Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 9
!t * Miðvikudagur 1. júni 1977. V Stúlka og skip, eða Skip með hvitu segli, sýnir svo glöggt, aö myndir Jóhanns segja oft svo mikið. Myndefnið margbrotið Við fyrstu sýn kann myndefni Jóhanns og jafnvel liturinn lika að vera nokkuð einhliða, að hann sé f rauninni alltaf að mála sömu myndina. Við nánari at- hugun sést fljótlega að svo er ekki. Það kemur í ljós að þótt myndefnið sé svipað, er ný saga á feröinni. Við sjáum þetta i mynd no. 8. Stúlka hefur numið staðar á vegi niður að skipi sem biður með hin hvitu segl uppi. Margt kemur upp i hugann: á hún elskhuga um borð? A hún að fylgja sinum manni? Mega stúlkur ekki koma nær skipi en þetta? Báturinn nr. 108 er ekki neitt sérlega lystilega gerður frá sjónarmiði sæfara, klossaður og þungur. Hálfur er hann i sjó og hálfur i hafi — eins og maður- inn, — eins og þjóðin sjálf. Sama er að segja um margar dýramyndirnar. Þar rikir innra lif, eins og til að mynda i Kýr og kálfur nr. 87. Hún er glæsileg „dýramynd”, en minnti mig strax á þegar við á Hermóði sál- uga fluttum Kýr og kálf úr Hornbjargsvita. Kýrin fékkst ekki út i bátinn, fyrr en búið var að bera þangað kálfinn. Þá var húnóðfús: þau urðu að fylgjast að, hvað sem það kostaði. Stundum bregður lika fyrir humor, sem er nú heldur sjald- gæfur i köldum hvelfingum listasafns. Má þar til nefna t.d. mynd nr. 114 Þrjú börn og Börn i grænu grasi nr. 123. Einna áhrifamest verður þó myndin Vinnulok aö teljast, þvi þar leggst bókstaflega allt á eitt, til þess að skapa þróttmik- ið, glæsilegt listaverk, sem ber i sér tilfinningu og lýsingu á mannlifinu sjálfu. Það er svo sannarlega liðinn þessi dagur og erfiðismaðurinn gengur til hvi lu. Það væri að æra óstöðugan að halda svona áfram. Myndirnar sem i fljótu bragði virðast svo likar hver annarri, eru þegar allt kemur til alls, sér á parti. Þótt þær séu einfaldar að gerð, fáir drættir, þá segja þær samt langa og óræða sögu. Þótt menn telji, aö Jóhann Briem máli undir sérstökum fána.efsvomáorða það, verður varla farið svo frá verki að ekki sé minnzt á myndir hans frá Landinu helga. Landið helga Arið 1951 feröaöist Jóhann til Palestinu. Hann teiknaði mikið i þeirri ferð og árið 1958 sendi hann frá sér bók um förina: Landiö helga. Var bókin mynd- skreytt. Eftir Palestinuförina brá ávallt fyrir myndum á sýn- ingum Jóhanns frá þessari för. Þetta eru vel geröar bibliulegar myndir, en skortir þó flestar þá snerpu er Jóhann nær á heima- velli. Aðra bók sendi hann frá sér árið 1962: Milli Grænlands köldu kletta. Varþað lika ferðabók,en Grænlandsförin hafði ekki mikil áhrif á myndlistarvinnu Jó- hanns Briem að þvi er séö verð-. ur. Hann gaf út Til Austurheims árið 1967. Þá ritaði hann allmargar greinar i blöð og timarit. Þá er ótalið að Jóhann Briem hefur lýst fjölda bóka og hafa bóklýsingarhans frá fyrri tið án efa haft töluverð áhrif i þeirri grein. Nú þrátt fyrir langan og merkilegan listaferil er það ljóst að Jóhann Briem er hlé- drægur málari, sem fariö hefur gegnum lifið án fyrirferöar. Samt er list hans ótrúlega sterk og persónuleg. Hún er auðþekkt hvar sem hún sést: viö kennum höfundinn i hverri einustu mynd. Mörg okkar hefðu kosið ræki- legri upprifjun á þessari sýn- ingu. Menn, konur og ýmsar stofnanir hafa lánað verk á sýn- inguna, sem stendur vikum saman. Það er nánast óhugs- andi að þær hittist aftur upp á vegg í náinni framtiö. Þess vegna höfum við nú glatað tæki- færi til þess að fá rækilegt yfirlit yfir alla þætti listar Jóhanns Briem. Þessi stórbrotna sýning tjáir aðeins einn þátt málsins. Að visu þann gildasta, kunna einhverjir að segja, og það er skoöun lika. Það er ljóst aö Jóhann Briem er einn merkasti myndlistar- maður okkar, sinnar kynslóðar. Það er þvi veí til fallið að minn- ast afmælis hans meö stórri sýningu og aðdáendur hans óska honum heilla. Jónas Guðinundsson. fólk í listum — Hámarkshraði 155 km. — Bensín- eyðsla um 10 litrar per 100 km. — Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum. — Radial-dekk. — Tvöföld framljós með stillingu. — Læst bensínlok. — Bakkljós. — Rautt Ijós I öllum hurðum. — Teppalagður. — Loftræstikerf i. — öryggisgler. — 2ja hraða miðstöð. — 2ja hraða rúðu- þurrkur. — Raf magnsrúðusprauta. — Hanzkahólf og hilla. — Kveikjari. — Litaður baksýnisspegill. — Verkfæra- taska. — Gl jábrennt lakk. — Ljós i f ar- angursgeymslu. — 2ja hólfa kabora- tor. — Synkronesteraður gírkassi. — Hituð afturrúða. — Hallanleg sætis- bök. — Höfuðpúðar. r FIAT EINKAUMBOD A ISLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Siöumúla 35 Simar 38845 — 85855 Ný verzlun í HAFNARFIRÐI l!= LÆIII AltliOT Lækjargötu 32 SELJUM: Málningu — Málningarvörur — Fittings — Rör, svört og galv. Danfoss stillitæki — Allt til hitaveitutenginga Opið i hádeginu og laugardaga kl. 9-12— Næg bílastæði Verið velkomin — Reynið viðskiptin IfJAMIOT ■ I Verið velk II=Læ Lækjargötu 32 — Simi 50-449 Pósthólf 53 — Hafnarfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.