Tíminn - 26.05.1977, Qupperneq 23
Fimmtudagur 26. mai 1977.
23
Varma
hlíðar-
skóla slitið
AS-Mælifelli. Grunnbkólanum i
Varmahliðarskól.t .. r slitið p
25.5. við hátiðlega athöfn i salar-
kynnum skólans. i’óll Dagbjarts
son skólastjóri greindi frá vetrar-
starfinu og kom fram, að 170
nemendur voru i skólanum og
luku allir prófi, en nú er hætt aö
gefa aðaleinkunn, og fall eða upp-
gjöf Ur prófum úr sögunni.
Fjölbreytni var mikil i náminu
og var t.d. nýjung að vélfræði-
kennslu. En smiöar voru nú
kenndar í fyrsta sinn við hinn
unga skóla og hússtjórnarnám-
skeið sótt að Löngumyri. Félags-
lif var öflugt eins og gleggst kom
fram á árshátiöi april og iþrótta-
keppni um sumarmál. Afhent
voru verðlaun i iþróttum og skák
auk bóklegra greina.
Þá má geta þess, að húsrými
skólans eykst jafnt og þétt, enda
þokar byggingu hins nýja skóla-
húss vel áfram. Fastir kennarar
voru i vetur 10, en stundakennar-
ar 7.
Þá gat skólastjóri þess, að
nokkurrar óvissu gætti um
framhaldsnám nemenda, sem
ljúka grunnskóla, en ekki hefur
fengizt staðfest hvort 10. bekkur
muni starfræktur næsta vetur
þótt svo væri nú. Skiptir slikt
miklu fyrir nær 40 nemendur viös
vegar að úr héraðinu, er nú luku
grunnskólaprófi, en þetta var i
fyrsta sinn, sem þeim áfanga er
náð við Varmahliðarskóla.
Er þetta eftir þig? Svona litur það út eftir útiskemmtanirnar.
Hreinsunarvika Landverndar 1977:
Að hvetja fólk til samstarfs við hreinsun
umhverfis og efla umgengnismenningu
Góðir björg-
unargallar
JB-Rvik. 1 gærdag boöuðu for-
ráðamenn Landverndar, Hauk-
ur Hafstaö, Stefán Sigfússon og
Stefán Bergmann blaöamenn á
sinn fund og var tilgangurinn sá
að vekja athygli á hreinsunar-
viku, sem samtökin eru aö fara
af staö með nú um mánaðamót-
in mai/ júni. Landvernd hefur
um nokkurt skeið unniö að þvi
að bæta umgengnismenningu
landsmanna og i þvi skyni hald-
iö uppi margvislegum áróðri,
gefiö út veggspjöld með mynd-
um og slagoröum og haldið uppi
áróðri i fjölmiölum. Eru vist
flestir sem um þessi mál nenna
að hugsa, á einu máli um að
samtökin vinna að þörfu verk-
efni, þvi þrátt fyrir stór orð ís-
lendinga um fegurð og hrein-
leika landsins þarf ekki nema
rétt aö lfta i kringum sig til að
komast á þá skoðun að tslend-
ingar séu sóðar, og skeytinga-
litlir um umhverfi sitt, hvort
heldur er i dreifbýli eöa þétt-
býli.
A fundinum kom fram, að
Landvernd gekkst fyrir hreins-
unarviku I júni i fyrra, en þá var
þátttaka ekki almenn, og kom i
ljós að þetta verkefni var viða-
meira, en búizt hafði verið við,
og þurfti meiri undirbúnings við
til aö árangur næðist. En með
þessum aögerðum i ár, er stefnt
aö markvissari og vfðtækari
baráttu, og reynt er að stefna aö
þvi að þetta verði árviss við-
buröur.
Varðandi framkvæmd og
skipulag þessa, þá hafa nokkur
stærstu félagasamtök I landinu
gengiö til samstarfs við Land-
vernd, en einnig hefur veriö haft
samband við allar bæjar- og
sveitastjórnir i landinu um að
þær standi á bak við aögerðirn-
ar á hverjum stað, samræmi
þær, útvegi nauðsynleg tæki s.s.
vörubila og beri allan kostnað.
Hreinsunarvikan verður kynnt
undir nafninu Hreinsunarvika
Landverndar 1977, og er eins og
áður segir auglýst um mánaöa-
mótin mai/ júni. Dagsetning
hennar er þó ekki fastsett, en
veröur að ákveöa hana eftir að-
stæðum i hverju byggöarlagi.
