Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 8
iii'iiiti'y Miðvikudagur 1. júni 1977. Jóhann Briem Blár hestur, heitir hún þessi, og máluð áriö 1957. Lömb i haga. A listaskólanum heitir þessi skemmtilega mynd, sem er hin elzta á sýningunni. Kindur i haga. b n Jóhann Briem, listmálari. CK Sýning í Listasafni N€ stendur yfir i Listasafni ís- lands sýning á málverkum eftir Jóhann Briem, listmálara. Safnið telur þetta að visu vera yfirlitssýningu á verkum Jó- hanns, en ekki eru þó sýndar teikningar og bóklýsingar, sem þó verða að teljast merkur þátt- ur i lifsverki þessa ágæta lista- manns. Jóhann Briem er fæddur árið 1907 að Stóra-Núpi i Arnessýslu og verður þvi sjötugur á þessu ári. Hann stundaði myndlistar- nám árið 1922 hjá Jóni Þorleifs- syni, og á árunum 1927-1929 hjá Eyjólfi Eyfells, en stúdentsprófi lauk hann árið 1927 frá Mennta- skólanum í Reykjavik. Svo haldið sé áfram að rekja námsferil Jóhanns Briem, þá sigldi hann til Þýzkalands og stundaði nám við Akademie Simonsson Castelli i Dresden, undir handleiðslu Woldemar Winkler og á árunum 1931-1934 nam hann við Staatliche Kunst- akademie i Dresden og voru kennarar hans þar Max Feld- bauer og Ferdinand Dorsch. JóhannBriem héltsina fyrstu einkasýningu i Reykjavik árið 1934 og hefur siðan haldið fjölda einkasýninga og hann hefur tek- ið þátt i samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Þá er það ótalið að hann hélt myndlistarskóla i Reykjavik á- samt Finni Jónssyni á árunum 1934-1940. Hafði skóli þessi mikið að segja fyrir islenzka myndlist, að þvi talið er. A sýningu Jóhanns Briem eru 125 oliumálverk. Þau elztu mál- uð i byrjun fjórða áratugsins, eða 1932, en þau yngstu eru frá þessu ári. Við upphengingu myndanna er talsvert að athuga. M.a. er fylgt þeirri hvimleiðu stefnu listasafnsins að hafa einungis gamlar myndir i inngangi, til þess að hafa nú allt sem drunga- legast. Þetta á m.a. verulegan þátt i þvi að menn sniðganga sali þessa safns, allt virðist svo gleðisnautt. Sýningin naumast yfirlitssýning Þótthentugt sé frá vissu sjón- armiði að hengja upp myndir i aldursröð, þá eru aðrir hlutir ekki siður mikilvægir, sem sé heildarsvipur. Það er ljóst að ekki er fylgt þeirri veniu yfir- litssýninga þarna, að stilla upp sýnum sem rekja feril málar- ans, heldur sýna sem flestar myndir frá þvi skeiði er málar- inn hefur markað sér sina eigin stefnu, bæði i formi og lit. Sem dæmi um þetta er að Jó- hann Briem málaði fyrstu árin mikið af landslagsmyndum. Hann málaði á Þingvöllum og i Þjórsárdal og viðar. Hann mál- aði þá m.a. með vatnsiitum. A fyrstu sýningum sinum sýndi hann bæði vatnsliti og teikningar, uppdrætti af fólki. Ekkert af þessu fær að fljóta með. Yfirlitssýningin telst þvi varla söguleg, a.m.k. ekki i hin- um venjulega skilningi. Ýmsirteljaað sköpum skipti i list Jóhanns Briem i byrjun fjórða áratugsins. Þá hættir hann að mála svokallaðar landslagsmyndir. Myndir hans fá dýpra inntak. Þótt landslag sé i myndunum, hafa þær nú breytzt i kompositionir. Menn og skepnur skipa öndvegi, stundum bátur, staur eða vagn. Myndir þessar eru yfirleitt mjög heillandi i lit, og fáir mál- arar hafa notað liti af meiri dirfsku en einmitt Jóhann Briem.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.