Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 18
 18_____________ 45 stúd- entar braut- skráðir í Flens- borg Flensborgarskóla var slitiö 25. mai. Brautskráöir voru 45 stúd- entar 197 meö grunnskólaprófi,' 126 gagnfræöingar og 10 meö próf úr 6. bekk framhaldsdeildar. Alls voru I skólanum um 680 nemend- ur. I vetur var I fyrsta skipti kennt eftir áfangakerfi i skólanum i samræmi viö reglugerö fyrir skólann frá s.l. hausti sem sett var i framhaldi þess aö skólanum var breytt i fjölbrautaskóla vor- iö 1975. Afangakerfiö náöi til tveggja árganga I framhalds- námi, en tveir efstu árgangar menntadeildar og gagnfræöa- deildar skólans bjuggu áfram viö bekkjarkerfi. Afangakerfi skól- ans er þannig byggt upp aö völ er á misþungum námsáföngum I helstu lykilgreinum skólans i upphafi framhaldsnámsins, og er stigagjöf hagaö til samræmis viö þyngd áfanganna, en ekki ein- göngu timalengd námsins. Næsta skólaár veröur bætt viö stigalaus- um áföngum f þessum greinum fyrir þá nemendur sem lakastan undirbúning hafa úr grunnskóla. Sams konar áfangakerfi hefur veriö notaö f Fjölbrautaskóla Suöurnesja I Keflavik og veröur notaö i þvi framhaldsnámi, sem ráögert er aö taka upp I Graöabæ næsta haust. Hefur náin sam- vinna um skipulagningu námsins átt sér staö milli þessara skóla og Flensborgarskólans, og einnig hefur veriö tekin upp samvinna viö Fiskvinnsluskólann I Hafnar- firöi, sem er fólgin I þvi aö Flens- borgarskólinn tekur aö sér kennslu f bóklegum námsgrein- um fiskiönnáms og fisktækni- náms. En Fiskvinnsluskólinn veröur hreinn sérskóli. Hæstu einkunnir á stúdents- prófi hlutu Elinborg J. Úlafsdótt- ir, eölisfræöisviöi, 8,5: Þóröur Viöarsson, náttúrufræöisviöi 8,4: og Hlin Hermannsdóttir, máía- sviöi, 8,1. Alls hefur skólinn nú brautskráö 107stúdenta á þremur árum. A þessu sumri veröa liöin 100 ár frá fyrstu stofnun Flensborgar- skóla, en 10. ágúst 1877 gáfu próf- astshjónin i Göröum séra Þórar- inn Böövarsson og Madame Þór- unn Jónsdóttir út gjafabréf til stofnunar skóla I Flensborg i Hafnarfiröi, og tók skólinn til starfa þá um haustiö. 1 upphafi var skólinn þó barnaskóli, en 5 ár- um siöar eöa 1. júni 1882 var gjafabréfinu breytt og skólanum breytt i alþýöu- og gagnfræöa- skóla og hefur hann siöan starfaö sem framhaldsskóli. Hefur aidur skólans yfirleitt veriö miöaöur viö þá breytingu og veröur aldar- afmælis skólans þvf ekki minnzt sérstaklega fyrr en 1982, þegar öld veröur liöin frá þvi aö hann tók viö þvf hlutverki aö veita framhaldsmenntun, en ekki frummenntun. Miðvikudagur 1. júni 1977. Breytingar á leiðakerfi SVR í Breiðholti taka gildi 1. júni A fundi stjórnar Strætisvagna Reykjavikur 8. desember 1976 var samþykkt málaleitan for- stjóra SVR þess efnis, aö þess veröi fariö á leit viö Þróunar- stofnun Reykjavikurborgar og embætti borgarverkfrðings, að þessar stofnanir tilnefni sinn fulltrúann hvor i samstarfs- nefnd meö starfsmönnum SVR, til þess að endurskoða leiöa- kerfiö og gera tillögur um hugs- anlegar breytingar. Hlutverk nefndarinnar var annars vegar aö léggja fram til- lögur aö bráöabirgðakerfi fyrir Breiöholt fyrir 15. marz og hins vegar aö endurskoða heildar- leiðakerfi Reykjavfkur. Nefndin hefur nú lokið fyrra verkefni og endurskoöun heildarkerfis hefst er Þróunarstofnun Reykjavik- urborgar hefur lokið frum- vinnslu úr almenningsvagna- könnun er fram fór 1976. Núverandi leiöakerfi Breiöholtinu er nú þjónaö af 5 leiðum þ.e.: leiö 11 Hlemmur — Breiðholt (20min. fresti) leið 12 Hlemmur — Vesturberg (15min. fresti) leið 13 Breiðh. — Miðbær (60 min. fresti) leið 14 Hringf. — Breiöholt (30 min. fresti) leiö 15 Hlemmur — Flúöasel (60 min. fresti) A þessum leiöum aka 9 vagnar en að auki ekur 1 vagn á leiö 13 5 ferðir á virkum degi. Flutningaþörf 1. des 1976 var ibúafjöldi Breiðholts ca. 17000, en gert er ráð fyrir að i fullbyggöu Breiö- holti verði ibúatalan um 20 til 25 þúsund. 1 dag er ferðafjöldi að meðal- tali 0.45 ferðir pr. ibúa pr. dag i Reykjavik. Ef gengið er út frá sömu meðaltalstölum i full- byggðu Breiðholti ætti flutn- ingaþörfin aö vera 9000-11000 farþegar frá Breiðholti á dag. Reiknað er með aö leið meö 15 min. tiðni anni 3000 farþegum á dag. Til að anna 9000 farþ. þarf þrjár leiöir meö 15. min. tiðni þ.e. 12 vagnar. Miöaö við 17000 ibúa i Breiðholti er þörf fyrir sem svarar 10 vögnum. 