Markmiöiö er aö hvetja félaga-
samtök og sveitastjórnir til
samstarfs að hreinsun um-
hverfis i byggö og á vfðavangi.
Stefán Bergmann sagði, að
meginhliöin á þessu væri sú, að
fá áhugafólk til að taka höndum
saman og velja ákveöin verk-
efni á ákveönum tíma, og urðu
þarna margar hendur til að
vinna verk, sem ella yrðu ó-
leyst. En verkefnaval og sam-
starfsform yrðu að ráðast eftir
aöstæöum á hverjum stað.
Sagði hann, að þeir væntu þess
að hreinsunaráhuginn breiddist
út og fólk færi að taka til hend-
inni i kringum hús sin, og einnig
aö atvinnurekendur hreinsuöu f
kringum vinnustaöina, en þar er
oft pottur brotinn. Aö sögn
Hauks Hafstað eru hreinsunar-
verkefni margvísleg. Sem dæmi
má nefna fjörur, opin svæöi,
fólkvanga og útivistarsvæöi,
vegkanta og girðingar. En þó
KJ-Reykjavik. — Frá þvf segir i
nýútkomnu hefti Sjávarfrétta, að
komnir séu á markaöinn nýir
norskir björgunargallar, sem
hiotið hafa viðurkenningu norsku
siglingamálastofnunarinnar. 1 0
gráðu heitum sjó geta menn átt
von á að lifa f 6 og hálfa klukku-
stund I galla þessum — og mun
lengur, ef þeir eru vel klæddir
innan undir gallanum. Gallinn
hefur auk þessa eiginleika nægi-
legt flot til þess að halda manni
ofansjávar án annarra björgun-
arbelta.
Þetta er þvi m iður ekki óalgeng sjón á tjaldsvæðum hér á landi.
tók hann fram að þetta kæmi
ekki inn á starfssvið annarra,
t.d. sveitarfélaga og unglinga,
en unglingar hafa unnið á sum-
um þessum stöðum i sumar-
vinnu.
Að siðustu má taka fram, að
nú er að koma út myndaflokkur
á vegum Landverndar um
myndun og mótun landsins.
Þetta eru 36 litskyggnur með
skýringatexta, og er einkum
gert meö það fyrir augum aö
verða notaöar í skólum. Það er
Þórleifur Einarsson jaröfræö-
ingur, sem hefur skrifað skýr-
ingartextann og tekið flestar
myndirnar. Þetta er annar
myndaflokkurinn af þessu tagi
sem kemur út, en f fyrra kom út
flokkur um Landeyðingu og
landgræðslu. Þá er og aö koma
út veggspjald fyrir árið 1977 og
er þaö helgað útilffi.
Tilkynning frá jafnréttisráði
Jafnréttisráð vekur athygli
auglýsenda og fjölmiöla á 4. gr.
laga nr. 78/1976 um jafnrétti
kvenna ogkarla: „Starfsem aug-
lýst er laust til umsóknar, skal
standa opið jafnt konum og körl-
um.tslikri auglýsingu er óheimilt
aö gefa til kynna að fremur sé
óskað starfsmanns af öðru kyninu
en hinu”.
Jafnréttisráðierfalið aö sjá um
aö ákvæðum þessum sé fram-
fylgt. Jafnréttisráð bendir enn-
fremur á 12. gr. sömu laga, sem
hljóðar svo: „Sá sem af ásettu
ráði eða gáleysi brýtur gegn lög-
um þessum, er skaðabótaskyldur
samkvæmt almennum reglum.
Slíkt brot skal varöa fésektum,
nema þyngri refsing liggi viö aö
lögum”.
Jafnréttisráð tók þá ákvörðun,
er þaö tók til starfa, að eðlilegt
væri aö nokkur aðlögunartimi
yrði á að framfylgja þessu ákvæöi
laganna, þar sem hér er um ný-
mæli að ræða i lögum. Nú hefur
þessi aðlögunartimi verið tæpt ár
og ætti það að hafa gefið flestum
nægjanlegt svigrúm, til þess að
aðlagast nýmæli þessu.
Þeir sem auglýsa eftir 1. júli
1977 þannig, aö andstætt er ofan-
greindu ákvæði, geta átt von á að
mál verði höföaö gegn þeim.
Jafnréttisráð litur á ákvæöi
þetta sem lið i þeirri baráttu, að
brjóta niður þá hefðbundnu
starfsskiptingu, sem rikt hefur, i'
karla- og kvennastörf og þann
launamun sem við það skapast.
