Tíminn - 01.06.1977, Page 15

Tíminn - 01.06.1977, Page 15
Miðvikudagur 1. júni 1977. 15 Vieuxtemps. Bracha Eden og Alexander Tamir leika Fantaslu fyrir tvö píanó op. 5 eftir Sergej Rakhmanin- off. Pierre Penassou og Jacqueline Robin leika Són- ötu fyrir selló og pianó eftir Francis Poulenc. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunn- arsson kynnir. 17.30 Litli barnatiminn Guð- rún Guðlaugsdóttir sér um hann. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hvað biður vangefinna barna, þegar þau komast á skólaskyldualdur? Umsjón- armenn þáttarins: Gisli Helgason og Sigurður Hall- grimsson. 20.00 Einsöngvarakvartettinn syngurlög við ljóðaþýðing- ar Magnúsar Asgeirssonar. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Páskaleyfi á Snæfellsnesi Hallgrimur Jónasson rithöfundur flytur fyrsta frásöguþátt sinn. b. ,,Beztu sálma býöur mér” Annar þáttur Játvarðs Jökuls Júliussonar um kersknivisur. Agúst Vigfús- son les. c. Þetta hefur allt blessast Arni Helgason i Stykkishólmi talar við Ás- grim Þorgrimsson frá Borg i' Miklaholtshreppi. d. „Sál- in hans Jóns mins” Ingi- björg Þorbergs syngur eigið lag við 1 jóð Davrös Stefáns- sonar frá Fagraskógi. 21.30 tltvarpssagan: „Jómfrú Þórdis” eftir Jón Björnsson Herdis Þorvaldsdóttir leik- kona les (26). 22.00 Fréttir 2215 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Vor i verum” eftir Jón Rafnsson Stefán Ogmunds- son les (16). 22.40 Djassþátturí umsjá JÓns Múla Arnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 1. júní 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Onedin-skipafélagiö (L) Breskur myndaflokkur. 2. þáttur. Kaldir vindar næða. Efni fyrsta þáttar: Skip I eigu Frazers, keppinautar James Onedins, springur i loft upp á Merseyfljóti. James og Baines skipstjóri eru nærstaddir, en James bannar að nokkuð sé gert tii að bjarga mönnunum, enda telur hann, að þaö sé tilgangslaust. Einn kemst þó af og ber vitni við sjó- prófin. James er sýknaöur af öllum ákærum. Hann á þó við margvislegt mótlæti að striða. Verst finnst honum, að Elisabetu systur hans tekst að ná undir sig oliu- flutningum milli Ameriku og Evrópu, og James óttast að hún veröi honum þung 1 skauti, þegar hún tekur við skipafélagi Frazers i fyll- ingu timans. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 21.20 Gitartónlist (L) John Williams leikur lög frá þessari öld. Þýðandi Jón Skaptason. 21.45 Heittrúaður hermaður ■ Bresk heimildamynd um Mo’Ammar Gadhafi, þjóðarleiötoga norður- afriska rikisins Libýu. A undanförnum árum hefur Libýa oft veriö i fréttum og landið hefur oft þótt vera griðastaöur flugræningja og hvers kyns hryöjuverka- manna. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.30 Dagskrárlok. framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar © eftir BairrCxallico Natasja settu klúta um höf uðið og svuntur framan á sig og tóku til, með bursta og klúta, Frakkar eru alveg eins og allir aðrir, blátt áfram og hjálpsamir, bara svolítið óþrifnari. Hver skyldi hafa trúað því eftir allar sögurn- ar, sem maður hefur heyrt? Þetta kvöld átti Natasja stefnumót við greifa á kokkt- eiltíma, ætlaði að snæða kvöldverð með hertoga og hitta áhrifamikinn stjórnmálamann seinna um kvöldið. Það veitti henni einna mestu ánægju, sem hún hafði f undið til síðan hún kom til Parísar að svíkja greifann og þyrla upp rykinu i Rue Dennegin með f rú Harris í staðinn. Það virtist ekki taka nokkra stund að koma húsinu i lag. Arinhillan og húsgögnin glönsuðu, blómið fékk vatn, hrein rúmföt voru á rúmunum, röndin á baðkerinu var horfin og pönnur, pottar, diskar, glös og hnífapör var hreint. — Ö, hvað það er gott að koma á heimili af tur, þar sem maður getur verið kona, en ekki heimskuleg, lítil brúða, hugsaði Natasja, þegar hún réðst á kóngulóarvefina i hornunum og virti fyrir sér það sem Fauvel hafði sópað undir teppið, eins og karlmönnum hætti til. Þar sem hún stóð og hugsaði um hvað karlmenn al- mennt væru skelf ing ómögulegir, fann hún til með Fau- vel og hugsaði: Þetta hlýtur að vera ómöguleg systir, sem hann á, veslings pilturinn, og hann skammast sín svo... skyndilega sá hún í anda sjálfa sig halda um Ijósa höf uðið, rauða andlitið og hvíta öri.... áreiðanlega fengið með karlmennsku..... og segja lágt: — Svona drengur minn, taktu þessu ekki svona. Allt verður i lagi aftur fyrst ég er komin. Þótt hann væri bláókunnugur og hún hefði aðeins séð hann út undan sér, þegar hann birtist á vinnustað hennar. Hún stóðgraf kyrr nokkur andartök og undraðist sjálfa sig studdist við kústinn eins og ímynd sannrar húsmóður. Þannig