Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 4
4' Miðvikudagur 1. júni 1977. Aukin samskipti Vestur-íslendinga og íslendinga: Fjölmennir ferðahópar, kórar og unglingar skiptast á heimsóknum FB-Reykjavík. Samskipti ts- lendinga og Vestur-Islendinga hafa aukizt mjög undanfarin ár. t sumar fara fjölmennir höpar i feröir milli landanna, Kvenna- kór Suðurnesja fer vestur um haf og hingað kemur háskóla- kórinnBassCleff and the Better Half frá Winnipeg, sex islenzk ungmenni fara til Kanada og hingaö koma sex vestur-islenzk ungmenni og margvisleg önnur viðskipti eiga sér stað milli Vestur-íslendinga og gamla landsins. Þjdöræknisdeildin i Reykja- vik efndi til blaðamannafundar og var þar skýrt frá ýmsu sem á döfinni er i sumar. Hér eru starfandi tvær sjálfstæöar deildir Þjóðræknisfélagsins i Reykjavik og á Akureyri. For- maður Reykjavikudeildarinnar er séra Bragi Friöriksson en Arni Bjarnarson er formaður Akureyrardeildarinnar. Meðal verkefna þjóðræknis- félagsins er að stuöla aö Is- lenzkukennslu vestan hafs. I framhaldiaf þvi hafa unglingar komiðhingaði boði félagsins og einn slikur hópur kemur hingað til þriggja vikna dvalar i sumar. Þetta er sex manna hópur, og veröur m.a. efnt til Islenzku námskeiös fyrir unglingana á meðan þeir dveljast hér. Menntamálaráðherra og skóla- yfirvöld hafa veitt þessu máli eindreginn stuöning. Héöan fer einnig sex manna hópur vestur um haf, og dvelst I tslendinga- byggðum þar. Gagnkvæmar heimsóknir ýmissa framámanna og lista- manna hafa lengi verið á dag- skrá. Má þar nefna, að dr. Valdimar Eylands kemur hingað i sumar og verður geröur heiðursdoktor við Háskóla ts- lands. Valdimar Eylands hefur Húsgagnaverzlun VQ/ Reykjavíkur hf. Fjölbreytt húsgagnaúrval á tveimur hæóum li/ljög fjölbreytt lírval afsófasettum, stökum stólum, hjónarúmum ogeinsog tveggja manna svefnsófum verðmjög Húsgagnaverzlun hagstætt. í psjj Reykjavíkur hf. Brautartiolti 2 — Súnar 11940 * 12691 starfað um áratugaskeið sem prestur I Kanada, en nú fyrir skömmu gaf hann skólanum að Reykjum I Hrútafirði allt bóka- safn sitt, á þriðja þúsund bindi. Afhenti séra Bragi Friöriksson bókagjöfina við skólaslit Reykjaskóla fyrir skömmu. Þjóöræknisfélögin gangast fyrireinni hópferö til Winnipeg I samvinnu við Samvinnuferðir. Flogið verður vestur 15. júli og heim aftur 4. ágúst. Aðsókn i þessa ferö er góð, og mikill áhugi er fyrir Kyrrahafsferð, sem ferðahópnum hefur verið boðið upp á. Ennfremur er verið að skipuleggja bændahópferð sem farin verður allt vestur að Kyrrahafi. Gefst þátttakendum færi á að kynnast á þeirri leið öllum þáttum kanadisks bú- skapar, nautgripa- og kornrækt sléttufylkjanna og ávaxta- og grænmetisrækt fjalla- og strandahéraðanna. Að þessari bændaför standa.auk áöur nefndra aðila bændasamtökin islenzku. Hingað koma tveir hópar Vestur-Islendinga á vegum ferðaskrifstofunnar Viking Tra- vel, sem starfar i samvinnu viö Þjóðræknisfélagið i Vestur- heimi. Hóparnir koma 14. júni og siðari hópurinn um miðjan júli. 1 þessum hópum eru um 400 manns. Þjóðræknisdeildirnar hér hafa haft mikinn áhuga á stofn- un minjasafns og friðlýsingu húss Stephans G. Stephanssonar I Markerville i Alberta. Menningarráð Alberta hefur friðlýst staðinn, og er i ráöi að koma þar upp safni til minning- ar um skáldið. Nefnd heima manna i fylkinu á heiöurinn af þeim árangri sem náöst hefur og hafa félögin stutt hana eftir mætti. M.a. gáfu þau 1000 doll- ara til til þessa verkefnis og verður þvi fé sennilega varið til þess að búa húsið munum. Eig- ur Stephans G. voru fluttar á brott m.a. til Winnipeg að hon- um látnum, en nú er I ráði að safna mununum saman eftir föngum og búa húsið sem lfkast þvi sem þaö var er skáldið lifði. Ætti það að verða mun auðveld- ara en ella, þar sem Rósa dóttir skáldsins er enn á lifi, og hefur hún boðizt til aö vera ráðgefandi um það, hvernig koma á hlutum fyrir, enda man hún vel hvernig heimili foreldra hennar leit út. Þjóðræknisfélögin gáfu forláta gestabók til hússins, og nú hefur verið samþykkt, að gefa þvi öll ritverk skáldsins i bundnu og óbundnu máli. Það mun verða erfitt verk, að safna þeim sam- an, þvi sumir pésarnir sem Stephan G. gaf út eru mjög fá- gætir orðnir. Félögin hafa einnig áhuga á að safna fleiri munum tilhússins.eftir þvi sem hægt er. Þess má að lokum geta, að Þjóðræknisfélögin hérhafa stutt útgáfu Lögbergs-Heims- kringlu rækilega mpð beinum fjárframlögum og söfnun nýrra áskrifenda sem nú munu vera á annað þúsund hér á íslandi. Barnavinafélagið Sumargjöf Fornhaga N. — Simi 27277 Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 7. júni kl. 18 að Hótel Sögu Átthagasal Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin Hraðspólar í báðar áttir. Sjálfvirk stöðvun. Orka 4,5 wött á rás. Dragstillingar á hljómstyrk, tón og ballans. Verð aðeins kr. 22.780,00. Árs ábyrgð. KC-0316 KC-0317 Skipholti 19 við Nóatún, simi 23800 Klapparstig 26, simi 19800. 26 ár í fararbroddi Hraðspólar á annan veginn. Sjálfvirk stöðvun. Orka 4,5 wött á rás. Dragstillingar á hljómstyrk, tón og ballans. Verð aðeins kr. 19.630,00. Ars ábyrgð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.