Norska fyrirtækið Helly Han-
sen A/S framleiöir tvær tegundir
af þessum búningum. önnur er til
þess ætluð að gripa til hennar i
nauöum, og er hægt að klæöa sig i
hann á örstuttri stundu. Hin gerð-
in er hvort tveggja björgunar- og
vinnugalli, og er hægt aö nota
hann sem hvern annan vinnufatn-
að, auk þess sem björgunareigin-
leikan hans eru óskertir. Báöar
gerðirnar eru framleiddar i
þremur stærðum.
Fimmtudagsleikritið:
VETRARFEBÐ
Sölusýning
Skálatúns-
heimilisins
Skálatúnsheimilið i
Mosfellssveit, sem er
vistheimili fyrir van-
gefna, heldur sölusýn-
ingu á vinnu vistfólks i
Norræna húsinu um
hvitasunnuhelgina.
Skálatúnsheimilið' er sjálfs-
eignastofnun stofnað 1954 og
rekið fyrir daggjöld frá Trygg-
ingastofnuninni. Vistmenn eru
nú 57 talsins á aldrinum frá 3ja
til 49 ára og er töluverö dreifing
i getu þeirra. Vistmenn stunda
verklegtnámog sumirbóklegt og
einnig eiga peir völ á nokkurri
sund- og leikfimikennslu. Getu-
minni einstaklingar eru þjálfað-
ir i daglegum athöfnum eins og
að borða sjálfir og klæöa sig.
Siðast hélt Skálatún sýningu
vorið 1973 og er þvi töluvert af
munum til sölu nú, má þar
nefna mottur, veggteppi, leður-
vörur, tuskubrúður og fleira.
Sýningin i kjallara Norræna
hússins er opin sem hér segir:
Laugardag 28. mai frá kl. 4-10,
hvitasunnudag frá kl. 2-10 og
annan i hvitasunnu frá kl. 2-10.
A sýningunni verður sýnd
kvikmynd af lifi vistfólks álla
dagana kl. 4 og 9 siðdegis.
Skálatúnsheimilið býður öll-
um að koma sem vilja kynna sér
lif og vinnu vistmanna.
eftir Somerset
Fimmtudaginn 26. mai kl.
20.05 veröur flutt leikritiö
„Vetrarferð” eftir Somerset
Maugham. Þýðandi er Aslaug
Arnadóttir og leikstjóri Klem-
enz Jónsson. Með helztu hlut-
verk fara: Herdis Þorvaldsdótt-
ir, Róbert Arnfinnsson, Steindór
Hjörleifsson, Rúrik Haraldsson.
Gisli Alfreðsson, Erlingur
Gislason og Jón Gunnarsson.
Leikrit þetta er unnið upp úr
smásögunni „Winter Cruise”.
Þar segir frá ungfrú Reid, sem
ferðast með flutningaskipi til
Vestur-India. Hún þreytir alla
meö sifelldu málæði sinu, og
skipstjórinn veit ekkerthvað til
bragðs skuli taka. Hann felur
loks skipslækninum að gera
nauðsynlegar ráðstafanir.
Maugham er sjálfur sögu-
maður i leikritinu, sem hefur til
að bera alla kosti hans sem rit-
höfundar: hugkvæmni, þekk-
ingu á mannlegu eðli og hæfileg-
an skammt af gamansemi.
Ungfrú Reid er manngerð, sem
margir vafalaust þekkja, og að
þvi er varðar lausn Maughams
Maugham
á „blaðursýki ” hennar, getur
hún veriö alveg jafnnærri lagi
og hvað annaö.
William Somerset Maugham
fæddist i Paris árið 1874. Hann
stundaði nám i heimspeki og
bókmenntum við háskólann i
Heidelberg og læknisfræðinám
um skeiö i St. Thomas’s sjúkra-
húsinu I Lundúnum. Var hann
læknir á vigstöövunum i Frakk-
landi árið 1914.
Fyrsta saga Maughams,
„Liza frá Lambeth” kom út árið
1897, en hér munu kunnastar
sögurnar „Tunglið og tieyring-
ur” og ,,1 fjötrum”, sem er öðr-
um þræði sjálfsævisaga.
Allmörg leikrit hans hafa verið
sýnd á islenzku leiksviði, m.a.
„Hringurinn”, „Loginn helgi”
og „Hve gott og fagurt”. Þá hef-
ur útvarpið flutt drjúgan fjölda
leikverka hans. „Vetrarferð” er
tuttugasta leikritið sem það
flytur eftir hann. A striðsárun-
um 1940-45 dvaldi Maugham i
Bandarikjunum, en siðan aðal-
lega i Frakklandi, þar sem hann
lézt árið 1965.