Tíminn - 19.05.1977, Side 3
Fimmtudagur 19. mal 1977
3
Rannsóknarlögregla ríkisins:
VERÐUR FYRSTU MÁNUÐINA TIL
HUSA I BORGARTUNI
— hjá Sakadómi Reykja-
víkur, en flyzt um áramótin í
Kópavog í framtíðarhúsnæði
Gsal-Reykjavik — Rannsóknar-
lögregla rikisins tekur formlega
til starfa 1. júli næstkomandi og
verður stofnunin fyrstu mán-
uðina til húsa i Borgartúni 7
ásamt Sakadómi Reykjavikur,
en yfirmenn hennar verða hins
vegar til húsa i lögreglustöðinni
við Hverf isgötu. Aö sögn Eiriks
Tómassonar aðstoðarmanns
dómsmálaráðherra er búizt við
þvi, að frumteikningar að
innréttingum i hús rannsóknar-
lögreglu rikisins við Auðbrekku
i Kópavogi liggi fyrir eftir viku
til tiu daga — og sagði Eirikur
að stefnt væri að þvi að stofnun-
in flytti inn i þetta framtiöar-
húsnæði um áramótin næstu.
Enn hefur ekki verið gengið
frá ráðningu starfsliðs, enda
rennur umsóknarfrestur um
stöður við stofnunina ekki út
fyrr en 27. þessa mánaðar. Tim-
inn innti Eirik eftir þvi I gær,
hvað margt manna kæmi til
meö aö starfa við rannsóknar-
lögreglu rikisins, og kvað hann
það ekki ljóst enn sem komiö
væri, en fjármálaráðuneytið
væri að fjalla um það atriði.
— Þó að ekki sé hægt að nefna
neina tölu um fjölda starfsfólks,
sagði Eiríkur, er stefnt aö þvi,
að það veröi heldur fleiri menn
við störf hjá rannsóknarlög-
reglu rikisins en hjá rannsókn-
arlögreglunni i Reykjavík eins
og nú er. Síðan er ætlunin að
fjölga starfsfólki smátt og
smátt.
Hjá rannsóknarlögreglunni i
Reykjavik starfa rúmlega 30
mennog munu margir þeirra að
likindum hefja störf hjá
rannsóknarlögreglu rikisins 1.
júli n.k.
Timinn innti Eirik eftir þvl I
gær hvort fyrirhugað væri að
kaupa einhver ný tæki fyrir
rannsóknarlögreglu rlkisins og
kvað hann já við þvl. Sagði
hann, að tæknideild rannsókn-
arlögreglunnar í Reykjavik
Byggingin, sem bfður rannsóknarlögreglu rikisins I Kópavogi.
hefði það mál til athugunar og
þegar væri farið aö huga að þvi
aö panta einhver sérhæfð
rannsóknartæki til landsins, en
eins og ýmsir hafa bent á, svo
sem Karl Schutz, er tækjabún-
aði rannsóknarlögreglunnar
nokkuð áfátt.
Ekki hafa allir verið á eitt
sáttir um staöarval rannsókn-
arlögreglu rikisins, sem á aö
vera til húsa I framtiðinni I Auð-
brekku I Kópavogi. Eirikur
Tómasson sagöi I gær, að hann
og þeir starfsmenn dómsmála-
ráðuneytis aðrir, sem unniö
hefðu aö þessu máli, hefðuhaft
fullt samráð við Hallvarð Ein-
varðsson rannsóknarlögreglu-
stjóra rikisins. — Það er rangt,
sem fram hefur komið, m.a. aö
Hallvarðurhafi verið algjörlega
andvlgur staöarvalinu. Það er
rétt, að hann lýsti nokkrum
áhyggjum sinum vegna þessa,
ogtaldi nokkra annmarka á þvi
að velja rannsóknarlögreglu
rikisins stað i Kópavogi, — en
hann setti sig hins vegar ekki
upp á móti ákvöröuninni.
Eirikur sagði að lokum, aö
starfsmenn dómsmálaráðu-
neytis heföu reynt að koma til
móts við allar óskir Hallvarðs
varðandi rannsóknarlögreglu
rikisins.