kom hinn bergnumdi André Fauvel að henni, þegar hann kom allt í einu inn i stof una aftur. Konurnar höfðu verið svo önnum kafnar, að hvorug þeirra tók eftir f jarveru gestgjafans, fyrr en hann kom aftur, hálf falinn á bak viðstaf la af pökkum. — Mér datt i hug að þið væruð kannski orðnar svangar eftir allt erf iðið... útskýrði hann. Síðan stamaði hann og horfði á úfna og rykuga, en ákaf lega ánægða Natösju: — Vilduð þér... gætuð þér... má ég vona, að þér verðið áf ram? Greifanum og stef numótinu við hann hafði þegar verið varpað út í myrkrið. Nú fóru hertoginn og stjórnmála- maðurinn sömu leið. Eins og ekkert væri eðlilegra og sjálfsagðara, lagði Natasja, eða réttara sagt ungfrú Petitpierre frá Lyon handleggina um háls André Fau- vels og kyssti hann. — Þér eruð engill, André, að hugsa um það. Ég er banhungruð. Nú langar mig fyrst að baða mig í þessu dásamlega baðkeri uppi, svo skulum við borða, borða og borða. André fannst hann aldrei á ævinni hafa verið svona hamingjusamur. Þetta var einkennilegasta stefna sem hlutirnir höfðu tekið síðan.. já, síðan þessi dásamlega, litla, enska kona hafði komið til Dior til að kaupa sér kjól. Frú Harris hafði aldrei áður bragðað kavíar eða lifrarpöstu frá Strassbourg, en hún vandist þvi f Ijótt, svo og humarnum f rá Calais og álnum i hlaupi frá Lorriane. Þarna var Iíka svínakjöt frá Normandí, heil, köld, steikt gæs de Bresse og önd frá Nantes. Freyðivín var á boðstólum með humarnum, kampavín með kavi- arnum, hvítvín með fuglunum og líkjör með súkkulaði- tertunni. Frú Harris borðaði fyrir vikuna áður, þessa viku, svo og þá næstu. Hún hafði aldrei fengið aðra eins máltíð og bjóst ekki við að fá hana aftur. Augu hennar tindruðu af gleði, þegar hún sagði f agnandi: — Já, það er ekkert eins og verulega eplaveizla. — Það er dásamlegt kvöld úti, sagði André Fauvel og horfði heillaður á andlit Natösju. — Kannski við ættum að lofa Paris að kynnast okkur á eftir.. Það kurraði eitthvað í frú Harris, sem var stútfull allt upp að þunnum augabrúnunum. — Þið getið farið. Þessi dagur hefur verið mér svo erfiður, að ég gæti oltið um koll hvenær sem er. Ég verð heima og þvæ upp fer svo i rúmið og reyni að vakna ekki heima i Battersea. En þá er eins og unga fólkið yrði skyndilega feimið, án þess að frú Harris tæki eftir þvi. Ef gestur hans hefði viljað koma með, hugsaði André, hefði allt orðið öðru- vísi. En án nærveru þessarar undarlegu manneskju var óhugsandi að sýna Natösju, stjörnunni sjálfri, París um kvöld. i augum Natösju var París að kvöldi ekkert annað en endalaus runa af veitingahúsum og næturklúbbum og hún var orðin hundleið á þeim. Hún hefði viljað gefa mikið fyrir að standa á tröppunm Sacre-Coeur undir stjörnum stráðum himni — einkum með André Fauvel við hlið sér. En nú, þegar frú Harris vildi bara fara að hátta, var ekki til nein afsökun fyrir nærveru hennar hér. Hún hafði þegar forvitnast of mikið um einkalíf hans, skoðað heimili hans án kinnroða og farið yfir allt með klút, meira að segja leyft sér að þrifa baðkerið hans og farið siðan í bað í því. Skyndilega varð hún ringluð og tautaði um leið og hún roðnaði: — O, nei, nei, ég get það ekki. Ég þarf að fara. André Fauvel tók þessu eins og hetja, enda hafði hann átt von á þvi. — Já, hugsaði hann. — Þú verður að fara aftur, fiðrildi litla, aftur til þess lífs, sem þú elskar mest. Greifi, hertogi eða ef til vill prins bíður þín á- reiðanlega. En ég hef að minnsta kosti notið þessa kvölds og ætti að vera ánægður. Upphátt sagði hann: — Já, já, auðvitað. Ungfrúin hefur verið allt of vingjarnleg við mig. Hann hneigði sig og þau tókust kurteislega i hendur. Augu þeirra mættust langt andartak og í það skiptið gerði frú Harris sér grein fyrir hvað var að gerast. - Jæja, hugsaði hún. — Það er þá svona. Ég hefði átt að fara með þeim. En það var of'seint að ráða bót á þvi núna og sannast að segja hafði hún borðað svo yfir sig, að hún gat sig varla hreyft. - Jæja, góða nótt, vinir mínir, sagði hún rneð áherzlu og þrammaði upp stigann, i þeirri von að þau gætu komið sér saman um að fara út saman, þó hún væri ekki með. En skömmu seinna heyrði hún útidyrnar opnast og lokast og síðan fór bíll Natösju í gang. Þannig lauk fyrsta degi Odu Harris í ókunnu landi meðal ókunn- ugs fólks. En daginn eftir, þegar André stakk upp á að sýna henni eitthvað af Paris, flýtti frú Harris sér að biðja hann að taka Natösju með. André sagði kindarlegur á „Mamma, get ég fengiö stóran öskubakka I herbergiö mitt? Eg sagBi Möggu aöég reykti vindla.” dæmalausi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.