau i þess- ari ferð. Það urðu þvi systkinin sem réðu, en fyrst og fremst var það af þvi að Alexej hafði alveg gleymt að minnast á slikt i bréfum sinum. Burtfarardagurinn var ákeðinn hinn 15. september. Berit var mjög sorgbitin yfir þvi að verða nú að yfirgefa þessi ágætu hjón og þeirra kyrrláta, hlýlega heimili. Hún hálfkveið þessari löngu ferð. Henni fannst sem alltaf hentu þau einhver óhöpp eða óvænt ævintýri. Hvað skyldi nú koma fyrir i þessari ferð. Eitt var henni þó alveg ljóst að hvergi i ferðinni, sem þau áttu fyrir höndum, gætu þau átt eins góða daga og hjá Sörensen og konu hans, og vafasamt að þeim gæti liðið eins vel, er þau loks kæmust til ákvörðunarstaðar. Um þann stað vissi hún svo litið. Ferðinni frá Samark- and til Krasnojarsk verður ekki lýst hér, en hún var löng og erfið. Þar sem vegur var sæmilegur, gátu þau notað bil, en annars ferðuðust þau mest i sérkennilegu farartæki, sem mikið var notað i Siberiu á þeim timum og nefndist „tarantass”. Þetta farartæki er fjór- hjólaður vagn, ljótur og klunnalegur, en sterkur. Er það eina farartækið sem þolir vegleysur eins og þá voru i Siberiu. Þessi vagn hefur engin sæti. Ferðamaðurinn liggur á gólfinu með hálmdýnur og púða und- ir sér. Ofan á sér hefur hann þykk teppi, en tjaldað er yfir vagninn. Venjulega eru aðeins tveir farþegar i svona vagni, en framan á situr ökumaðurinn i háu sæti. Engar stálfjaðrir eru i vagninum, enda myndu engar fjaðrir þola högg og sveiflur á hröðum akstri á þessum vondu vegum. Þrir hestar ganga fyrir vagninum og oftast eru þeir látnir valhoppa allan daginn. Þegar þau Árni og Berit komu fyrst inn i svona vagn þá leizt þeim bara vel á hann. Þau héldu að þetta hlyti að vera þægilegt að liggja þarna i mjúkum dýnum. En þegar hestarnir fóru að valhoppa fyrir vagn- inum og vegurinn versn- aði, þá fór hrifningin af. Fjaðralaus vagninn hristi þau og skók og fleygði þeim svo harka- lega til, að þeim lá við stórmeiðslum. Algjör- lega ómögulegt var að tala saman, þvi að stór- hætta var að opna munninn, vegna þess að þá gat maður skaðbitið sig i tunguna, eða brotið tennurnar. Þau fundu það strax, að eina leiðin var að bita á jaxlinn og hreyfa ekki munninn. Verst leið þeim, þegar ekið var gegnum þorpin. Var það hvort tveggja, að vegirnir voru þar oft enn verri en úti á slétt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.