Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 1. júni 1977. 21 A myndinni eru talið frá vinstri: Fremri röð. Ragnar Hallsson, ólöf Guðmundsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Elsa Stefánsdóttir, Sævar Guðjónsson og Arnór Pétursson. Aftari röð frá vinstri. Gu'ðbjörg K. Eirfksdóttir, Sigmar Ó. Mariasson, Jón Eirlksson, Sigurður Þ. Jónsson, Jónatan Jónatansson og Júllus Arnarsson, þjálfari. Ljósm. Katrln Káradóttur. AÐALFUNDUR ÍÞRÓTTAFÉLAGS LAMAÐRA AÐALFUNDUR tþróttafélags fatlaöra I Reykjavlk var haldinn 5. maí sl. Mikiö llf hefur veriö I starfsemi félagsins. Æfingar hafa verið þrisvar I viku að Há- túni 12 og sund er tvisvar I viku I skólalaug Arbæjarskóla, einnig eru nýhafnar æfingar I bogfimi, hefur verið æft tvisvar I viku I anddyri Laugardalshallarinnar. Æfingasókn hefur aukizt um 50%, og eru þátttakendur frá 14 ára til 66 ára, og hefur þessi stóri aldursmunur ekki verið neitt vandamál I leik og starfi, þvert á móti. Sl. sumar fóru formaöur fé- lagsins, Arnór Pétursson og þjálfari félagsins, Jtilíus Arnarsson, sem áhorfendur á Ol.leikum fatlaðra, sem haldnir voru I Toronto. 1 nóv. sl. fóru tveir keppendur, þeir -Hörður Barðdal og Snæbjörn Þórðar- son, á vegum félagsins á alþjóðaleika fatlaöra I Stokk- hólmi. Þeir kepptu I sundi og stóöu sig mjög vel. Þjálfarinn, Júllus Arnarsson, fór einnig með, ásamt Elsu Stefánsdóttur, sem var fararstjóri. Eru slikar ferðir mjög gagnlegar og hvetj- andi. 1 sumar stendur til aö senda keppendur á heimsleika fatl- aðra í Stoke Manderville í Eng- landi, og jafnvel verður hægt aö senda keppendur á mót annars staöar I Evrópu. Veiði- og fiskiræktarráð Reykjavlkur hefur komið upp á- gætri stangaveiöiaöstöðu fyrir fatlaða viö Elliöavatn. í sam- vinnu viö Sjáífsbjörg, félag fatlaðra hafa verið keyptar 4 veiðistangir sem félagsmenn geta fengiö að láni. Stangaveiöi- námskeiö hófst 16. mal. Stofnaö hefur verið samband Iþróttafél. fatlaöra á Norður- löndum, var stofnþingið haldið I Reykjavlk sl. haust og sat for- maður Iþróttafélags fatlaöra þingið, ásamt Trausta Sigur- laugssyni, Guðmundi Löve og Siguröi Magnússyni. Akveðiö er nú aö Iþróttafélag- ið fái hluta af lóð Sjálfsbjarg- ar ls.f. aöHátúni 12. Verður þar gert íþróttasvæöi og standa von- ir til þess aö framkvæmdir geti hafizt nú I sumar, en áætlaður kostnaöur I dag er 10-12 milljón- ir króna. Keppni er nýlokið I curling, lyftingum og borötennis. A aöal- fundinum afhentu nokkrir fé- lagar úr Kiwanisklúbbnum Esju og Lionsklúbbnum Niröi verð- launin, en þessir tveir klúbbar gáfu verðlaunagripina. Verð- laun hlutu: Lyftingar. Nr. 1 Sigmar 0. Maríasson, nr. 2 Arnór Péturs- son, nr. 3 Hafsteinn Jóhannsson. Llka fékk Guöbjörg Björnsdótt- ir verölaun fyrir góðar framfar- ir I lyftingum. Curling. Sveitakeppni. Nr. 1. sveit Arnórs Péturssonar, auk hans voru I sveitinni Guðbjörg K. Eiriksdóttir og Tómas E. Magnússon, nr. 2 sveit Elsu Stefánsdóttur, auk hennar voru I sveitinni Sigurður Þ. Jónsson og Skúli Þ. Sigurösson, nr. 3 sveit Lárusar I. Guömundsson- ar, auk hans voru I þeirri sveit Ólöf Guðmundsdóttir og Jóna- tan Jónatansson. Curling. Standandi. Nr. 1 Sævar Guðjónsson, nr. 2 Jón Eirlksson, nr. 3 Jónatan Jóna- tansson. Curling. Sitjandi. Nr. 1 Arnór Péturssonnr. 