Fjörug
hestakeppni
í Hverageröi
— yngsti knapinn 9 ára
PÞ Sandhóli — Firmakeppni
Ljúfs var haidin I Hveragerði ný-
lega. Dómarar voru frá Háfeta,
hestamannafélagi Þoriákshafn-
ar, sem stofnað var nýlega en 35
firmu tóku þátt I keppninni.
Fyrstur varð Stigandi, ættaður úr
Skagafirði, en eigandi er Sigur-
borg Jóhannesdóttir, Kröggólfs-
stöðum. Stigandi keppti fyrir
Múrarafélag Helga Þorsteins-
sonar, Hveragerði. Yngsti kepp-
andinn á mótinu, Anton Tómas-
son, 9 ára frá Hverageröi, vann
sér til eignar veglegan bikar fyrir
frammistöðu slna.
Annar á mótinu varð Skuggi úr
Hveragerði, en eigandi hans er
Marla Þórarinsdóttir, Hvera-
geröi. Skuggi keppti fyrir Hesta-
flutninga Páls Sigurðssonar,
Kröggólfsstöðum. Þriðji varð
Kolskeggur úr Skagafirði, eig-
andi Magnús Pétursson, en keppt
var fyrir Gísla Brynjólfsson
málara.
Félagsstarfsemi Ljúfs hefur
verið öflug i vetur. Farið hefur
verið I útreiðartúra um héraðið.
Rósmary Þorleifsdóttir, Vestra
Geldingaholti, var með
tamninganámskeið, sem var
mjög fjölsótt og tókst með ágæt-
um. Ráðunautarnir Þorkell
Bjarnason, Gunnar Bjarnason og
Pétur Hjálmsson héldu fræðslu-
Yngsti knapinn I Firmakeppni Ljúfs var Anton Tómasson, Hveragerði,
9 ára, og sést hann hér á fáki sinum með veglegan bikar, er hann hlaut
fyrir frammistöðuna. Ljósm. PÞ
fundi, þá voru haldin spilakvöld,
árshátið og fleira.
Ahugi manna er mikill á að
koma upp skeiðvelli, og helzt er
hallazt að þvi að fá aðstöðu við
fyrirhugaða réttarbyggingu
ölfusrétta, er reisa á I landi
Kröggólfsstaða.
„Get selt
allt sem
ég hef”
— segir Skúli
í Laxalóni
— Þcir eru ekki hræddir við
regnbogasilunginn úr Laxa-
lónsstöðinni, útlendingarnir,
sagði Skúli Pálsson, er hann
leit inn hjá Timanum, nýbúinn
að selja regnbogasilungs-
hrogn fyrir nær sex hundruð
‘þúsund krónur til Frakklands.
Hann seldi þetta fyrir
meðalgöngu aöila I Vejle I
Danmörku.
■ — Og það er ekki aöeins, að
ég geti selt þessi sjö hundruö
þúsund hrogn, heldur hef ég
verið beðinn um öll þau hrogn,
sem ég get látið i té.
Byggða- og landbúnaðaráætlanir:
Nauðsyn á samræmingu
og sMpulagi
KJ-Reykjavik — ,,Þó vil
ég minna á, að keðjan er ekki
sterkari en veikasti hlekkur
inn og þvl er það svo aö brest
ir i samgöngumálum rafmagns
máium, iæknisþjónustu eða
menntamálum, svo eitthvað sé
nefnt, getur ráðið örlögum
dreifbýlisbyggðar þó að bú-
rekstri sé þar i cngu áfátt.”
Þetta segir Guðmundur Sig-
þórssan, deildarstjóri I landbún-
aðarráðuneytinu, i erindi sem
hann hélt á fundihjá Samtökum
sveitarfélaga á Suðuriandi þar
sem hann fjaliaði um byggðaá-
ætlanir i dreifbýli.
Undanfarin ár og daga hafa
byggðamál verið mjög I dags-
ljósinu og menn ekki orðið á eitt
sáttir um stefnuna i þeim mál-
um. Hitt hefur flestum verið
ljóst, að ef ekki yrði að gert,
stefndi allt aö byggðahruni i
ýmsum sveitum landsins. Til
þess að koma i veg fyrir aö svo
færi, þurfti til að koma skipu-
lagning og áætlanagerð i land-
búnaðiogbyggðamálum i miklu
rikari mæli en áður haföi verið.
