Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 1. júni 1977. Steinunn Jóhannesdóttir i hlutverki slnu sem Helena SÖNGLEIKUMNN HELENA FAGRA gébé Reykjavik — Slðasta frumsýningin á þessu leikári þjóðleikhússins var á söng- leiknum llelenu fögru þann 27. mai. Tónlistin er eftir Jacques Offenbach. Textinn er þýddur og endursaminn af Kristjáni Árnasyni, og siðan hafa þau Brynja Bencdiktsdóttir og Sig- urjón Jóhannsson unnið leik- gerð sýningarinnar upp úr texta Kristjáns. Kristján hefur fært verkið og margar sklrskotanir þess yfir i okkar eigið umhverfi og leikstjóri, leikmyndateiknari og flytjendur hafa siðan haldið áfram á þeirri braut. Tónlistarstjóri er Atli Heimir Sveinsson og mun hann jafn- framt stjórna hljómsveitinni á fyrstu sýningunum en siöan tek- ur Ragnar Björnsson við. Hljóö- færaleikarar úr Sinfóniuhljóm- sveit tslands leika. Söngleikurinn Helena Fagra er með þekktustu verkum Off- enbachs. Hann var frumsýndur i Paris árið 1864 og varð þegar i stað gifurlega vinsæll. 1 verkinu er leitað fanga aftur i griska fornöld, en i rauninni fjallaöi hann þó fyrst og fremst um samtið höfundar, hið glysgjarna og alvörulausa þjóðlif þess timabils franskrar sögu, sem kennt er við annað keisaradæm- ið. Verkið hefur þó iðulega verið aðlagað aðstæðum þeirra staða og tima, sem það hefur veriö sýnt á, og er svo einnig i bjóö- leikhúsinu nú. Fjöldi manns tekur þátt i sýn- ingunni eða um fimmtiu manns. Leikarar, söngvarar, popp- stjörnur, Islenzki dansflokkur- inn, Þjóöleikhúskórinn og fleiri. Með helztu hlutverk fara Helga Jónsdóttir og Arnar Jóns- son, sem leika Helenu og Paris, en hlutverk þessi hafa einnig verið æfð af Steinunni Jó- hannesdóttur og Ólafi Erni Thoroddsen, og munu þau leysa hin fyrrnefndu af hólmi. Kalkas hofgoði er leikinn af Róbert Arnfinnssyni, Menlás konungur, maður Helenu, af Arna Tryggvasyni. Þá fara söngvar- arnir Guðmundsur Jónsson, Garðar Cortes, Kristinn Halls- son og Sigurður Björnsson með hlutverk griskra konunga ög Leifur Hauksson leikur Órestes, son Agamemnons konungs. Meðal annarra leikenda má nefna Stefán Karlsson, sem leikur Hómer, auk meðlima úr Þjóðleikhúskórnum og Islenzka dansflokknum, sem koma fram i ótal gervum og hlutverum. Jacques Offenbach (1819- 1880) var af þýzkum ættum, en fluttist 14 ára til Parisar og starfaði þar siðan. Ekki leið á löngu áður en hann var farinn að leika i leikhúshljómsveitum, þ.á.m. i Opera Comique, en þar vaknaði áhugi hans á að semja leikhústónlist. Hann var um árabil hljómsveitarstjóri við Theatre Francaise og stofnaði siðan sitt eigið leikhús, Théatre de la Gaité, sem hann veitti for- stöðu 1873-75. Offenbach varð fljótlega viðkunnur fyrir söng- leiki sina og óperur. Hann samdi alls á annað hundrab ieikhúsverk. Mörg hin vinsæl- ustu samdi hann með textahöf- undunum Henri Meilhac og Ludovic Halévy, og er Helena fagra i þeirra hópi. Meðal ann- arra vinsælla verka Offenbachs má nefna Orfeus i undirheim- um, Bláskegg, Périchole, Madame Favart og Parisarlif. Meðal siðustu verka hans var óperan Ævintýri Hoffmanns, sem sýnd var hér i Þjóðleikhús- inu árið 1966. Þessir hressu kappar i heita pottinum á baðströndinni eru frá vinstri Arni Tryggvason (Menlás konungur, maður Helenu) Kristinn Hallsson, Guðmundur Jónsson, Garðar Cortes og Sigurður Björnsson. Auk þeii ra eru meðlimir tsl. dansflokksins á þessari mynd. Þetta atriði sýnir byrjun þriðja þáttar. Timamyndir: Gunnar Þau eru glæsileg farartækin sem notuð eru i söngleiknum Helenu fögru. Kalkas hofgoði (Róbert Arnfinnsson) og Paris (Arnar Jónsson) eru kyndugir á svip að ráða ráðum sinum / i j 'íyaMW '/ Þeir fengu sér i glas og brugöu á leik þessir hressu náungar: Tal- ið frá vinstri: Sigurður Björnsson, Kristinn Hallsson, Guðmund- ur Jónsson og Garöar Cortes. llópmynd af einu atriðinu úr söngleiknum. Meðlimir ísl. dans- flokksins og Þjóðleikhúskórsins fyrir framan hof Kalkasar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.