Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. júni 1977. 3 GETUM VIÐ FRAMLEITT VERÐMÆT LYF ÚR SLÓGI OGINNYFLUM SLÁTURDÝRA? — Tíminn ræðir við dr. Örn Aðalsteinsson, lífefnafræðing og dr. Sigmund Guðbj arnason, prófessor Sigmundur Guðbjarnason (t.v.) og örn Aðalsteinsson (t.h.) inni á efnafræðistofu Raunvisinda- stofnunar. KJ-Reykjavik. — Hér á landi er nú staddur ungur Islenzkur doktor frá Massachusetts Insti- tute of Technology (MIT) I Bandarikjunum. Hann heitir örn Aðalsteinsson og er hann hér aðeins i stuttri heimsókn, en er starfandi f Bandarikjunum hjá fyrirtæki sem annast ýmis rannsóknarstörf. Doktorsverk- efni Arnar tengist mjög nýtingu á úrgangi, en á vegum Raunvis- indadeildar háskólans hafa far- ið fram nokkrar frumrannsókn- ir I þessum efnum, og er mikill áhugi á að halda þeim áfram. Aö sögn dr. Sigmundar Guð- bjarnasonar, prófessors við Há- skólann og forstöðumanns efna- fræöistofu Raunvisindastofnun- arinnar, er örn Aðalsteinsson mjög vel menntaður á sinu sviði og er mikill áhugi af þeirra hálfu á þvi að fá hann til starfa hér á landi. Fyrir þá, sem á svoleiöis kunna, má geta þess, að gráö- urnar sem örn hefur tekið eru B.Sc við Colerado háskóla og M.Sc og PH.D. við MIT sem er mjög vel þekktur verkfræöiskóli I Bandarlkjunum. Eins og fyrr getur hefur örn nii umsjón með rannsóknarstörfum I Banda- rlkjunum. Við náðum tali af honum og vildum fræðast um viðfangsefni hans, m.a. mögu- lega nýtingu á slógi og innyfl- um sláturdýra og möguleikana á framleiöslu verðmætra vara úr þessum efnum hér á landi. — Jú, I námi mlnu og með- fram þvl hef ég kynnt mér allt, sem snýr aö framleiðslu lifefna sem hægt er að fá úr dýrum og fiskum, þ.e.a.s. nýting á þvl, sem I flestum tilvikum verður að úrgangi. Doktorsverkefni mitt snerist m.a. um þetta efni. Þar er um að ræða mjög verð- mætt llfefni sem nefnist Adeno- sine Triphosphate eöa ATP og selst á 4000 dollara kllóið á heimsmarkaði, en það lætur nærri að vera 800.000 Islenzkar krónur. Efni þetta er nú fram- leitt með sérstökum gerjunar- aðferöum. I doktorsverkefni mlnu reyndi ég að þróa einfalda enzym eða llfhvataaöferö viö framleiöslu á ATP. Það veröur þá hægt að framleiða efniö með þvl að nota þrjá lífhvata, fram- leiðslan verður einfaldari og ó- dýrari, og með þessari aðferö fæst hreinna efni. — Og framhaldiö? — Viö erum að sækja um einkaleyfi á þessari fram- leiösluaöferð I Bandarlkjunum. Það má llka gjarnan koma fram, að einn þessara llfhvata sem viö notum er úr karfa. — Hvernig stendur fram- leiðsla og rannsóknir á nýtingu úrgangs til iyfja- og llfefna- framleiðslu erlendis? — Erlendis hafa vlða verið reistar lyfjaverksmiðjur I kringum sláturhús, hins vegar hafa ekki veriö geröar nægar rannsóknir á fiskúrgangi I þessu sambandi vegna þess að auöug- ar þjóðir byggja litið á honum. 1 Bandarlkjunum hef ég þó reynt aö kynna mér allt sem lýtur að framleiðslu verömætra llfefna úr slátur- og fiskúrgangi. Til þess að komast að þvl hvað raunverulega er hægt að gera hér á landi þarf töluverðar frumrannsóknir. Dr. Sigmund- ur Guöbjarnason hefur verið frumkvöðull að slíkum rann- sóknum og hafa niöurstööur þeirra veriö mjög jákvæöar. Ég hef nú veriö að kynna mér hvernig málin standa hér heima, og mér viröist mikill áhugi á að koma á fót rannsókn- um á þessu sviði og persónulega hef ég fullan hug á að koma heim og taka þátt f þessari upp- byggingu. — Aðalframleiösluverömætin eru sem sagt lyf? —- Já, efni sem notuð eru beint I lyf og einnig efni. sem notuð eru til að framleiða lyf. Þó eru lika framleidd bragðefni og alls konar efni til framleiðslu á neyzluvöru. Hér heima hafa t.d. farið fram frumrannsóknir á vinnslu Heparins úr islenzku hráefni. Heparin er lyf sem einkum er notað til að fyrir- byggja storknun á blóði og er erlendis aðallega unniö úr inn- yflum sláturdýra, úr lungum og görnum nautgripa og svina. Hér heima virðist gifurlega mikið hráefni ónýtt vera fyrir hendi, svo sem sláturúrgangur og fiskislóg, sem hægterað nýta til framleiðslu á mjög verðmætum lyfjum og lifefnum. — Mælir eitthvað á móti þvl að við hefjum rannsóknir og framleiðslu á þessum efnum núna? — Þaö þarf I fyrsta lagi fjár- magn til að koma á víötækum frumrannsóknum til aö kanna hvaða efni eru I úrganginum og hversu mikið magn. Þegar þessi vitneskja er fengin getum viö farið að kanna markaösmögu- leika og framleiöslukostnaö. Kostnaðinn held ég að þurfi ekki aö vera óviöráöanlegur. Rann- sóknir gætu