Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1977, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 1. júni 1977. 11 titgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvaemdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Augiýs- ingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur í Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i iausasöiu kr. 70.00. Askriftar- gjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Ráðstefnan í Belgrad Hinn 1. ágúst næstkomandi verða tvö ár liðin frá þvi að æðstu menn þrjátiu og þriggja Evrópurikja, ásamt æðstu mönnum Bandarikjanna og Kanada, undirrituðu hina svonefndu Helsinkiyfirlýsingu. Með þessari yfirlýsingu var lagður grundvöllur að bættu og auknu samstarfi aðildarrikjanna á sviði stjórnmála, viðskiptamála og félagsmála. En þó grundvöllur sé jafnan mikilvægur, skiptir meira máli, hvernig byggt er á honum. Þvi var það ákveð- ið, að fulltrúar aðildarrikjanna skyldu hittast i Belgrad að tveimur árum liðnum til að vega og meta þann árangur, sem hefði náðst, og draga af þvi ályktanir um starfið i framtiðinni. Ráðgert er nú, að undirbúningur að Belgrad-ráðstefnunni hefj- ist um miðjan þennan mánuð með undirbúnings- fundi, sem verður haldinn i Belgrad, en sjálf ráð- stefnan hefjist svo ekki fyrr en i ágúst eða septem- ber eða jafnvel siðar. Við þvi mátti aldrei búast, að stórfelldur árangur næðist fyrstu misserin, enda gildir það um jafnVið- tækt og viðkvæmt samstarf og hér er um að ræða, að sigandi lukka er bezt. óneitanlega hefur miðað i rétta átt á mörgum sviðum. Þannig hafa margvis- leg gagnkvæm samskipti og viðskipti aukizt. Járn- tjaldið milli austurs og vesturs er ekki slikt og það var áður. Rikin austantjalds hafa dregið úr ýmsum hömlum á fréttamiðlun, þótt vestrænir fréttamenn telji, að enn standi margt til bóta. Fjölskyldum, sem áður voru aðskildar, hefur verið gert auðveld- ara að sameinast eða hittast og kannast íslendingar við eitt frægt dæmi þess. En mörgum hömlum þarf enn að ryðja úr vegi áður en hægt verði að segja, að eðlilegt ástand hafi skapazt. En ástæða er til að vænta, ef núverandi þróun helzt áfram, að það geti orðið, þótt ekki gerist allt i einu. Hér verður ekki siður að sýna þolinmæði en einbeitni, þvi að lang- varandi tortryggni og misskilningi verður ekki eytt á augnabliki. Aðalatriðið er að áfram verði haldið i rétta átt. I sambandi við undirbúning Belgrad-ráð- stefnunnar er ekki sizt mikilvægt, að lögð verði áherzla á hina jákvæðu hlið málanna og það, sem á- unnizt hefur, verði ekki látið hverfa i skuggann fyrir hinu, sem miður hefur farið. Mikilvægt er, að mannréttindaþáttur Helsinki-yfirlýsingarinnar verði rækilega ræddur, en ekki til að koma af stað karpi og gagnkvæmum ásökunum um málefni Gyð- inga i Sovétrikjunum eða blökkumanna i Banda- rikjunum, heldur til að þoka þessum málum i rétta átt. Siðustu ræður Carters forseta benda til, að hann vilji vinna að mannréttindastefnunni á þennan hátt. Framgangur mannréttindastefnu og frjálsari samskipta byggist þó fyrst og fremst á þvi, að tor- tryggni og misskilningi sé útrýmt. Fátt er mikil- vægara i þeim efnum en aukið efnahagslegt sam- starf. Þess vegna eru það mjög athyglisverðar hug- myndir, að rætt verði á Belgrad-ráðstefnunni um nánari samvinnu Evrópurikja á sviði orkumála, samgöngumála og umhverfismála. Þótt ráðstefnan sé ekki ákvörðunaraðili um þau mál, getur hún gef- ið mikilsverðar visbendingar um tilhögun þeirra. Það er sameiginlegt með ræðum, sem þeir Carter og Brésnjef hafa haldið að undanförnu, að báðum er ljóst, að heimurinn er nú annar en hann var fyrir 25- 30 árum. Sambúðin milli austurs og vesturs er að færast i betra horf, en árekstrunum milli norðurs og suðurs, þ.e. milli riku og fátæku þjóðanna, er að fjölga. Þar eiga austrið og vestrið á ýmsan hátt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Það ætti að verða eitt af verkefnum Belgrad-ráðstefnunnar að ræða um og samræma stuðninginn við fátæku þjóð- imarisuðri. