Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. júni 1977. 5 Ný þjónustumiðstöð við Gullfoss? KJ-Reykjavik — „Málið er þann- ig vaxið að við eina fegurstu nátt- úruperlu landsins, Gullfoss, fer öll þjónusta við ferðamenn fram i ömurlegum skúr sem mikið sjón- lyti er að á staðnum. Umhverfis- — stefnt að framkvæmdum i sumar málanefnd Ferðamálaráðs hefur margsinnis bent á hversu illa er þarna að málum staðið og þennan skúr beri að fjarlægja sem allra fyrst. Hitt er þó ábyrgðahluti að f jarlægja hann án þess að nokkuð komi í staðinn þar sem um Gull- foss fara einir 60 þús. ferðamenn á ári, gangandi sem akandi”, sagði Heimir Hannesson formað- ur Ferðamálaráðs þegar Tim- inn innti hann eftir fram- kvæmdum við Gullfoss i sumar. Seinni hluta árs 1976 voru lagð ar fram ákveðnar tillögur um nýjar framkvæmdir við Gullfoss, sagði Heimir ennfremur, — og voru þær kynntar stjórnvöldum og reynt að fá fé til framkvæmd- anna á fjárlögum 1977. Tillögurn- ar miöuðust við að skúrinn yrði rifinn og gerð ný menningarleg þjónustumiðstöð, hæfilega stór sem félli vel inn i umhverfið lýta- laust. Ekki tókst að fá framlag á fjárlögum þessa árs, en málinu var þó mætt af miklum áhuga og skilningi. Við höfum heldur ekki gefizt upp og stefnum að ein- hverjum úrbótum þegar á þessu ári. Heimir sagði, að frumskilyrði fyrir framkvæmdum væri sam- staða um þær. I þessu skyni m.a. hélt umhverfisnefnd fund i fyrra- dag með fulltrúum frá Náttúru- verndarráði, Ferðafélagi Islands, Félagi islenzkra ferðaskrifstofa og Feröaskrifstofu rikisins. Þarna voru kynntar hugmyndir sem arktitekt hefur þegar gert frumskyssur að i sambandi viö útlit og gerð ferðamannamið- stöðvar við Gullfoss. Staöarval hefur ekki endanlega fariö fram, en ekki má byggja miðstöðina, bilastæöi eða nokkuð annað þaö nálægt fossinum að það spilli náttúrueigindum staðarins. Þessar hugmyndir veröa einnig kynntar fjárveitinganefnd Alþing- is og reynt verður að fá samstöðu um lausn málsins á þessum grundvelli og verður þá hægt að hefja framkvæmdir i sumar. Framkvæmdir mundu sjálfsagt dreifast á 2 til 3 ár og taldi Heim- ir, að einhver ráð yrðu með að fjármagna þær til að byrja með, aðeinsef vilyrði fengist fyrirfjár- veitingu. Ferðamálarað mundi svo að likindum annast rekstur þjónustumiðstöðvarinnar. Landsbanki íslands: Aukning inn-og útlána og betri lausafjárstaða KJ-Reykjavik — t nýútkominni ársskýrslu Landsbanka tslands kemurm.a. fram að innlán jukust um 39% á sl. ári en útlán aðeins um 20%. Lausafjárstaða bankans batnaði þvi mikið á árinu en af- koman er hins vegar svipuð og á árinu 1975, eða 258 millj. kr. i tekjuafgang fyrir utan vexti af eigin fé bankans sem nam 2.243 millj. kr. i árslok. Af útlánum bankans á siðasta ári fór mest til sjávarútvegsins eða 32,5%, næst kemur land- búnaðurinn með 13,8%, verzlun með 13,2%, iðnaður með 12,8%, opinberir aðilarmeð 11%, annað: 10,8% og til ibúðabygginga fór 5,9%. Heildarútlán bankans á ár- inu 1976 námu 29.673 millj. kr. ef