einníg farið fram I slátur-og frystihúsum, þar sem hægt er aö koma upp aðstööu til þessara rannsókna. Nú, til framleiöslunnar þarf svo að- stööu og ákveöinn tækjabúnaö. — Er einhver sambærileg „vlsinda-framleiðsla ” fyrir hendi I landinu? — Nei, ekki á þessu sviði a.m.k. Þetta yrði mjög merkur áfangi I fullvinnslu hráefna okk- ar. Viö gætum nýtt hráefni sem hingað til hefur verið hent og framleitt verðmætari afurðir úr hráefnum sem fara til óarö- bærrar framleiöslu. Cr einu kg af karfa gætum við t.d. búið til verðmætt lifefni sem selst á 1000$ I Bandarikjunum. Mark- aður fyrir slik efni er þó tak- markaður enn sem komið er. Viö þökkuðum Erni fyrir spjalliö en vildum svona að lok- um athuga hvað Sigmundur Guöbjarnason hefði frekar um þessi mál að segja. Við hittum hann að máli á skrifstofu hans I Raunvlsindastofnun Háskólans. — Viö höfum verið að undir- búa jaröveginn I nokkur ár og höfum gert frumrannsóknir á sumum sviöum, en þetta starf liggur niðri um þetta leyti eink- um vegna manneklu. Við höfum mikinn áhuga á að fá sérfræðing sem hefði lifefnarannsóknir að meginviðfangsefni á Efnafræði- stofu Raunvlsindastofnunarinn- ar, þaö er raunar fyrsta skilyröi þess aö viö getum haldið þessu starfi áfram. Fátt er þó eins sjálfsagt eins og að rannsaka hvort ekki megi nýta eitthvað af þessum úrgangi til framleiöslu á verömætum efnum. — Og hverjar eru undir- tektirnar hjá yfirvöldum? — Nú, Landbúnaöarráöuneyt- iö hefur þegar skipaö nefnd til að láta fara fram rannsókn á þvi meö hverjum hætti sé hag- kvæmast aö vinna verömæti úr- sláturúrgangi. Framleiösluráö landbúnaöarins veitti okkur einnig á slnum tlma rann- sóknarstyrk upp á 1.4 milljónir króna til frumrannsókna á vinnslu Heparins úr Islenzku hráefni. Björgvin Guðmundsson vann einkum að þessu verkefni fyrir okkur og fórst það mjög vel úr hendi, en við hölum nú misst hann og höfum hvorki mannskap né fjármagn til slikra rannsókna eins og stend- ur. Það tekur yfirleitt langan tima til að undirbúa menn undir svona störf, til þess þarf sér- menntun og nú eru slikir menn einmitt að koma út úr skólum erlendis. Meðal þeirra er Orn Aðalsteinsson, mjög fær á sinu sviði og vildum við gjarnan fá hann til okkar. Við vonum lika að einhver skriður komist á málið upp úr næstu áramótum. — Hugsanlegur möguleiki er aö hluta efnavinnslunnar fari fram I sláturhúsunum úti á landi á meðan þau eru ekki starfandi, eina 8 til 9 mánuði á ári. Hægt er að geyma hráefnin I frosti og þetta mundi skapa möguleika til að nýta hús og að- stööu sem fyrir hendi er. Frum- vinnan a.m.k. gæti fariö þarna fram sem mundi spara flutningskostnað á hráefninu þó endanleg vinnsla færi síöan fram á einum staö þar sem tækjabúnaður yröi til þess. Hins verður þó aö minnast I þessu sambandi aö þó viö þekkjum söluverömæti og efnismagn, þá vitum við ekki hver endanlegur framleiöslukostnaöur yrði I tæknilegri vinnslu. En þetta þarf aö rannsaka. Sýning í Stóðhesta- stöóinni á Litla-Hrauni PÞ-Sandhóli. — Stóðhestastöö Búnaðarfélags tslands að Litla-Hrauni var almenningi til sýnis fyrir skömmu, og kom þangað þann dag mikiö fjöl- menni úr héraðinu. Þorkell Bjarnason ráðunautur kynnti áhorfendum hestana. Stóðhestastööin var stofnuö 1973, og voru Þorkell og Halldór E. Sigurösson landbúnaðarráð- herra aðalhvatamenn að stofn- un hennar. Starfsmenn stöðvar- innar eru þrlr — Þorgeir Vigfús- son frá Húsatóftum bústjóri, Þorvaldur Árnason tilrauna- stjóri, sem er langskólagenginn I kynbótafræöum, og Þorkell Þorkelsson frá Laugarvatni, sem er tamningamaður. Þaö er til marks um áhuga manna á kynbótastööinni, aö henni hafa veriö gefnir tfu folar. Annars kaupir stöðin álitleg hestfolöld og elur þau upp, en einnig eru þarna aldir upp hest- ar fyrir hrossaræktarsambönd- in. Folar eru leigöir til undan- eldis, tilraunir gerðar meö fóör- un, hagagöngu, aöbúnaö I húsi og fleira. Nú eru I stööinni rúm- lega fimmtiu hestar og nokkur folöld ab auki. Tólf stóöhestanna eru einkaeign og hafa verið til tamningar i vetur. Eftirtektar- vert var, hve hestarnir hafa verið vel fóðraöir, sem og h«tt, að þar virtist ekki vera neinn slægur eða baldinn foli. Þór frá Akureyri og Glaður frá Reykjum virðast góðvinir. Þór, sem erundan Svip og Hrafntinnu 3250, gaf Haraldur Þórarinsson á Syðra-Laugalandi stöðinni, en Glaður undan Gram frá Vatns- leysu og Drottningu frá Reykjum. Hann er gjöf frá Jóni Guð- mundssyni á Reykjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.