2 Viðar Guönason, nr. 3 Ragnar Hallsson. Borðtennis kvenna. Nr. 1 Guöbjörg K. Eirlksdóttir, nr. 2 Elsa Stefánsdóttir, nr. 3 Sigrlður Geirsdóttir. Borðtennis karla.Nr. 1 Sævar Guöjónsson, nr. 2 Viðar Guðna- son, nr. 3 Arnór Pétursson. Æfingar á vegum félagsins eru sem hér segir. Mánud.-föstud. kl. 20-22 að Há- túni 12, (curling, lyftingar og borötennis). Miövikud. kl. 20-21.30 og laugard. kl. 15-16.30. sund I skólalaug Arbæjarskóla. Bogfimin er I anddyri Laugar- dalshallará þriöjud. kl. 18.-19.30 og á laugard. kl. 10-11.30 f.h. Bogfimin verður þó ekki I Laugardalshöll i júnl, júll og ágúst. I ráði er að fara I tvær hóp- feröir I sumar ef næg þátttaka fæst. Til Akureyrar I byrjun júll eöa seinnipartinn I ágúst, til Stoke Mandeville vegna heims- leika fatlaöra sem veröa 24.-30. júll. Bréf varðandi þessar feröir veröa send til félagsmanna. Stjórn félagsins er þannig: Formaður Arnór Pétursson, s. 71367, varaform. Jón Eirlksson, s. 35907, gjaldk. Vigfús Gunnarsson, s. 21529, ritari Elsa Stefánsdóttir, s. 66570, meðstj. Halldór S. Rafnar, s. 27207. Þjálfari félagsins er sem fyrr Júllus Arnarsson, íþróttakenn- ari, Leiðbeinandi I sundi er Kristjana Jónsdóttir. Iþróttafélagiö vill hvetja fatl- aða til að ganga I félagiö og koma á æfingar því ,,að vera með er stærsti sigurinn”. Félagasamtök, klúbbar. fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt félagið drengilega með fjárframlögum og öörum gjöf- um. Þakkar félagið öllum þeim er hlut eiga að máli. Söngför Skagfirzku söngsveitarinnar um Skagafjörð 2.til 4. júm' Fimmtudaginn 2. júni i Bifröst kl. 23 Föstudaginn 3. júni i Höfða- borg/Hofsós kl. 21 Laugardaginn 4. júni i Bifröst kl. 15 Laugardaginn 4. júni i Miðgarði kl. 21 Söngstjóri Snæbjörg Snæbjarnardótt- ír J Undirleikari ólafur Vignir Alberts- son Dansleikur verður i Miðgarði að loknum tónleik- um Skagfirzka söngsveitin. § 't Forstaða leikskóla Frá 1. ágúst n.k. eru lausar stöður for- stöðumanna Grænuborgar og Baróns- borgar. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Sumargjafar, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. júli. Stjórnin Fró Bændaskólanum ó Hvanneyri Umsóknarfrestur um skólavist i bænda- deild er til 1. ágúst n.k. Þeir sem óska eftir að stunda nám við bú- visindadeild skólans eða undirbúnings- nám við Tækniskóla íslands skulu senda umsóknir sem allra fyrst. Skólastjóri. Sjávarútvegsráðuneytið Reykjavik, 31. mai 1977. Skjalavarsla afgreiðsla Sjávarútvegsráðuneytiö óskar að ráða skjalavörð, er sjái um bókanir bréfa og almenna afgreiðslu I ráðu- neytinu svo sem símavörslu. Laun samkvæmtlaunakjörum opinberra starfsmanna. Æskilegtaðumsækjandigetihafið störf nú þegar. Um- sóknir berist ráðuneýtinu fyrir 7. júni n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.