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Trudeau vinnur kosningasigra Þeir bæta honum konumissinn Pierre Trudeau POLITISK strlösgæfa getur tekiö snöggum og miklum breytingum. Fyrir ári bentu skoöanakannanir I Kanada til þess, aö Ihaldsflokkurinn myndi vinna mikinn kosninga- sigur undir forystu hins nýja leiötoga sins, Joe Clark. Frjálslyndi flokkurinn, sem haföi unniö mjög glæsilegan sigur I þingkosningunum 1974 undir forystu Trudeaus for- sætisráöherra, stóö þá mjög höllum fæti. Efnahagsráöstaf- anir stjórnarinnar sættu mik- illi gagnrýni, en þær beindust mjög aö þvi aö halda bæöi kaupgjaldi og verölagi I skefj- um. Hagur Frjálslynda flokksins stóö enn illa I september slö- astliönum, þegar fylkisstjórn- in I Quebec ákvaö aö efna til kosninga ári áöur en kjör- timabilinu lauk. Forsætisráö- herra hennar, Robert Bou- rassa, var þá talinn einn af efnilegustu leiötogum Frjáls- lynda flokksins I Kanada. Hann þóttist sjá fram á, aö hlutur Frjálslynda flokksins myndi halda áfram aö versna og þvl væri betra aö kjósa fyrr en síöar. Honum varö hins vegar ekki aö trú sinni. Flokk- urinn missti ekki aöeins meirihluta sinn á fylkisþing- inu, heldur fékk aöeins 28 þingmenn kosna af 110 alls. Flokkur Þjóöernissinna fékk hins vegar hreinan meiri- hluta, eöa 69 þingmenn alls. Foringi hans, Rene Levesque, myndaöi nýja fylkisstjórn, sem hefur þaö aö markmiöi aö gera Quebec aö sérstöku rfki, en fyrir kosningarnar geröi hann þetta þó ekki aö aöalmáli kosninganna, heldur lofaöi aö efna til þjóöaratkvæöa- greiöslu um þaö innan tveggja ára. Hann geröi efnahagsmál- in aö aöalmáli kosninganna og kenndi stjórn enskumælandi manna um, aö hagur Quebec haföi veriö fyrir borö borinn. SIÐAN Levesque kom til valda I Quebec hefur hann lýst þvi sem ófrávlkjanlegri stefnu sinni, aö gera Quebec aö sér- stöku rlki og þvl muni hann efna til umræddra þjóöarat- kvæöagreiöslu á tilsettum tlma. Hann gerir sér þó ljóst, aö úrslitin eru engan veginn ráöin, eins og sjá má á þvl, aö þótt flokkur hans fengi þing- meirihluta i fylkiskosningun- um I haust, fékk hann ekki nema 41% greiddra atkvæöa. Sigur hans byggöist á þvl, aö kosiö er I einmenningskjör- dæmum. Levesque hefur til aö styrkja stööu sina sett þaö mál á oddinn, sem hann telur væn- legast til sigurs. 1 byrjun april lét hann birta hvlta bók um fyrirhugaöa lagasetningu um tungumál I Quebec. Sam- kvæmt þessum fyrirætlunum veröur franska aöalmáliö I Quebec, en nú skipa franska og enska jafnan sess.enda þótt um 85% íbúanna tali frönsku, en 15% ensku. Á margan hátt yröi þrengt mjög aö enskunni, enda bersýnilega stefnt aö þvl aö útrýma henni sem mest. Meðal þjóöernissinnaöra Frakka mælast þessar fyrir- ætlanir vel fyrír, en hjá öörum hefur þetta ýtt undir ótta um að mörg fyrirtæki flytji frá Quebec, en mörg helztu fyrir- tækin eru I eign enskumælandi manna. TRUDEAU forsætisráöherra tók strax afstööu gegn þessu fyrirhugaöa málafrumvarpi, en taldi þó ýmis ákvæöi þess geta veriö til athugunar. Jafn- framt kæmi til athugunar aö efla verulega heimastjórn I Quebec og raunar I öörum fylkjum Kanada ekki síöur. Hann hefur m.ö.o. reynt aö finna milliveg I þessum deil- um. Liklegt þótti, aö auka- kosningar, sem fóru fram til kanadiska þingsins I fimm kjördæmum I Quebec 24. f.m., gætu oröiö nokkur mælikvaröi á afstööu kjósenda til þessarar stefnu hans. Flokkur þjóöern- issinna ákvaö aö taka ekki þátt I kosningunum, en spáö var, aö ýmsir fylgismenn hans myndu skipa sér um Ihalds- flokkinn. Trudeau lét mikiö til sln taka I öllum þessum kjör- dæmum. Niöurstaöan var sú, aö Frjálslyndi flokkurinn hélt velli I fjórum þeirra, en I þvl fimmta hélt hinn svonefndi Þjóölánaflokkur velli. Ihalds- flokkurinn bætti heldur at- kvæöatölu sfna, en þó miklu minna en búizt var viö. Hann varö þó fyrir ööru meira áfalli, þvi aö sama dag fór fram aukakosning I kjördæmi á Prince Edward Island, sem Ihaldsflokkurinn hefur haldiö samfleytt I 25 ár, en missti nú til Frjálslynda flokksins. Crslit þessi þykja sýna, aö Frjálslyndi flokkurinn sé aö styrkja stööu sfna aö nýju, og þó einkum Trudeau forsætis- ráöherra. Strlösgæfan viröist hins vegar vera aö bregöast Ihaldsflokknum. Hitt getur hins vegar verið umdeildara, hvort telja beri sigur Frjáls- lynda flokksins i aukakosn- ingunum I Quebec einnig merki um undanhald hjá flokki franskra þjóðernis- sinna. Þaö viröist þó ekki styrkleikamerki, aö hann taldi hjásetu henta sér bezt aö þessu sinni. Strax eftir aö kunnugt varö um úrslit kosninganna, birti Trudeau yfirlýsingu um, aö Margaret kona hans heföi sótt um skilnaö og fengiö hann, en þrjú börn þeirra hjóna veröa I umsjá Trudeaus. Hjónaband þeirra hefur þótt stirt aö undanförnu, enda mik- ill aldursmunur, þar sem hann er 57 ára, en hún 28 ára. Ekki þykir llklegt, aö hjónaskilnaö- urinn muni veikja Trudeau pólitiskt. þ.Þ. Frá hveitibrauösdögum Trudeau-hjónanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.