frá eru talin endurlánuð erlend lán. Útlánaaukningin var mest til sjávarútvegs. Útibú Landsbankans og af- greiðslustaðireru nú 21 talsins ut- an Reykjavikur og var heildar- velta þeirra á siðasta ári 593 milljárðar kr. og jókst um 59%. Hækkun innlána var um 44% en útlán jukust um 32%. Staða útibú- anna gagnvart aðalbankanum batnaði einnig nokkuð á árinu. Byggingaframkvæmdir á veg- um Landsbankansvoru nokkrar á sl. ári. Lokið var viö byggingar- framkvæmdir á Hellissandi og i ólafsvik vegna nýja útibúsins á Snæfellsnesi sem tók til starfa sl. ár. Á eldri hluta húss bankans að Laugavegi 77 fóru fram endur- bætur og allmiklar breytingar eins og segir i skýrslu bankans. Lokið var ýmsum öðrum byggingarframkvæmdum á sið- asta ári og nýjar hafnar, t.d. inn- rétting skrifstofuhúsnæðis að Laugavegi 7. Bankastjórn Landsbanka Islands skipa þeir Björgvin Vil- mundarson, Helgi Bergs og Jónas H. Haralz. Herstöðvaandstæðingar: Senda erindreka um landið i sumar Sumarstarf herstöövaandstæö- inga fer nú senn aö hefjast og er ætlunin, aö þaö byrji meö erind- rekstri um landiö segir f fréttatil- kynningu frá samtökunum. Und anfarin ár hafa Samtök her- stöövaandstæöinga leitast viö aö ná upp virku starfi um land allt. Þrátt fyrir góöan árangur álitur miönefnd samtakanna aö gera megi miklu betur I þessum efn- um. Markmið erindrekstursins er að kynna starf og stefnu her- stöðvaandstæöinga á liönu ári og kanna hugsanlegan grundvöll að virku starfi í hverju byggöalagi. Undanfarna mánuði hafa her- stöðvaandstæöingar staðiö fyrir fjöldaaögeröum af ýmsu tagi. Sem dæmi má nefna ráðstefnu um fjölþjóölegt auömagn og sjálf- stæði tslands, glæsiilegan fund I Háskólabiói 30. marz og 21. mai s.l. var farin Straumsvikurganga þar sem 8-9 þúsund andstæöingar herstöðva báru fram kröfuna um uppsögn herverndarsamningsins og úrsögn Islands úr NATO. — Allar þessar aðgerðir eru liður I fjölbreyttu starfi og sýna tvi- mælalaust að málstaöur okkar á vaxandi fylgi að fagna. — Þaö starf sem nú fer I hönd er rökrétt framhald undangenginna að- gerða. Miðnefndin telur að leggja beri höfuöáherzlu á árangursrikt starf nú I sumar, þannig að byggja megi upp öfluga fjöldahreyfingu gegn hernum og NATO, segir aö lokum i fréttatilkynningu. Hreinsiarmar margar gerðir frá Bib verð frá kr. 600 Einnig margskonar hlutir til viðhalds tóngœða V buðirnar 26 ar i fararbroddi NÓATÚIMI.^^n^ / SÍMI 23800, KLAPPARSTÍG 26. SÍMI19800. • • STJORNULIO BOBBY CHARLTON gegn Urvalsliði KSÍ í kvöld kl. 20,30 á Laugardalsvelli Einstakt tækifæri til að sjá þessa heimsfrægu knattspyrnumenn leika saman í liði. Forsala við Útvegsbankann í dag kl. 13-18. Tryggið ykkur miða í tíma. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 1000, stæði kr. 800, börn kr. 300. K.R.R Bobby Charlton Jackie Charlton Alex Stephney Jim Callaghan Terry Cooper Allan Ball Brian Kidd Tommy Smith Norman Hunter Ralph Coates Peter Osgood og fleiri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.