1 tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir 10 vögnum. Nefndin hefur miðað við aö blokkarbyggö og önnur ámóta þétt byggð hafi eigi lengri gönguvegalengd miðað við lá- rétt land en 300 m og 15 min. tiðni milli kl. 07 og 19, 30 min. tiðni frá kl. 19-01 virka daga og um helgar frá 07-01. 1 einbýlis- húsabyggð er gönguvegalengd allt að 500 m. I höfuðdráttum verði breyt- ingar þannig að leið 14 og 15 verði lagðar niöur, bætt við vagni á leið 11, leið 13 verði gerð að hraðíerö allan daginn með 30 min. tiöni er ekur að Lækjar- torgi og hættir viðkomu á Hlemmi. Leið 11 Hlemmur-Breiöholt verði þannig að hætt veröi að aka Arnarbakkahringinn og i stað þess ekið inn að Breiöholts- kjöri, þaöan verði leiðin lengd frá 1. júni ’77 upp að öldusels- skóla annars vegar og upp aö Flúðaseli hins vegar. Bætt verði inn vagni á leiðina svo um 15 min. tiðni verði að ræða fyrir Breiðholt 1 sem áður hafði 20 min. tiðni. 1 haust verður mögulegt aö aka frá Stekkjar- bakka sunnanveröum (öldusel) að Flúöaseli og þá veröi ekiö i hring um Seljahverfi, rangsælis og réttsælis. Leið 12 Hlemmur-Vesturberg verði eins og nú nema biðtimi verði styttur i Suöurhólum og lengdur sem þvi nemur á Hlemmi. Ekiö veröi um Stekkj- arbakka-Alfabakka-Reykjanes- braut i stað Stekkjarbakka-- Breiðholtsbrautar-Reykjanes- brautar. Leið 13 Breiðholt-Miðbær verður með 30 min. tiðni frá 07- 01 alla daga vikunnar. Vagninn ekur i gegnum Breiðholt 1 á leiö i Breiðholt III og hefur tima- jöfnun viö Suðurhóla. Hætt verði að láta vagninn aka Hverfisgötu að Hlemmi og suður Snorra- braut. 1 stað þess aki vagninn Lækjargötu-Vonarstræti-Suöur- götu-Hringbraut. Frá Breiöholti Hringbraut-Suðurgötu-Aöal- stræti-Hafnarstræti að Lækjar- torgi. Meö akstri um Suöurgötu næst tenging viö Háskólasvæöiö og hluta af vesturbænum. 1 dag eru farnar 262 ferðir á dag i og úr Breiðholti, allar frá Hlemmi nema 10 ferðir frá Lækjartorgi. Aukaferöir eru ekki taldar með. 1 tillögum er lagt til að 240 ferðir séu Hlemm- ur-Breiðholt-Hlemmur en aftur á móti 72 ferðir Lækjartorg- Breiðholt-Lækjartorg. Hér er um að ræða fækkun á ferðum að Hlemmi um 12 en aftur á móti aukning viö Lækjartorg um 62 ferðir. A það skal lögð áhersla, að hér er um að ræða reynsluakst- ur á timabilinu 1. júni — 1. okt- ober. Sérstakt leiðakort, timatöflur og aðrar upplýsingar um breyt- ingarnar hafa verið sérprentaö- ar. Verða þær afhentar endur- gjaidslaust i vögnum á leið 11 og 12,13,14 og 15 og i farmiðaaf- greiðslum SVR á Lækjartorgi og Hlemmi. Þá er þess að geta, að á leið 7 verða frá og með 1. júni n.k. litilsháttar breytingar á tima- töflu. Ný leiöabók er væntanleg inn- an fárra daga, ef ekki koma til frekari tafir vegna yfirvinnu- bannsins. Nemendurnir á myndinni aö ofan fengu verölaun I ritgeröarsamkeppni Félags islenzkra iönrekenda, samtais aö upphæö 370 þúsund. t efri röö eru þeir 19 nemendur sem fengu 10 þús. kr. viöurkenningu en sitjandi fyrir miöju eru þau Aöalsteinn Hákonarson, framhaldsdeild Samvinnuskólans, og Þorbjörg Skúladóttir, Gagnfræöaskóianum Akranesi en þau hlutu 100 þúsund kr. verölaun hvort um sig. Rit- geröarverkefnin voru: 1. Hvernig á aö tryggja búsetu I iandinu og jafnræöi i atvinnumöguleikum milli landshluta? 2. A aöleggja áherzlu á þróun iönaöar á næstu árum? 3. Samhengi atvinnulifs á tslandi. —KJ Indversk flaututánlist Fimmtudagskvöldiö 2. júní n.k. heldur indverski flautuleikarinn Tublu Banarjee hljómleika I Norræna Húsinu, kl. 20.30. Veröur þar flutt sfgild indversk tónlist. Hér er um háttþróaöa, forna tón- listarhefö aö ræöa og ná rætur hennar a.m.k. 2500 ár aftur f tim- ann. Flautuleikarinn Tublu er nem- andi eins þekktasta flautuleikara Indlands. Hann hélt tónleika I Norræna Húsinu I lok apríl og vakti leikur hans mikla athygii áheyrenda. Hefur þvi veriö ákveöiö aö hann haldi þessa tón- leika til viöbótar, svo aö fleiri gef- ist kostur á aö kynnast þessari sérstæöu og hrifandi tónlist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.