Þvi var það, að Halldór E. Sig-
urðsson landbúnaðarráðherra
skipaöi síðla árs 1974 nefnd
til að vinna að áætlunarmálum i
landbúnaði. 1 nefndinni eiga
sæti fulltrúar Búnaðarfélags Is
lands, Stéttarsambands bænda,
framleiösluráðs landbúnaðar-
ins, Landnáms rlkisins, Fram-
kvæmdastofnunar rikisins og
land búnaðarrá öuney tisins.
Nefndin hefur starfaö siðan, og
ernú árangur starfa hennar óð-
um að koma i ljós.
Einna lengst eru störf nefnd-
arinnar á veg komin I Arnes-
hreppiá Ströndum. Barst beiðni
þaðan um áætlanagerð. A6 lokn
um itarlegum könnunum fór
fram samstarf milli búnaðar
hagfræöiráðunautar, byggöa-
deildar Framkvæmdastofnun-
arinnar og nefndarinnar um
staðlaða byggingu útihiísa. Hóf-
ust framkvæmdir i fyrrasumar,
og reiknað er með að þeim ljúki
aö mestu leyti I sumar. Var allt
starfið skipulagt fyrirfram I
sEunráði við yfirsmið, ráöinn af
bændum, og stóöst áætlunin i
hvlvetna. Voru notuð aðkeypt
steypumót við byggingafram-
kvæmdirnar, og talið er að þessi
stöðlun i smiði og skipulagning
framkvæmdanna hafi lækkað
byggingarkostnað um 20-30%.
Um árangur þessara aðgerða
segir Guðmundur Sigþórsson i
erindi sinu: „Af þeirri reynslu,
sem hefur fengizt, er ljóst, aö
vel skipulögö uppbygging á
félagslegum grundvelli meö
fullri ábyrgð heimamanna á
framkvæmd og fjárreiðum, ger-
ir alla uppbyggingu ódýrari.
Jafnframt er einstökum bænd-
um gert mögulegt að byggja
upp á jöröum sinnum, sem að
öðrum kosti yrði þeim ofviða.”
Nefndinni hafa borizt beiðnir
viða að, frá búnaðarsambönd-
um og sveitarstjórnum, um
gerð landbúnaðaráætlana og
byggðaáætlana fyrir viðkom-
andi staði. Jafnframt þótti
nefndinni rétt að hafa frum-
kvæði að könnun á stöðu og við
gangi landbúnaöar I einstökum
byggöalögum. Að mati nefndar-
innar eru nokkrir staðir fremur
en aðrir, sem þarfnastsérstakr-
ar fyrirgreiðslu og átaks I upp-
byggingu. Hér er um aö ræöa
Norður-Þingeyjarsýslu, þar
sem nefndin telur nauðsynlegt
að styrkja búsetu, og þá ekki
siður i Skeggjastaðahreppi i N--
Múlasýslu, þar sem talin er
nauðsyn á hliöstæöum fram-
kvæmdum og i Arneshreppi. A
Vesturlandi og Vestfjöröum
viða þarf að auka mjólkurfram-
leiðsluna og á Mýrum og sunn-
anverðu Snæfellsnesi þarf aö
stuöla aö meiri votheysgerð.
Frá Noröurlandi vestra og Suð-
urlandi hafa einnig borizt óskir
um áætlanagerö, og virðist þar
ýmsu ábótavant.
Guðmundur Sigþórsson sagöi
i samtali viö blaðamann Tim-
ans, aö nefndin væri mjög
ánægð með útkomuna i Árnes-
hreppi. Taldi hann, aö höfuö-
keppikefli nefndarinnar væri i
fyrstu að sporna við fótum þar
sem byggö væri á fallandi fót-
um, ekki sizt i kringum þéttbýli
þar sem nauðsyn væri á fram-
leiðslu sveitanna. Jafnframt
þarf að koma til heildarsam-
ræming um landbúnaöarmál
svo ekki verði stefnt aö fram-
leiðslu, sem enginn markaður
er fyrir. Það sem þegar hefur
verið gert, hefur gefið góða
raun, og haldið verður áfram á
sömu braut meö samstarfi sem
flestra er hlut eiga að máli.